Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 60
HEIMILISLINAN - Heildcirlausn áfjármálum einstaklinga (^) BÚNAÐARBANKI ÍS1.ANDS Jíewdid -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 7. JUNI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Halldór Fljótandi hótel í höfn FYRSTA erlenda skemmtiferða- skipið kom í Reykjavíkurhöfn um helgina og tvö skip komu í gær- morgun, Italia Prima og Delphin. Alls koma 50 slík fljótandi hótel jl Reykjavíkur í sumar. Italia Prima hét áður Stokkholm og er þekkt fyrir ásiglingu þess og Andreu Doriu 1956. Stoppið var stutt og haldið úr höfn eftir eins dags dvöl seint í gærkvöldi. Sömu sögu er að segja af spánska skip- inu Delphin. Flest erlendu skemmtiferða- skipin koma til Reykjavíkur í júlí og fram í ágúst. Af þekktum skip- um má nefna að Queen Elisabeth II kemur 8. júlí. Utgerðir og fiskvinnslufyrirtæki á Vestfjörðum Kanna sameiningu á Þingeyri og Isafirði HAFIN er könnun á möguleikum til sameiningar fiskvinnslu- og út- gerðarfélaganna á Þingeyri og þriggja rækjuvinnslu- og útgerðar- fyrirtækja á ísafirði. Ef til samein- ingar kemur gæti hún orðið liður í að koma í veg fyrir atvinnubrest á Þingeyri, en þar hafa tvö stærstu atvinnufyrirtækin sagt upp öllu sínu starfsfólki, iiðlega 90 manns. Fyrirtækin sem rætt er um að sameina eru fískvinnslufyrirtækið Fáfnir hf. og útgerðarfélagið Sléttanes hf. á Þingeyri, rækjuverk- smiðjurnar Básafell hf. og Ritur hf. á ísafirði og Togaraútgerð ísafjarð- ar hf. Könnunin fer fram að frumkvæði Olíufélagsins hf., íslenskra sjávar- afurða hf. og Vátryggingarfélags íslands hf. Þessi fyrirtæki eiga ýmissa viðskiptahagsmuna að gæta í fyrirtækjunum sem eigendur og viðskiptaaðilar. Hátt í 5.000 tonna kvóti Einn af þeim mönnum sem unnið hafa að athuguninni segir þó að drifkrafturinn sé fremur sameigin- legur áþugi eigenda fyrirtækjanna á að byggja upp arðvænlegt fyrir- tæki sem gæti farið út á hlutafjár- markaðinn. Miðað við núverandi eignir hefði sameinað fyrirtæki yfir að ráða hátt í 5.000 tonna kvóta í þorsk- ígildum reiknað, tveimur frystiskip- um, þar sem annað er jafnframt mikilvægt hráefnisöflunartæki fyrir rækjuverksmiðjurnar tvær, sem fyrirtækið ætti á ísafirði, og kvóta- lausu frystihúsi, beinamjölsvinnslu og tengdri aðstöðu á Þingeyri. ■ Kannasameininguvið/12 Skipting kvóta ESB á Reykjaneshrygg MHFtaliðfá um 80% kvótans KVÓTA Evrópusambandsins á Reykjaneshrygg verður skipt á fundi í Brussel næstkomandi mánudag, 10. júní. Evrópusambandinu var út- hlutað samtals um 23 þúsund tonna kvóta á Reykjaneshrygg auk þess sem Grænlendingar flytja um 4 þús- und tonna kvóta til sambandsins þannig að samtals er um að ræða 27 þúsund tonna heildarkvóta. Hlutur Þýskalands stór Kvótanum verður skipt milli aðild- arlanda Evrópusambandsins og er fyrirfram búist við því að hlutur Þýskalands verði stór. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að bróðurparti þýska kvót- ans verði úthlutað til Mecklenburger Hochseefischerei, MHF, dótturfé- lags Útgerðarfélags Akureyringa. Togarar fyrirtækisins eru einu þýsku togararnir sem hafa verið að veiðum á Reykjaneshrygg og hafa þar veiði- reynslu, en hún skiptir væntanlega meginmáli þegar kvótanum verður úthlutað. Forsvarsmerin Mecklen- burger vænta þess að fá í sinn hlut um 80% af heildarkvótanum. Reykjaneshryggurinn hefur verið aðalveiðisvæði Mecklenburger-tog- aranna, en þeir hafa ekki haft kvóta annars staðar. Togarar félagsins eru nú allir á veiðum á svæðinu. Nemar í skipstjórn aldrei færri NEMENDUR í skipstjórn- arnámi hafa aldrei verið færri en í vetur. Þetta kom fram í ræðu Friðriks Ásmundssonar, skólastjóra Stýrimannaskól- ans í Vestmannaeyjum, við skólaslit nýverið. Friðrik sagði að nemendur í skipstjórnarnámi á landinu öllu hefðu verið innan við hundrað í vetur. Að þessu sinni útskrifuðust 11 nemendur af 1. og 