Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 47 Stjórn Samtaka fiskvinnslu án útgerða um meinta mismunun fyrirtækja Alit Samkeppn- isráðs illa unnið Messa og gönguferð um Viðey GÖNGUFERÐ um Vestureyna verður á morgun, laugardag, kl. 14.15. Þar er margt áhugavert að sjá s.s. steinar með áletrunum frá 19. öld, forn ból lundaveiðimanna og síðast en ekki síst umhverfis- listaverkið Áfanga eftir R. Serra. Fjallað verður sérstaklega um lista- verkið í göngunni, einnig verður rætt um sögu og náttúru eyjarinn- ar. Ferðin tekur tæpa tvo tíma. Rétt er að vera á góðum göngus- kóm. Á sunnudag kl. 14 messar sr. María Ágústsdóttir í Viðeyjarkirkju og strax að messu lokinni leiðir staðarhaldari fólk um Viðeyjarhlöð í staðarskoðun. Eftir það geta menn brugðið sér á hestbak því hestaleig- an verður þá komin til starfa. Einn- ig er Viðeyjarstofa opin fyrir þá sem vilja fá sér kaffi eða aðrar veitingar. Bátsferðir eru á klukkustundar- fresti frá kl. 13. Sérstök ferð verð- ur með kirkjugesti kl. 13.30. | Hafnarganga í Þorlákshöfn HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í aðra gönguferð sína föstudaginn 7. júní um hafnarsvæði sveitarfé- laga í Landnámi Ingólfs. Gengið verður um hafnarsvæði Þorláks- hafnar. Mæting er í ferðina við Mið- | bakkatjaldið (norðan Hafnarhúss- | ins) kl. 20. Þaðan verður farið með rútu til Þorlákshafnar og farið það- an frá Hafnarvigtinni kl. 21 og gengið um hafnarsvæðið í fylgd staðfróðs heimamanns. Litið verður inn á Byggðasafnið og veitingahús- ið Duggan býður upp á kaffisopa í iok göngunnar. Allir velkomnir. í Skattadags- 1 gleði Heimdallar HEIMDALLUR heldur fagnað á efri hæð Ingólfskaffis að kvöldi föstudagsins 7. júní í tilefni Skatta- dagsins. Gleðin hefst kl. 21 og stendur til kl. 23. í boði verða létt- I ar veitingar. Aðgangur er ókeypis j og allir velkomnir. í fréttatilkynningu segir: ' „Skattadagurinn 1996 er 7. júní. Þann dag eru liðin 43,0% ársins. Það er sama hlutfall og útgjöld hins opinbera og iðgjöld lífeyrissjóða voru af vergri landsframleiðslu á síðasta ári (1995). Auðvitað mætti hugsa sér að nota spá fyrir yfir- standandi ár en í sveiflukenndu ís- lensku efnahagslífi breytast for- ' sendur í spám mjög ört. Þannig I geta óvænt útgjöld ríkis og sveitar- j félaga, kjarasamningar, verkföll, ástand sjávar, álverð og fleiri slíkir hlutir hæglega hnikað verulega til þeim stærðum sem notaðar eru til að reikna Skattadaginn út. Miðað er við nýjustu tölur frá Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka fyrir árið 1995: Útgjöld hins opin- bera 177,8 milljarðar króna, iðgjöld I lífeyrissjóða 18,2 milljarðar króna og verg Iandsframleiðsla 456,2 1 milljarðar króna. I Þess ber að geta að inn í þessum tölum er ekki skyldugreiðsla til Rík- isútvarpsins, verkalýðsfélaga og sjúkrasjðða. Ekki er heldur reiknað með þeim byrðum sem ríkið leggur á landsmenn með innflutningshöft- um, sérleyfum, einokun og öðrum samkeppnishindrunum. Þegar þróunin undanfarin 15 ár | er skoðuð kemur í Ijós að íslending- ar eru nú nær einum mánuði lengur að vinna fyrir skyldugreiðslunum ( sem notaðar eru til að reikna Skattadaginn úten þeir voru 1981.