Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 22
22 E SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 HUSIÐ OG GARÐURINN MORGUNBLAÐIÐ Tilboðsverð á sumarblómum og birkikvisti ’Tré og runnar af ýmsu tagi • Frábærar fjölærar plöntur ■ Fallegar hengikörfur 1 Gott úrval af rósum Verið velkomin Gréðrarstððin Grænahlíð Furugerói 23, við Bústaöaveg, 108 Reykavík. sími 553-4122 erívrsta Ræktun eru engin skrefiö takmörk sett ■ . .> *• 3.'íÆm Mikiðúrval afhelluin ogsteinum. Mjöggottverð. L^„. 1 ! f~'7"”' ir i r i i f , 1 í j l r - . ■ j „. — —■> j : jf J| | STÉII HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700 - FAX 577 1701 Blað allra landsmanna! - kjarni málvins! FÓLK sem ekki hefur garð til afnota getur ræktað blóm og grænmeti, engu að síður en aðrir. Til dæmis á svölunum, eða, ef þær eru ekki fyrir hendi, úti í gluggakistu. Kolbrún Finns- dóttir garðyrkjufræðingur hjá Ræktunarstöð Reykjavíkur- borgar vill hvetja alla til þess að leggja stund á hvers kyns ræktun, bæði fyrir auga og maga, því henni séu engin tak- mörk sett. - Hvers konar ræktun getur fólk stundað sem er ekki með garð? „Það getur til dæmis verið með jarðarber í kössum, pott- um eða jafnvel síldartunnum sem búið er að saga ofan af, ef svalirnar eru sæmilega stórar. Jarð- arber þurfa ekki það mikinn hita, en sól auð- vitað. Það þarf hins veg- ar að passa mjög vel upp á að plönturnar of- þorni ekki, sem hætta er á í litlum pottum. Þess vegna er mikilvægt að vökva reglulega og þreifa á moldinni með fingrunum. Sniglar sækja til dæmis mjög mikið í jarðarberin og kálið og því er sniðugt að rækta þau í pottum. Sniglarnir eru líka yfir- leitt í myrkri. Það er hægt að rækta salat í stórum, kannski 30-40 lítra pottum, eða eina grænkálsplöntu. Núna er auðvitað of langt liðið á sumarið til þess að sá en. í staðinn er hægt að kaupa smáp- löntur í gróðrarstöðvun- um.“ - Hvernig er farið að ef maður er tímanlega á ferðinni? „Þá er fræjum sáð í kassa snemma að vori, kannski í apríl, og síðan plantað út eða í annan pott þegar 1-2 kímblöð eru sprottin. Magnið fer auðvitað eftir stærð fjölskyldunnar og tegundin eftir smekk. Ég tek eftir því að krakkarnir í skóla- görðunum þekkja oft ekki kál- tegundirnar." - Hvaða stærð af kössum á maður að veija? „Ef ræktað er á svölum er hægt að nota þessa löngu og mjóu svalakassa, sem jafnan eru notuð undir blóm. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að rækta í þeim blað- salat, til dæmis. Það er ágætis hiti hér á sumrin til að rækta JARÐARBER má rækta í kassa á svalahandriði. BLÁGRÁTT hvítkál, fjólublátt rauðkál, fíngert grænkál og kínakál með hvítum stilk gleður augað. FYRST er fræjunum sáð í pott eða kassa og síðan plantað út þegar nokkur kímblöð eru sprottin. flestallt grænmeti og ef von er á kuldakasti að vori er hægt að breiða akrýl-dúk yfir plönt- urnar. Grænkál er ágætt því það vex upp á við og auðvelt að rífa blöðin af jafnóðum. Hvít- kál og blómkál þarf hins vegar mikið pláss og mikla næringu. Þeir sem rækta á svölum fá kannski ekki meiri uppskeru en svo að hægt sé að smakka en það má prófa að setja niður kartöflur í stóran pott sem verð- ur að vera svartur. Þannig má fá nýjar kartöflur mjög