Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Byggingafulltrúi Skjótari afgreiðsla á leyfum NÝ samþykkt fyrir byggingafull- trúann á Akureyri sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrir nokkru tekur gildi á mánudag, 10. júní. Sam- kvæmt henni geta þeir sem sækja um byggingaleyfi og leyfi fyrir breytingum vænst þess að fá skjót- ari afgreiðslu en verið hefur, en stefnt er að því að mál sem koma til afgreiðslu byggingafulltrúa verði afgreidd innan viku, eða fimm vinnudaga frá því þau berast. Byggingafulltrúi mun geta af- greitt allar umsóknir sem uppfylla ákvæði laga og reglugerða, fyrir nýbyggingar, breytingar og viðbæt- ur, löggildingu iðnmeistara og fleira. Umsækjendur þurfa ekki að bíða afgreiðslu bygginganefndar. Sætti umsækjandi sig ekki við afgreiðslu embættisins getur hann áfrýjað henni til bygginganefndar. Áfrýjanir skulu þá berast bæjarlög- manni innan 14 daga frá því að skriflegt svar embættisins hefur borist. Þá er einnig opin áfrýjunar- leið til umhverfisráðueytisins. Bygginganefnd mun eftir sem áður fjalla um undanþágubeiðnir og hef- ur reglulegt eftirlit með öllum af- greiðslum byggingafulltrúans. Um nokkurt nýmæli er að ræða í opinberri stjórnsýslu þar sem til- raun er gerð til að draga línu milli þeirra ákvarðana sem hægt er að taka innan ramma laga og reglu- gerða og hinna sem þurfa umræðu á lýðræðislegum grunni. Morgunblaðið/Kristján Unnið að lokafrágangi við andarifið ÞESSA dagana er unnið að lok- afrágangi á svæðinu sunnan Strandgötu, við svokallað anda- rif, enda er allt kapp lagt á að koma svæðinu í hátíðarbúning fyrir þjóðhátíðardaginn 17.júní. Upphaflega stóð til að ljúka verk- inu á næsta ári en hafnarsljórn samþykkti nýlega að taka þátt í kostnaði við framkvæmdirnar, svo hægt yrði að ljúka þeim fyr- ir 17. júní en hátíðahöld dagsins hefjast einmitt þar. Útilífsnámskeið fyrir 8 til 13 ára SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur efnir til útilífsnámskeiða fyrir börn á aldrin- um 8 til 13 ára í sumar. Kennd eru undirstöðuatriði í því að bjarga sér úti í náttúrunni í bland við hæfileg- an skammt af leikjum og fjöri auk þess sem þátttakendum gefst tæki- færi til að þroska samstarfshæfi- leika sína og ábyrgðartilfinningu. Hvert námskeið stendur í fimm daga, frá mánudegi til föstudags, og stendur frá kl. 9 til 15, en mögu- leiki er á að mæta kl. 8 og dvelja til 16. Síðustu tvo dagana er farið í útilegu þar sem reynt verður í verk það sem kennt var á námskeið- inu, s.s. eldamennska, hnýtingar, skyndihjálp, ferðamennska og frumbyggjastörf. Farið verður í rat- leiki, gönguferðir og varðeldur kveiktur. Skólinn er staðsettur í útilífsmið- stöð skátafélagsins að Hömrum í næsta nágrenni Kjamaskógar. Alls verða fimm námskeið í sumar og hefst það fyrsta mánudaginn 10. júní næstkomandi, síðasta nám- skeiðið hefst 8. júlí. Þátttökugjald er 6.000 krónur og er allur kostnað- ur innifalin. Skráning fer fram í skátaheimilinu Hvammi milli kl. 17 og 19. Ný hæð á lyftulaust Hótel Norðurland Sjálfsbjörg ætl- ar að leita álits umboðsmanns UMHVERFISRÁÐHERRA, Guð- mundur Bjarnason, hefur úrskurðað í kærumáli Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri vegna leyfis bæjarstjórnar Akureyrar til bygg- ingar einnar hæðar, þeirrar þriðju ofan á Hótel Norðurland. Úrskurð- urinn er á þá leið að heimilt sé að byggja hæðina ofan á húsið án þess að setja í það lyftu. Sjálfsbjörg hefur mótmælt úrskurðinum og hyggst óska eftir áliti umboðs- manns Alþingis. Sjálfsbjörg bendir á að sam- starfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri hafi gert kröfu um lyftu í húsið yrði byggt ofan á það. Bygg- ingafulltrúi bæjarins sé þeirrar skoðunar að lyfta eigi að vera í húsinu og að skipulagsstjóri ríkisins hafi einnig stutt kröfu Sjálfsbjarg- ar. Flokkað sem fjölbýlishús Sjálfsbjörg bendir einnig á bygg- ingareglugerð þar sem fram komi að við breytingar á byggingum skuli tryggja aðgengi hreyfihamlaðs fólks í hjólastól m.a. með lyftubún- aði. í byggingum sem séu þrjár hæðir eða meira og hýsa opinberar stofnanir, skrifstofubyggingar og í verslunar- og þjónustumiðstöðvum skuli vera lyfta. Umhverfisráðherra leyfi sér engu að síður að hafna kæru Sjálfsbjargar um að skylt sé að setja lyftu í umrædda byggingu og styðji mál sitt með því að flokka Hótel Norðurland sem fjölbýlishús. „Stjórn Sjálfsbjargar mótmælir mjög harðlega þessum úrskurði. Hann gengur þvert á álit allra umsagnaraðila og brýtur ákvæði byggingareglugerðar," segir