Morgunblaðið - 14.07.1996, Page 10
10 SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
TALIÐ ER að sú regla að
sleppa laxi eigi rætur að
rekja til norðausturríkja
Bandaríkjanna og fá-
einna áa í Kanada, en fyrir um
áratug höfðu mengun, veiðiþjófn-
aður, skógarhögg, úthafsveiðar og
stíflugerð nánast gengið af lax-
veiðiám á þessum slóðum dauðum.
Til að freista þess að bjarga
málum var gripið til ýmissa með-
ala og var eitt þeirra að skylda
veiðimenn til að sleppa aftur öllum
laxi sem þeir veiddu. Til þess að
auðvelda gjörninginn var aðeins
leyft að veiða á flugur með agn-
haldslausum önglum.
Margir lögðu hönd á plóginn,
m.a. Orri okkar Vigfússon sem
með elju og stórhug náði að kaupa
upp stærstan hluta úthafsveið-
anna. Arnar tóku við sér, en með
vakningunni ,sem fylgdi varð sú
skoðun mjög útbreidd meðal
bandarískra og kanadískra
stangaveiðimanna að stéttin ætti
að leggja sitt af mörkunum í rík-
ari mæli, halda fyrirkomulaginu
og helst breiða það út.
Um líkt leyti kom til skjalana
hrun járntjaldsins, en þá opnuðust
miklar Iaxveiðilendur á Kólaskaga
Rússlands. Þar eru magnaðar lax-
veiðiár á borð við Ponoi og Strelna
og Bandaríkjamenn voru fljótir að
koma ár sinni þar fyrir borð.
Ferðaskrifstofur á borð við Fronti-
ers lögðu mikla vinnu og tilkostn-
að í uppbyggingarstarf, til að land-
ar þeirra og aðrir viðskiptavinir
gætu sótt í rússneskar ár. Aðbún-
aður við árnar og samgöngur
meðfram þeim voru í lamasessi,
en mikil breyting til batnaðar hef-
ur orðið þar á.
Eitt af því sem fylgdi Banda-
ríkjamönnum til Rússlands var
veiða-sleppa fyrirkomulagið. Nú
kom það sér vel, því veiðin var
gífurleg, en allur aðbúnaður og
aðstaða buðu upp á stórvandræði
við að flytja afla. Þetta small því
eins og flís við rass. í millitíðinni
hafði fyrirkomulagið náð fótfestu
í einhverri mynd sums staðar á
Bretlandseyjum.
Andstæðu pólarnir
Síðustu sumur hefur borist vísir
að fyrirkomulaginu til íslands. í
fyrra var holl í Selá sem veiddi
rúmlega 80 laxa og sleppti flestum
eða öllum. Annað holl var í Hítará
með tæplega 60 laxa og var öllum
sleppt. Þannig mætti áfram telja
og auk þess bæta við, að vaxandi
fjöldi íslenskra stangaveiðimanna
stundar það reglulega að sleppa
laxi, sérstaklega þegar hausta tek-
ur og menn hafa landað stórum
legnum og belgmiklum hrygnum.
Þetta eru einkum snjallir flugu-
veiðimenn sem eru búnir að veiða
nóg í soðið handa sjálfum sér, vin-
um og vandamönnum löngu áður.
Ekki má gleyma, að leginn Iax er
auk þess lélegt hráefni hvort held-
ur í pott, á pönnu eða í reyk. Á
það sérstaklega við um hrygnurn-
ar.
Veiða-sleppa hugsjónin á samt
sem áður nokkra hérienda postula.
Einn þeirra er Orri Vigfússon sem
hefur sýnt fram á með gröfum og
línuritum að Atlantshafslaxinn er
í útrýmingarhættu. Orri hefur
stofnað til óformlegs áhugahóps
hér á landi. Einn af skoðanabræðr-
um hans er Kristján Guðjónsson
stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur sem vakti athygli 1.
júní er hann sleppti fyrsta stangar-
veidda laxi sumarsins í Norðurá,
u.þ.b. 11-12 punda hrygnu á Eyr-
inni. Skömmu síðar landaði for-
maðurinn Friðrik Þ. Stefánsson
ámóta laxi og viðhafði þjóðlegri
siði og rotaði laxinn. Þar stóðu
pólarnir andspænis hvor öðrum,
hvor á sínum bakka og var það
táknrænt fyrir þá togstreitu sem
kann að vera í uppsiglingu.
Morgunblaðið/gg
GESTUR og Brynjólfur sleppa einum vænum í Hólakvörn. Upp-
rennandi veiðimaður, Jóhannes Brynjólfsson fylgist grannt með.
FRUMKVÖÐLARNIR, t.v. Gestur Árnason og Brynjólfur Markús-
son fyrir framan veiðihúsið Flóðvang í Vatnsdal.
íslenskir stangaveiðimenn fylgjast af
athygli með þróun mála á bökkum
Vatnsdalsár í Húnaþingi þessa daganna og
er sumum ekki rótt. Nýtt fyrirkomulag sem
á rætur að rekja til Rússlands, Quebec,
Main og Nýfundnalands hefur rutt sér til
rúms í Húnaþingi. Fyrirkomulagið felur í sér
að einungis er leyfc að veiða laxinn á flugu
og sleppa beri fengnum að glímu
lokinni.Guðmimdur Guðjónsson leit við á
bökkum Vatnsdalsár og ræddi við ýmsa þá
sem hafa látið sig málið varða.
Mennirnir sem nú ríða á vaðið,
frumkvöðlarnir, eru Brynjólfur
Markússon og Gestur Árnason,
leigutakar Vatnsdalsár til síðustu
tólf ára. Skrefið er þó ekki stigið
til fulls, því veiða-sleppa fyrir-
komulagið stendur aðeins til 17.
ágúst, en þá lýkur útlendingatíma
árinnar og innlendir veiðimenn
mæta til leiks gráir fyrir járnum
og vel möðkum og spónum búnir.
Hvers vegna er þetta svona?
Brynjólfur svarar þessu og seg-
ist fyrst vilja leiðrétta þá útbreiddu
skoðun að umræðan hafí byrjað
er Pétur Pétursson og Fransmað-
urinn Guy Geffroy tóku Vatns-
dalsá á leigu á vordögum. Þeir
Gestur hafi fyrst velt þessu upp í
fyrrahaust. „Annars skiptir það
ekki meginmáli, heldur að við höf-
um orðið varir við þá þróun árin
okkar tólf hér í Vatnsdal, að stór-
laxi hefur fækkað. Vatnsdalsá er
þekkt fyrir sína stóru laxa og
veiðimenn sækja hingað ekki síst
vegna þess hve möguleikar þeirra
á því að ná stórlaxi eru tiltölulega
miklir miðað við það sem gengur
og gerist. Fyrirkomulagið snýst
þannig einkum um stórlaxinn,
stærri en 10 punda og við teljum
að með því að sleppa stórlaxinum
þá sé hægt að snúa þessari þróun
við.
Það er ein skýringin, segja
Brynjólfur og Gestur og halda
áfram: „Árum saman hafa sömu
mennirnir komið hingað í Vatns-
dalsá, þar á meðal erlendir veiði-
menn sem koma um 10. júlí og
þeir síðustu fara 17. ágúst. Þeir
hafa séð það ár eftir ár að mikið
er búið að veiða og drepa af stór-