Morgunblaðið - 14.07.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.07.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ £*SSSSW£l&t*‘-~ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 11 laxi á maðk og spón áður en þeir koma. Svo eru þeir aðallega að veiða úr smálaxa- göngum og fá bara einn og einn stóran. Þá svíður undan þessu og þeir hafa hvatt mjög til þess að veiða-sleppa fyrir- komulagið verði sett hér á landi. Benda þeir á að það hafi gefið góða raun í Rússlandi og Kanada." Sjálfur segist Brynjólfur hafa veitt í Alaska, þar sé að vísu Kyrrahafs- lax, en öllu er sleppt og fiskmagn- ið er gífurlegt. Einstök tilfinning Brynjólfur heldur áfram: „Við Gestur höfðum hvorugur sleppt löxum fyrr en nú í vor. Ég verð að segja að það var einstök tilfinn- ing. Mér finnst laxinn auk þess vera allt of falleg skepna til að drepa yfirleitt, þó ég hafi gert það á löngum veiðiferli mínum. Ég trúi því að þetta sé komið til að vera, en sennilega tekur það mörg mörg ár fyrir íslendinga að með- taka það.“ Gestur Árnason tekur undir orð Brynjólfs og bætir við: „Við erum að byija á þessu. Þetta er visst brautryðjendastarf og við vitum að fyrirkomulagið er umdeilt með- al íslenskra stangaveiðimanna. Ég hygg þó að ef menn skoða hug sem veitt verður og drepið eftir miðjan ágúst? „Hér megum við ekki gleyma, að þetta er nýtt og til reynslu. Það þarf að fá svör við ýmsum spurn- ingum, m.a. hvað þetta eykur veið- ina mikið með þeim hætti að sömu laxarnir veiðist tvisvar eða oftar. Þess vegna er reynt að merkja allan lax áður en honum er sleppt auk þess að hann er lengdarmæld- ur og reynt er að slá á þyngd út frá því. Eftir 17. ágúst verður leyfð maðk- og spónveiði, þó þannig að einungis er leyfilegt að draga 6 laxa á stöng á dag,“ segir Gestur. Því fylgja talsverð átök að ná stórum laxi, en megnið af júnílaxi í Vatnsdalsá er fiskur um og yfir 10 pund. í sumar hef- ur veiðst allt að 22 punda lax. Það virðist í fljótu bragði að það gæti riðið laxi að fullu að vera fyrst yfirbugaður, síðan tekinn með höndum eða í háf og síðan mældur og merktur. Merkinu er skotið með sérstakri byssu inn undir bak- uggann. Hvað segja þeir félagar um slíkar aðfarir? „Það fylgir þessu auðvitað nokkur áhætta. Hreistrið á ný- runnum löxum er oft laust í sér og getur skafist af ef ekki er var- lega farið. Tumi Tómasson fiski- fræðingur ráðlagði okkur að nota ekki háf nema að klæða hann fyrst að innan með nælonsokk. Verði lax fyrir áverkum á roði getur sýking komist í sárin og dregið hann til dauða. Þá munu alltaf einhveijir laxar skaddast svo af flugunum að þeir ná sér ekki. Við gerum okkur grein fyrir því. Þá tekur það laxinn alltaf nokkra stund að jafna sig og það verður að halda honum varlega í straumi. Þegar hann fer að taka við sér er gott að stijúka í þágu árinnar, hvort sem það væri Vatnsdalsá eða einhver önn- ur. Ýmsir þeirra höfðu gert slíkt áður, t.d. sleppt legnum haustlöx- um. Þeim þótti það pínulítið súrt þar sem tilgangurinn í sumar er sagður í og með til að gleðja er- lenda veiðimenn, jafnvel þótt þeir sleppi laxinum líka. Og umræddir veiðimenn voru ekki hrifnir af því að lax sem þeir væru að veiða nú myndi renna sér á maðk og vera drepinn í ágúst eða september. Þessi viðhorf komu fram er púlsinn var tekinn á árbakkanum. Mönnum þótti þó til bóta í þessu umhverfi að leyfilegt er að hirða smálax, örmerkta laxa, Maríulaxa og svo ef einhver veiðir sinn stærsta lax fyrr og síðar. Pétur Pétursson fyrrum kaup- maður í Kjötbúri Péturs er annar þeirra sem taka við Vatnsdalsá eftir þetta sumar. Pétur leigir ána næstu þijú ár í samvinnu við Fransmanninn Guy Geffroy og sagði hann í viðtali að fyrirkomu- lagið yrði við lýði allt sumarið, ekki aðeins hluta þess. Skrefið yrði stigið til fulls eins og hann orðaði það. „Þó verður það ekki án sveigjanleika og endanlegar reglur í þessum efnum verða sett- ar í samráði við viðskiptavinina. Til dæmis verða reyndir leiðsögu- menn með öllum veiðimönnum