Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 9
FRÉTTIR
Osamið um bætur vegna salmonellusýkingar
Talsvert skilur á milli
ENN hefur ekki náðst samkomulag
á milli Ríkisspítala og Samsölubak-
arís og tryggingafélags þess, Sjó-
vár-Almennra, um bætur til handa
spítulunum vegna salmonellusýk-
ingar sem kom upp seinasta vetur.
Orsök sýkingarinnar mátti rekja til
rjómabolla frá bakarínu.
Bótakrafa Ríkisspítala nemur 8,3
milljónum króna og er þá miðað við
kostnað vegna afleysinga vegna
þeirra sem veiktust, aukið vinnu-
álag og yfirvinnu þeirra sem veikt-
ust ekki, rannsókna innan sjúkra-
hússins og utan o.fl.
Standa fast á kröfum
Ingólfur Þórisson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Ríkisspítala, segir að
tryggingafélagið hafi yfirfarið kröf-
ur þeirra og lagt fram gagntilboð
sem sé talsvert mikið lægra. Rík-
isspítalar muni hins vegar standa
fast á kröfum sínum.
„Það er ágreiningur um hvernig
á að túlka okkar skaða, aðallega
vegna þess að tryggingafélagið vill
bæta okkur laun þeirra sem veiktust
en við viljum fá bætt tjónið við urð-
um fyrir til fulls, þar á meðal kostn-
að við laun þeirra sem leystu veikt
fólk af. Á þessu munar talsvert
miklu, eða nálægt helmingi. Málinu
er hins vegar ekki lokið og ég vona
að samkomulag náist,“ segir hann.
Ingólfur kveðst gera ráð fyrir að
haldinn verði fundur í deilunni inn-
an skamms til að reyna að ná fram
samkomulagi.
Alls veiktust 124 manns sökum
salmonellu, þar af 25 sem höfðu
engin tengsl við Ríkisspítala, 32
sjúklingar, 27 börn starfsmanna og
40 starfsmenn.
Þijú dauðsföll
Ingólfur segir að rekja megi þtjú
dauðsföll til sýkingarinnar eða með-
virkandi þátta. Enn séu nokkrir ein-
staklingar að glíma við eftirköst eða
fylgikvilla vegna salmonellu í boll-
unum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sjóvá-Almennum hafa 50 einstakl-
ingar haft samband til fyrirtækisins
vegna krafna um bætur.
Ingólfur segir eftirlit innan Rík-
isspítala með matvælum og með
þeim aðilum sem selja hráefni og
tilbúin matvæli hafa verið aukið í
kjölfar sýkingarinnar. Eins virðist
fyrirtæki sem eru í viðskiptum við
spítalanna hafa tekið sig á í gæða-
eftirliti og mörg þeirra fengið vott-
un þar að lútandi.
„Birgjar kvarta sumir undan
hörðu eftirliti hjá okkur. Við teljum
ólíklegra að sýking sem þessi geti
endurtekið sig en það er aldrei
hægt að ábyrgjast að samsvarandi
atburðir komi ekki upp aftur,“ seg-
ir hann.
Ætla að
njóta lífsins
ÞAU Erla Jóhannsdóttir og Þor-
steinn Úlfars duttu í lukkupott-
inn þegar nöfn þeirra voru dreg-
in út í brúðhjónaleik Aðalstöðv-
arinnar á dögunum. Vinningur-
inn var þriggja vikna ferð til
Karíbahafsins á vegum Heims-
klúbbs Ingólfs.
Erla og Þorsteinn gengu í það
heilaga í Háteigskirkju 13. júlí
síðastliðinn. Það var móðir Erlu
sem skráði þau í brúðhjónaleik-
inn. Fyrr í sumar voru nöfn
þeirra dregin úr pottinum og
fengu þau þá ýmsar gjafir, svo
sem vöruúttektir, kransaköku og
innbústryggingu. Þegar leiknum
lauk voru nöfn þeirra sex brúð-
hjóna sem unnið höfðu í sumar
sett í einn pott og upp úr honum
komu svo nöfn þeirra Erlu og
Þorsteins.
Innifalið í ferðinni er gisting
í brúðarsvítu allan tímann, allur
matur, drykkur og ferðir. Að
sögn Þorsteins eru þau nýbúin
að fá skeyti frá hótelinu þar sem
þau munu dvelja, með staðfest-
ingu á því að þeirra bíði brúðar-
svíta með kampavíni og blómum.
