Morgunblaðið - 14.07.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 13
ERLENT
LÖGREGLA handtekur mann í Kaliforníu.
myndum er átt við fræðinga, menn
í stjórnunarstöðum og kennara,
sem taldir eru hafa náð langt sam-
kvæmt skilgreiningu bandarísku
Manntalsstofnunarinnar. Crane
kannaði áhrif þessara fyrirmynda
á vandamál meðal unglinga. Hann
komst að því að litlu skipti hvort
hlutfall umræddra fyrirmynda í
tilteknu hverfi væri fimm eða 40
af hundraði. Færi hlut- ---------
fallið hins vegar niður
fyrir fimm af hundraði
mögnuðust vandamálin
svo um munaði. Fjöldi ____________
unglinga, sem hættu í
skóla, og stúlkna, sem eignuðust
börn, tvöfaldaðist við það eitt að
hlutfall hinna svokölluðu fyrir-
mynda minnkaði um 2,2 af hund-
raði, eða úr 5,6 af hundraði niður
í 3,4 af hundraði.
Samkvæmt niðurstöðum Cranes
er vendipunkturinn við fimm af
hundraði. Það var ekki um jafna
og þétta hnignun að ræða, heldur
hélst í horfinu þar til allt fór
skyndilega úr böndum.
Fyrir 13 árum var hafist handa
við að kanna hvort hið sama ætti
við um glæpi. Þá lögðu nokkrir
faraldursfræðingar í Farsótta-
varnastofnun Bandaríkjanna í Atl-
anta fram tilgátu í þá veru, en
þeir voru ekki teknir alvarlega.
Þá unnu sjö manns að því að
rannsaka þessi mál við stofnunina
og höfðu þeir 16 milljónir króna
milli handanna. En þær aðferðir,
sem þeir notuðu við að rannsaka
sjálfsmorð og árásir með skotvopn-
um, höfðu áhrif og nú er í tísku
að nota faraldursfræðilegar að-
Hélst í horfinu
þar til allt fór
úr böndum
ferðir í glæparannsóknum. Hjá
Farsóttavarnastofnuninni starfa
nú 110 manns við slíkar rannsókn-
ir og fjárveiting þeirra nemur 1,4
milljörðum króna.
Ekki er þar með sagt að glæpir
séu ófrávíkjanlega sambærilegir
við farsóttir. Það virðist hins vegar
eiga við í ákveðnum tilvikum. í
Bandaríkjunum tvöfaldaðist til
-------- dæmis tíðni morða milli
1960 og 1970. í Stokk-
hólmi þrefaldaðist tíðni
nauðgana milli 1950 og
________ 1970 og á sama tíma
sexfaldaðist tíðni morða
og morðtilrauna auk þess sem tíðni
rána tífaldaðist. í þessum tilfellum
virðist eiga fullan rétt á sér að
tala um farsótt.
Brotni glugginn
En þá vaknar spurningin hvern-
ig nota má þessar farsóttarhug-
myndir um glæpi til forvarna. Fyr-
ir 27 árum gerði Philip Zimbardo,
sálfræðingur við Stanford-háskóla
í Kaliforníu, fræga tilraun. Hann
lagði bíl á götu í Palo Alto og þar
stóð hann óhreyfður í viku. Um
leið lét hann leggja sams konar bíl
í sambærilegu hverfi í Brooklyn í
New York, en í því tilviki voru
númeraplötur fjarlægðar af bílnum
og vélarhlífin skilin eftir opin. Bíll-
inn í Brooklyn hafði verið hreinsað-
ur áður en dagur var liðinn. Zimb-
ardo tók sig þá til og braut eina
af rúðum bílsins í Palo Alto. Eftir
nokkrar klukkustundir hafði sá
bíll einnig verið eyðilagður.
Zimbardo hafði í huga að
glundroði veldur glundroða og ör-
demíunni. Fullyrt er að leynd-
ardómurinn að baki vinsældum
hans liggi í hve rússneskir
menntamenn hafi hrifist af
hugmyndinni um hinn dug-
mikla og djarfa sveitamann.
Þá hafa sumir stjórnmála-
skýrendur þóst sjá samasem-
merki á milli frægðarsólar
Lebeds hershöfðingja og hrifn-
ingar Nikulásar II
Rússakeisara og Alex-
öndru konu hans á
Raspútín. „Rússneska
yfirstéttin hefur sam-
viskubit gagnvart al- .... ...
þýðunni. Raspútín
nýtti sér þetta. Lebed hefur
sömu áhrif á Rússa dagsins í
dag,“ segir Andrej Pí-
ontkovsky, yfirmaður herfræði-
miðstöðvar Moskvu.
„Hrúturinn verður að
bera eigin horn
Lebed gerir ekkert til að
leyna alþýðlegum uppruna sín-
um. Þau orð hans að eitthvað
sé „eins sjaldgæft og gyðingleg-
ur hreindýrahirðir" eru orðin
Rússum töm í munni. En þegar
að Lebed er þrengt þykir hann
taka svo einkennilega og óskýrt
til orða að Kremlarfræðingar
hafa að nýju tekið til óspilltra
málanna við að ráða í yfirlýsing-
Hvenær hætt-
ir Lebed að
tala?
arnar. „Hrúturinn verður að
bera eigin horn,“ er nýlegt
dæmi af blaðamannafundi hans.
