Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 19 KLM með efasemdir um samstarfið við Northwest Airlines Amsterdam. Reuter. Telur félagið óvið- búið niðursveiflu * Ovíst um viðræður við American Airlines. ESBlofar árangur Ira í efnahags- niálum Briissel. Reuter. ÍRAR eru á öruggri leið til aðildar að sameiginlegum evrópskum gjaldmiðli vegna mikils hagvaxtar, hóflegrar verðbólgu og aðhalds í ríkisfjármálum að sögn fram- kvæmdastjórnar ESB. Stjórnin bendir á að hagvöxtur í írlandi hafi verið 4% að meðaltali 1991-1994, talsvert meiri en í öðr- um bandalagslöndum, og verðbólgu hafi verið haldið í skefjum. Vegna niðurskurðar á fjárlögum hefur halli verið innan við 3% af vergri landsframleiðslu frá 1989 og verulega hefur grynnkað á skuld- um. Vegna þessa fullnægja írar skil- yrðum Maastricht sáttmálans um aðild að sameiginlegum gjaldmiðli, segir framkvæmdastjórnin í skýrslu. írar eru meðal þeirra sem standa sig bezt, segir í skýrslunni. Auk íra eru Lúxemborgarar og Danir einu aðildarþjóðir ESB sem fullnægja skilyrðum Maastricht- sáttmálans um myntbandalag. -------------♦ ♦ «------ Þjóðverjar hafa náð botni Bonn. Reuter. ÞÝZK landsframleiðsla dróst lík- lega saman á fyrsta ársfjórðungi og fræðilega séð táknar það að samdráttur er í Þýzkalandi, en hag- fræðingar segja að botni niður- sveiflunnar hafi verið náð. Þýzka efnahagsráðuneytið hefur sagt að verg landsframleiðsla hafi dregizt álíka mikið saman á fyrsta ársfjórðungi og á fjórða ársfjórð- ungi 1995 þegar samdrátturinn var 0,5% og hagfræðingar eru því sam- mála. Þessi samdráttur á íjórða árs- fjórðungi miðað við þriðja ársfjórð- ung var fyrsti samdrátturinn í tæp- lega þiju ár. Landsframleiðslan jókst um 1% miðað við sama tíma árið áður og var það slakasta frammistaða í tvö ár. Samkvæmt engilsaxneskri skil- greiningu er um samdrátt að ræða þegar verg landsframleiðsla dregst saman tvo ársijórðunga í röð, en þýzkir stjórnmálamenn vilja heldur tala um vaxtarhlé eða stöðvun. ------» ♦-------- Bankar bjarga KHDmeðmillj- arðimarka Frankfurt. Reuter. ÞÝZKA verkfræðifyrirtækið Klöckner-Humboldt-Deutz AG í Köln segir að því verði bjargað með meiriháttar endurskipulagningu, meðal annars björgunaraðgerð banka upp á 1,06 milljarða marka. Þyngsti bagginn leggst á Deutsc- he Bank AG, sem á 48% í fyrirtæk- inu og er helzti lánardrottinn þess, og mun bankinn leggja fram 550 milljónir marka með niðurfellingu skulda og með því að dæla nýju fé. Bankar hafa tvisvar sinnum áður bjargað KHD frá gjaldþroti á einum áratug. Þijátíu aðrir bankar leggja fram 35 milljónir marka með því að fella niður greiðslu vaxta í 15 mán- uði og taka við hlut í leigufyrirtæki. Starfsmenn verða beðnir um að samþykkja 5% launalækkun, breytt- an vinnutíma og lækkun ellilífeyris. Framlag þeirra er metið á 110 millj- ónir marka. Nafni fyrirtækisins verður breytt í Deutz AG og verksmiðjubygg- ingarhópurinn Humboldt Wedag AG verðir seldur. Yfirmenn hans leyndu 606 milljóna marka tapi, þar á með- al 473 milljóna marka tapi af þrem- ur pöntunum í sementsverksmiðjur í Saudi-Arabíu. HOLLENZKA flugfélagið KLM hefur látið í ljós efasemdir um ábatasama samvinnu þess og bandaríska flugfélagsins Nort- hwest Airlines, en vill ekkert segja um fréttir um að það eigi í viðræð- um við American Airlines. „Við viljum vera vissir um fram- hald samvinnunnar og stöðu henn- ar,“ sagði forstjóri KLM, Pieter Bouw, á blaðamannafundi um árs- reikninga KLM 1995/96. KLM á 25% í Northwest, fjórða stærsta flugfélagi Bandaríkjanna. Bouw vildi ekki ræða vangavelt- ur í bandaríska tímaritinu Fortune um að KLM eigi í viðræðum við American Airlines um að það félag taki við hlutverki samstarfsaðila KLM í Bandaríkjunum af Nort- hwest. KLM til liðs við American Airlines og British Airways? Hugsanlegt er talið að KLM verði þriðrji aðili í öflugu bandalagi British Airways og American Airlines. Bouw sagði að framtíð banda- lagsins við Northwest væri undir ýmsu komin og nefndi hlutabréfa- eign, stjórnun, markaðsskilyrði og fjárfestingar, sem aðilar væru reiðubúnir að ráðast í til að breyta bandalaginu. Liggja yrði ljóst fyrir að hve miklu leyti félögin væru reiðubúin að búa sig undir slæmt efnahagsástand. Fortune sagði í síðasta tölublaði að eijur félaganna stöfuðu aðal- lega af því að KLM teldi að Nort- hwest sýndi ekki fjárhagsleg hygg- indi með því að gera ekki viðeig- andi ráðstafanir til að mæta niður- sveiflu í greininni. f3 THE BODY SHOP Body Shop í Kringlunni er 5 ára Þcr er hoðið í afmœiið í verslun ohhar í KringiunnU í dag eru S ár síðan The Body Shop á Íslandi opnaði verslun sína í Kringlunni. Við þetta hátiðlega tækifæri viljum við þakka viðskiptavinum okkar fyrir þær frábæru móttökur sem við höfum fengið og vonumst til að sjá sem flesta í afmælinu. GEGN TILRAUNUM ÁDÝRUM Lítið við og brugðið uimœlisávexti í tilefni dagsins. Brass-bandið leikur frá kl. 17:30. Afmœiistiiboð: Díýti fyrir háriði Sjampó, hárnæring og styling spray fyrir venjulegt, feitt eða þurrt hár. Allt i einum pakka! Verð áður 660 kr. Afmœlistilboð: 395 kr. li»«*«*!« E-vítutnín rakukretnið Verð áður 695 kr. Ifimi’li.slilhofí.- 495 kr. Allir sem versla í dag fyrir 1000 kr. eða meira fá fallegan Body Shop taupoka að gjöf. Ofangreind afmælistilboð gilda i dag og á morgun meðan birgðir endast. Á undanförnum 5 árum höfum við látið okkur varða ýmis málefni í samfélaginu og starfað m.a. með Alnæmissamtökunum á Islandi, Amnesty International, Barnaheillum, Iþrótta- og tómstundaráði Rcykjavikur og Umhyggju. The Body Shop á Islandi er styrktaraðili Fuglaverndarfélags Islands árið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.