Morgunblaðið - 12.05.1996, Side 23

Morgunblaðið - 12.05.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 23 ingsins, nær yfir fimm vikur. Farið verður frá Frankfurt 10. maí til Katmandu, höfuðborgar Nepal. Þaðan er farið í tvær dagsferðir upp í fjöll til að hefja hæðaraðlögun en svo hefst ökuferð eftir nýlegum vegi sem tengir Katmandu við höf- uðborg Tíbets í norðri, Lasha. Eft- ir tveggja daga ökuferð verður dvalið tvo daga í tíbetska bænum Nyalam (3.750 m) og farið þaðan í fjallgöngur upp undir 5.000 metra. Enn verður ekið í vestur, og nú meðfram norðurhlíðum Him- alaya, yfír tvö 5.100 metra fjalla- skörð til þess staðar í óbyggðum sem kínverski leiðangurinn er fyrst kleif fjallið árið 1964 notaði á sín- um tíma. Þar hittir leiðangurinn Tíbeta með 30-40 yakuxa til þess að flytja farangur um 40 km leið í snjó og jökulurð upp í 5.700 m hæð. Frá Katmandu fylgja okkur ijórir Sherpar með langa reynslu sem aðstoðarmenn á háfjöllum. Þeir munu hjálpa til við burðinn áfram upp í Búðir 1 (6.300 m), Búðir 2 (6.900 m) og loks í Búðir 3 (7.400 m). Þangað þurfa að fara tjöld, matarbirgðir, persónulegur farangur, sjúkragögn, sími og margt fleira, nokkur hundruð kílógrömm alls. Væntanlega er lið- ið fram yfir mánaðamót maí-júni þegar hér verður komið sögu. Eftir að Búðir 3 hafa verið reist- ar hafa leiðangursmenn rúma viku til þess að komast á tindinn, tæpum 700 metrum ofar (hátt í ein Esja). Ræðst af veðri, snjó- og ísaðstæð- um og ásigkomulagi ijallamann- anna hvernig til tekst. Sjálfur held ég að teljast megi gott ef mér bjóð- ast helmingslíkur á að komast alla leið. Sagt er að af hátindi Sisha Pangma sjáist vítt yfír Tíbet og Nepal, m.a. fjallarisarnir Makalu, Everest og fjallið sem félagar mín- ir í ÍSALP klifu sl. haust með glæsi- brag: Cho Oyu. Fjallamenn gera stuttan stans í efstu hæðum þegar komið er yfír 8.000 metra. Gildir þar að mikið fæst fyrir lítið. Dagrún með í för Tilgangurinn með þátttöku ís- lendinga í leiðangrinum Sisha Pangma er ekki eingöngu að ná nýjum áfanga í fjallamennsku, þótt ekki teljist áfanginn stór. Hitt er jafnmikilvægt að áhugaverðar mælingar fara fram meðan á för- inni stendur. Menn muna ef til vill að ég og Ragnar Th. Sigurðsson fórum um norðvesturhéruð Kanada og um Grænland á leið á norðurpólinn í fyrra. Þá bar ég með mér mæli- tölvu frá íslenska fyrirtækinu Hugrúnu. Verkefnið var unnið í samvinnu við Rannsóknastofu í líf- eðlisfræði við Háskóla íslands og þá prófessorana Jóhann Axelsson og Stefán Sigmundsson, auk MAX sem framleiðir kuldafatnað. Tölvan fylgist m.a. með hjarta, streitu; kjarnahita, húðhita og lofthita. I hverri flík sem ég klæddist voru aðrir hitanemar. Tölvan skráir samfellt allan sólarhriginn í 8 daga og munu mæligögnin, úr afar köldu umhverfínu þarna norðurfrá, vera næsta einstæð. Niðurstöðurnar sem verið er að vinna úr um þessar mundir veita mikilvægar upplýs- ingar um skjólfatnað og viðbrögð líkamans við kuldaálagi. í ferðinni á Sisha Pangma verð- ur tölvan Dagrún aftur innanklæða og öll víraflækjan sem henni fylgir, verður á sínum stöðum. í ráði er að skrá tvisvar sinnum 8 daga mælisyrpur og bæta við nemum, s.s. loftþrýstingsnema og mæli sem gefur súrefnisinnihald lofts til kynna. Verður þar með unnt að