Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 FRETTIR Mikil óánægja að undanförnu með formann Taflfélags Reykjavíkur SKULDIR Taflfélags Reykjavíkur nema nú rúmlega 19 milljónum króna, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, aðallega vegna kaupa á húsnæði þess í Faxafeni. Styrkir Reykjavikurborgar til félagsins frá 1990 til og með 1995 nema rétt tæpum 80 miiljónum króna, mest- megnis vegna umræddrar bygging- ar. Skáksamband íslands, sem er meðeigandi hússins, hefur sömu- leiðis fengið samtals 17,5 milljónir króna í byggingastyrki á ljárlögum vegna húsakaupanna á undanförn- um fjórum árum. Skáksambandið tók fyrir skömmu ákvörðun um að veita ekki frekari styrki til skákmanna innan TR, vegna skulda félagsins við það. TR er stærsta félagið innan sam- bandsins. Aðallega var um að ræða ferða- styrki, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins námu skuldir TR við sambandið tæpri hálfri milljón króna þegar mest var. Fyrir um tveimur vikum greiddi félagið seinni helming skuldarinnar, og geta því félagsmenn TR sent inn styrkum- sóknir að nýju. Fjármálin í glundroða „Mér skilst að fjármál Taflfélags- ins séu í algjörum glundroða, nán- ast stjórnlaus," segir Friðrik Ólafs- son stórmeistari í skák, en hann er eini stórmeistarinn íslenski sem enn er í félaginu, en ekki er búið að útnefna Þröst Þórhallsson sem slíkan enn sem komið er. Friðrik kveðst telja það vera mikla ógæfu að gamalgróið félag á borð við TR eigi við jafn ramman reip að draga. Friðrik hefur verið félagi í TR í rúma hálfa öld eða frá um tíu ára aldri. Félagið var stofnað um sein- ustu aldamót. „Mál félagsins eru í óviðunandi ástandi og virðast stefna hraðbyri í óefni. Það væri mjög slæmt ef félagið leystist upp og æskilegast að einhverjir nýir gætu tekið við stjórnartaumum til að bjarga því sem bjargað verður. Hins vegar virðist ekki hægt að koma tauti við núverandi formann þótt ítrekað hafi verið rætt við hann, þar á meðal af minni hálfu. Formaðurinn virðist hafa eitthvert stuðningslið sem ver hann og gerir sér ekki grein fyrir hversu djúpt vandinn ristir. Það er hins vegar erfitt við að eiga.“ Friðrik segir að formaðurinn, Ólafur Hraunberg Ólafsson, hafi unnið gott starf á sínum tíma, eink- um fyrir æskulýðsstarf skákhreyf- ingarinnar, en málin hafi hins vegar Þröng staða og stórmeistarar leita annað íslensku stórmeistaramir í skák sem hafa ver- ið í Taflfélagi Reykjavíkur hafa allir sagt sig úr því undanfarin misseri nema Friðrik Ólafs- son. Hann kveðst nú íhuga úrsögn eftir hálfa öld í TR vegna óánægju með stjóm félagsins. Friðrik Ólafsson Daði Örn Jónsson Ólafur H. Ólafsson Húsið dýr- keypt fyrir félagið farið á verri veg upp á síðkastið. „Hann ætti að víkja frá því að ekki er hægt að lifa á fortíðinni í þessum efnum, ef eitthvað bjátar á,“ segir hann. Daði Örn Jónsson fyrr- um stjórnarmaður í Tafl- félagi Reylqavíkur og mótframbjóðandi Ólafs á seinasta aðalfundi, segir _________ að um 550 félagsmenn hafi verið skráðir í TR, en þar af hafi aðeins um 100-150 talist virkir til skamms tíma. Frá seinasta aðalfundi félagsins í vor hafi hins vegar að minnsta kosti 40 manns sagt sig úr félaginu sök- um óánægju. Þröskuldur í vegi umbóta Hann segir félagið í alvarlegum fjárhagslegum vandræðum og hann telji að skuldirnar hafi nán- ast verið látnar hlaðast upp að- gerðarlaust. Þar leiki kaup á húsi STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA S: SSI 8SI9 Tilboð á löngum gi handa félaginu í Faxafeni stórt hlutverk og þótt eignir séu umfram skuldir, sé lausafjárstaðan afar bágborin. „Fyrir greiðsluvandanum er or- sök en vandinn er hvernig