Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ungt fólk með hlutverk 20 ára UM nýliðna hvítasunnu héldu samtökin Ungt fólk með hlutverk (UFMH) upp á 20 ára afmælið með hátíðarsamkomum í Breið- holtskirkju, en þau voru stofnuð á hvítasunnudag í Reykjavík árið 1976. Reyndar bar hvítasunnu- dag upp á 6. júní það ár. Aðalhátíðarsamkoman nú var haldin að kvöldi hvítasunnudags og var þar margt gesta, m.á. ýmsir af þeim 23 sem upphaflega stofnuðu samtökin, starfsfólk fyrr og nú og leiðtogar annarra kris- tinna safnaða. Meðal ræðumanna á hátíðinni var séra Halldór S. Gröndal, sóknarprestur í Grensás- kirkju. Rifjaði hann upp á líflegan hátt, eins og hans er von og vísa, samstarfið við UFMH sem stóð hæst á árunum 1976-1980. Þau ár og einnig síðar hélt hann ásamt UFMH vikulegar vakningasam- komur í Grensáskirkju á fimmtu- dagskvöldum. Voru þær mjög fjölsóttar og umtalaðar. Þar áttu hundruð manna afturhvarf til lif- andi trúar, margir fengu lækn- ingu líkamlegra meina og marg- víslega andlega blessun. Sam- komurnar einkenndust mjög af áhrifum hinnar svo kölluðu náðar- gjafavakningar sem þá var að breiðast út um heiminn meðal hinna ýmsu kirkjudeilda og var Ungt fólk með hlutverk merkis- beri þeirrar hreyfingar hér á landi. Þarna voru nýir lofgjörðar- söngvar áberandi sem náðu mikl- um vinsældum, fólk var hvatt til að gefast Kristi í lifandi trú, beð- ið var fyrir sjúkum. Einnig komu tungutal og spádómar fram á Ungt fólk með hlutverk er, segir Friðrik Ó. Schram, sjálfstæð boðunar- og fræðslu- hreyfing innan þjóðkirkjunnar. samkomunum, en það var þá ný- lunda í lútherskum kirkjum hér á landi. Eiður Einarsson, hagfræðing- ur, einn stofnenda UFMH, flutti einnig ræðu á afmælishátíðinni og rifjaði upp eftirminnilega at- burði í tengslum við aðdragand- ann að stofnun samtakanna. Kom þar margt spaugilegt fram sem féll í góðan jarðveg hjá áheyrend- um. Þá söng Þorvaldur Halldórs- son einsöng, m.a. nýtt lag og texta sem hann hafði sérstaklega samið í tilefni afmælisins. Hreif hann hjörtu allra með söng sínum eins og fyrri daginn. Lokaræðu afmælishátíðarinnar hélt svo Friðrik Schram, guðfræðingur, en hann hefur verið formaður UFMH frá upphafi. Lagði hann áherslu á að nú væru nýir vitjunartímar í kirkju Krists um víða veröld, einnig hér á landi og hvatti hann fólk til nýrra dáða í nafni Drott- ins. Vegna plássleysis hér í blað- inu er ekki rúm til að segja frá hinum samkomunum í tengslum við afmælið, þ.e. þeim sem haldn- ar voru á laugardags- og mánu- dagskvöld, en þær voru vel sótt- ar, einkum af ungu fólki. Eins og margir vita er Ungt fólk með hlutverk sjálfstæð boð- unar- og fræðsluhreyfing innan þjóðkirkjunnar. Samtökin reka skrifstofu í Reykjavík. Þar fer fram almenn afgreiðsla, sálgæsla, viðtöl og ýmis önnur andleg þjón- usta. Áberandi þáttur í starfinu eru hjónanámskeið með norska fjölskylduráðgjafanum Eivind FRÁ afmælishátíðinni, f.v. í fremstu sætaröð: séra Haildór S. Gröndal, Eiður Einarsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Vilborg R. Schram og Friðrik Ó. Schram. Fröen, en þau hafa verið haldin víða um land á undanförnum árum og notið mik- illa vinsælda. Þá standa samtökin fyr- ir aimennum sam- komum öll sunnu- dagskvöld í Breið- holtskirkju. Sam- komur þessar eru sóttar af fólki á öll- um aldri og einkenn- ast þær af léttum lofgjörðarlögum, vitnisburðum, fyrir- Friðrik Ó. Schram bænum og predikun- um. Á jörð sinni, Ey- jólfsstöðum á Fljóts- dalshéraði, reka sam- tökin starfsmiðstöð og biblíuskóla. Þar er einnig stunduð gisti- þjónusta og nytja- skógrækt og haldin margvísleg nám- skeið, mót og ráð- stefnur. Höfundur er formaður Ungs fólks með hlutverk. I KRINGIUNNI Sími 568 9400, fax 588 8293 Allt sem þú þarft í útileguna á góðu verði Tjalddýna 8mm þykk 621,- KæUbox 241 1.690,- Vtndsæfigtffpumpa 0,51 295,- 2.920,- Viðskiptakort BYKO eru velkomin! Svefnpoki 195 cm FOSTUDAGUR 7. JUNI1996 Bættu áram virt líflð ojí Ufl drt árin. Ofur-andoxunarefnið Amrit Kalash • Amrlt Kala.sh er náttúruleg blanda af jurtum samkvæmt u[>pskril't Ayurveda; elstu læknavísinda mannkyns. • Um fjörutíu rannsóknir sýna að Antrif Kalash er afar sérstakt efni sem hefur gífurlega öflug ábrif gegn stakeindum sem valda oxun, höfuðóvini heilsu og langlífis. ® f rannsókn scm liirtisl í tímaritinn Pharmacolog}', Biochctnistry ami Bchavior (35. 