Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 49 I I I : : : i < < < < < i ( < i ( i ( < BREF TIL BLAÐSINS Um gjallnám í Seyðishólum Frá Tómasi Einarssyni: ÞAÐ ER mál þeirra, sem til þekkja að gjallgígarnir í Grímsnesi teljist til hinna merkustu í landinu. Þeir setja sérstakan svip á landslagið og gera sitt til að laða að ferðamenn. Þeir eru sveitarprýði. Syðst eru Tjarnhól- ar. í þeim er Kerið, 3000 ára gam- all sprengigígur, 55 metra djúpur og vinsæll áningarstaður ferðamanna. Seyðishólar eru þyrping gíga þar fyrir norðan. Þeir eru taldir 5-6000 ára gamlir og frá þeim rann megin- hluti þess hrauns, sem þekur Gríms- nesið neðanvert. Af þeim er gott út- sýni yfir nágrennið og ekki spillir rauðbrúni liturinn sem vekur eftirtekt allra er um veginn fara. Á síðari árum hefur sumarbú- staðabyggð aukist mjög í Gríms- nesi, ekki síst í nánd við gjallgígana fyrrnefndu. Samhliða því hefur hefð- bundinn búskapur lagst af á mörgum býlum í hreppnum. I þess stað hafa eigendur jarðanna haft tekjur af leigu lands og ýmiss konar þjónustu við bústaðaeigendur. En mestan hag hefur sveitarfélagið af þessum nýju Iandnámsmönnum. Samkvæmt upp- iýsingum sveitarstjórnar Grímsnes- hrepps, sem birtust í Sumarhúsa- fréttum (Fréttabréfi sambands fé- laga sumarhúsaeigenda) 1. tbl. 1. árg. mars 1994 eru 1.226 sumarhús í hreppnum og greiða eigendur þeirra alls 14.396.369 krónur til hans í fasteignaskatta. Munar um minna. Fróðlegt værí að vita hversu miklar tekjur hreppurinn myndi hafa af þessum sömu jörðum, ef þar væri eingöngu stundaður hefðbund- inn búskapur. Nú hafa mál skipast þannig, að forráðamenn Grímsneshrepps hafa ákveðið í samráði við aðra aðila að taka gjall úr Seyðishólum og selja til Þýskalands. Talað er um 12 millj. rúmmetra, sem selja á og flytja út á 12 árum. Þessum áætlunum hafa eigendur sumarhúsa mótrhælt kröftuglega en lítið verið á þá hlust- að. Á þessu máli eru auðvitað ýms- ar hliðar. Það er deginum ljósara að hér ræður gróðavonin fyrst og fremst. Það er kjarni málsins. En það má einnig líta á aðra þætti. Hvað með aukna umferð og rétt þeirra sem hafa nú þegar byggt sumarhús við Seyðishólana eða í nágrenni við þá? Skiptir það engu máli? Hvað með fyrirsjáanleg nátt- úruspjöll? Hvaða náuðir rekur Grímsnesinga til að selja þetta gjall? Hvers vegna efna þeir til átaka við þá, sem gefa þeim mestu og örugg- ustu tekjurnar? Er hreppsfélagið svo illa statt fjárhagslega að þjarma þurfi að „bestu injólkurkúnni" og standa í illdeilum við hana? Spyr sá sem ekki veit. Þegar ekið er austur Suðurlands- veg frá Reykjavík eru Rauðhólarnir á hægri hönd. Þeir eru merkilegir frá jarðfræðilegu sjónarmiði. En á stytjaldarárunum var ráðist að þeim með stórvirkum vélum og efni úr þeim tekið til að byggja Reykjavík- urflugvöll. Eftir standa hálfrar aldar gömul gapandi sár, talandi dæmi um hrapaleg umhverfisspjöll. Þau blasa við öllum sem um veginn fara. Flestir myndu nú óska þess að þetta hefði aldrei skeð og hólarnir væru heilir og óskemmdir. Frá sama vegi má einnig líta tvö önnur sár. Þau eru bæði frá okkar tíð. Annað er í Lambafelli við vega- mót Þrengslavegar. Hitt er í Ingólfs- fjalli gegnt Selfossi. Finnst vegfar- endum þau sár vera fegurðarauki? Og enn vakna spurningar: Eru Mývetningar reiðubunir til að selja Hverfjall fyrir þýsk mörk? Eru Snæfellingar reiðubúnir til að selja Eldborg fyrir þýsk mörk? Eru Skaftfellingar reiðubúnir til að selja Lakagíga fyrir þýsk mörk? Og eru Vestmanneyingar reiðubúnir til að selja Hejgafell eða Eldfell fyrir þýsk mörk? Ég er þess fullviss að allir myndu svara á einn veg: NEI. En þá spyr ég: Eru það bara Grímsnes- ingar sem eru reiðubúnir til að selja Seyðishólana fyrir þýsk mörk? Ég veit það ekki, því frá þeim hefur ekkert