„Það verður tekið vel á móti
þeim,“ segir Ingólfur Guð-
brandsson.
Þau leggja af stað á morgun,
sunnudag, og segjast vera langt
komin að pakka niður í ferða-
töskurnar, sem þau fengu raunar
einnig að gjöf í brúðhjónaleikn-
um.
Og hvað skyldu þau svo ætla
að gera næstu þijár vikurnar á
strönd Karíbahafsins? „Slappa
af og njóta lífsins," segir Þor-
steinn. „Og leiðast á ströndinni,"
bætir Erla eiginkona hans við,
dreymin á svip.
------» ♦ ♦------
Mótmæla
bótaskerðingu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
ályktun frá Öryrkjabandalagi ís-
lands þar sem ítrekuð eru „eindreg-
in mótmæli við þeirri framkvæmd
bótaskerðingar lífeyrisþega af völd-
um fjármagnstekna sem í gildi gekk
nú 1. september."
I ályktuninni segir að í raun sé
um beina afturvirkni að ræða þar
sem skerðingin sé miðuð við tekjur
ársins 1995. í þessu sambandi er
vakin sérstök athygli á því að lögin
um skattalega meðferð fjárniagns-
tekna taki fyrst gildi um næstu
áramót þannig að lífeyrisþegar séu
nú einir teknir fyrir hvað hugsan-
legar fjármagnstekjur varðar.
Morgunblaðið/Golli
BRÚÐHJÓNIN taka við blómum og ferðaskjölum úr hendi Ing-
ólfs Guðbrandssonar hjá Heimsklúbbi Ingólfs. Frá vinstri: Geir
Brynjólfsson, starfsmaður markaðsdeildar Aðalstöðvarinnar,
brúðhjónin Erla Jóhannsdóttir og Þorsteinn Úlfars, Albert Ág-
ústsson, dagskrárstjóri Aðalstöðvarinnar og Ingólfur Guðbrands-
son.
Opið til
kl. 17 í dag.
NYKOMNAR VORUR
Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977
Útsala
30-70% afsláttur opiö laugardaga frá 10-16
Qullbrá snyrtivöruverslun,
Nóatúni 17, simi 562 4217.
99
3oxers
cc
áömunærbuxur
95% bómull og 5% teygja.
Verð kr. 725
Langur laugardagur
Opið til kl. 17 í dag.
57. ■)///// •/■J//7/j
FASTEIGN ER FRAMTÍD )T\ SÍMI 568 77 68
FÁSTElGNÁ í ílMIÐLUN
Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, ^lj fax 568 7072 ^ 11 ^ Sverrir Kristjansson XJ lögg. fasteignasali II
Þór Þorgeirsson, sölum. Kristín Benediktsdóttir, ritari, Kristjana Lind, ritari |
Einbýli é einní hæð m fallegum
útsýnísstað rétt víð goMvöll
Starengi 110 og 112
Til sölu tvö glæsileg hús í smíðum,
130 fm ásamt 35 fm bílskúr. Gert er
ráð fyrir 12 fm sólskála. Húsin eru
byggð úr timbri og afar vel skip-
ulögð.Við getum sýnt þér
samsskonar hús fullbúið. Húsin eru
afhent í dag fullfrágengin að utan og einangruð með pússuðum
gólfum, hita-, vatns- og rafmagnsheimtaug. Óuppsett eldhúsin-
nrétting og allir skápar fylgja. Verð aðeins 9.825 þús. Einnig er
hægt að fá húsin lengra komin eftir samkomulagi, allt að
fullgerðum. Áhv. 6,3 millj.' húsbréf til 25 ára með 5,1% vöxtum.
Ath. til greina kemur að taka minni íbúð upp í:
Traustur byggingaraðili Sigurður Pálsson.
Hrismóar 13
+ bllskúr
Laus. Sérlega vönduð og vel
skipulögð 4ra herb. íbúð á 2.
hæð. Miklar og mjög vandaðar
innréttingar. Parket og flísar.
Áhv. 7 millj. góð lán.
Innbyggður bílskúr. Mikið
útsýni.
Opið í dag frá kl. 13-15
Laugavegi 58, sími 551 3311
Krakkar —
Krakkar
Langur laugardagur
Skólatöskur — 20% afsláttur
Pocahontas kr. 2.480.
Toy Story kr. 2.280.
lá a Q:My
ÚTIVISTARBÚÐIN
við Umferðarmiðstöðina,
simar 55Í9800 og 5513072.,,
jellreven fatnaði
og viðlegubúnaði.