Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Skemmdarverk
voru unnin á
bj örgunarskýlum
Vaðbrekku, Jökuldal - Skýli er
hýsa eiga vegfarendur sem lenda í
erfiðleikum á leið yfir Möðrudalsör-
æfi og Jökuldalsheiði og standa á
Austari Pjallgarði og Þrívörðuhálsi
hafa nú orðið fyrir barðinu á
skemmdarvörgum. Málað hefur verið
allskonar veggjakrot á skýlin, og ijóst
er að sami eða sömu menn hafa ver-
ið þarna að verki.
Skýlið á Austari Fjallgarði er rek-
ið af Vegagerð ríkisins, en það aust-
ara á Þrívörðuhálsinum er rekið af
Slysavarnafélagi íslands í umsjá
Slysavarnasveitarinnar Jökuls á Jök-
uldal og í Hlíð. Ennfremur hefur
nafnskilti á skýlinu á Þrívörðuhálsi,
er heitir Landakot, verið stolið.
Sigvaldi H. Ragnarsson á Hákon-
arstöðum, umsjónarmaður með
Landakoti, segist ekki skilja þær
hvatir er liggi að baki svona um-
gengni um skýlin og bagalegt að
svona öryggisskýli fái ekki að vera
i friði. Brýnt sé að þessi skýli fái að
halda sínum áberandi lit og séu ekki
máluð í hálfgerðum felulit. Það rýri
öryggisgildi svona húsa mikið.
„Einnig er undarlegt að fólk steli
þessu skilti af skýlinu, en skiltið var
skorið út af Hlyn Halldórssyni mynd-
skurðarmanni og þúsundþjalasmið á
Miðhúsum. Ef menn hafa áhuga á
að eiga eitthvað skorið út eftir Hlyn,
er lítið mál að fá svona hluti keypta
hjá Hlyn.“
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
UMHVERFI mannvirkja á Grenjaðarstað hefur tekið miklum stakkaskiptum.
Miklar framkvæmdir
á Grenjaðarstað
íviuigunuiauiu/oiguiuur oigmuiiua&uii
LAGT var á trússahest eins og búið var upp á þá áður fyrr. Árni ísleifsson, fjallkóngur i Þjórsár-
kalli, heldur í hestinn. Við hlið hans stenda þeir Víglundur Kristjánsson og Benedikt Sigurðsson.
Borgarhólsskóli einsetinn
Húsavík - Borgarhólsskóli, grunn-
skólinn á Húsavík, verður hann ein-
setinn í vetur og er það í fyrsta skipti
sem svo er. Alls munu verða um 430
nemendur við skólann á komandi
vetri. Skólastjóri er Halldór Valdi-
marsson. Til þess að hægt væri að
einsetja skólann hefur að mestu ver-
ið lokið við bygginu III. áfanga og
verða í þeim áfanga teknar í notkun
sex nýjar kennslustofur á efri hæð.
Tónlistarskólinn hefur alla sína
aðstöðu í húsakynnum Borgarhóls-
skóla.
Fjallmanna-
kofi endur-
byggður
Syðra-Langholti - Endurbyggð-
ur hefur verið fjallmannakofinn
í Hólaskógi í Gnúpverjaafrétti
og verður hann hafður til sýnis.
Fyrrverandi hreppsnefndar-
menn stóðu aðallega fyrir verk-
inu undir sljóm Benedikts Sig-
urðssonar í Sámsstöðum, en mik-
il samstaða og áhugi var um
smíði þessa og mættu um 80
manns til sjálfboðavinnu. Umsjón
með hleðslunni hafði Víglundur
Kristjánsson, en hann sér um
viðhald á sögualdarbænum.
Kofinn var byggður árið 1936
en aflagður árið 1970 og var
hann einkum notaður í eftirleit-
um. Við endurnýjunina kom í ljós
Laxamýri - í sumar hefur verið lögð
mikil vinna í að fegra umhverfi Gren-
jaðarstaðar og bæta aðgengi þar
fyrir ferðamenn.
Forsaga málsins er sú að á vordög-
um 1994 héldu sóknarnefnd og
Guðni Halldórsson, forstöðumaður
Safnahúss Þingeyinga, fund með
fyrrum sóknarpresti, Þóri Jökli Þor-
steinssyni, og Guðmundi R. Sigurðs-
syni, umsjónarmanni kirkjugarða,
þar sem talað var um að nauðsynlégt
væri að fá heildarskipulag fyrir
svæðið, en um tvo kirkjugarða er að
ræða auk mikilla mannvirkja á staðn-
um. Það sumar var suðurveggur
garðsins við kirkjuna byggður upp
og á sl. ári voru hlaðnir upp veggir
í báðum görðum.
Þá gerðist það nú í vetur að Guð-
mundur R. Sigurðsson lagði fram
tillögu að heildarskipulagi sem unnin
var ásamt Guðmundi L. Hafsteins-
syni á Þjóðminjasafninu og leist
heimamönnum vel á hvernig til tókst.
Því var ákveðið að hefja framkvæmd-
ir og byijuðu þær snemma í júní og
lauk í byijun ágúst.
Styrkur úr Ferðamálasjóði
Að sögn Guðmundar Sigurðssonar
í Fagranesi, formanns sóknarnefnd-
ar, ýtti það undir framkvæmdaáhuga
að styrkur fékkst úr Ferðamálasjóði
sem hafði auglýst styrki til þess að
bæta aðgengi að ferðamannastöðum.