brugðist er við honum, eða ekki ---------- brugðist. Menn hafa ekki nýtt þau tækifæri sem eru fyrir hendi til að niðurgreiða skuldir, og væri t.d. unnt að skoða þann möguleika að selja hús fé- lagsins, sem er mjög stórt, en nýt- ist ekki félaginu nægjanlega vel, meðal annars sökum stærðar. Einnig hefur ekki verið unnið markvisst að fjáröflun og þær leið- ir sem eru færar í því sambandi ekki verið kannaðar," segir hann. „Ólafur hefur verið þröskuldur í vegi fyrir því að komið yrði á umbótum, hann hefur fyrst og fremst einbeitt sér að hluta skák- hliðarinnar en ekki sinnt fjármál- unum. Ólafur gerði sömuleiðis samkomulag við hóp stjórnar- manna um áramótin um að hann myndi draga sig í hlé á næsta aðal- Virðist stefna hraðbyri í óefni fundi, og kynnti það sjálfur á þeim fundi. í vor stóð hann hins vegar ekki við samkomulagið og smalaði sam- an félagsmönnum til að tryggja sér embættið áfram, þar á meðal rnörg- um þeirra sem eru ekki virkir og fylgjast því lítt með því sem er að gerast innan félagsins." Daði kveðst ekki vilja geta sér til um ástæður þess að formaður TR hafi gengið á bak loforða sinna um áramót eða hvaða hagsmuni hann hafi af áframhaldandi formennsku í trássi við vilja stórs hluta virkra félagsmanna. Þó megi geta þess að hann hafi sinnt mótsstjórn, en þar sé um launað starf að ræða. Daði segir mót á vegum TR hafa fallið niður eða seinkað óeðlilega og stjórnarfundir verið fáir síðan í vor. Ósannindum og áróðri beitt Ólafur H. Ólafsson formaður TR vísar því alfarið á bug að eitthvað sé athugavert við stjórnarhætti fé- lagsins, gagnrýni komi frá þröngum sérhagsmunahópi manna sem hafi beitt ósannindum og áróðri í mál- flutningi sínum. Hann hafi rætt um að hætta um seinustu áramót með þeim fyrirvara að hann myndi sitja áfram í stjórn TR, að líkindum sem æskulýðsfull- trúi eða meðstjórnandi. Þegar í ljós hafi komið fyrir aðalfund í vor að ekki væri gert ráð fyrir að þetta gengi eftir, hefði hann talið sig óbundinn af þeim orðum sem féllu um áramót. Ólafur segir að þeir sem hafa sagt sig úr félaginu séu um þijátíu talsins, og aðeins 8-10 þeirra virkir félagsmenn. Aðrir hafi ekki sést í félaginu árum saman, börn eða að menn hafi sagt sig úr félaginu án þess að hafa forsendur fyrir úr- sögn. Sumir þeirra muni hætta við úrsögn. Á aðalfundi í vor hafi það gerst í fyrsta skipti að aðeins þeir félags- --------- menn sem hefðu greitt félagsgjöld fengu að greiða atkvæði í for- mannskjöri, og þar hefði hann fengið um 65% at- kvæða. Þessi niðurstaða sýni að breiðfylking félagsmanna standi að baki honum. Hagsmunapólitík stórmeistara „Mér finnst það leiðinlegt þegar sterkir skákmenn fara úr félaginu, en þar liggja fleiri ástæður að baki en óánægja með formennsku mína eða fjármál félagsins. Fjármálin eru vissulega gríðar- lega erfið en ég vil eiga peninga aflögu fyrir unga og efnilega skák- menn og athuga verður að atvinnu- skákmenn reka mjög harða hags- munapólitík í skákhreyfingunni, þrátt fyrir að vera á launum hjá ríkinu,“ segir hann. Tegund:5336 Verd áður:^395^ Verð nú kr: 2.495,- Ath. með Ijósum framan á tá Stærðir: 26-34 Litur: Hvítur m/bláu og svörtu Póstsendum samdægurs Fáskrúðsfj örður Ábyrgðarmaður lyfsölu á brott HEILSUGÆSLULÆKNIR- INN á Fáskrúðsfirði hefur yfir- gefið byggðarlagið, en seinasta mánuð eftir uppsögn hélt hann áfram að hafa umsjón með lyf- sölu á staðnum. Búðahreppur mun afgreiða áfram lyf til sjúklinga þangað til og ef lyfjaeftirlitið gerir at- hugasemdir við það fyrirkomu- lag, að sögn Steinþórs Péturs- sonar sveitarstjóra í Búða- hreppi. „Þetta ástand er langt frá því að vera gott en það væri hörmung ef fólk gæti ekki fengið lyfin sín hér og þyrfti kannski að fá þau send annars staðar frá. í raun gætum við staðið frammi fyrir því að lyf- sölunni væri lokað. En í sjálfu sér hefur lítið breyst nema að ábyrgðaraðilinn fyrir lyfsöl- unni er farinn, sá sem á að sjá um að verið sé að gera rétta hluti.