Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 203. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þrátefli á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna Ályktun gegn Iraks- stjórn dagaði uppi SÞ, Ankara, Washington. Reuter. ANDSTAÐA Rússa og fleiri þjóða olli því í gær að Bretar gáfust upp á að reyna að knýja fram sam- þykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir ályktun um að gagnrýna íraka fyrir að blása til sóknar gegn Kúrdum í norðurhér- uðum íraks. Bandaríkjamenn sögðu í gær að enn sem komið væri virtust írakar vera að kveðja hermenn sína á brott frá Kúrdahér- uðunum en fylgst yrði grannt með framvindu mála. Örlög ályktunar Breta þykja sýna að sú samstaða, sem mynd- aðist í Persaflóastríðinu, sé ekki lengur fyrir hendi. Innan öryggis- ráðsins hótuðu Rússar að beita Kröfum Japana mótmælt STJÓRNMÁLAMAÐUR á Tæ- van brennir gunnfána japanska flotans til að mótmæla kröfu stjórnvalda í Tókýó um yfirráð eyjaklasans Diaoyu. I baksýn er eitt af herskipum Japana í grennd við eyjarnar. Japanar, Kínverjar og Tævanar gera allir kröfu til yfirráða á Diaoyu-eyj- um sem er um 300 km vestur af Okinawa, sem Japanar eiga, og 200 km austur af strönd Tævans. Frakkland Sami tími allt árið París. Reuter. HART var deilt á Frakka í grannlöndunum í gær fyrir að ákveða að hætta að skipta milli vetrar- og sumartíma eins og gert er í flestum lönd- um Evrópusambandsins (ESB). Alain Juppé, forsætisráð- herra Frakklands, sagði á miðvikudag að framvegis þyrftu landsmenn ekki að breyta klukkum sínum tvisvar á ári, sagði ráðherrann að ástæðan væri óánægja al- mennings með hringlið. Emb- ættismenn ESB segja að ekk- ert samráð hafi verið haft við hin aðildarríkin. „Er gert ráð fyrir að hálft árið breyti fólk úrunum sínum þegar það fer yfir belgísku eða þýsku landamærin? Reyn- ið að ímynda ykkur vandræð- in sem þetta veldur í viðskipt- um,“ sagði stjórnarerindreki. neitunarvaldi. Kínveijar voru á bandi Rússa, Frakkar höfðu sína fyrirvara sem og Egyptar og Indó- nesar. Tyrkir hafa safnað miklum her sín megin landamæranna og gefið í skyn að þeir hyggist sækja inn í írak til að uppræta uppreisnarlið úr röðum tyrkneskra Kúrda, sem noti fjalllendið í írak sem griðastað milli árása. Viðvörun Powells William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði i gær að Bandaríkjamenn væru að svo stöddu ánægðir með það að Irakar virtust vera að kveðja liðsafla sinn GERT er ráð fyrir að leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalags- ins (NATO) muni hittast á fundi næsta vor eða sumar í Evrópu og ákveða hvaða ríki í Mið- og Austur- Evrópu fái fyrst að ganga í banda- lagið. Þetta kom fram í ræðu Warrens Christophers, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, er hann flutti í Stuttgart i Þýskalandi í gær þar sem hann lýsti hugmyndum Bandaríkjastjórnar um „nýtt sam- félag Atlantshafsþjóða". Bandaríski ráðherrann sagði að á brott. Perry útilokaði þó ekki frekari aðgerðir Bandaríkjamanna. Colin Powell, sem var yfirmaður bandaríska herráðsins í Persaflóa- stríðinu árið 1991, sagði í viðtali, sem birtist í dagblaði í Kúveit í dag, að harkalegri aðgerðir í írak en flugskeytaárásirnar í vikunni gætu haft alvarlegar afleiðingar. „Ef hann [Saddam] yrði fjar- lægður