í mót- mælum félagsins. Einnig að fái hann að standa séu ákvæði bygg- ingareglugerðar um bætt aðgengi fatlaðra hjóm eitt og sýndar- mennska af hálfu stjórnvalda, „ef hægt er að komast hjá því að standa við þau með hundakúnstum og und- anþágum“. Úrskurðinn segir Sjálfsbjörg vera studdan furðulegri röksemd, sem hvorki bygginganefnd, bæjarstjórn né umsækjandi sjálfur hafi látið sér koma í hug að styðja mál sitt með, „enda öllum ljóst að á hóteli fer einungis fram verslun með mat og drykk, og sala á gistiþjónustu". Fijálslegt Heilsu- hlaup HEILSUHLAUP Krabba- meinsfélagsins verður á Akur- eyri og Olafsfirði á morgun, laugardaginn 8. júní. Allur ferðamáti er leyfilegur, þátt- takendur mega hlaupa, ganga, hjóla, renna sér á línuskautum eða hjólabrettum. Skráning í hlaupið á Akur- eyri hefst við Dynheima kl. 10.30. Hljómsveit Félags harmonikuleikara við Eyja- fjörð leikur. Hlaupið verður ræst kl. 12, að lokinni upphit- un. Umsjón með hlaupinu hafa þær Halldóra Bjarnadóttir og Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags íslands. í Ólafsfirði hefst innritun við Gagnfræðaskólann kl. 11. en ræst verður í hlaupið kl. 12, að lokinni upphitun. Um- sjón með hlaupinu hefur Klara Árnbjörnsdóttir. Urslit söngv- arakeppni ÚRSLITAKEPPNI söngvara- keppni MENOR er á morgun, laugardag, í Samkomuhúsinu. Þá keppa 12 söngvarar 17-30 ára um sex verðlaunasæti í flokkum styttra og lengra kominna söngvara. Keppnin er ekki opin áheyr- endum, en á sunnudag kl. 15 verða tónleikar í Samkomu- húsinu þar sem verðlaunahaf- arnir flytja íslensk og erlend sönglög. í lok tónleikanna verða endanleg úrslit tilkynnt. Tveir kórar í Dalvíkur- kirkju SAMEIGINLEGIR tónleikar kirkjukórs Árbæjarkirkju í Reykjavík og kórs Dalvíkur- kirkju verða haldnir í kirkjunni á Dalvík laugardaginn 8. júní kl. 16. Einsöngvarar með kór Dal- víkurkirkju eru Anna Vals- dóttir, Guðrún Lárusdóttir og Einar Arngrímsson. Þá syngja Halla Soffía Jónasdóttir og Fríður Sigurðardóttir einsöng og tvísöng við undirleik Hall- dóru Aradóttur. Á efnisskrá verða bæði innlend og erlend verk. Stjórnendur kóranna eru Sigrún Steingrímsdóttir og Hlín Torfadóttir. Afm œlissýn ing Sýnum 4 íbúðir vió Huldugil 1-31 frá kl. 10-17 laugardag 8. júní og sunnudag 9. júní. Ath.: Hægt er að skoöa íbúðirnar á öðrum tíma eftir samkomulagi. Sýnd cru listaverk eftir Guömund Ármann listmála, vörur frá byggingavörudeild KEA, Trésmiðjunni Berki, húsgögn frá Öndvegi, heimilistæki frá AEG, skilti frá gullsmíóastofunni Skart, blóm og gjafavara frá Blómabúó Akureyrar og Ölur ehf. innréttingar. Þá verða píssur frá Ding Dong kynntar og boðið upp á ávaxtasafann Frissa fríska - og jafnvel sitthvað fleira. 3T TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI SVEINS HEIÐARS HF. skrifstofa Skipagötu 16, opin frá kl. 13—17 sími 461 2366 og 852 7066, Heimasími 462 1589. Frissa fríska-leikarnir í hestaíþróttum 100 börn taka þátt FRISSA fríska-leikarnir í hesta- Aðalkeppnisdagurinn er á morg- íþróttum fyrir börn og unglinga verða settir í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 á Hlíðarholtsvelli. Þátttak- endur eru tæplega eitt hundrað og koma þeir víðs vegar af landinu. Gunnar Frímannsson sem á sæti í Frissa fríska-nefnd hestamannafé- lagsins Léttis sagði að undirbúning- ur hefði gengið vel. Þátttakendur yæru fjölmargir, en þó kæmu fáir af höfuðborgarsvæðinu. Hann vænti þess að áhorfendur létu sig ekki vanta, en keppnisþrautir og sýningar verða Hlíðarholtsvelli og flötinni neðan við Samkomuhús bæjarins. „Okkar mottó er að hafa leikgleð- ina í fyrirrúmi og við efumst ekki um að krakkarnir hafi gaman af þessu. Við eigum von á að þetta verði samfelld gleði frá A til Ö,“ sagði Gunnar. un, laugardag, en þá hefst dagskrá- in kl. 10 með svonefndri Fánaþraut Frissa á Hlíðarholtsvelli en hún er fyrir 12-13 ára börn. Keppt verður í Appelsínuþraut Frissa fyrir 7 ára og yngri á sama stað klukkustund síðar. Eftir hádegi keppa 8-9 ára börn, einnig 10-11 ára, á flötinni við Samkomuhúsið en kl. 16 verða unglingar, 14 til 15 ára, á Hlíðar- holtsvelli. Klukkustund síðar verða frjálsar sýningar og viðurkenningar verða veittar kl. 18.30. Um kvöldið upplifa þátttakendur ævintýri í Sundlaug Akureyrar. Gunnar sagði hápunkt leikanna verða þegar dregið verður í happ- drætti, en á meðal vinninga eru beisli og reiðtygi, aðalvinningurinn er folald. Slit verða á Hlíðarholt- svelli kl. 11 á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.