2. stigi skólans og nefndi hann að ekki væri langt síðan rúmlega 20 nemendur hefðu brautskráðst af 2. stigi. Þá sagði hann að fyrir 10 árum hefðu verið 140 til 160 nem- endur í Stýrimannaskólanum í Reykjávík. Friðrik sagði skipstjórnar- kennslu aldrei hafa farið fram eins víða og nú og benti á að fækkun skipa hefði valdið því að minni eftirspurn væri eftir skipstjórnarlærðum mönnum. ■ Skipstjórnarnám/16 Jón Arnar bætti 18 ára met JÓN Arnar Magnússon tug- þrautarmaður úr UMSS bætti í gærkvöldi tæplega átján ára gamalt íslandsmet Vilmundar Vilhjálmssonar, KR, í 200 metra hlaupi á móti sem fijáls- íþróttadeild FH stóð fyrir. Hljóp hann á 21,17 sekúndum en gamla metið var 21,23 sek- úndur. „Ég mætti til leiks ákveðinn að hlaupa eins hratt og ég gat og það var óvænt en jafnframt skemmtilegt að setja íslandsmet," sagði Jón Arnar eftir hlaupið. Hann keppti einnig í kringlukasti á mótinu o g kastaði 51,30 metra, sem er tæpum tveimur metrum lengra en hann hefur áður kastað. Könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi við forsetaframbjóðendur Olafur Ragnar fær 44,1% fylgi og Pétur 28,5% ÓLAFUR Ragnar Grímsson hefur um 44,1% fylgi meðal þjóðarinnar í forsetakosningunum sem fram fara 29. júní nk. ef marka má skoð- anakönnun sem Félagsvísinda- stofnun hefur gert fyrir Morgun- blaðið. 28,5% lýstu yfir stuðningi við Pétur Hafstein, 14% við Guð- rúnu Agnarsdóttur, 10,4% við Guð- rúnu Pétursdóttur og 3,1% við Ást- þór Magnússon. Skoðanakönnunin var tvíþætt. Fyrst voru kjósendur spurðir hvern frambjóðenda þeir ætluðu að kjósa. Þeir sem svöruðu „veit ekki“ voru síðan spurðir hvern þeir töldu líkleg- ast að þeir myndu kjósa. Við það fækkaði óákveðnum úr 26,7% í 11,8%. Jafnframt minnkaði fylgi Ólafs Ragnars lítillega, en fylgi annarra frambjóðenda jókst. Það bendir til þess að líklegt sé að óá- kveðnir kjósendur skipi sér síður í raðir fylgismanna Ólafs Ragnars en annarra frambjóðenda. Ólafur Ragnar fær meira fylgi frá þeim sem hafa litla menntun en þeim sem hafa lokið framhalds- eða háskólaprófi. Þá fær hann um eða yfir 50% fylgi frá stærstu starfsstéttunum, verkafólki og þeim sem vinna við þjónustu- og af- greiðslustörf. Hann fær meira fylgi frá eldri kjósendum en yngri og karlar kjósa hann frekar en konur. Pétur fær aftur á móti meira fylgi frá ungum kjósendum en þeim sem eldri eru. Kjósendur sem hafa langa menntun að baki eru einnig frekar tilbúnir til að ljá honum at- 'kvæði sitt en þeir sem hafa ekki farið í langskólanám. Pétur fær til- tölulega jafnt fylgi starfsstétta, en þó í minna mæli frá sjómönnum, bændum og afgreiðslufólki. Guðrún Agnarsdóttir fær áber- andi mest fylgi úr stétt sérfræð- inga, en lítið fylgi frá sjómönnum, bændum og iðnaðarmönnum. Guð- rún Pétursdóttir fær mest fylgi frá sjómönnum, bændum og heima- vinnandi fólki. Þær fá báðar mun meira fylgi frá konum en körlum. Pólitískar skoðanir ráða miklu um afstöðu Pólitískar skoðanir kjósenda virðast ráða miklu um afstöðu þeirra. Stærstur hluti fylgis Péturs Kr. Hafsteins kemur frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum eða 49,8%. Fylgi hans meðal kjósenda annarra flokka er ekki mikið. Guðrún Pétursdóttir fær ekki mikið fylgi frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum eða aðeins 9,8%. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokksins segjast ætla að kjósa Guðrúnu Agnarsdóttur eða 12,1%. Um 70% af fylgi Kvennalistans skiptist á milli þeirra tveggja. Ólafur Ragnar nýtur víðtæks stuðnings frá kjósendum allra flokka, minnst þó frá kjósendum Kvennalista og Sjálfstæðisflokks. Um fjórðungur þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn ætlar að kjósa Ólaf Ragnar. Hann nýtur 75% fylg- is kjósenda Alþýðubandalagsins og 62% fylgis meðal kjósenda Fram- sóknarflokksins. ■ 49,8% sjálfstæðismanna/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.