og náið samráð haft hveiju sinni. Það er of mikið að tala um algjört bann þó ekki væri nema vegna þess að eitthvað af laxi verður alltaf sár og myndi drepast ef honum væri sleppt. Slíkt verður metið og fiskurinn þá frekar hirt- ur,“ segir Pétur. Sjálfur segist Pétur aðhyllast fyrirkomulagið, honum þyki það vera „bara vesen" að hirða lax. Hann telur einnig, eins og þeir Brynjólfur og Gestur, að þetta sé komið til að vera, en þó sé ólíklegt að það flæði yfir land og lýð. „Sennilega verða þetta einhver afmörkuð svæði og mun það fara eftir innstillingu einstakra lan- deigenda eða leigutaka hvar þau verða. Ég geri mér grein fyrir að hefðin meðal íslenskra stanga- veiðimanna er að aflinn sé upp- skeran og því verður ekki breytt á einni nóttu, né stendur það til,“ segir Pétur og klikkir út með þess- um orðum: „Svo er annað, þegar við Guy tökum við verður þetta merkingar- fyrirkomulag lagt af. Það var ekki mitt að skipta mér af því, en ég er á móti því. Ég sé ekki annað en að það sé verið að búa til áverka á laxinum með því að skjóta í hann þessum merkjum. Það er ekki á það bætandi hjá laxinum eftir allar hremmingarnar sem á undan eru gengnar. Nei, þetta verður lagt af, laxinn verður ein- faldlega losaður af flugunni og honum sleppt.“ Þjóðarsálin En hvað segja íslenskir stanga- veiðimenn? Geta þeir átt von á því að eftir fá ár verði það meira og minna lögbundið að þeir sleppi öllum löxum sem þeir veiða? Greinarhöfundur hefur rætt við allmarga og flestir, ekki þó allir, eru mótfallnir þessu fyrirkomu- lagi. Algeng mótrök eru: „Það er og hefur alltaf verið nóg af laxi í íslenskum ám, meira að segja þegar illa árar er nóg af fiski“. Það sé því ekki hægt að bera saman ástandið hér og á einhverj- um heljarslóðum laxins í útlönd- um. Og aðalrökin: Hefðin. íslenskir stangaveiðimenn hafa upp til hópa litið á afla sinn sem uppskeru. Laxveiði er dýrt sport og margir sem stunda það eiga ekki gott með það af fjárhagsleg- um ástæðum. Þá er reynt að velja ódýrari daga og skipta kostnaði með veiðifélaga. Dagarnir verða kannski og oft miklu færri heldur en menn vildu. Oft á það sama við um aflann, hann hefði mátt verða meiri og hefði trúlega verið það ef veiðistaðurinn hefði verið valinn af dýrari gerðinni. Að koma heim með veiði er því það sama og að koma í hús með uppskeru. Laxinn er snæddur soð- inn, steiktur, grafinn eða reyktur. Vinum og vandamönnum er gef- inn lax og fyrir því eru orðnar langar og skemmtilegar hefðir. Rafn Hafnfjörð hefur verið með snjöllustu stangaveiðimönnum landsins um áratuga skeið. Hann veiðir einungis á flugu og hefur gert lengst af. Hann sleppir oft löxum, einkum legnum hrygnum. Hann var og formaður Landssam- bands stangaveiðifélaga til margra ára og hefur unnið ötul- lega að því að gera stangaveiðina að fjölskyldusporti. Hvað segir Rafn? „Þessi della kemur frá Rúss- landi og stafar af því að þar er erfitt að flytja afla, þyrlurnar sem þeir nota ráða hreinlega ekki við það. Mér finnst hún ekki eiga við hér á landi. íslendingar eru veiði- mannaþjóð. Ég man þegar ég var ungur drengur í Hafnarfirði, þá gengu vænir sjóbirtingar í lækinn og það voru mínar ánægjulegustu stundir þegar ég fór að veiða og gat komið heim með fisk í soðið. Þegar ég fór síðar í sveit í Borgar- firði tók það sama við. Ég vann mín störf, við kýrnar, mokaði flór- inn og fleira. Síðan fór ég á veið- ar og lagði ríkulega til heimilis- ins. Veiðimennskan er greipt í þjóðarsálina og því verður ekki breytt." Og Rafn heldur áfram: „Mér dettur í fljótu bragði í hug tvennt til viðbótar sem ræður þessu við- horfi mínu. Það fyrra er, að ég hef ekkert gaman af því að veiða lax sem annar hefur veitt á undan mér. Hitt er, að Islendingar hafa lengi státað af góðum veiðiskýrsl- um. Svona fyrirkomulag brenglar skýrslurnar. Að merkja eitthvað af aflanum og telja svo hvað veiðast margir aftur á einu sumri gefur engin skýr svör og þar sem þetta verður viðhaft mun í raun vera fátt að segja um raunverulega veiði þar sem enginn mun vita hvað af lax- inum veiðist tvisvar, þrisvar eða jafnvel oftar. Þyngdartölur verða auk þess aldrei annað en getgátur og þar með verður ekki af neinni nákvæmni reiknað út hver meðal- vigt er.