Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 E 9 hausana af, hellir sjóðandi vatni yfir og lætur standa í tvo til þrjá daga. Eftir það eru blómin síuð frá og vökvinn settur í kút með því sem þarf,“ segir hann. Að þeim orðum sögðum ligg- ur beinast við að falast eftir fleiri uppskriftum. „Það sem skiptir öllu máli með salat er að hafa mjög góða ólífuolíu, græna, úr fyrstu pressu, og balsamedik. Svo má setja örlítið salt til að gefa bragð á móti salatblöðun- um. Annars ræðst innihaldið mest af því hvað vex í garðinum hverju sinni," segir hann. Stundum gerir hann líka gríska salatsósu úr fetaosti, hvítlauk, jógúrti, olíu, Ijósu ediki, óreganó og steinselju. Dreymir um vetraruppskeru Glæsilest gróöurhús meö gleri! Verð 48.750 kr. RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiöjuvegi 5, Kópavogi, s I m i: 554 3211 iuiiiunu^iii ,B| Bændur og sumarhúsaeigendur GIRÐINGAREFNI í ÚRVALI MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 Helga og Manni eiga fjögurra ára son, Arnór, sem ekki fúlsar við grænmeti, eins og barna er stundum siður. „Nei, alls ekki. Það besta sem hann fær er ólíf- ur. Hann borðar líka olíuna og salatið," segir Manni og Helga bætir við í gríni að stundum þyki þeim nóg um hvað hann er lystugur. Þá er garðræktin ekki alveg laus við ævintýri. í fyrra vildi svo til að Helga ýtti gulrótunum nið- ur í beðið með blýanti, sem gerði að verkum að upp úr moldinni óx afraksturinn, spírallaga. „Þær voru bragðgóðar en alveg frá- bærar í laginu," segir hún. Loks berst talið að draumi Manna, litlu gróðurhúsi, sem gefur kost á vetrarræktun. „Þetta hangir auðvitað allt sam- an við áhuga á matargerð. Ég var tíu ára þegar mamma, sem var mikil rauðsokka, lýsti því yfir að hún nennti ekki að þjóna fjöl- skyldunni ein. Því skiptum við verkunum á milli okkar á heimil- inu. Ég fikraði mig áfram við matargerðina, eldaði einn dag í viku og bara það sem mér þótti best," segir Manni og er engan veginn ósáttur við þennan af- rakstur kvennabaráttu fyrri tíma. Pestó uppskriftir „í matargerð Genúa eru þrjár pestó-hefðir, auðkennd- ar með einu péi, tveimur eða þrernur," segir Manni. „Það er pesto, pesto pomadoro og pesto pomadoro panna, eða venjulegt pestó, pestó með tómötum og pestó með tómöt- um og rjóma. Pestó er í raun upphaflega réttur fiskimanns- ins. Konan vissi aldrei hvenær hann kæmi af hafi en beið með sjóðandi vatn á hlóðum og til- búna sósu til að skella í ílát með skömmum fyrirvara,11 segir Manni og bætir við að enginn Genúa-búi bregði sér af bæ án þess að hafa basil- plöntu ífarteskinu. Það sé sama hvert litið er, f bakpok- ann eða undir húsvagninn, alltaf megi sjá glitta í græn blöðin. Ekta pestó er gert í mortéli, ekki matvinnsluvél og ekki er sama mortél og „mortél“. Hið eina sanna mortél, eða steyt- ill, er úr marmara með tré- stauti úr ólífuviði, semekki er notaður í neitt annað. í sósuna fara um það bil 30 basilblöð, gróft salt, peccorino (geitaost- ur), pinoli (furuhnetur), ólffuol- ía, edik og hvítlaukur. Grófa saltið er sett í stey- tilinn með basillaufunum en það heldur litnum og hjálpar til við að merja blöðin. Síðan er handfylli af hnetum og tveimur söxuðum hvítlauks- rifjum bætt út í, þá osti, örlitlu ediki og olíu til þess að mýkja sósuna. Best er að nota ling- une með pestó og áður en henni er hellt yfir er örlitlu soðvatni bætt út í svo sósan loði betur við hveitilengjurnar. Ekki þykir gott að nota stutt pasta í þennan rétt. m SUMARKQTARA 600 METRAR Það er stefna RARIK að veita sem besta þjónustu með þarfir og óskir viðskiptavina sinna að leiðarljósi. Forsenda þess að unnt sé að þjóna eigendum sumarbústaða sem skyldi er að auðvelt sé að fmna tiltekinn bústað og komast að honum, Erindið getur verið að leggja heimtaug, lesa af mæli eða koma til aðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Greiður aðgangur er ekki síst aðkallandi þegar þörf er á skjótri viðgerðarþjónustu. Því mælumst við til þess að eigendur sumarbústaða merki greinilega bústaði sína sem og götuheiti og númer. Þannig tryggja þeir að okkar menn komist rakleiðis á staðinn. Umsókn um heimtaug Umsókn um heimtaug þarf að berast með góðum fyrirvara, en að jafnaði eru heimtaugar aðeins afgreiddar að sumarlagi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar í Reykjavík, á um- dæmisskrifstofum okkar og útibúum. Hafðu vinsamlega samband við þá skrifstofu okkar sem þér hentar best. Starfsfólk okkar veitir þér fúslega allar nánari upplýsingar. RARIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.