“ Teymt undir börnum í Ar- bæjarsafni ÁRBÆJARSAFN verður opið helg- ina 8.-9. júní frá kl. 10-18 báða dagana. Laugardaginn 8. júní verð- ur teymt undir börnum frá kl. 14-15. Börnum verður sýnd leik- fangasýning og farið í gamla leiki. Sunnudagurinn 9. júní verður helgaður tóvinnu. En allt fram á þessa öld hefur tóvinnan verið aðal vetrarstarfið sem íslendingar sinntu innanhúss. Þegar sláturtíð lauk var tekið til við tóvinnuna og hamast við kembingu, spuna, pijónaskap og vefnað. Kappið var oft það mikið að karlar og konur gengu pijónandi milli húsa, stund- um unni fólk sér ekki almennilegrar næturhvílar en vakti yfir tóvinnunni fram undir morgun. Kindur verða rúnar á safninu kl. 15 og á Kornhlöðuloftinu verður tekið ofan af, kempt, spunnið, pijónað og spjaldofið. Auk þess verður roðskógerð, gullsmíði og hannyrðir ásamt lummubakstri í Árbænum. FRÉTTIR Landsþing Slysavarnafé- lags íslands 26. LANDSÞING Slysavarnafé- lags íslands verður haldið að Laugarvatni dagana 7.-9. júní. Þingið hefst á guðsþjónustu í Skál- holtskirkju í dag kl. 16. Þar verð- ur þingið sett og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður heiðruð sérstaklega e_n hún er verndari félagsins. ' Á þinginu verða yfir 250 fulltrúar alls staðar af jandinu. í fréttatilkynningu segir: „Á landsþingi félagsins, sem haldið er annað hvert ár, eru málefni félagsins og starfsemi þess til umfjöllunar og kosning til stjórn- ar. Jafnframt þessum máium verð- ur á laugardeginum fjallað um þátttöku almennings í slysavörn- um og björgunarstörfum og um jarðskjálfta á Suðurlandi. Slysa- varnarfélag ísiands hefur frá upp- hafi fylgt þeirri stefnu að byggja upp sem þéttast og öflugast ör- yggiskerfi björgunarfólks um landið en reynsla síðastliðins árs sýndi landsmönnum að aðstæður geta verið með þeim hætti að að- eins heimamenn og næstu ná- grannar geta komist til hjálpar fyrst um sinn í náttúruhamförum. Meðal ræðumanna verða: Magnea Guðmunsdóttir, fyrrverandi odd- viti Flateyrar, Sólveig Þorvalds- dóttir, framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins, Eiríkur Þor- björnsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og björgunar- sveitarmenn sem tóku þátt í björg- unaraðgerðum í Súðavík og Flat- eyri á sl. ári. Slysavarnafélag Íslands er ein íjölmennasta félagsmálahreyfing landsins með um 18 þúsund félags- menn. Á þeim rétt tæpu 70 árum sem félagið hefur starfað hefur markmið þess ætíð verið að sporna við hvers konar slysum og vinna að því að hjálpa þeim sem lenda í háska. í dag eru starfandi 90 björgunarsveitir innan félagsins, af tæplega 120 í landinu, 90 slysa- varnardeildir og 34 unglingadeild- ir. Félagið á 25 björgunarskip og báta um allt land auk á annað hundrað slöngubáta, þá á félagið mikinn fjölda björgunarbíla, snjó- bíla, sleða o.fl.