Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 E 25 HÚSIÐ OG GARÐURINN Morgunblaðiö/Ásdís FUGLAHÚSIN eru af ýmsum stærðum og gerðum og hefur einu þeirra verið komið fyrir við hliðina á blómum prýddu kirsuberjatré f garði Sigríðar Þorvarðardóttur og Pauls Newton. Stráþak yfir höfuðið MARGIR kjósa að skreyta garð- inn með dvergum, álfum og alls kyns styttum í viðbót við gróðurinn. Einnig má koma fyr- ir húsum úrtré handa smáfugl- unum svo þeir geti leitað skjóls og næringar, eða bara til að gleðja augað. í versluninni Pipari og salti fást bresk fuglahús í ýmsum útgáfum og af margvíslegum stærðum. Húsin eru handgerð, með þökum úr hálmi og sefi sem eru sömu gerðar og sjá má vfða í breskum sveitum. Mælt er með því að vanda staðsetningu fuglahússins svo þau geti betur gegnt upphaf- legu hlutverki sínu í stað þess að verða að nægtarbúri kattar- ins í næstu götu. Viðarvörn í 31 ár SOLIGNUM Architect- ural viðarvörn er búin að vera á íslenskum markaði í 31 ár og búið að selja á þeim tíma rúmlega eina og hálfa milljón lítra, segir Aðal- steinn Richter, sölu- maður hjá K. Richter, sem fékk umboðið fyrir Solignum fyrir rúmum sex vikum síðan. Aðalsteinn segir að Solignum í „Jacobean" eða Jakobs-lit, sem væntanlega er nefnt eftir Jakobi 1. Englandskonungi, sé á „öðru hverju þakskeggi á íslandi". Hann segir Solignum Architect- ural þekkt fyrir góða endingu og að notendur þess hafi greinilega haldið tryggð við efnið í gegnum tíð- ina. Aðalsteinn segir jafn- framt að sé tími kominn til þess að endurnýja viðarvörnina nægi að fara yfir timbrið með sandpappír tii að hreinsa flötinn og matta. „Síðan er hægt að mála 1-2 umferðir yfir, án þess að nota grunn." Þá segir Aðalsteinn búið að gera lítilsháttar breytingu á litrófi Solignum og er væntaleg til landsins viðarvörn í dökkrauð- brúna litnum mahoní innan tíðar. Litirnir eru fjórtán talsins. lOTIM é SíiiCiNtiM X' Arrhitör»tiiral \ i'í— vunnar o? a\\a daga. tiisiþökur efHitðlduiii teguiiduiKi: Runnamurakr. 295. Gljámispill kr. 160-180. Alparifs kr. 190. Blátoppur kr. 220-280. Birki kr. 240-290. Hansarós kr. 330. Rifsberjarunnar kr. 450. Fjallafura kr. 1.200. Birkikvistur kr. 290. Sírena kr. 390. Yllir kr. 350. Sólbroddur kr. 300. Skriðmispill kr. 340. Rauðblaðarós kr. 300. Himalayaeinir kr. 900-1.600. Gljávíðir kr. 85. Dökk viðja kr. 79. Brekkuvíðir kr. 79. Hreggstaðavíðir kr. 79. Aspir kr. 490. Verðhrun á Alaskavíði, brúnn, (tröllavíðir) kr. 69. Ennfremur fjölbreytt úrval furu og grenl. Einnig túnþökur, sóttar á staðinn eða fluttar heim. Mjög hagstætt verð. Verlð velkomln. Trjáplöntu- og túnþökusalan, Núpum, öifusi. (Beygt til hægri við Hveragerði). Sími 892 0388 og 483 4388. Að bera á jarðveginn Á HVERJU vori á að gefa öllum gróðri áburð og miðað við að 6-10 kíló þurfi á hveija hundrað fer- metra lands. Áburðinum skal stráð jafnt yfir all- an garðinn. Með því að láta greina jarðvegs- sýnishorn á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins má fá örugga vís- bendingu um áburðarþörfina. Þumalputtareglan er sú að láta greina jarðveginn í nýjum garði og síðan fjórða til fimmta hvert ár. Tilbúinn áburð á ekki að setja á í rigningu eða á blautt gras eða blautar plöntur. Áburðurinn skal borinn á í þurru veðri, annars er hætt við að hann brenni gróður- inn. Húsdýraáburður er góður, einkum í nýja garða, en með hon- um á að jafnaði að nota tilbúinn áburð. Gamall húsdýraáburður er bestur. Plöntuleifar og hvers konar lífrænn úrgangur er líka gott til síns brúks og bætir sam- setningu jarðvegsins. Þá er gott að hafa safnhaug í garðinum. Oft veldur grasblettur garðeig- endum áhyggjum vegna mosa. Á suðvesturlandi stafar mos- avöxturinn einkum af hinu raka sumarveðri og rökum loftlausum jarðvegi. Til að forðast mosann, þar sem rækta á gras, þarf að ræsa vel fram og yfirborðið á helst að vera sendið. Gras þarf birtu og áburð og það á að sá oft en ekki of nálægt rót. Afslegna grasið á ekki að raka af heldur leyfa því að liggja og endurnýja efsta moldarlagið. Til að fjarlægja mosa úr grasflöt- um má nota mosaeyði sem svíður mosann þurt eða fjarlægja hann með mosatætara. Garðyrkjuvörur við allra hæfi S7Ö'l«ÖF0l •huóhf. Vantar þig gróðurmold, fræ, áburð, blómapotta, verkfæri, styttur og skraut í garðinn eða eitthvað annað sem snýr að garðyrkju.blóma- eða trjárækt? Hjá FRJÓ færðu mikið úrval af allskonar vörum til garðyrkjustarfa, á frábæru verði. Við höfum allt sem þú þíirft til að prýða garðinn þinni STÓRHÖFÐA 35, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 567 7860, FAX 567 7863 562*6262 ...ókeypis upplýsingar um vöru og þjónustu Einnig: Báruplast og úrval frágangslista. SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31-SlMI 562 7222 (Polycarbonat) • Höggþoliö: 250 sinnum þolnara en gler 10 sinnum þolnara en akrýl • Gulnar ekki • Flytur ekki eld • Góð hitaeinangrun i l < I l I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.