Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 19 Morgunblaðið/Golli Skýrr fær vottun ÞORKELL Helgason, ráðuneytis- stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, afhenti Jóni Þór Þórhalls- syni, forstjóra Skýrr, fyrir hönd Vottunar hf., viðurkenningu á gæðavottun fyrir hugbúnaðar- gerð samkvæmt ISO 9001 staðl- inum á fimmtudag. Uppbygging gæðakerfisins hjá Skýrr hefur tekið á þriðja ár. Á þeim tíma hefur fyrirtækið beitt aðferðum altækrar gæðastjórn- unar við endurskipulagningu og endurbætur á verkferlum í hug- búnaðargerð fyrirtækisins. Stefnt að því að öll starfsemi fyrirtækisins verði vottuð árið 2000. Nýr formaður Iðnþróunarsjóðs ÞORSTEINN Ólafsson viðskipta- fræðingur hefur verið skipaður for- maður stjórnar Iðnþróunarsjóðs en auk hans hafa Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri og Halldór J. Krist- jánsson skrifstofustjóri verið skipaðir í stjórn sjóðsins. Jóhannes Nordal, sem verið hefur stjórnar- formaður, og Þorkell Helgason ráðuneytisstjóri hætta nú í stjórn- inni. Þorsteinn er nýkominn til lands- ins frá Finnlandi eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Norræna verkefnaútflutningssjóðsins (Nop- ef) um sex ára skeið. Ofanritaðir eru skipaðir í stjórn Iðnþróunarsjóðs af iðnaðarráðherra í framhaldi af breytingu á lögum um sjóðinn. í frétt frá sjóðnum seg- ir að skipunin gildi til 31. desember 1997. Með lögum, sem samþykkt voru í febrúar í fyrra, var ákveðið að Iðnþróunarsjóður legði áherslu á áhættufjármögnun. Beinist starf- semin nú einkum að ýmsum verk- efnum á sviði vöruþróunar og ný- sköpunar í samstarfi við fyrirtæki einstaklinga og stofnanir, verkefn- um sem miða að útflutningi á ís- lenskri tækniþekkingu og fjárfest- ingum erlendis og verkefnum, sem örva fjárfestingar erlendra aðila á íslandi. Sjóðurinn stefnir að því að ná þessum markmiðum með því að veita áhættulán til verkefna, sem fela í sér nýmæli í íslensku atvinnu- lífi eða kaupa hlutafé í nýjum og starfandi fyrirtækjum og selja það síðan þegar aðstæður leyfa. Einnig tekur sjóðurinn þátt í kostnaði við skilgreind þróunarverkefni í sam- ræmi við hlutverk sjóðsins. Mamma Nú höfum viö opnað á laugardögum og í tilefni þess bjóðum við upp á ijútfengar vöfflur og frítt kaffi í dag. Komið í skemmtilega verslun. Haustvömmarstreymainná frábæru verði. $ Verið velkotm Vlðopnumallsdsg$ltl,9 Bíldshöföa 20-112 Reykjavfk - Síml 587 1410 _______________________________ -.■-■■■.sem vilja ná árangri ^ 1 2 vikna lokað þjálfunarnámskeið ► Fastir tímar og strangt aðhald ► Einka|ojálfan framkvæmir reglulegar mælingar yfir tímann (Þoþblóðþrýstingur,blóðfita og húðfita.) Faxafen 14 * Sími: 568 - 9915 Þjálfari: Hlynur Jónasson -íþróttafræðingur- Vasklegir bílar án vasks á veglegri atvinnubflasýningu í dag Nýr Hyundai H-100, árgerð ‘97 Kynning í dag á þessum gríðarlega vinsæla bfl sem kemur nú talsvert breyttur en á verulega hagstæðu verði. 1.106.345 kr. án vsk. RENAULT EXPRESS árgerð ’96 Einn vinsælasti og mest seldi bíllinn í sínum flokki undanfarin ár. 895.000 kr. án vsk. HYUnDRI til framtiðar OPIÐ FRÁ K L . 10-17 Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.