fylgjast með viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og töluvert harð- leiknu veðurfari í 4.000-8.000 metra hæð. Fást með þessu móti, ef allt gengur vel, önnur og álíka einstæð mæligögn sem gagn ætti að vera að. Dagrún er ekki fyrir- ferðarmikil og blessunin fer vel bæði innanklæða og í svefnpoka. Ýmiss konar prófanir og saman- burðarmælingar hafa farið fram að undanfömu og er orða sannast að þessi þáttur leiðangursins er síst minna tilhlökkunarefni en sjálf fjallgangan. GREINARHÖFUNDUR í Babu Base Camp, grunnbúðunum í leiðangri á Istor-O-Nal í Pakistan 1992. Flestir ef ekki allir háfjallaleið- angrar frá íslandi hafa stuðst við fjárframlög stofnana og fyrirtækja. Svona ferðir eru dýrar og vart á færi nema fárra einstaklinga, vilji þeir standa að þeim einir. Mörg íslensk fyrirtæki hafa kómið við sögu frá því seint á 8. áratugnum, þegar nútíma ferðir á háfjöll hófust með för nokkurra íslendinga á McKinley-fjall í Alaska. Framlögin eru yfirleitt fremur hófsamlegar peningaupphæðir eða búnaður og matur eða einhvers konar fyrirgre- iðsla. Að þessu sinni koma nokkur fyr- irtæki og stofnanir við sögu, þótt ekki hafi tekist að fjármagna leið- angurinn að fullu, enn sem komið er. Ber að nefna árangur af sam- vinnu Landsbankans og Rannsókn- arstofunnar í lífeðlisfræði, sam- vinnu MAX og sömu stofnunar og framlag Eimskipa. Morgunblaðið styrkir förina með fyrirframgreidd- um höfundalaunum. Seglagerðin og verslunin Ægir styrkja ferðina og Pharmaco, Safalinn, GYM80, Snorri Hjaltason hf. og Glófinn á Akureyri leggja sitt af mörkum. Enn eiga nokkur fyrirtæki og stofnanir eftir að svara beiðni um stuðning. Það var því ekki furða, þegar stjómendur Amical Alpin heyrðu af íjármögnun hinnar ís- lensku þátttöku, að þeir skrifuðu í myndbréfi til mín: - Okkur sýnist hálft Island koma við sögu þessa leiðangurs. Árangurinn kemur í ljós í tveim- ur greinum í Morgunblaðinu eftir 2-3 mánuði og í fréttum væntan- lega nokkru fyrr. Höfundur erjarðfræðingur og fjallamnður. Brött í bústað og glöð við grillið Mánaðarnámskeið, þrisvar í viku. Hefjast þriðjudaginn 14. maí kl.18.00 Hressingarhópur Fyrir þá sem hafa hreyft sig lítið og vilja byrja rólega. Byrjað er á þol- mælingu og síðan verða göngu- ferðir, leikfimi, tækjaþjálfun, slökun og ýmislegt óvænt á dagskránni. Hópstjóri: Jóhanna Guðlaugsdóttir, íþróttakennari og sjúkraþjálfari. Matur og hreyfing Hópur sem stundar þol, styrktar og liðleikaþjálfun i tækjum og leikfimi auk slökunar og jóga en fær að auki leiðbeiningar um hollt og gott mataræði. Hópstjóri: Anna Sigga Ólafsdóttir, næringar- og þolfimileiðbeinandi. z fflm * 8 o - m i _ Betri í baki Hópur fyrir þá sem hafa óþægindi í hálsi, herðum og baki. Alhliða styrktar- og þolþjálfun með sérstakri áherslu á æfingar sem geta unnið gegn þessum óþægindum. Slökunar- þjálfun. Hópstjóri: Sólrún Óskarsdóttir, sjúkraþjálfari. Knáar konur Æfingahópur kvenna í Skipholti. Alhliða líkamsþjálfun með leikfimi, tækjaþjálfun, jóga og hressingar- göngu. Hópstjóri: Jóhanna Guðlaugsdóttir. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 15. maí kl. 18.00. Máttur Skipholti 50a sími 581 4522 V/SA Faxafeni 14 • Sími 568 9915 VISA I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.