snemma á vorin. Þær eru kannski ekki stórar en alveg ágætar á bragð- ið og svo hafa krakkar gaman af því að setja þær niður og fylgjast með uppskerunni. Einnig er hægt að hafa rabar- bara í fötu úti á svölum, sem kæmi þá upp snemma. Það má taka inn á haustin bita af rabarbarahaus og geyma úti. Hann þolir ekki mjög mikið frost en ætti að vera í lagi á inn- byggðum svölum." Kolbrún segir einnig hægt að rækta alls kyns krydd í pottum, svo sem graslauk eða steinselju, sem einnig er hægt að kaupa tilbúið til að rækta heima. „Það er hægt að hafa svo margt annað í potti en blóm og meira að segja hægt að setja salathöfuð niður í blóma- beð og grænkál, sem er mjög fallegt. Steinselja og graslaukur eru líka til mikillar prýði og á hvorttveggja mjög vel heima með blómum. Þetta er kjörið fyrir þá sem ekki eru með sér- stakan matjurtagarð. Það er hins vegar ekki vert að setja út grænmeti fyrr en fyrstu vik- una í júní, þegar hlýindin eru orðin nokkuð örugg." - Verður maður ekki að breiða yfir plönturnar? „Jú, það er öruggara ef von er á frosti og fyrstu vikurnar verður maður að fylgjast mjög vel með veðurspánni. Þetta fer líka eftir görðum. Sumir eru orðnir það grónir að þar er skjólsæld og hlýja." - Hvað er hægt að rækta í sólskála? „Ef hann er upphitað- ur og hlýr að næturlagi er hægt að vera með papriku sem ekki þolir lægra hitastig en 18 gráður og tómata, þótt megi vera eitthvað sval- ara hjá þeim. Það þarf að sá snemma, annað hvort með fræjum eða innan úr ferskri papriku, kannski í mars. Tómatp- löntur er líka hægt að kaupa. Það þarf hins vegar að vaka yfir þessum jurt- um og vökva mikið og varla að maður komist burtu. Ef nágrannarnir geta ekki vökvað er eitt ráðið að hafa pottana stærri því rakinn helst betur í þeim. Síðan eru til alls kyns húsráð, eins og að setja band ofan í pottana og leiða í fötu með vatni.“ - Gefur það góða raun? Já, að minnsta kosti um skemmri tíma á inni- blóm. Það er hægt að nota gróft band, til dæmis úr ull. Ég nota sjálf breiða ræmu úr akrýl-dúk en það þarf að gæta þess að vatnið standi hærra en plantan." Kolbrún segir marga rækta vínber og að einhverjir séu að prófa sig áfram með að rækta kirsuberjatré. Vínviðarplöntur eru seldar í gróðrarstöðvum að hennar sögn og eru berin meira að segja vel æt hjá mörgum. Skilyrðin eru bæði birta og hlýja og mikilvægt að þak sólskálans sé gegnsætt. „Svo má ekki gleyma rósun- um. Villirósir gefa til dæmis af sér aldin eða nýpur sem hægt er að búa til sultu úr, til dæmis ígul- og þyrnirósir. Þá er hægt að gera margt við rósaböð, búa til vökva og áburði. Það er svo margt nýtilegt." Hún bendir á að blómin af morgunfrú séu ætileg og að þeim megi strá yfir mat, sem krydd eða bara til að skreyta. „Það er mjög mikilvægt að passa upp á að plönturnar þorni ekki um of. Ef þær verða svekktar sækja lýs og aðrar pöddur að þeim. Það þarf því að vökva vel og passa að gefa þeim áburð. Lýsnar geta flogið og komast þangað sem þær ætla sér, líka upp á svalir." Loks bendir Kolbrún fólki á að velja plöntur sem ilma til að setja í ker út á svalir eða sól- pall, til dæmis skrautnál og skógartopp, til að gæla við lykt- arskynið líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.