“ Heilsugæslulæknirinn fékk tæplega 100 þúsund krónur í laun á mánuði fyrir umsjón með lyfjasölunni og var greitt fyrir þau störf seinasta mánuð, eftir að hann lét af störfum sem læknir. Hann segir að allar lausar stöður á heilsugæslunni hafi verið auglýstar, en engar umsóknir hafí borist. MORGUNBLAÐIÐ Læknar annast lyf- sölu á ellefu stöðum Lyfjaeft- irlit ósk- ar skýr- inga LYFJAEFTIRLIT ríkisins hefur óskað eftir því við heilbrigðisráðu- neytið að skýrt verði hveijir beri faglega ábyrgð á lyfjasölu lækna og sveitarstjórna, í þeim tilvikum sem faglega ábyrgir læknar hafa látið af störfum. Á ellefu stöðum á landinu annast læknar lyfsölu, þar af á fimm stöðum í eigin nafni. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að til sé bráða- birgðaákvæði í lyfjalögum sem veiti heimild fyrir lækna að reka lyfsölu, falist enginn lyfjafræðingur eftir henni. Umsjón eftir uppsagnir Heilsugæslulæknar á umræddum stöðum hafa haft tekjur af þessari starfsemi eftir að þeir létu af störf- um 1. ágúst síðast liðinn, annað- hvort fastar greiðslur frá sveitar- stjórnum eða ágóðahlut af sölu. „Það er túlkunaratriði hvort læknar beri ekki lengur ábyrgð á lyfsölunni eftir að þeir létu af störf- um. Ef þeir eru enn á staðnum og leyfið er á þeirra nafni, höfum við túlkað það svo að það sé í lagi að lyfsalan sé áfram í þeirra höndum," segir hann. Matthías segir ekkert augljóst samband á milli umsjónar lækna með þessari starfsemi og að lyfja- notkun sé mikil. Hann segir erfitt að segja til um hvort þetta fyrir- komulag sé réttlætanlegt eftir upp- sagnir heilsugæslulækna, en ástandið nú sé hins vegar það erf- itt um þessar mundir að farið sé á ystu nöf þess sem er löglegt af þeim sökum. „Út af fyrir sig hefur þetta fyrir- komulag á lyfjaafgreiðslu gengið allvel, miðað við það sem væri ef ekkert væri til staðar. í sumum til- vikum hefur þetta verið heppilegt þar sem litlar tekjur hafa verið af læknisverkum, til að menn ílengist frekar á stöðunum," segir hann. Gunnar Ingi Gunnarsson formað- ur samninganefndar Læknafélags íslands segir að á sínum tíma hafi verið talin ástæða til að læknar væru ekki að tengjast lyfjaverslun og slíkt verið tekið úr höndum þeirra. Ábyrgð ráðuneytis „í sjálfu sér er það réttmætt, því ekki er eðlilegt að í höndum læknis sé bæði að ákveða lyfjameðferð og selja lyfíð. Hins vegar þróuðust málin þannig að það var ráðuneytið sem fór þess á leit við lækna að sinna þessu, því annar valkostur var ekki fyrir hendi. Þessir læknar sem um ræðir sitja því uppi með þessa sölu að tilstuðl- an ráðuneytisins, en það er kapps- mál okkar að kjör lækna verði með þeim hætti að þeir þurfi ekki að bæta kjör sín með neinum öðrum störfum. Enginn sem ég þekki styð- ur núverandi fyrirkomulag," segir hann. Af öðrum aukastörfum heilsu- gæslulækna nefnir harin læknastörf í þágu stofnana og fyrirtækja, auk þess sem ýmis dæmi séu um að læknar séu í hlutastarfi á sjúkra- húsum. Hann segir jafnframt kunn dæmi um að læknar hefðu tekið út orlof sem þeir áttu inni eftir að uppsagnir þeirra tóku gildi. Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki svarað erindi lyfjaeftirlitsins enn, en Matthías segir afstöðu landlækn- isembættis vera þá að ekki sé sér- stök ástæða til að hafa afskipti af þessu fyrirkomulagi á lyfsölu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.