Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 AÐSEIMDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Áhrifamáttur fremur en vald Gildir það um pólitískt kjörinn forseta? ÞAÐ fer vart framhjá neinum að nú fer í hönd tími átaka um hvern- ig forseta íslendingar eigi að kjósa sér. Sé litið á aldur þeirra er sækj- ast eftir kjöri að þessu sinni, má ætla að næstu kosningar gætu orð- ið árið 2012. Það er því mikilvægt að menn athugi sinn gang áður en gengið er í kjörklefann. Stór hluti kjósenda mun ekki eiga þess kost aftur að kjósa sér forseta ef marka má embættissetu þeirra er á undan eru gengnir. Skyldur okkar er nú kjósum eru ekki bara við okkur sjálf, heldur einnig við þá kynslóð er vaxa mun úr grasi í tíð næsta forseta. Hverskonar vald? Eins og venjulega hefur rykið verið dustað af gamalli kenningu um að forsetinn hafi beint vald til að fresta gildistöku umdeildra laga- bálka. Lögvitringar þjóðarinnar hafa ekki gefið sér tíma til að út- skýra opinberlega fyrir almenningi jnntak þessarar heimildar forseta, sem nær engan veginn til pólitískra dagiáta á Alþingi. Vald forseta á HAPPDRÆTTI ae þessu sviði tekur mikiu fremur til tilvika er upp kunna að koma vegna hugsanlegs landráðsbrölts ein- stakra stjórnmála- manna eða flokka. Sama kann að gilda um tilraunir til að setja lög eða reglugerðir er ganga á skjön við stjórnarskrána. Menn geta deilt um fræðilegar skilgrein- ingar á landráðum eða tilraunum til að sníða af lýðfrelsi með hæp- inni lagasetningu. Frá sjónarmiði þegns ann- Guðmundur Kjartansson ars ríkis er býr við tryggara frelsi og ítarlegri skiptingu ríkisvalds verða íslendingar oft illa fyrir barð- inu á misviturri lagasetningu og stjórnsýslu almennt. Dæmin .eru mýmörg: Almenn skattheimta er með því hæsta sem þekkist í hinum iðnvædda heimi, og sannarlega dragbítur á hagvöxt og lífskjör í' landinu þegar rofar til með ytri aðstæður. Neyslustýring viðgengst á mörgum sviðum til stórskaða bæði fyrir land og þjóð. Ríkissjóður hefur verið rekinn með halla áratugum saman, jafnvel á Vinningaskrá Kr. 5. útdráttur 6. Júnf 1996 Bifreiðavinningur 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 45766 Kr. 100.000 Ferðavinningar 7613 17170 58181 74127 Ferðavinningar Kr. 50.000 13135 25745 42620 55982 66074 69268 21275 29876 44801 57046 66724 79773 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 214 10800 22667 28009 41713 53650 64749 72010 297 11088 22859 28076 41879 54750 64910 73057 556 11443 23232 28383 41962 55063 65166 73127 1164 11550 23433 30088 42106 56230 65469 73352 1212 12012 23578 30468 42248 56367 65493 73974 1512 12187 23861 30688 42407 56495 65992 74351 1642 12262 23953 31027 43068 56634 66096 74798 1802 12826 24706 32476 43117 57076 67151 75169 2243 12966 24935 33154 44149 57211 67293 75183 2304 13439 25136 33538 44157 57664 67440 75237 2554 14184 25258 33735 44632 58143 68273 75554 2649 14334 25285 34519 44696 59547 68297 75758 3724 15299 25397 35323 45548 59774 68338 76041 4088 15688 25480 35665 45797 59886 68564 76372 4108 15825 25801 35677 47494 60813 68655 76792 4365 15867 26133 37104 48110 61158 68802 76832 4964 16343 26135 37708 48373 61452 68939 76980 5136 16376 26386 38104 48388 61573 69169 77166 5167 16847 26551 38145 48400 61675 69639 77224 5217 16913 26609 39176 48574 61879 69690 77481 6022 19435 26739 39701 48874 62135 69915 77676 7235 19578 27081 39877 49358 62323 70184 77915 7435 20494 27099 40261 49371 62374 70295 78159 7659 20659 27122 40359 49523 62461 70301 78186 8117 20763 27300 40457 49936 62739 70468 78581 8159 20831 27339 40923 51064 63352 71305 78635 8850 20856 27459 41271 51166 63966 71456 79725 8908 21053 27536 41306 51217 64117 71639 79763 9319 22403 27673 41510 53096 64424 71755 10112 22598 27765 41671 53136 64568 71893 mestu hagvaxtar- skeiðum. Fjármunir eru fluttir til í stórum stíl í hagkerfinu, oft frá einstaklingum til hagsmunaaðila, án þess að nokkur fái rönd við reist. íslendingar eiga flestir sparifé sitt í fasteignum. A rústum gamals húsnæðislána- kerfis reis nýtt sem er