Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 5
MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 E 5 HÚSIÐ OG GARÐURIIMN setja plönturnar þannig saman, að hver og ein fái að njóta sín og að þær myndi eina heild. Ég vil ekki þurfa að nota klipp- urnar of mikið." - Hvernig er óskagarður ís- lendingsins? „Óskamyndin okkar er sú að vera helst nokkrum breidd- argráðum sunnar. Dvalarstað- irnir í garðinum eiga að vera sem næst húsinu og þar sem er sól, annað er óraunhæft. Það má setja bekk eða örfáar hellur þar sem morgunsólin er, og einhverja aðstöðu til þess að sleikja hádegissólina og ná geislum í eftirmiðdaginn, hugs- anlega borða úti, eða þess háttar. Svo má búa til pall til að njóta kvöldsólarinnar á.“ - Hvað er þér hugleiknast í faginu um þessar mundir? „Garðmenning okkar er afar stutt á veg komin en engu að síður er mikilvægt að halda í heiðri verk brautryðjendanna og halda í upphaflegri mynd því sem gert var á árum áður. Þá er ég líka farin að velta fyr- ir mér hvort við íslendingar vilj- um yfirleitt hafa skóga. Ég hef á tilfinningunni að um leið og trén fara að vaxa okkur yfir höfuð, viljum við fella þau. Þetta hef ég orðið meira og meira vör við í mínu starfi upp á síðkastið. Að þessu leyti eru birkiskógarnir kannski bestir því þeir verða ekki svo háir. Annars kemur það mér mest á óvart hvað mikið er til af falleg- um, vel hirtum og fjölbreyttum görðum." Islands- saga innan girðingar ÞAÐ er ekki mikið um frásagnir af görðum eða garðyrkju í ís- landssögunni, segir Auður, þó segirfrá laukagarði Guðrúnar Ósvifursdóttur í Laxdæla sögu. „Þangað gekk hún með sonum sínum eftir víg Bolla, þriðja eig- inmanns síns. Einnig má gera ráð fyrir að við biskupsstólana og klaustrin hafi verið einhver ræktun á krydd- og lækninga- jurtum, eða að plöntur sem uxu í nágrenninu hafi verið nýttar. Hugsanlega hafa munkar og landnámsmenn líka flutt jurtir með sér. Þegar kemur fram á miðbik 17. aldar er Gísli Magnússon þekktur fyrir tilraunir með ræktun korns og matjurta og jafnframt er séra Björns í Sauð- lauksdal minnst fyrir kartöflu- rækt og lystihús, sem hann á að hafa reist í einum kálgarða sinna. Á sama tíma og allt f ram á 18. öld er garðmenning í Evr- ópu geysilega mikil og má segja að mörg meistaraverk evróp- skrar garðlistar, sem hafa áhrif hér síðar, verði til í upphafi Endurreisnartímans, um 1500. Áhrifin berast síðan ekki hing- að fyrr en undir síðustu alda- mót. í upphafi 19. aldar var síð- an byrjað að planta trjám við Skriðu, Lón og Fornhaga í Hörgárdal, og við Skriðu og Fornhaga hefurtrjágróðurinn varðveist að miklu leyti. Frumkvöðullin Schierbeck Árið 1883 hefst Schierbeck landlæknir handa við ræktun í Víkurkirkjugarði, þar sem nú er hellulagt torg á horni Aðal- strætis og Kirkjustrætis í Reykjavík. Það má því segja að hann sé einn mesti frumkvöð- ullinn að garðrækt hér á landi. Það standa enn tré eftir hann í miðbænum. Fyrir 120 árum er Austurvöll- ur sléttaður og girt í kringum hann og fyrir rétt rúmum hundr- að árum, eða 1894, lýkur gerð Alþingishússgarðsins, eftir skipulagi Tryggva Gunnarsson- ar. Þar eru stígar, bekkir og blómabeð og því má telja að garður Alþingishússins sé sá fyrsti á landinu sem gerður er til yndisauka og skrauts, en ekki til nytja. Einnig má nefna Skrúð í Dýrafirði frá 1909 og Simsons- garðinn við ísafjörð, sem reyndar fór mjög illa í snjóflóð- inu 1994. Alþingishússgarður- inn og Simsons-garðurinn eru báðir undir mjög sterkum áhrif- um frá stórgörðum Evrópu á Miðöldum.11 Moltukassi 340 lítrar Þörungamjöl 5 kg. Hjólbörur 80 lítra Allt i arðinn á einum stað... Lára JónsdóttiiL er í plöntusölunm eins ogvenjulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.