Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR BREYTT STEFNA - NÝJAR LEIÐIR En jafnframt er ræða Ólafs Ragnars Grlmssonar á ísafirði vísbending um í Iivaða farveg hann hyggst beina forsetaembættinu á næstu árum. Verðsamráði um plast- poka mótmælt Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FJÓRIR stunduðu nám í hinni nýju framhaldsdeild í fyrra, frá vinstri talið Eyþór Einarsson, Hinrik M. Jónsson, Eysteinn Leifs- son og Guðrún Á. Eysteinsdóttir. Sjö hafa fengið inngöngu nú og mun námið hefjast í byrjun janúar. Vísa varð umsækjendum frá á Hólum Mikil aðsókn í hrossaræktina KENNSLA í Bændaskólanum á Hólum hefst 16. september nk. þeg- ar nemendur á hrossaræktarbraut mæta til náms. Alls verða teknir inn 29 nýir nemendur sem er meiri fjöldi en áður hefur verið tekið inn í skól- ann. Mikil aðsókn var að hrossa- ræktarbraut að þessu sinni og sagði Jón Bjarnason skólastjóri að ekki hefði verið hægt að taka við öllum sem sóttu um skólavist. Ellefu út- lendingar verða í skólanum í vetur á hrossaræktarbraut en það er sami fjöldi og var í skólanum í fyrra. Sjö nemendur voru teknir inn á framhaldsbraut og hefja þeir nám í byrjun janúar. Er þar um að ræða þjálfarapróf og reiðkennaranám sem gefur svokölluð C réttindi. Þá eiga fimmtán nemendur frá síðasta vetri ólokið verknámshlutanum sem þau munu ljúka á komandi vetri. Námskeið í fiskeldi Ekki verða teknir inn nemendur á fiskeldisbraut að þessu sinni en Jón benti hins vegar á að fyrirhugað væri að bjóða upp á námskeið og fræðslu fyrir þá sem starfa við fisk- eldi eða eru að hefja slíka starfsemi. Ráðgert væri að taka aftur inn á fisk- eldisbraut næsta haust. Þá sagði Jón að byrjað yrði með nýja námsbraut „ferðaþjónustu til sveita“ þar sem lögð er áhersla á þá möguleika sem sveitirnar hafa upp á að bjóða í ferðamennsku og þjónustu við ferðamenn í dreifbýli. Kennsla á ferðamálabraut hefst 15. október og hafa nú þegar fimm verið skráðir í námið en skráning stendur ennþá yflr. Sagði Jón að jafnhliða þessu skipulega námi væri, í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda og Mennta- skólann í Kópavogi, verið að skipu- leggja námskeið. „Þetta fer í gang núna í haust og er spennandi námstil- boð sem fróðlegt verður að sjá hvem- ig muni þróast,“ sagði Jón. Góð aðsókn að ferðaþjónustunni Skráðir nemendur í Hólaskóla verða í vetur á bilinu 55 til 60 manns og sagði Jón það mesta fjölda sem hefði verið í skólanum til þessa. Und- anfarin ár hefur verið rekin ferða- þjónusta á Hólum og sagði Jón að aðsókn hefði verið mjög góð í sumar enda veður eins og best varð á kos- ið. Boðið var upp sýningu „Líf í fersku vatni“ í því sem áður var haughús undir gamla Ijósinu og sagði Jón að á milli fimm og sex þúsund manns hefðu sótt sýninguna sem vakti vem- lega athygli og mæltist vel fyrir. FYRIR liðlega tveimur mánuð- um úrskurðaði Samkeppnisráð bann við ólögmætu verðsamráði um plastpoka hjá þeim verslun- um sem eiga aðild að Umhverfis- sjóði verslunarinnar. Neytenda- samtökin vilja benda á að þrátt fyrir bannið halda verslanir áfram ólögmætu samráði sínu. Fleiri fyrirtæki hafa bæst í hóp- inn síðan úrskurður var kveðinn upp. I fréttabréfi sem Neytenda- samtökin sendu frá sér í vikunni segir að Umhverfissjóður versl- unarinnar sé því alfarið fjár- magnaður með ólögmætum álögum á neytendur. Neytendasamtökin telja úti- lokað að sætta sig við að Sam- keppnisráð skuli ekki fylgja eft- ir bannákvæði sínu um verð- samráð því hér sé um eitt alvar- legasta brot að ræða sem hugs- ast getur á samkeppnislögum. Samtökin krefjast þess af Sam- keppnisráði að það beiti nú þeg- ar þau fyrirtæki sem enn selja burðarpoka á 10 krónur viður- lögum samkvæmt ákvæðum samkeppnislaga. ---------------- Fjárreiður Pat- reksfjarðar rannsakaðar RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins hefur að undanförnu rannsakað fjárreiður Patreksfjarðarhrepps að beiðni sveitarstjórnar Vesturbyggð- ar. Samkvæmt upplýsingum frá RLR barst kæra frá sveitarstjórn Vesturbyggðar í vor og hefur rann- sókn staðið yfir á tilteknum þáttum í fjárreiðum Patreksfjarðar. Ekki sé unnt að gefa upplýsingar um hvernig rannsókn miðar að svo stöddu. Frímerkjasöfnun Safnar öllu sem póstinum viðkemur sam- SIGURÐUR H. Þor- steinsson uppeldis- fræðingur var gerð- ur að heiðursfélaga í deild þeirra er skrifa um frí- merki, „Writers Unit“, í American Philatelic Societjv í Bandaríkjunum í sumar. í félaginu eru um 70.000 meðlimir. Nafnbótin nefnist Writers Hall of Fame. Sig- urður hefur fengið ýmsar aðrar viðurkenningar fyrir ritstörf sín um frímerkja- söfnun og var meðal annars kjörinn heiðursfélagi í Scandinavian Collectors Club í sumar. - Hver er þýðing þessar- ar viðurkenningar? „Það að komast í Hall of Fame er æðsta viður- kenning sem hægt er að fá, þó þeim fylgi ekki íjárverð- laun eða slíkt.