svo haganlega úr garði gert að það sem ekki er í skuld hjá fátæk- ustu greiðendunum er þeir falla frá, rennur hugsanlega til ríkis í formi erfðafjárskatta eða annarra heimilda er til verða teknar. Þetta er ekki skemmtileg lýsing á samfélagi okkar en um flest raunsæ. Hún er hrein afleiðing af því samkomulagi sem íslendingar hafa gert með sér um stjórnskipan sína. Spurningin er: Var forseti Islands, hver sem var, nokkurntíma í aðstöðu til að hnekkja lagafrumvörpum sem tryggðu framgang slíkra mála á Alþingi? Átti forseti yfirleitt að reyna að hafa vit fyrir mönnum? Svarið er einfalt: Forseti hvorki gat það né mátti. Valdið sem forseti hefur er ekki virkt í pólitískum skilningi. Forseti hvorki getur né má hafa nokkur afskipti af málum sem þessum vegna þess að þau falla utan lög- formlegrar og annarrar skilgrein- ingar á hlutverki embættisins. Gera verður þá lágmarkskröfu til einstaklinga er sækjast eftir emb- ætti forseta íslands, að þeir hafi í það minnsta ekki verið þátttakendur í lögleiðingu þess ástands er að framan er lýst. Þá skal því mót- mælt að til embættis forseta veljist einstaklingar sem hafa að baki ára- tuga stjómmálaafskipti sem þar að auki hafa einkennst af þráhyggju miðstýringar og ríkisforsjár. Eðli forsetavaldsins Eðli forsetavaldsins er bæði há- tíðlegt og alvarlegt í senn. Forsetinn er æðsti fulltrúi þjóðarinnar í sam- skiptum við aðrar þjóðir. Þetta at- riði er þeim mun þýðingarmeira er menn skilja að forsetar okkar hafa séð margar ríkisstjómir koma og fara á embættistíma sínum. Það minnir okkur hinsvegar á alvarlegri hlið embættisins. Þar er átt við hið raunverulega lögbundna vald forset- ans. Forsetinn er formlegur handhafí ríkisvaldsins og þar með samnefnari allrar stjórnsýslunnar í landinu, tengiliður almennings við hana. Rík- isstjórnir eru aðeins myndaðar eftir að forseti hefur falið einhverjum aðila umboð tii stjórnarmyndunar. Stjórnmálamaður er reynir að mynda ríkisstjórn án umboðs frá forseta brýtur á forsetanum og van- virðir lögbundið vald embættisins til að gæta grundvallarreglu í stjórn- skipun íslands. Eitt slíkt tilvik kann einmitt að hafa komið upp fyrir þingkosningar vorið 1995. Sögulegt sannindamerki um vald forseta er vel sjáanlegt ef menn vilja horfast í augu við það. Forset- ar Islands hafa í gegnum tíðina fal- ið umboð til stjórnarmyndana ein- staklingum er hafa talist verðskulda og njóta trausts þjóðarinnar og þá í samræmi við vísbendingar úr nið- urstöðum alþingiskosninga. Vilji kjósenda eins og hann birtist for- seta í niðurstöðum alþingiskosninga er það sem vísar veginn. Embættið er þó ekki lögformlega bundið af þessu. I því sambandi er nauðsynlegt að benda landsmönnum á að kynna sér þá aðila sem í hálfrar aldar sögu lýðveldisins hafa aldrei fengið um- Forsetaframboð og fordómar JAFNRETTI kynja hefur sem betur fer þokað í réttlætisátt hér á landi á undan- förnum árum, enda þótt fullkomið jafn- rétti virðist enn eiga nokkuð langt í land. Og þótt flestir viður- kenni að hlutur kvenna þurfi að aukast og batna í íslensku þjóðfélagi, er þó stutt í fordóma hjá mörgum, og annað slagið koma upp á yfirborðið furðu- legar staðhæfingar, þar sem jafnvel er tal- að um að hér á landi ríki kvennaveldi! Þetta kemur oft skýrt fram þegar sagt er frá þvi að kona hafi hlotið stöðu sem hún sótti um í samkeppní við karl- mann, og þrátt fyrir það að dóm- Unnsteinn Stefánsson sœhi HUGBÚNAÐUR fyrir mmom Tölvufyrirtækið OZ valdi Stólpa bókhaldskcrfið W\ KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 -Sími 568 8055 nefnd hafi talið kon- una hæfari en kárlinn. Slíkar fullyrðingar, svo fráleitar sem þær eru, sýna þó greinilega að sumir kynbræður mínir eiga ýmislegt ólært, og því miður er oft ástæða til að ætla að undir niðri séu for- dómarnir mun meiri en þeir þora að láta uppi. Ymis dæmi um slíka fordóma hafa litið dagsins ljós að undan- förnu í sambandi við framboð til forseta ís- lands. Þannig kom fram á Stöð 2, 1. júní sl., hjá stuðn- ingsmönnum eins karlkyns fram- bjóðandans, „að þjóðin treysti engri konu