Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX FOSSRÉTT var upphaflega hlaðin um aldamót. Hún dregur nafn sitt af Fossbæjunum sem sjást í baksýn og þeir heita væntanlega eftir Fossi sem einnig sést. í réttinni sést Páll Helgason að störfum. Fjallmenn komnir af Síðuafrétti og rétta í Fossrétt og Skaftárrétt Leitir hafa gengið vel á Síðuafrétti og bændur eru þokkalega ánægðir með lömbin. Helgi Bjarnason blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari fóru í Foss- rétt á Síðu í gær og fóru á móti fjallmönnum á leið í Skaftárrétt. LEITIR gengu ágætlega á Síðuaf- rétti. Fjallmenn fengu þó þoku og gátu lítið leitað á miðvikudag. I gærmorgun var féð af austurafrétt- inum dregið sundur í Fossrétt á Síðu og í dag verður réttað í Skaftárrétt en þangað var féð af mið- og vestur- hluta afréttarins rekið í gærkvöldi. Sextán fjallmenn leituðu austur- hluta Síðuafréttar að þessu sinni. Þeir fóru upp á þriðjudag. Gátu þeir byrjað talsvert þá, að sögn Sigurðar Kristinssonar, fjallkóngs á Hörgs- landi. Var það eins gott því lítið var hægt að leita á miðvikudag vegna þoku og rigningar. Safnið kom síðan niður um kvöldmatarleytið í fyrra- dag, heldur seinna en venjulega vegna þess hvað fjallmennirnir kom- ust seint af stað með reksturinn. Sigurður fjallkóngur átti von á því að talsvert væri eftir vegna þess hvað stórt svæði varð útundan á miðvikudag. Þá komust fjallmenn heldur ekki í Brunavötn austur und- ir Síðujökli. Fimm fjórhjól voru notuð við smalamennskuna og koma í góðar þarfir, sérstaklega á norðurhluta afréttarins þar sem miklar vega- lengdir eru en fátt fé, að sögn Sig- urðar. Einnig nýtast þau vel til að taka upp lömb sem orðin eru þreytt. Hestarnir taka alveg við þegar féð er rekið fram heiðarnar. 100 ára gömul rétt Fyrir leitir eru bændur búnir að smala heimalöndin og framhluta heiðarinnar og setja Iömbin inn á tún. Tiltölulega fátt fé kemur því af austurafrétti í Fossrétt og því hefur farið fækkandi ár frá ári eins og víð- ast hvar. Réttarstjórinn, Bjöm Helga- FJALLMENN á miðafrétti áðu á Eintúnahálsi. Þar fengu hvíldu mótreiðarmenn þeirra einnig hesta sína og fengu sér bita í hádeginu. LÆKIRNIR RENNA SAMAN í FJÁRFUÓT son á F'ossi, sagði að örfáir bæir ættu meginhluta safnsins og þeim hefði farið fækkandi eins og fénu. Fossrétt er gömul rétt í fallegu umhverfi, skammt frá Fossbæjun- um. Björn sagði að hún hefði upphaf- lega verið hlaðin um aldamót. Tak- markað viðhald hefur verið á henni og er hún því illa farin. Ekki hefur tekist að útvega peninga til að laga hana eða byggja nýja. Björn sagði að sumir viidu halda grjóthringnum við en smíða dilkana úr timbri. Tollum á jörðinni Réttirnar í Fossrétt hófust snemma í gærmorgun og þeim lauk á tiltölulega skömmum tíma þó menn færu sér að engu óðslega. „Það er þokkalega vænt, og á eftir að bæta á sig á túnunum,“ sagði Páll Helgason, bóndi á Fossi, þegar hann leit upp frá réttastörf- unum. „Það getur aldrei verið í lagi ef það er ekki í lagi núna,“ sagði Páll um féð og vísaði til góðrar tíðar í sumar og þess að nóg landrými væri í högum með fækkandi fé. Páll sagðist ekki eiga von á því að lömbin yrðu jafnþung og tölur heyr- ast um sums staðar annars staðar. „Við tollum á jörðinni með fjár- mennskuna," sagði hann sem skýr- ingu á því og nánar inntur eftir meiningunni sagði hann að sumir bændur eyddu miklu fóðri til að auka fallþungann. Bændur keyra féð heim á tún í heyvögnum. Páll sagði erfitt að reka féð eftir veginum vegna umferðar- innar og þá stykki það einnig yfir girðingarnar. Gúllasið bíður Fjallmenn á miðparti Síðuafréttar voru að reka féð niður að afrétt- argirðingu þegar blaðamenn fóru fram heiðina í gærmorgun. Fjall- menn heyrðust hóa í mikilli fjarlægð og fé á stóru svæði rann undan þeim. Var fyrst eins og litlir lækir sem sameinuðust í nokkrar ár og loks í fljót sem varð svo að lygnu stöðu- vatni við afréttargirðinguna hjá eyðibýlinu Eintúnahálsi. Þegar fjallmennirnir komu í sælu- húsið á Eintúnahálsi um hádegið beið Sólveig Pálsdóttir ráðskona eft- ir þeim með gúllasið. Þrettán menn leituðu þennan hluta afréttarins og nokkrir í viðbót höfðu riðið á móti um morguninn til að hjálpa þeim að | reka niður. Einnig kom fólk á bílum til að fylgjast með. Mun fleira fé kom niður af þessum hluta heiðarinnar en þeim austasta. Við eyðibýlið Heiðarsel var von á að fjallmenn af vesturafréttinum, m.a. bændur úr Landbroti, kæmu með safn sitt til móts við miðparts- menn því þaðan reka þeir féð saman niður úr, í Skaftárrétt við Dalbæ. Þar verður réttað árdegis í dag. Sumir vilja reyndar frekar kalla rétt- . ina Heiðarrétt, að því er Sólveig ráðskona segir, og færa þar með nafnið með réttinni af gamla staðn- um á þann nýja. Þyngist róðurinn Pálmi H. Harðarson á Hunku- bökkum, fjallkóngur á miðafréttin- um, taldi að þokan á miðvikudag hefði ekki orðið leitinni til mikils tjóns og smölunin í heild gengið vél. Að sögn Pálma er fastur kjarni manna sem fer ár eftir ár í leitir en oftast eru einhveijir nýliðar með. „Það er alltaf að þyngjast róðurinn að manna afréttinn," sagði Pálmi og kenndi því um að fólki fækkaði stöðugt í sveitinni og skólarnir byij- uðu svo snemma að þeir stönguðust alveg á við þessi störf. Margir ungir fjallmenn eru á miðafréttinum en einnig eldri. „Þetta endumýjast smám saman hjá okkur. Þeir gömlu geta verið góðir að smala, á meðan þeir komast á bak og áfram,“ sagði hann. Ekki vildi hann gera mikið úr hlut- verki fjallkóngsins. „Þetta er bara nafnið tómt,“ sagði hann. Bætti því að fastur kjarni fjallmanna gerði það að verkum að menn vissu að hveiju þeir gengju. Agavaldinu þyrfti held- ur ekki að beita svo mjög á nýliðina því þeir væru yfirleitt sendir með vanari mönnum og sagt vel til. Að svo búnu vildi Pálmi fara að komast í gúllasið í sæluhúsinu enda búinn að vera að frá því í birtingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.