“ Á milli 15 og 20 björgunarsveit- ir á Suðurlandi munu standa að tveimur sýningum á landsþinginu. Fyrir framan Héraðskólann og á íþróttavellinum, við Iþróttahúsið, verða til sýnis björgunartæki s.s. björgunarbílar, snjósleðar, snjóbíl- ar, köfunarbúnaður, fluglínutæki o.fl. Slöngubátar verða á siglingu á vatninu ásamt svifnökkva. í Héraðskólanum verða til sýnis gamlir munir tengdir björgunar- störfum liðinna ára. Þessi sýning er einnig ætluð almenningi. STJÓRN Samtaka fiskvinnslu án útgerða telur að Samkeppnisráð hafi hliðrað sér hjá því að taka á erindi samtakanna um meinta mis- . munun fiskvinnslufyrirtækja án út- gerða, m.a. vegna pólitísks þrýst- ings. Samkeppninsráð úrskurðj að megingrundvöllur í erindi SÁFÚ fari ekki gegn samkeppnislögum. Stjórn SFÁÚ telur hinsvegar að í álitinu sé ekki tekin afstaða til þess meginági’einingsefnis sem SFÁÚ óskaði eftir að fjallað yrði um. Sam- tökin hyggjast fylgja málinu eftir og íhuga málsókn til æðri dómstóla. Samtök fiskvinnslustöðva án út- gerða sendu Samkeppnisráði erindi l. mars 1995 og bentu á að fyrir- tæki sem reki bæði fiskvinnslu og útgerð og hafi fengið úthlutað kvóta endurgjaldslaust frá hinu opinbera, fénýti þessar heimildir og noti fjár- magnið til reksturs fiskvinnslunnar, m. a. til niðurgreiðslu á fiskkaupum á fiskmörkuðum. Stjórn SFÁÚ telur að þetta framkalli mismun sem blandist inn í verðmyndun á fiski með afgerandi hætti og skekki sam- keppnisstöðu. Stjórnin telur að í áliti Samkeppnisráðs sé ekki tekin afstaða til þessa atriðis. Fiskvinnslustöðvar géta ekki keypt, kvóta Samkeppnisráð benti sjávarút- vegsráðherra á í áliti sínu að ef reglur um handhöfn aflahlutdeildar yrðu rýmkaðar og heimilað yrði að framselja aflahlutdeild til aðila sem aðeins reka fiskvinnslu væri sú breyting til þess fallin að auka sam- keppni í viðskiptum með sjávarafla til vinnslu, jafna að vissu marki samkeppnisaðstöðu fiskvinnslu- stöðva með eða án útgerðar og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Óskar Þór Karls- son, formaður SFÁÚ, segir að þessu séu samtökin algerlega ósammála. Samtökin hafi látið í ljós álit sitt á þessu atriði þegar lög um stjórn fiskveiða voru til afgreiðslu vorið 1994. Þá hafi verið í frumvarpinu ákvæði um að fiskvinnslustöðvar mættu eiga kvóta. „Við þóttumst sjá það að það myndi aðeins gefa færi á því að færa ennþá meiri veiðiheimildir inn á stærri fyrirtæki og þá yrði braskið alveg hömlu- laust, slíkir væru yfirburðir þeirra aðila sem þegar væru með sterka kvótastöðu. Vegna þess hvernig skipan mála er og hversu hátt verð er á varanlegum veiðiheimildum þá væri enginn möguleiki fyrir fisk- vinnslustöðvar að fjárfesta í veiði- heimildum," segir Öskar. Pólítísk barátta Óskar segir ennfremur að SFÁÚ hafi ekki haft neinn vinning út úr þessum úrskurði. Það blasi við að Samkeppnisráð hafi veigrað sér við því að taka á málinu. Álit ráðsins sé illa unnið og að mestu snakk um það sem fram kemur í þeim skjölum sem ráðinu bárust og ekki sé tekin afstaða til þess meginágreinings- efnis sem þvi var falið að fjalla um. Óskar segir að í úrskurði Sam- keppnisráðs felist enginn úrslita- dómur, þetta