til að feta í fótspor Vigdísar", og „því standi kosningabaráttan milli Péturs og Ólafs“. Nánast allir landsmenn munu sammála um ágæti frú Vigdísar, og um það þarf ekki að deila. En undarleg er sú kenning, að standi einhver kona sig vel í starfí, sé nánast útilokað að ráða kynsystur hennar sem eftir- mann, því að sú kona muni aldrei geta staðið sig eins vel! En stuðn- ingsmenn karlframbjóðendanna reyna að læða þessari kenningu að þjóðinni, og finnst mér það ómerki- leg aðferð í kosningabaráttu. Svip- ^ða „röksemdarfærslu“ heyrði ég á dögunum á rakarastofu. Hún var eitthvað á þessa leið. „Jú, Vigdís er búin að vera forseti í 16 ár og hefur staðið sig vel, en nú viljum við fá mann. Við getum ekki farið MORGUNBLAÐIÐ boð til stjórnarmyndana. Það er mál sem öll þjóðin verður að horfast í augu við. Skyldur forsetans Skyldur forseta við þjóðina eru margskonar. Tvær ber þó hæst. Í fyrsta lagi þarf hann að gæta að viturlegri meðferð embættisins í samræmi við stjórnarskrána. Þær skyldur varða mest myndanir ríkis- stjórna og hnökralaus umskipti í æðstu stjórn landsins. Að þessu hefur þegar verið vikið. í öðru lagi er forsetinn samein- ingartákn okkar, bæði á góðum og slæmum tímum. í þessu liggur mesti vandinn við val á forseta. Þar kem- ur mjög við sögu persóna og ferill þess einstaklings er velst til embætt- isins. Forseti þarf að geta gengið á undan með góðu fordæmi bæði fyr- ir þjóðina og ríkisstjórn. Hann þarf að vera sá andlegi bakhjarl sem öll þjóðin getur horft til og hallað sér að er illa árar. í þessu liggur hinn mikli áhrifamáttur forsetans sem er langtum æðri valdi hans eins og það er skilgreint í lögum. Menn líti sér nær Nú styttist til kosninga. Kjósend- ur sem ætla að velja yfir landa sína forseta með litríkan og umdeildan feril í stjórnmálum að baki verða að svara því hvort sá forseti geti nokkurn tíma uppfyllt þessi skil- yrði. Þeir verða einnig að horfast í augu við að hafa gert kosningu í embættið pólitíska, og taka í fram- haldinu pólitískum afleiðingum af því. Sá uppreisnarhugur og pólitíski tvískinningur sem nú virðist í upp- siglingu meðal kjósenda, sérstak- lega meðal margra sjálfstæðis- manna, á sér allt annan vettvang en kjör í hið virðulega embætti for- seta íslands. Nær væri að kjósa til þess per- sónu er gætir valdsins fremur en að beita því. GUÐMUNDUR KJARTANSSON. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. að kjósa konu aftur!“. Viðmælandi spurði: „Var þá kona forseti næst á undan Kristjáni Eldjárn?" Þá kom svarið: „Það er allt annað.“ Þarna kom karlremban upp á yfirborðið. En það kastar þó fyrst tólfunum, sem fram kom í lesendabréfi Morg- unblaðsins 4. þ.m. Þar stóð m. a. eftirfarandi í greininni Kosninga- baráttan og framboð: „Það er engin spurning að slagurinn mun standa milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafstein. Fólkið í þessu landi er orðið þreytt á kvenna- veldi.“ Þarna náði karlremban há- marki. Annað eins rugl og öfug- mæli hef ég ekki lengi séð. Eg skora á samlanda mína, kon- ur jafnt og karla, að láta ekki for- dóma og vanhugsaðar „röksemdir" ráða vali sínu á forseta. Að sjálf- sögðu eru konur og karlar jafnfær um að gegna forsetaembætti, og hefur það ekkert með kynferði að gera. Óg nú vill svo vel til að íslend- ingar eiga þess kost að kjósa til forseta konu sem er öllum öðrum hæfari til að gegna því embætti. Hún heitir Guðrún Ágnarsdóttir. Hún er einstaklega vel gefin kona, hámenntuð og hefur fágaða fram- komu. Hún er gædd miklum per- sónutöfrum og fer aldrei í mann- greinarálit. Hún hefur gegnt íjöl- mörgum ábyrgðarstörfum, bæði í sérgrein sinni, læknisfræði, og á sviði menningarmála og stjórnmála. Hún hefur alls staðar vakið athygli fyrir vandaðan málflutning og rök- vísi. Hún myndi vera þjóð okkar til mikils sóma hvar sem væri á erlend- um vettvangi jafnt sem innlendum. Vinnum saman að kjöri Guðrúnar Agnarsdóttur í embætti forseta ís- lands. UNNSTEINN STEFÁNSSON, Hrauntungu 19, Kópavogi. Höfundur er práfessor við Háskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.