Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 20
20 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Siba þakrennur eru endingargóðar og auðveldar í uppsetningu. Þær eru úr galvanhúðuðu stáli, en auk þess fást þær í mörgum litum, klæddar með plastisol-húð. Plastisol-húðin gerir það að verkum, að þær eru varðar fyrir ryðskemmdum í allt að 25 ár. Þjónustuaðilar: Allar helstu blikksmiðjur landsins Skemmuvegi 8 (blá gata) - 200 Kópavogi Sími 544 5300 Fax 544 5301 vl|L. -. M I *ggjs$g s, ,: Mmi 25% afsláttur í júní Verð nú aðeins kr. 4.480,- „íslenska garðblómabókin er sérlega glæsileg og aðgengileg handbók fyrir alla garðblómaunnendur“ BÓKAÚTGÁFAN Síðumúla 11 - Sími 581 3999 HÚSIÐ OG GARÐURINN Umhirða trjáa EF KLIPPA á tré eða runna verður að vera tilgangur með því, segir í leiðbeining- um frá Mörk. Limgerði eru klippt til að halda ákveðnu formi og til að þau verði þétt og stinn. Tré eru klippt til að stýra vexti og til að þynna eða til að hreinsa kalgreinar. Skrautrunnar eru klipptir til að örva blómgun, þynningar til að ná ákveðnu formi eða til að plönturnar geti endurnýjað sig. Einnig er klippt til að grisja eða fækka trjám í garðinum. Best er að klippa og grisja tré og runna að vetrarlagi. Birki, elri og hlyn er best að klippa snemma vetrar (desember- mars). Limgerði úr birki, gljámispli, fjallarifsi, runnamuru, kvisti og öðrum runnum á ékki að klippa að ofan til þess að örva greiningu neðantil, aðeins til að jafna hæð. Einungis á að klippa hliðarnar og gætið þess að limgerð- ið breikki ekki of ört. Limgerði úr víði á aftur á móti að klippa að ofan á hverju ári og klippa þá hliðarnar vel. Mikill ársvöxtur víðis veldur veld- ur því að limgerðið verður lint og verður því að klippa það reglu- lega svo að það verði stinnt og þétt. Hreinsið kalgreinar Algengt er að tré kali á unga aldri og getur verið nauðsynlegt að stýra vextinum. Notast má við uppbindingu til að ná beinum stofni með góðum toppi og klipp- ingu til að koma á jafnvægi í greinum. Kalgreinar skal klippa burt. Ilmreynir kelur oft og fær auk þess reyniátu í kjölfari kalsins. Mikilvægt er því að hreinsa kal- greinar árlega. Skrautrunna þarf að klippa með gætni. Best er að þeir geti vaxið eðlilega, én ef minnka þarf umfang þeirra er gott að vita að flestir skrautrunnar mynda blóm- knúppa sína haustið áður en þeir í GRÓNliM görðum verður að passa að tré hafi nóg pláss BEST er að klippa og grisja tré og runna að vetrariagi. Morgunblaðið/Árni Sæberg LIMGERÐI eru klippt til að halda ákveðnu formi og til þess að þau verði þétt og stinn. blómstra. Mikilvægt er að klippa ekki utan af plöntunum heldur grisja elstu greinarnar innan úr. Runnum sem mynda blóm- knúppa sama sumarið og þeir blómstra má klippa utan af og halda þeir þá áfram að blómstra. Þetta á við tegundir eins og runnamuru, rósa- eða japans- kvist, dögglingskvist, eðalrós o.fl. Endurnýja má flesta skraut- runna með því að klippa þá alveg niður við jörð. Þegar um víði er að ræða þarf þó að skilja smá stubb eftir. Berjarunna á að grisja árlega þannig að elstu greinarnar eru fjarlægðar við rót. Besta berjauppskera fæst á 2-4 ára gömlum greinum. í grónum görðum ber að hafa eftirlit með að tré hafi nægilegt vaxtarrými og ef ekki, verður að fella þau tré sem ofaukið er til að hin sem eftir verða geti vaxið og dafnað eðlilega. Það er ekki illgresið, sem kæf- ir garðjurtirnar, heldur hirðuleysi garðeigand- ans, segir gamalt orð- tæki. Það er auðvelt að halda hreinu, en oft þarf átak til að hreinsa upp ef maður hefur „misst garðinn í illgresi". Mikilvægt er því að takast á við illgresið frá upphafi, láta það aldrei vaxa, blómstra og mynda fræ, heldur fjar- lægja það meðan það er smátt. Garðinn má líka skipuleggja með tilliti til þess að halda illgresinu niðri eða burtu. Leggja má jarðvegsdúk í beðin og þekja hann með sandi eða möl. Þá má einnig nota steina eða jafnvel palla og gras. í matjurtagarðinn má leggja svart plast, búa til göt og gróðursetja þar kál, rófur og jarðar- berjaplöntur. Notið aðeins illgres- islyf á þeim stöðum þar sem engin hætta er á að skemma annan gróð- ur. Munið að öll illgresis- lyf eru plöntueitur og fáið nákvæmar leið- beingar þegar lyfið er keypt. Gætið þess að geyma eitur alltaf í upp- runalegum umbúðum og í læstum hirslum. Tréflutt Ef grisja þarf tré og runna sem gróðursett hafa verið of þétt er stundum hægt að flytja plönturn- ar til ef þær eru ekki of gamlar og ef það er gert á réttum tíma. Besti tíminn er snemma vors- áður en plönturnar laufgast. Þeg- ar trjáplöntur eru laufgaðar og byrjaðar að vaxa er tilgangslaust að flytja þær. Á haustin þegar laufið er fallið er einnig hægt að færa tré en hætta getur verið á að plönturnar laufgast. Þegar trjáplöntur eru laufgaðar byrjaðar að vaxa er tilgangslaust að flytja þær. Á haustin þegar laufið er fallið er einnig hægt að færa tré en hætta getur verið á að plönt- urnar þorni yfir veturinn. Ef flytja þarf stórar plöntur er gott að rótstinga þær vorið áður, ekki að hausti, og þarf þá helst að setja stuðning við þær þangað til þær eru fluttar og eins eftir gróðursetningu á nýjum stað. 4 sy « § c I ( < i i < ( < '( ( #SSIáttuvélin Rafmagns- garðsláttuvél með grassafnara. Laus við mengun og hávaða. Þrjár stærðir. Verð frá kr. 25.900 SINDRA .....búðin SÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT BORGARTÚNI31 ■ SÍMI 562 7222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.