“ - Hafa heiðursfélagar band sín á milli? „Yfirleitt gera þeir það, bæði bréflega og á sýningum og þing- um. Ég þekki nokkra menn þarna. Félagar eru allt menn sem hafa skrifað nær ævilangt um fagið, bæði bækur og greinar í tímarit. Ég hef skrifað um frímerki frá 1954 og var á tímabili með fasta þætti í Lesbók Morgunblaðsins, Alþýðublaðinu, Vísi, DV og und- anfarin 26 ár hef ég skrifað í Tím- ann og Dag. Einnig hef ég skrifað faglega orðabók á fjórum tungu- málum um frímerki auk þess sem ég skrifaði 34 útgáfur af árbók- inni íslensk frímerki." - Eru margir virkir frímerkja- safnarar á íslándi? „Það eru á annað þúsund manns skráð í félög og unglingar eru að dunda við þetta hvar sem þeir fá áreiti til þess og aðstoð. Það var til dæmis klúbbur starfandi í Hrís- ey bara af því að ég var skóla- stjóri þar.“ - Hvernig fer frímerkjasöfnun fram? „Frumefnið kemur annaðhvort í ónotuðum frímerkjum eða notuð- um sem eru þá leyst upp af papp- írsklippum eða umslögum en þeg- ar menn ná lengra í þessu fara þeir að skoða hvert einasta um- slag, hvort það hefur póstsögulegt gildi og hvort það er fallegt um- slag og fallegt stykki sem væri hægt að setja heilt í safn. Ef maður á til dæmis umslag frá skildingatíma á Islandi kostar það ekki undir milljón krónum. Ef þú aftur á móti leysir merkið af því þá kostar það nokkur þúsund krónur." - Hvenær byrjaðir þú að safna? „Ég leitaði til Skúla Guðmunds- sonar á Keldum þegar ég var 7 ára gamall um hvort ________ hann ætti einhver merki að selja mér samkvæmt verðlista. Skúli kom með fullan skókassa af umslögum, hirti úr þeim allt innihald en gaf mér " umslögin. Þau voru mörg með auramerkjum og voru frá 1876- 1902 með alls konar verðmætum stimplum sem þýðir að hvert þeirra myndi kosta 10-20.000 krónur í dag en merkin stök kosta nokkrar krónur. Ég klippti öil merkin af og þegar ég komst að því seinna hverskonar verðmæti ég hafði eyðilagt, sagði ég: Ææ.“ - Att þú stórt safn frímerkja í dag? „Mig vantar eitt þjónustufrí- merki upp í heilt íslandssafn, þ.e. öll merki sem gefin hafa verið út. Sigurður H. Þorsteinsson ►Sigurður er fæddur 6. júní 1930. Hann er með kennara- próf frá Kennaraháskóla ís- lands, próf í stjórnun mennta- stofnana frá sama skóla og próf í uppeldisfræðum og sálar- fræðum frá Háskólanum í Ósló. Hann hefur starfað sem kenn- ari frá árinu 1950 og var skóla- stjóri frá 1975 til 1996, á Hvammstanga, í Strandasýslu og Hrísey. Sigurður var í 11 ár forseti Landsambands ís- lenskra frímerkjasafnara og fulltrúi íslands á öllum alþjóða- þingum á þeim tíma. Hann hef- ur verið fréttaritari Morgun- blaðsins frá 1978. Eiginkona Sigurðar er Torfhildur Stein- grímsdóttir. Þau eiga fjögur börn, ellefu barnabörn ogtvö barnabarnabörn. Þarf að gæta nákvæmni og snyrti- mennsku Annars safna ég Öllu sem viðkem- ur íslenskri póstsögu. Til dæmis á ég stórt flugsafn um flugsögu ís- lands, póstsögu Vestur-Húna- vatnssýslu og Strandasýslu á póst- skjölum, gögnum og umslögum meðal annars. Ég safna sem sagt öllu sem póstinum viðkemur og flugpóstsafnið mitt skapaði mér fyrstu viðurkenningu mína á al- þjóðavettvangi árið 1994, fyrir bestu grein í The Congress Book.“ - Hefur þú selt eitthvað af merkjum þínum? „Ég seldi aukamerki þegar ég var við nám í Noregi til að geta rekið bíl. Einnig átti ég orðið heilt safn af íslenskum númerastimpl- um sem ég seldi á uppboði í Eng- landi og byijaði að safna þeim upp á nýtt.“ - Hvað er áhugavert við að safna frímerkjum? „í fyrsta lagi er þetta söfnun sem þarf að nostra við og gæta nákvæmni _ og snyrti- mennsku. f öðru lagi er mikil saga á bakvið hvert einasta frímerki, þess sem gerði það, tegundarinnar og myndarinar á því og brot úr sögu þjóðarinnar sem gef- ur það út. Svo er náttúrulega allt- af líka þorstinn eftir því sjald- gæfa. Að eiga eitthvað sem aðrir eiga ekki. Það er afskaplega mannleg tilfinning og notaleg og þegar maður hefur náð ákveðinni þekkingu er það ekki minnst virði að geta deilt henni með öðrum. Svona safn hefur líka mikið sögulegt gildi og póstsaga þjóðar- innar er líka nokkuð nákvæm sam- göngusaga hennar. Þar er hægt að lesa þróunarsöguna frá öðru sjónarhorni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.