Morgunblaðið - 12.05.1996, Side 27

Morgunblaðið - 12.05.1996, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1996 27 FRÉTTIR Málþing Fé- lags heyrnar- lausra í TENGSLUM við fund Norður- landaráðs heymarlausra (DNR- Dövas nordiska rád) efnir Félag heymarlausra til málþings í Nor- ræna húsinu mánudaginn 13. maí nk. kl. 9. A málþingið hefur verið boðið þeim aðilum sem vinna að málefn- um heyrnarlausra hér á landi, s.s. ráðherrum, embættismönnum og starfsfólki stofnanna. Með þessu málþingi vill Félag heyrnarlausra gefa þessum aðilum kost á að kynn- ast betur stöðu heyrnarlausra í nútíma samfélagi. Þátttakendur geta komið með fyrirspurnir að loknu hvetju erindi. Fyrirlesarar á málþinginu em allt heyrnarlaust fólk sem starfar mikið að málefnum heyrnarlausra í sínu heimalandi (formenn félags heyrnarlausra) og á alþjóðavett- vangi. Fulltrúi Finna, Liisa Kaupp- inen, er forseti heimssambands heyrnarlausra auk þess sem fulltrú- ar Svía og Danmerkur em í stjórn sambandsins. -----«--------- Fundur um skólamál í Hafnarfirði VEGNA flutnings gmnnskólans frá ríki til sveitarfélaga 1. ágúst nk. efnir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til opins fundar um skólamál þriðju- daginn 14. maí nk. kl. 20 í Hafnar- borg. A fundinum verður kynnt skýrsla undirnefndar bæjarstjórnar sem skipuð var til að undirbúa yfirtök- una. Nefndin hefur starfað frá því í mars á síðasta ári og skilar nú tillögum sínum til bæjarstjómar. í skýrslunni eru settar fram hug- myndir um skipulag skólaskrifstofu og mannahald. Einnig em gerðar tillögur um hvemig staðið skuli að einstökum verkþáttum og að lokum eru kynntar þrjár hugmyndir um leiðir til einsetningar grunnskólans. -----» ♦ ♦----- Fræðslukvöld um Mexíkó FÉLAG íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag íslands heldur næstkomandi mánudagskvöld, 13. maí, hátíðar- og fræðslukvöld um Mexíkó og mexíkóska menningu. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við Háskóla íslands, og Steinunn Þórhallsdóttir, BA í spænsku, sem báðar hafa dvalið í Mexíkó, flytja fyrirlestra um menn- ingu indíána, konur í Mexíkó og þjóðfélagshætti. Hilda Torres, mex- íkönsk kona búsett hér á landi, mun í erindi sínu fjalla um matargerðar- list í Mexíkó. Fundurinn verður haldinn í Þing- holti, Hótel Holti, og hefst kl. 19.30. ^EIGINLEIKA^ ÍSLENSKA VATNSINS MARAÞOH IXTRA sannar sig BEST í þvottavélum íslendinga! §§* SllKssr Kröfuharðir íslendingar vita að Maraþon Extra þvær framúrskarandi veT" Hlutlausar samanburðarprófanir hafa mælt það og sannað. Marapon Extra er framleitt með hliðsjón af eiginleikum íslenska vatnsins til að uppfylla ströngustu gæðakröfur og það er auk þess svo drjúgt að einn pakki dugar i allt að 50 þvotta. Maraþon Extra er sannarlega jafngott og ódýrara en leiðandi erlent þvottaefni á markaðinum. Láttu Maraþon Extra sanna sig í þvottavélinni þinni! RÓNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 562 40 11 FAGOR S30N Kælir: 265 I ■ Fiystir: 25 I HxBxD: 140x60x57 cm Stgr.kr. 41.800 FAGOR D27R Kælir: 2121 ■ Frystir: 78 I HxBxD: 147x60x57 cm Stgr.kr. 49.800 FAGOR D32R Kællr: 282 I - Fiystir: 781 HxBxD: 171x60x57 cm ***■ 54.800 FAGOR C31R - 2 pv. Kælir: 2701 ■ Frystir: 110 I HxBxD: 170x60x57 cm Stgr.kr. 67a80Q FAGOR C34R - 2 pr. Kælir: 2901 ■ Frystir: 1101 HxBxD: 185x60x57 cm *** 7S mo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.