“ Svo mörg voru þau orð Rafns, en tíminn leiðir í ljós hver þróun- in verður í þessum efnum. Ítalíuferð Heims- klúbbs Ingólfs MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Óperan Nabucco eftir Verdi er nú sýnd í Arenunni í Veróna sem er stærsta óperusvið heims- ins. Þetta er 74. sumarhátíðin, sem fram fer á staðnum í gamla hringleikahúsinu frá dögum Róm- veija. Arenan rúmar um 30 þús- und manns á hverri sýningu, en aðgöngumiða þarf að tryggja með allt að árs fyrirvara. Stemmningin er ólýsanleg með logandi blysum á efstu brún hringsins og ótal log- andi kertum, sem tónleikagestir tendra í upphafí hverrar sýningar, en algjör kyrrð ríkir í áheyrenda- hópnum um leið og tónlistin hefst. Nabucco er ein vinsælasta óp- era Verdis og sú sem gerði hann fýrst frægan. Sviðsmyndin sýnir hina fornu Babýlon og þykir ein- staklega íburðarmikil og glæsileg í þessari sýningu. Eins og vænta má, eru söngvaramir í tölu hinna bestu í heimi. Nunzio Todisco er í hlutverki Ismaels, hinn heims- frægi rússneski bassi Paata Bur- kuladse í hlutverki Zakkaria, en Abigaille syngur María Guleghina. Þótt allir kannist við einstök atriði óperunnar er hún í heild lítt iekkt hér á landi og hefur enn ekki verið flutt hér. Heimsklúb- burinn keypti 40 aðgöngumiða að sýningunni 11. ágúst, og er nú tveimur óráðstafað vegna forfalla. Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri Heimsklúbbsins, mun rekja efnisþráð óperunnar og kynna hana með tóndæmum á óperu- og ferðakynningu í Þingsal á Hótel Sögu, nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Jafnframt mun hann sýna nokkrar myndir frá frægum borg- um Italíu, sem heimsóttar verða í ferðinni, Töfrum Ítalíu, sem hefst hinn 10. ágúst. Aðgangur er ókeypis. Hestar í norðri A hestbaki um Island ÚT er komið sjötta bindi Hesta í norðri og heitir bókin Á hestbaki um ísland. Fjallað er um hestaleig- ur og aðra þá, er sinna ferðaþjón- ustu í tengslum vi hestamennsku. í bókinni er fjallað um nálægt 70 aðila. Á bókarkápu kemur fram að rekstur þein-a er ýmist stór eða smár í sniðum. Sumir gangast fyrir mislöngum, skipulögðum he- staferðum, aðrir reka eingöngu hestaleigu. Gistimöguleikar í tengslum við hestaleigurnar eru tíundaðir, þar sem það á við. „Er það von útgefanda, að bókin megi verða handhægt hjálpargagn fyrir þá fjölmörgu ferðamenn, íslenska jafnt sem erlenda, sem vilja kynn- ast bæði landinu og íslenska hest- inum nánar," segir á bókarkápu. Bókin er gefin út samtímis á ís- lensku, ensku, þýsku og sænsku. Bókaútgáfan á Hofí í Vatnsdal gefur bókina út og Hjördís Gísla- dóttir tók upplýsingarnar saman. í formála segir Gísli Pálsson að bókin sé ætluð þeim sívaxandi fjölda erlendra áhugamanna um íslenska hestinn sem kemur hing- að til lands til að kynnast um- hverfi hans. Til að auðvelda þeim að finna sína draumaferð á hest- baki. En bókin sé ekki síður ætluð sem handbók þeim sívaxandi ijölda Islendinga, sem kynnast vilja landinu sínu af hestbaki, eða kynnast betur þessum gamla landa sínum, hestinum. „Þessi della kemur frá Rússlandi og stafar af því að þar er erfitt að flytja afla VEIÐIMENN skjóta merki undir bakugga u.þ.b. 12 jiuiuþa hrygnu úr Hnausastreng. honum uin kviðinn. Honum finnst það svo gott að hann vill - helst ekki fara á meðan það er gert.“ Nokkrir veiðimenn sem rætt var við á bökk- lega stórlaxi.“ um Vatnsdalsár sögðust geta sætt En er þetta raunhæf tilraun þar sig við að sleppa laxi ef það væri sinn séu þeir sammála um að það eigi ekki að drepa eins mikið af laxi í ánum og raun ber vitni. Það á að vera meira eft- ir af laxi er hverri vertíð lýkur og alveg sérstak- Mér finnst laxinn auk þess vera allt of falleg skepna til að drepa yfirleitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.