Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 11
FRÉTTIR
MAÐUR hlýtur að verða óskaplega gáfaður af að ganga í „fuliorðinna
manna skóla“, er það ekki?
Morgunblaðið/Ásdís
ÆRSL og kátína fylgja frímínútum, enda er gaman að hitta gömlu félagana á ný.
Engjaskóli fær
inni í Borgar-
holtsskóla
Nemendum
fjölgaði um
50% milli ára
NEMENDUM Engjaskóla í Borgar-
holtshverfi hefur fjölgað úr 200 í
300 milli skólaára. Rúmast þeir því
engan veginn í þeim lausu kennslu-
stofum sem notaðar hafa verið og
hefur verið gripið til þess ráðs að
fá afnot af einni álmu Borgarhoits-
skóla fyrir alla bóklega kennslu, að
sögn Guðrúnar Björgvinsdóttur að-
stoðarskólastjóra.
Nýtt skólahúsnæði er í byggingu
fyrir Engjaskóla, sem tilbúið verður
haustið 1997 og mun rúma 500-600
nemendur. Frá því skólinn tók til
starfa skólaárið 1995-96 hefur verið
notast við 12 lausar kennslústofur.
Þar af voru nokkrar notaðar til
kennslu í heimilisfræði, handmennt
og undir starfsemi heilsdagsskóla.
Verða þær notaðar áfram undir
þessa starfsemi í vetur.
Fjölgunin er mest meðal yngstu
nemendanna og bættust 50 börn við
í 6 ára bekk en hinir 50 dreifðust í
aðra bekki. „Fjölgunin í 7. bekk var
einnig töluverð, þannig að við urðum
að vísa frá nemendum vegna pláss-
leysis. Að vísu var um að ræða börn
sem búa ekki alveg inni á svæðinu,
þannig að þau fóru í Rimaskóla."
------♦ ♦ ♦----
Sjúkra-
þjálfarar
hvetja til
samninga
„KJARADEILA heilsugæslulækna
og ríkisins hefur nú staðið í rúman
mánuð og hefur víða skapast mjög
alvarlegt ástand. Það má öllum ljóst
vera að ef fram heldur sem horfir
má lítið út af bregða til að neyðar-
ástand skapist," segir í ályktun
stjórnar Félags sjálfstætt starfandi
sjúkraþjálfara.
Jafnframt segir: „Stjórn Félags
sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
(FSSS) telur að heilbrigðisyfu’völd
beri fulla ábyrgð á þeirri háskalegu
stöðu sem upp er komin. Má þar
nefna að aðgangur fólks að endur-
hæfingu hefur skerst verulega sem
aftur getur leitt til aukinna útgjalda
fyrir atvinnulífið og samfélagið í
heild.
Stjórn FSSS hvetur deiUiaðila til
að setjast að samningaborðinu og
hvetur aðrar heilbrigðisstéttir til að
sýna heilsugæslulæknum samstöðu.
Stjórn FSSS vill einnig minna á
að heilsugæsla og göngudeildarþjón-
usta sjúkraþjálfara er hluti af grunn-
þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Vilji
heilbrigðisyfirvöld ná fram sparnaði
ber að styrkja þá þjónustu."
Mamma
„Við borðum Cheerios hringi... á meðan jörðin hringsnýst um möndul sinn...!“
Cheerios
sólarhringurinn
Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios borðar þú
hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo til laus
við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum.
Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem
hungrið segir til sín - á nóttu sem degi. ,
— einfaldlega hollt
allan sólarhringinn!