hefði það i för með sér að Bandaríkjamenn bæru ábyrgð á framtíð Iraks og örlögum og að finna aðra forystu,“ sagði Powell og bætti við að hann kæmi ekki auga á annan „'Thomas Jefferson, sem bíður tækifæris til að verða lýðræðisleiðtogi" íraks. strax og búið væri að samþykkja inngöngu fyrsta ríkjahópsins bæri að hefja samningaviðræður við önn- ur ríki er sótt hafa um aðild. Efla ætti með ýmsum ráðum svonefnt Friðarsamstarf bandalagsins (PFP) sem meirihluti Evrópuríkja tekur nú þátt í. NATO ætti að vera opið „öllum þjóðum sem sýna að þær hafa til þess vilja og getu að axla ábyrgðina sem fylgir aðild“. Christopher lagði áherslu á mikilvægi hins sameinaða Þýska- lands í Evrópu, hraða bæri stækk- Reuter LIÐSMENN Kúrda í KDP, samtökum Massouds Barz- ansis, í skotgröf við mikil- vægan veg í grennd við borg- ina Sulaimaniyah. Því var haldið fram að Irakar legðu Barzani enn lið. un Evrópusambandsins og efna- hagslega samrunanum. Banda- ríkjamenn myndu standa við skuld- bindingar sínar í varnarsamstarf- inu við Evrópuríkin. Sanmingur við Rússa? Rætt er um að fyrstu þijú ríkin sem fái aðild að NATO verði Pól- land, Tékkland og Ungveijaland. Christopher sagði að leiðtogarnir ættu að samþykkja sáttmála þar sem tengsl bandalagsins við Rúss- land yrðu skilgreind en Rússar Staðgengill Jeltsíns Lebed styður Tsjerno- mýrdín Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, sagði í gær, að Borís Jeltsín forseti ætti að fela Víktor Tsjernomýrdín for- sætisráðherra æðstu stjórn ríkisins meðan hann sjálfur væri frá vegna veikinda. Sagði hann að þannig yrði komið í veg fyrir að aðrir frammámenn kæmu fram í nafni forsetans. Lebed sagði í viðtali við NTV- sjónvarpsstöðina, að hann hefði rætt þetta mál við Anatolí Tsjúba- ís, skrifstofustjóra forsetans. „Sú staða er uppi að forsetinn getur ekki gegnt starfinu um hríð og því ætti hann að fela öðrum stjórnina um sinn, það er að segja Tsjerno- mýrdín," sagði Lebed. I rússnesku stjórnarskránni seg- ir, að geti forseti ekki gegnt starf- inu skuli forsætisráðherra taka við því í þijá mánuði og boða þá til kosninga. Lebed kvaðst hins vegar telja að nauðsynlegt væri að Jelts- ín tæki sjálfur af skarið um þetta til að girða strax fyrir að aðrir ráðherrar kæmu fram í nafni hans. Farið verði að lögum Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, hvatti í gær leiðtoga þingflokka til að ræða saman til að tryggja að farið yrði að lögum og séð til að „vesírarnir" reyndu ekki að nota ástandið sjálfum sér til framdráttar. Mun þar einkum vera átt við Tsjúbaís en umbóta- stefna hans er kommúnistum mik- ill þyrnir í augum. ■ „Þríeyki“ við völd/22 hafa lengi lýst harðri andstöðu við stækkun NATO til austurs. Heimildarmenn segja að um- fangsmiklar viðræður hafi farið fram við fulltrúa stjórnvalda í Moskvu síðan í júní um þessi mál. Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, hafi unnið ötul- lega að því að skilgreina hagsmuni þjóðar sinnar í viðræðum við full- trúa Vesturveldanna til að hægt verði að ganga frá nýjum samn- ingi um samskipti Rússlands við bandalagið. Reuter Christopher ræðir framtíð NATO og vill nýjan samning við Rússland Ákvörðun um ný aðildar- ríki verði tekin á næsta ári Stuttgart. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.