Þá var Lebed nýlega spurður
hvers vegna hann hefði skyndi-
lega dregið til baka ásakanir
um að nokkrir herforingjar
hygðu á valdarán. „Kjúklingum
Maiyu ömmu var stolið og nú
hrópa fjölmiðlar: Seljið Lebed
í málið,“ var svarið.
Það þýðir að öllum lík-
indum það að Lebed
telji það fyrir neðan
virðingu sína að taka
á málinu.
En þrátt fyrir að Lebed hafi
komið fram á sjónarsviðið sem
maður aðgerða eru menn þeg-
ar farnir að spyrja sig hvenær
hann muni hætta að tala og
taka þess í stað til óspilltra
málanna við að kveða niður
öldu glæpa og spillingar. „Þú
lofaðir okkur öllum öryggi og
glæpamönnunum hryllingi.
Enn sem komið er eru þetta
bara draumar,“ skrifaði blaða-
maðurinn Alexander Minkin
fyrr í vikunni. „Spillingin er í
Moskvu og í Kreml. Það er á
allra vitorði. Hún er fyrir
framan nefið á þér.“ Vinsældir
Lebeds hljóta fyrst og fremst
að ráðast af því hvernig hann
bregst við þessari áskorun.
lítið frávik frá
hinu venjulega
getur sett af stað
bylgju vandalisma
og glæpa. Brotni
glugginn var
vendipunkturinn.
Tilgátan um
brotna gluggann
lá að baki herferð
til að koma lögum
og reglu á neðan-
jarðarlestakerfið í
New York í lok
síðasta áratugar
og upphafi þessa.
Lögð var ofur-
áhersla á að
hreinsa krot jafn-
harðan af veggj-
um og lestarvögn-
um og hafa hend-
ur í hári þeirra,
sem stukku yfir
hliðin í lestarstöðvunum án þess
að borga. Yfirvöld gáfu sér að
þessi tvö atriði væru vendipunkt-
arnir, sem byðu heim sýnu alvar-
legri glæpum. Glæpum í neðjan-
jarðarlestunum hefur fækkað um
helming frá árinu 1990.
Byggt á The New Yorker.
-40%
Vinsælu, sænsku garðhúsgögnin frá KWA eru komin
aftur. Gegnvarin fura - gæði í gegn. 15 ára reynsla á
íslandi. Mikið úrval áklæða.
Valhúsgögn, ármúlas, sImi 5812275 d)' tst
sto UTANHÚSSKLÆDNING
- SAMSKEYTALAUS
- SEM EKKI ÞARF AÐ MÁLA!
Eru eftirfarandi vandamál
að angra þig?
t & ALKALÍ-SKEMMDIR ■ SÍENDURTEKIN MÁLNINGARVINNA
H FROSTSKEMMDIR ■ LÉLEG EINANGRUN
■ LEKIR VEGGIR ■ EILÍFAR SPRUNGUVIÐGERÐIR
Ef svo er, skaltu kynna þér kosti sto-utanhússklæðningarinnar:
STO-KLÆÐNINGIN
...er samskeytalaus akríl-klæöning
...er veöurþolin
...leyfir öndun frá vegg
...gefur ótal mögulelka f þykkt, áferö og mynstri
...er litekta og fæst 1400 litum __
...er teygjanleg og viönám gegn
sprungumyndun er mjög gott
STO-KLÆÐNINGUNA
...er unnt aö setja beint á vegg, plasteinangrun eöa steinull
...er hægt aö setja á nær hvaöa byggingu sem er,
án tillits til aldurs eöa lögunar
HÆGT ER AÐ KLÆÐA HLUTA HUSA MEÐ
STO ÁN SÝNILEGRA BREYTINGA!
BÍLDSHÖFÐA 18
112 REYKJAVÍK
4
VEGGSRYÐI
SÍMI 567 3320
FAX 567 4320
í EHF
Ekta teppi á Legra verði en gerfimottur!
I ýmíngarsala
Hjálpíð okkur að losa lagerínn - það Kefur aldieí veríð
og verður aldrel odýrara á Islandí!
Verðdæmí:
Balutch extra,
rúml. 1x2
Balutch extra,
bœnamottur
Algengt verð: Okkar verð:
45.000 28 - 35.000
30.000 11-15.800
19.800
7.800
21.800
Pakistan ca 130 x 185
320.000 hnútar á fm 45.000 32-35.800
Ásarrríhnör^urrrö^w^^b^wnJU^oðumll
Hótel Grand Sígtúní sunnudagínn 14. júlí 14-20
I Mánudagínn 15. júlí 13-19
I Þríðjudaginn 16. júlí 13-19
Visa - Euro - raðgreiðslur
Austurlenska teppasalan ht.