Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 16
16 E SUNNUDAG.UR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ OG GARÐURINN Undirbúning- ur jarövegs NAUÐSYNLEGT er að undirbúa vel jarðveginn sem ætlunin er að gróðursetja í. Loft og vatn þarf að geta leikið um moldina eigi plönturnar að ná öruggri festu og því þarf að stinga beð- in vel upp. Einnig þarf að blanda á jarðveginn áburði og bæti- efnum. Flestar tegundiraf gróð- urmold eða moldarjarðvegi sem finnast hérlendis eru frem- ur ófrjóar og þéttar í sér, eins og til dæmis mýrarjarðvegur, leir og fokjarðvegur. I görðum í þéttbýli er oftast notuð aðflutt mold, grafin upp úr misdjúpum mýrum eða moldarbörðum. Nú- orðið er einnig hægt að kaupa tilbúna, grjóthreinsaða og blandaða mold. Undirlagið í garðinum getur verið misjafnt. Þar sem um möl eða annað gljúpt jarðefni er að ræða ætti hæfilegt moldarlag ekki að vera undir 50-70 sentí- metrum. Ef undirlagið erfast berg eða móhella þarf þykkara moldarlag. Ef um er að ræða fastþjapp- aðan leir eða malarjarðveg get- ur reynst nauðsynlegt að losa um hann áður en mold er bætt ofan á. Síðan er yfirborðið unnið vel í skóflustungudýpt, 25-30 sm, og mulið vel. Oft þarf að bæta efni í efsta lag moldarinnar til að tryggja vatns- og loft- streymi. Húsdýraáburður bætir alla mold I mýrarmold er þá oftast not- aður sandur eða vikur og verður þá að gæta þess að efnið sé mátulega gróft. í leirkennda eða mjög sendna mold þarf hins vegar að blanda léttri mómold eða húsdýraáburði. Húsdýraá- burður bætir í raun alla mold og heppilegast að að stinga hann upp með moldinni svo að blandist vel í skóflustungudýpt. í 100 m2 er hæfilegt að setja 10-15 kíló af blönduðum garðá- burði, til dæmis blákorn, kálkorn eða trjákorn. Ef um nýjan garð með mýrarmold er að ræða er gott að nota sex kfló af þrífos- fati og 20 kfló af kalki. Að þessu búnu er hægt að gróðursetja í garðinn án þess að þurfa að bera á það sem eftir er sumars. Leikur að efni ORN Ómar Guð- jónsson bifreið- arstjóri býr við Gerðhamra ásamt föður sín- um og hefur dundað við að fegra umhverfi sitt síðastliðin tvö ár. Hugmyndirnar koma úr eigin kolli og segist hann hafa gaman af því að leika sér með efniviðinn; rauðamöl frá Svínavatni, fjörusand, hraunhell- ur, birki og ýmsa stærri hluti, til dæmis dráttarvélar. í garðinum eru þrír karlar, smíðaðir úr þirki sem til féll við grisjun Hallorms- staðaskógar eitthvert sinnið. Var Örn Ómar sérstaklega að leita að dökkum efnivið en trén eru 50-60 ára gömul. Þá hefur hann smíðað kerru, sem ekki var nokk- ur leið að nálgast með öðrum hætti;' og sett á hana mjólkur- brúsa, að gömlum sið. Ekki er allt upp talið því garðinn prýðir fegursta tjörn, tréharpa með koparvír sem Orn Ómar smíðaði, og dráttarvél frá fyrri tíð sem hann hefur málað eldrauða og ekki var auðvelt að verða sér út um að hans sögn. Fyrirframan húsið stendur einn birkikarlanna með merki Reykjavíkurborgar um hálsinn pg heilsar gestkomandi. Örn Ómar segist hafa nefnt hann eftir núverandi forsætisráð- herra. „Hann heitir Davfð Odds- son, því hann hugsaði svo vel um Grafarvoginn í sinni borgar- stjóratíð." Morgunblaðið/Ásdís DAVÍÐ gengur við staf og geymir mjólk á brúsa. í GARÐINUM er fjölskrúðugt dýralíf, tréharpa og dráttarvél. Borgarplast hf., Sefgörðum 3, I70 Seltjarnarnesi Sími: 561 22 II, Fax: 561 4I8S Internet: http://www.arctic.is/fin/borg iaa ÆTw Vökvun ÞEGAR vökvað er fer best á því að svo rækilega sé að verki staðið að efstu 20 sentímetrar jarðvegsins vökni. Ef gróður- sett er í þurru veðri er nauð- synlegt að að vökva strax og ef margar plönt- ur eru gróður- settar getur þurft að vökva allt aftur að lok- inni gróðursetningu. Þá er auð- veldast að vökva með úðara sem getur gegnbleytt jarðveg- inn á 2-3 tímum. Almennt hefur verið talið rétt að vökva daglega eftir gróður- setningu og þá oftast bara sprautað yfir plönturnar svo lít- ið vatn nær að síga niður með rótunum. Ef vökvað er oft og litið i senn kólna plönturnar og jarðvegurinn að nauðsynja- lausu, sem dregur úr vexti. Ef vökvað er vel við gróðursetn- ingu á ekki að þurfa að vökva aftur fyrr en eftir 4-5 daga ef þurrt er. Gott er að vökva með ylvolgu vatni sé þess kostur því jarðvegurinn dregur fljótar í sig volgt vatn en kalt. Ef blöndun- artæki eru ekki vð hendina má blanda vatni í tunnu sem vök- vað er úr. Vökvið ekki í glaða sólskini um miðjan dag, heldur að morgni eða á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.