1990, hls.: 767-73) og var untiin af vísindamönnum við læknaháskóia Ohio vom horin saman áhrif nokkurra anrtoxunarefna i alkóhóluji|ilausn O” n-iui Amrlt K.la.h um citt |>úsund sinnum öílugri varnir gcgn oxun cn c og c vítamín. Aðrar rannsóknir scm unnar voru m.a. við Niwa Institutc í Japan, Sovésku visindaakarlcmí- una í Moskvu, og National Institutc of Hcalth í Bcthcsta í Bandaríkjunum staðfcsta ,ið Amrii kalask cr langöllugasta vörn gcgn oxun sctn komið hclur frani. e Bókin I'rrctlom I rotn IHsrasc, semfwst i versluninni llrínigull, rei/ir ilarlegn þekkingu á o.xun og rannsóknum á laidoxunarefnuni, m.a. þeim sem reríá er ad ritna til hér að ofan. • Söluaðilnr Amrit kalash: Heilsukofinn Akranest, Stykkiskaup Stykkishólmi, Studio Dan Isafirði, Heilsuræktin Skagaströnd, Apótek Sauðárkróks, Heilsuhornið Akureyri, Matbær Húsavík, Melabúðin Neskaupstað, Hornabær Ilöfn, Heilsuhornið Selfossi, Samkaup Keflavík. TILKYNNING FRÁ DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU um ísetningu ökurita sem skráir aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Dómsmálaráðuneytið hefur gert samkomulag við Vegagerðina um framkvæmd reglna um aksturs- og hvíldartíma ökumanna í innanlands- flutningum. Nokkur verkstæði hafa verið faggilt til að annast frágang ökurita í bifreiðir og önnur eru á lokastigi faggildingar. Ekkert á að vera því til fyrir- stöðu að eigendur (umráðamenn) bifreiða, sem ber skylda til að hafa viðurkenndan ökurita í bifreiðinni og ekki hafa þegar látið viðurkenna hann á faggiltu verkstæði, láti gera það. Lögregla og vegaeftirlitsmenn munu fyigjast með að gengið verði frá viðurkenndum ökurita í bifreiðir sem skulu hafa slíkan búnað og að öllum reglum um aksturs- og hvíldartíma verði framfylgt. Eftirfylgnin verður þessi: a. Frá og með 1, júlí nk. skal eigandi (umráðamaður) bifreiðar hafa látið ganga frá ökurita í hana á faggiltu mælaverkstæði, eða a.m.k. vera með skriflega staðfestingu í bifreiðinni um að hann hafi frátekinn tíma á slíku verkstæði til að láta ganga frá ökurita í bifreiðina. b. Frá og með 1. ágúst nk. skal eigandi (umráðamaður) bifreiðar hafa látið ganga frá ökurita í bifreiðina á faggiltu mælaverkstæði. Fyrst um sinn verður eftirfylgnin mest á þeim svæðum þar sem mæla- verkstæði hafa verið samþyk-kt og gagnvart þeim bifreiðum og öku- mönnum, sem eru í langakstri. Vegagerðin og lögregla hafa heimild til að fresta aðgerðum í landshlutum þar sem eigendur (umráðamenn) þifreiða hafa ekki haft aðstöðu til að fá ökurita viðurkennda í bifreiðir, enda sé bif- reiðin þá ekki notuð utan þess svæðis. Til þess að komast hjá óþægindum eru eigendur (umráðamenn) bif- reiða sem falla undir þá skyldu að hafa viðurkenndan ökurita i ökutækinu til að skrá aksturs- og hvíldartíma ökumanna á skráningarblað, eindregið hvattir til að hlíta í öllu reglum, sem dómsmálaráðuneytið hefur gefið út um aksturs- og hvíldartíma o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins, sbr. reglugerð nr. 136/1995. Vegagerðin mun veita allar nánari upplýsingar um framkvæmd regln- anna, ísetningu á ökuritum og eftirlit með aksturs- og hvíldartíma öku- manna. Dómsmálaráðuneytið, 4. júní 1996. F.h.r. 'x-o'7L- <■ • O o A, - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.