Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL1996 37 ' MINNINGAR UNA ÞÓRÐARDÓTTIR + Una Þórðar- * dóttir var fædd á Norðfirði 4. októ- ber 1926. Hún lést þann 28. mars sl. Móðir Unu er Ragnheiður Pét- ursdóttir, búsett í Neskaupstað, en faðir hennar Þórð- ur Sveinbjörnsson, lést 1933. Fóstur- faðir Unu var Víg- lundur Víglunds- son sem lést 1976. Hálfbróðir Unu er Þórður Víglunds- son sem búsettur er í Neskaup- stað. Eiginmaður Unu var Guð- jón Emil Aanes skipsljóri frá Vestmannaeyjum, f. 24.10. 1930, d. 8.5. 1983. Börn þeirra: Ragnar, f. 13.2. 1952, maki Gunnhildur Ólafs- dóttir, Þóra, f. 21.2. 1953, maki Sveinn Valgeirsson, Sig- urður, f. 12.10. 1956, maki Ásdís Haraldsdóttir, Helga, f. 15.6.1958 maki Tryggvi Sveinsson, Kristín f. 4.4. 1961, maki Martin H. Avery, Sverrir, f. 3.4 1965, d. 13.9. 1995 maki Magdalena Ásgeirsdóttir. Alls eru barnabörnin orðin þrettán, af þeim eru tólf á lífi og nýlega kom fyrsta barnabarnabarnið í heiminn. Utför Unu fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum 6. apríl og hefst athöfnin kl. 13. Tengdamóðir mín, Una Þórðar- dóttir, er látin tæplega sjötug að aldri. Andlát hennar bar brátt að, fiölskyldan situr hljóð eftir. Fyrstu kynnum mínum af Unu gleymi ég aldrei. Eg var að koma til Vestmannaeyja í fyrsta sinn með kærastanum mínum, syni hennar, og var bæði feimin og dálítið kvíð- in. Stóð hún ekki þarna á bryggj- unni svo undur ljúf og blíð, faðm- aði mig að sér og kyssti á báðar kinnar. Á Fífilgötunni biðu síðan hnallþórur með kaffinu. Mér fannst þetta einstakar móttökur og þannig hafa þær verið æ síðan. Tengdamóðir mín var afar sér- stök kona. Enda þótt hún ynni meira og minna utan heimilis lifði hún fyrst og fremst fyrir fjölskyldu sína. Hún fylgdist af áhuga með öllu sem gerðist í stórfjölskyldunni; fermingum, brúðkaupum, barn- eignum, afmælum, gleði og sorgum og tók þátt í því af heilum hug. Út á við var hún lítt fyrir að trana sér fram, var hlédræg og feimin. Hennar staður var heimilið. Þar réð hún og var föst fyrir ef þurfa þótti. Á hugann leita minningar um glett- in tilsvör og tvíræðan stríðnissvip hennar þegar setið var og spjallað yfir kaffibolla. Una fæddist á Norð- firði en fluttist ung til Vestmanna- eyja þar sem hún kynntist eigin- manni sínum Guðjóni Emil Aanes. Hún hreifst strax af þessum stað. í síðustu ferð okkar til Eyja rifjaði hún upp þegar hún kom þangað fyrst. Fegurðin allt um kring og hjartahlýja fólksins orkaði svo sterkt á hana að upp frá því vildi hún helst hvergi annars staðar vera. Lífið var þó ekki alltaf dans á rós- um. Una missti eiginmann sinn árið 1983 og fyrir sjö árum fékk hún illvígt krabbamein. Með hetjulegri baráttu endurheimti hún heilsuna smám saman. Áfallið síðastliðið haust, er hún missti yngsta barnið sitt, Sverri, varð henni erfiðast: Það var líkt og lífsneistinn slokknaði við þessa óendanlegu sorg. Um leið og ég sendi allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur vil ég þakka tengdamóður minni samfylgdina. Eftir lifir minningin um hjálpsama, góða og trygga konu. Hvíli hún í friði. Ásdís. Fimmtudaginn 28. mars misstum við í Vestmannaeyjum góðan vin þegar hún tengdamóðir mín Una Þórðardóttir, matráðskona á dag- heimilinu Rauðagerði, fór frá okk- ur. Ekki get ég hugsað um hana nema sem „Unu ömmu“. Erfitt er að hugsa um Unu öðru- vísi en í barnahóp, svo kær voru þau henni. Aldrei aftur geta bömin okkar heimtað að fara heim til Unu ömmu eða að fara heim með henni eftir að hún var búin að vera í heim- sókn. Una amma lætur eftir sig tólf barnabörn á lífi og eitt barna- barnabarn og er missir þeirra mikill. Eg kynntist Unu fyrir sjö árum í gegnum eiginkonu mína, hvaða tilfinningar bærðust í brjósti hennar þegar dóttir hennar kom með út- lending get ég ekki ímyndað mér, en aldrei hefur verið betur tekið á móti mér. Þegar ég og Kristín kon- an mín vorum að byija búskap veitti hún okkur mikla hjálp og stuðning. Gjafir Unu voru eftirtektarverðar fyrir notagildi þeirra, ekki er hægt að elda mat né laga kaffi án þess að nota hluti sem Una gaf okkur. Una var tíður gestur hjá okkur og við hjá henni. Hún heiðraði okk- ur með því að vera fastagestur hjá okkur á ýmsum stórhátíðum. Að- fangadagskvöld verður tómlegt án nærveru hennar og aldrei eigum við eftir að vera hjá henni í salt- kjöti og baunum. Við eigum eftir að sakna hennar mikið. „Send not out for whom the bell tolls, it tolls for thee.