sé fyrst og fremst pólitísk barátta sem mjög sterk öfl komi að. „Við höfum orðið þess mjöjg áskynja að aðilar eins og LÍÚ, VSI og öll aðildarfélög þess, standa mjög ákveðið vörð um óbreytta skipan í þessum efnum. Þess vegna gerðum við okkur grein fyrir því að brugðið gat til beggja vona í þessu áliti,“ segir Óskar. Hann seg- ir málið snerta gífurlega hagsmuni og því sé ekki annars að vænta en að Samkeppnisráð hafi verið undir einhveijum þrýstingi. Baráttunni haldið áfram Óskar segir málsókn til æðri dómstóla vera í athugun og segist fullyrða að þessu máli verði fram haldið. „Við höfum fengið nýjan lögmann og munum í samráði við hann leggja á ráðin og athuga hvað best er að gera,“ segir Óskar. ------------»■ ♦ ♦----- Málþing um kynskipti MÁLÞING um kynskipti verður haldið í Norræna húsinu í dag og hefst það klukkan 11, en að þinginu standa Landlæknisembættið og Kynfræðifélagið. Sérstakur gestur fundarins er Torvald Höjerback yf- irlæknir við réttargeðdeild Háskóla- sjúkrahússins í Lundi í Svíþjóð. Meðal þeirra sem flytja erindi á fundinum eru Arnar Hauksson kven- sjúkdómalæknir, Óttar Guðmunsson geðlæknir, Ingvar Guðnason sál- fræðingur, Ólafur Ólafsson land- læknir og Anna Kristjánsdóttir, sem gengist hefur undir kynskiptiaðgerð. Eftir fundinn gefst þeim fundar- mönnum sem vilja tækifæri til að sjá stutt myndband um undirbúning og aðgerðir við kynskipti. Helgarskákmót á Bíldudal TÍMARITIÐ Skák gengst fyrir sínu 45. helgarskákmóti 7.-9. júní nk. í samvinnu við taflmenn staðarins og bæjaryfirvöld Vesturbyggðar. Eins og kunnugt er hófu helgar- skákmótin göngu sína í Keflavík í júní 1980. Teflt er samkvæmt at- skákarfyrirkomulagi 11 umferðir þar sem hver keppandi hefur 25 mínútur fyrir hveija skák. Taflið hefst föstudagskvöldið 7. júní og síðan verður teflt á laugardag og sunnudag eftir nánara skipulagi. Meðal þátttakenda verða: Hann- es Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafs- son, Helgi Áss Grétarsson, Jóhann Hjartarson, Þröstur Þórhallsson, Sævar Bjarnason, Ásgeir Þór Árna- son auk annarra. Landgræðslu- dagur í Þor- lákshöfn UNNIÐ verður að landgræðslu- störfum við Gamla veginn rétt við innkeyrsluna inn í bæinn laugar- daginn 8. júní kl. 13-16. Sáð verð- ur melfræi, borinn á áburðu, lúpínu og loðviði plantað og rofabörð lög- uð. í fréttatilkynningu segir: „Skor- að er á alla Þorlákshafnarbúa að senda a.m.k. einn frá hveiju heim- ili og fólk er hvatt til hafa með sér nesti og klæðnað eftir veðri. Þeir sem standa að Land- græðsludeginum eru: Ölfushrepp- ur, Landgræðsla ríkisins, Kiwanis- og Lionsklúbbar Þorlákshafnar og Kvenfélag Þorlákshafnar. Umliverfisráðherra mætir á staðinn og jafnvel fleiri úr ráðu- neytinu.“ FORSETAKJÖR 1996 llí ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Borgfirðingar! Fundur nieð Ólafi Ragnari «8 Guðrúnu Kalrínu á llótel Borgarnesi kl. 17:30 í dag. Viðijfeður, ávörp og {yrirspurnir. Allir vclkomnir! Stuðningslólk Ölafs Ragnars Grfmssonar Borgarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.