heyrst, mér vitanlega, nema oddvitanum en hann sér á því enga annmarka. Það er gömul saga og ný að margir menn þrá að afrek þeirra verði skráð á spjöld sögunnar og þeim jafnvel reistur minnisvarði. Það skiptir samt máli fyrir hvað. Nöfn þeirra sem ákváðu efnistöku í Rauðhólunum á sínum tíma eru ókunn, en nöfn þeirra sem beijast nú fyrir gjallvinnslu í Seyðishólum eru kunn. Ef til kemur munu þau sannariega verða skráð, en ekki með gylltu letri. En stærsti minnis- varðinn um afrek þessara manna verður stórt, gínandi gap í Iandslagi þeirra heimabyggðar. Það verður varanlegt merki um skefjalausa gróðavon og skammsýni. Það gap verður aldrei fyllt. TÓMAS EINARSSON, Bollagötu 6, Reykjavík. Skómir fyrir sumarfríið áalla fjölskylduna Verð Stígvél. St. 30-46 Að segja satt og vera sigurvegari Frá Ingigerði Guðmundsdóttur: ÉG ER mikill aðdáandi bókmennta Gunnars Dals. Vegna þeirrar undar- legu aðstöðu sem ég er í, og hún er sú, að ég hef verið að reyna að ná mínum rétti vegna læknamistaka vil koma þessu frá mér í fáum orðum óg vona að það geti verið einhveijum til eftirbreytni í framtíðinni. Ég tek það fram að þetta er tekið upp úr bókmenntum Gunnars Dals en ekki orðrétt. Að segja satt. Tækifærissinnar ná oft langt í lífinu, þeir haga seglum eftir vindi, en hvað sem öllu líður verða menn alltaf að segja satt, hversu illa það kann að reynast þeim sem það gerir, því sannleikurinn er harður húsbóndi, en hann stendur samt alltaf fyrir sínu og gerir mann- inn sterkari að innviðuiri. Lýgin hins vegar er ævinlega þægur þjónn, sem svíkur á örlagastundu. Þá hittir það sjálft sig fyrir. Að vera sigurvegari. Að sigra og vera sigurvegari, það felur í sér að menn fella einhvern, að fella einhvern er siðferðilega vanþróuð athöfn. Til að ná þessu marki að vera sig- urvegari beita menn ýmsum brögð- um, t.d. að ryðja öðrum úr vegi til að upphefja sjálfan sig í mannfélag- inu. Því er spurt: Er það eftirsóknar- vert. Virðingarfyllst. INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Klapparstíg 7, Njarðvík. TILBOÐSDAGAR Tilboðin standa yfir til 17. júni Gallabuxur 1.900 Flauelsbuxur 1.900 Sumarjakkar 5.900 Stuttermabolir 890 Jakkaföt 9.900 Stakir jakkar 7.900 Jakkaföt m/vesti 17.900 GKILL OG SPKELL ! í daq er ókeypis aðqanqur í sprelltœki i Miðbce Hafnorfirði. Einniy kemur qrittVaqninn qóði oq qrittar qóðqœti frá GOBA. 1 MIÐBÆR l F N A R F I R I Verslunarmiðstöð, Fjarðargötu 13-15 Hafnarfiröi Klossar. St. 36-47 Litur: Svartur, hvítur Strigaskór m. frönskum St. 41-46 Strigaskór reimaðir St. 36-46 Sendum í póstkröfu RR SKÓR II n n. Skemmuvegur 32 l, sími 557 5777 Netto< ASKO CcBD Qmw§ ^turbo NILFISK EMIDE iberno QC O I— LL_ > co 'CD VELKOMIN í FÖNIX OG GERIÐ cc “D "D xr < o x: Q _J LU QC < Li_ REYFARAKAUP 1 m> r~ > XI TT o o 3) CD Við bjóðum ailt sem þig vantar c5 •h >! _i > CQ QC INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI < m' r* > ■O o QC O Q3 í eidhúsið, baðherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. Jj cr "D" O _J l LLi x: SÖLUSÝNING UM HELGINA ZSJ QO > -n cc c INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI Á TILBOÐSVERÐI > X "Z. Li_ o BOTNFROSIÐ VERÐ - ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR c/5' Pn tr < Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin. >' 'LLJ IBERNA BÓNUS: X o _J LLi cc Þeir sem kaupa nýju Iberna-tækin (þvottavélar, tauþurrkara eða uppþvottavélar) fá smáraftæki að eigín vali, kr. 3.000,- í kaupauka. < c/3 CC CD cr o 2 1— 1— 'LU QC 2 2: Jbfblfb LAUGARDAG 10-16 A®* P*1® 1'SJT OPIÐ izmo*G 1217 /runiA 9 9 AÐRADAGA 9-18 HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420 cn S >- 7$ Nehoí^ ASKO (CŒmí) Oram oturbo NILFISK EMIDE ibernct
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.