“ John Donne. (Spyr þú því aldrei hveijum klukkan glymur, hún glymur þér.) (þýð. M.H. Avery.) Martin Harris Avery. Una amma er dáin. Þetta gerðist svo snöggt og óvænt að maður er ekki enn búinn að átta sig á því. Una amma var sú manngerð og amma sem allir vildu átt hafa, oft bauð hún í mat og var þá eins og heil hersveit væri væntanleg og aldrei nokkum tíma kom það fyrir að nokkur færi út frá henni ósadd- ur hvort sem var eftir kaffiboð, matarboð eða bara venjulega kvöld- heimsókn. Síðast er við hittumst var svo mikið spjallað um lífið, tilveruna og tilganginn með því, og var ég farinn að hlakka svo til að hitta þig nú í páskafríinu og kíkja í spjall því það var svo margt sem ég ætl-. aði að segja þér. En maður veit víst aldrei hvenær kallið kemur og þaðan af síður fær maður fyrirvara á því sem maður ætlaði að segja og gera. Minningin um yndislega konu sem alltaf tók svo vel á móti öllum og hugsaði svo einstaklega vel um sína, lifir og mun lifa í hjarta mínu. Elsku amma, nú þegar þú ert farin er það annars bjart ljós í dimmum veruleikanum að þú ert nú komin til afa og Sverris, og eitt veit ég, að ef eitthvað er til fyrir handan þá hafa þeir tekið vel á móti þér og ykkur líður nú öllum vel. Elsku amma, ég kveð þig nú með hryggð í hjarta og mun ég hugsa vel um hana litlu mína. Bið ég góð- an guð að veita okkur öllum trú og styrk á þessum erfíðu tímum. „í bljúgri bæn, og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín, ég leita þín, guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig." Guðjón Emil Sveinsson. Það er ótrúlegt að hugsa um að amma Una sé dáin. Það eru svo margar góðar minningar sem ég á um hana. Ég bjó hjá ömmu, afa og Sverri með mömmu í tvö og hálft ár eftir að ég fæddist og- var mamma þá í námi og var ég því mikið hjá ömmu og Þóru frænku. Amma vann sem matráðskona á barnaheimilinu Rauðagerði og var ég á því barna- heimili. Oft stalst ég þá fram í eld- hús til hennar. Ég var 3 ára þegar afi dó og eru það því fáar minning- ar sem ég á um hann. Sverrir, yngsti sonur þeirra, dó af slysförum fyrir hálfu ári síðan og var þetta því búinn að vera erfiður tími fyrir hana. Hún flutti af Fífilgötunni í Sólhlíð 19 og var hún ánægð að búa þar. Svo var það um daginn að hún veiktist skyndilega og þurfti að ganga í gegnum mikla aðgerð sem gekk vel og héldum við að hún væri á batavegi en svo á fimmtu- daginn 28. mars sl. var hún flutt með sjúkraflugi og stuttu seinna var mér tilkynnt að hún væri dáin. Þetta er mikið áfall enda var hún stór hluti af lífi mínu. Nú er hún hjá afa og Sverri og ég veit að henni líður vel. Þessi bæn sem ég læt fylgja með er ein af bænunum sem amma kenndi mér. „Leiddu mína litlu hendi, blíði Jesú, ég þér sendi bæn frá mínu bijósti, sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu.“ Una Þóra. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA VÍGLUNDSDÓTTIR, Furugrund 71, Kópavogi, lést laugardaginn 30. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 15.00. Kristin Jónsdóttir, Óskar Guðjónsson, Stefán V. Jónsson, Þorgerður Gylfadóttir, Hólmfrfður S. Jónsdóttir, Ásgrímur Stefánsson, Guðmundur Jónsson og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 Okkur langar til að setja á blað nokkur þakkar- og kveðjuorð til samstarfskonu okkar, hennar Unu í eldhúsinu. Una starfaði á leikskólanum Rauðagerði til fjölda ára og þótti okkur hún vera einn af föstu punkt- unum í tilverunni. Una var hógvær en glettin og létt í lund og allt í fari hennar gerði það að verkum að manni leið vel í návist hennar. Oft var glatt á hjalla í eldhúsinu og mátti heyra dillandi hlátur henn- ar þegar brandararnir fuku. Úna bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og voru barnabörn- in henni mikils virði. Elsku Una, við þökkum þér sam- starfið og kveðjum þig með söknuði. Við sendum öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við þökkum fyrir ástúð alla indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla, við herrans bijóst er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Starfsfólk leikskólans Rauðagerðis. Föstudaginn 29. fyrra mánaðar kvaddi þennan heim sjötta skóla- systir mín úr góðum og tryggum hópi frá Laugarvatni. Una Þórðardóttir var fædd í Garði, Norðfirði, og ólst þar upp. Ég kynntist Unu á Laugarvatni fyrir hart nær hálfri öld í Hús- mæðraskóla Suðurlands, „Lind- inni“. Við vorum þarna þijátíu ung- ar stúlkur að búa okkur undir fram- tíðina til munns og handa og bjart- sýni réð ríkjum. Þetta varð einstak- lega samheldur hópur strax og hef- ur haldist síðan. Vinátta og tryggð hefur einkennt þennan hóp. Við höfum hist á fimm ára fresti og stundum oftar alla tíð. Við Una lentum saman í númeri eins og sú skipan var þá, ég er sú eina sem eftir lifi af okkur fjór- menningunum. Unnum við því saman alla daga í níu mánuði og bjuggum undir * sama þaki, þannig að það varð ekki hjá því komist að kynnin yrðu náin. Ekki segi ég að við höfum alltaf verið sammála^ en kærleikurinn var fyrir hendi. Ég reyndi að stríða henni með því að hún sæti i festum að gömlum og góðum sið, þá brosti mín og ljómaði eins og sól í heiði. Hún elskaði Gæa sinn, svo stríðnin mistókst. Við vorum saman í laglausa kórnum og sungum einkum í þvottahúsinu, því þá heyrði enginn til okkar. » „Jeg elsker Gæa og Gæi elsker mig, vi er forlovet, Gæi og mig,“ og fleira og fleira, helst rómantísk ástarljóð, þetta var græskulaust gaman. Una var hlý og einlæg mann- eskja, vildi öllum vel og trúði á það góða í öllum. Fals, undirferli og óheiðarleika þekkti hún ekki. Hún var vandvirk og samviskusöm í orð- um og gjörðum og trúi ég að börn hennar og venslafólk hafi notið þess. Hún giftist unnusta sínum Guð- jóni Aanes frá Vestmannaeyjum, flutti til Eyja og eignuðust þau sex börn, sem öll eru myndarfólk. Guðjón lést langt um aldur fram. Una varð fyrir þeirri sorg að missa son sinn Sigurð á sl. ári. Það var henni erfitt, ekki síst þar sem hún var sjúk sjálf. Móðir hennar og tengdamóðir lifa báðar dóttur sína í hárri elli. Við skólasysturnar og kennarar vottum þeim, börnum, tengdabörn- um og öðrum ættingjum dýpstu samúð og sendum þeim hlýjar kveðjur. Minnumst góðrar konu, kveðjum " þig, Una mín og þökkum liðið. Vilhelmína Böðvarsdóttir. t Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN HALLDÓRSSON múrarameistari, Eyrarvegi 20, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 30. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 13.30. Brynja Sigurðardóttir, Magnús Stefánsson, Sigríður Jónsdóttir, Bára Stefánsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Smári Sigurðsson, Sigríður H. Stefánsdóttir, Tommy Asp, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Kári (. Guðmann, Halldóra Stefánsdóttir, Gri'mur Laxdal, Gerður Oiofsson, Daði Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegustu þakkir fœrum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, RAGNARS GUÐLEIFSSONAR, Mánagötu 11, Keflavik. Björg Sigurðardóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Ágúst H. Bjarnason, Sveinbjörn Jónsson, afa- og langafabörn. F7. Líkkistuvinnusfofg EtjvinJgp Apnasongp Sfo fnað 25. nóv. 1899 U tfa pci [ðj ón u sta t LílckistusmíSi BFauti’iiJjeliJur í 95. óp Vesturhlíð 7 ♦ Sími: S5I 3485 ♦ Davíð Osvaldsson ♦ Heimasími: 553 9723 r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.