Heildarkostnaður við verkið mun
nema um einni og hálfri milljón sem
skiptist á milli Byggðasafns Þingey-
inga, prestssetrasjóðs og safnaðarins
sjálfs.
Við verkið unnu einkum tveir
menn, þeir Bergsteinn Gunnarsson í
Kasthvammi og Haraldur Karlsson
á Fljótsbakka, auk þess sem Róbert
Róbertsson var þeim til aðstoðar, en
Reynir Yngvason í Brekku annaðist
vélavinnu.
Mikið þurfti að skipta um jarðveg
og stétt var lögð með mógrýtishellum
GUÐMUNDUR Sigurðsson,
formaður Grenjaðarstaðar-
sóknar.
frá prestsetri að kirkju. Gerð var slétt
grasflöt sunnan við gamla bæinn
með lágum gijótvegg í kantinum
móti suðri. Við vegg þennan var
gerður vegur að bílastæði sem ætlað
er fyrir prestbústaðinn, en þaðan er
vegur að hinum kirkjugarðinum.
Göngustígur var gerður að húsinu
og lóðin í kringum það sléttuð og
löguð. Þá var einnig gerður stígur
sunnan garðsins við kirkjuna, en eft-
ir er að laga bílastæði kirkju- og
safngesta. Á undanförnum árum
hefur verið lögð mikil vinna í að
endurbyggja gamla bæinn og í vetur
var kirkjan máluð að innan.
-------♦ ♦ ♦--------
Mývatnssveit - Fyrstu göngur hefj-
ast í Mývatnssveit í suðurafrétt 12.
september. Réttað verður í Baldurs-
heimsrétt sunnudaginn 15. septem-
ber. í austurafrétt verður farið í
fyrstu göngur 13. september og
réttað í Reykjahlíðarrétt 15. sept-
ember.
STEINÞÓR Gestsson frá Hóli, fyrrum alþingismaður, einn þeirra
áhugamanna er stóðu að uppbyggingu kofans afhendir Bjarna
Einarssyni, oddvita, kofann til varðveislu.
að tóftin á kofanum var þó nokk-
uð heilleg en þótti þó ástæða til
að gera hann upp frá grunni.
Kofinn var hafður i sinni upp-
runalegu mynd, í honum var
moldarbálkur, þar sem fjórir
menn gátu legið og einnig var
þar pláss fyrir 4-6 hesta. Þegar
verki var lokið var boðið upp á
veitingar í nýja skálanum og tek-
ið lagið. Margar ræður voru
fluttar, en um 50 manns voru
mættir í fögnuðinn, þar af nokkr-
ir af Skeiðum og Flóa.
Námskeið um
kristna trú
í allan vetur
fyrir 5.000 krónur!
Trúfræðsla fyrir almenning.
Trú sem leitar skilnings,
þroskast og styrkist.
Leikmannaskóli
kirkjunnar
Sími 562 1500
SAMSTARFI meirihluta í hrepps-
nefnd Hvammstangahrepps var
slitið á þriðjudagskvöld. Ámi Svan-
ur Guðbjörnsson varaoddviti, full-
trúi P-lista óháðra í hreppsnefnd-
inni, lagði fram yfirlýsingu á fundi
nefndarinnar þar sem sagði að hann
gæti ekki starfað með núverandi
oddvita, Val Gunnarssyni, og sagði
sig frá samstarfinu.
Fulltrúi P-lista og tveir fulltrúar
B-lista Framsóknarflokks mynduðu
meirihluta í hreppsnefndinni.
Valur segir að ýmsir möguleikar
séu í stöðinni þótt engar þreifmgar
séu famar í gang um myndun nýs
meirihluta. „Eg er enn kjörinn odd-
viti og mun sinna því þar til ein-
hveijar breytingar verða á. Það eru
Meirihlutasamstarfi slitið á Hvammstanga
Ýmsir möguleikar
á nýjum meirihluta
margir leikir til í stöðunni, eins og
t.d. samstarf við G-lista Alþýðu-
bandalags, samstarf við L-lista
fijálslyndra borgara, Sjálfstæðis-
manna og Alþýðuflokksmanna, eða
G og L. Einnig geta G, L og P tek-
ið upp samstarf," sagði Valur.
Hann kvaðst vilja taka það fram
að samstarfið hefði fram til þessa
tekist með miklum ágætum og sam-
eiginleg niðurstaða verið í flestum
málum.
Ekki rætt um
sveitarstj órnarmál
Árni Svanur sagði að þvílíkir
samstarfsörðugleikar hefðu verið
með honum og oddvita hrepps-
nefndarinnar að hann hefði ekki séð
neinn tilgang með því að halda
meirihlutasamstarfinu áfram.
„Ég er hissa ef Valur hefur sagt
að engin ágreiningsmál hafi verið
uppi því ég skýrði honum frá því
áður en fundurinn hófst að ég hygð-
ist slíta samstarfinu vegna ágrein-
ings. Hann snýst almennt um sveit-
arstjórnarmál. Mér finnst að Valur
hafí ekki sinnt því að upplýsa mig
um mál. Það er þó nokkuð stórt
mál að menn í meirihluta geti ekki
rætt um sveitarstjórnarmál af neinu
vitij“ sagði Árni.
Árni kvaðst ekki ætla að beita
sér fyrir myndun nýs meirihluta en
hann myndi ekki hafna meirihluta
með öðrum en framsóknarmönnum.