Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 21 ERLENT Reuter Svartur Sigurbogi FRANSKIR bændur sveipuðu Sig- urbogann i París svörtum plast- borðum í gær til að mótmæla fyrir- ætlunum um að skera niður niður- greiðslur Evrópusambandsins til kornbænda. Ferðalangar horfðu forviða á Sigurbogann, sem var reistur af tilefni sigra Napóieons á vígvell- inum, þegar borðarnir voru hengdir upp. Lögreglu tókst að stöðva bændurna áður en þeir höfðu þakið minnisvarðann til fulls. Landbúnaðarráðherrar ríkja Evrópusambandsins hyggj- ast koma saman síðar í þessum mánuði til að ræða áform um að draga úr niðurgreiðslum til korn- bænda og nota féð þess í stað til að koma fótunum undir nauta- kjötsiðnaðinn í kjölfar kúariðu- fársins. Vildu frönsku bændurnir leggja sitt af mörkum í þeirri umræðu með aðgerðinni i gær. Dæmdir fyrir fyrir- liugiið hryðjuverk RAMZI Ahmed Yousef, sem sakaður er um að hafa verið heilinn á bak við hryðjuverkahópa, sem hugðust gera atlögu að bandarískum skotmörkum víða um heim, var á fimmtudag dæmdur sekur ásamt tveimur öðrum sakbomingum fyrir að reyna að sprengja bandarískar farþegaþotur í Austur-Asíu snemma á síðasta ári. Yousef hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa skipulagt sprengjutil- ræðið í World Trade Center á Man- hattan í New York árið 1993 og bíð- ur þess að réttarhöld hefjist yfir sér í því máli. Að sögn dagblaðsins The New York Times gildir hins vegar einu hvernig það mál fer, því sakfellingin á þriðjudag var fyrir glæp, sem fylgi lífstíðardómur, og muni Yousef því að öllum líkindum sitja ævilangt í fangelsi. Nýtt afbrigði hryðjuverkamanns Yousef er í augum bandarískra stjórnvalda nýtt afbrigði hryðju- verkamanns, sem hyggist láta Bandaríkjamenn finna fyrir ágrein- ingi í fjarlægum heimshluta. Yousef fæddist í Pakistan og hefur viður- kennt að hafa fengið þjálfun í notkun sprengiefna í Afganistan. Uns hann var handtekinn í Pakistan 1995 var Yousef sá maður, sem Bandaríkja- menn voru hvað áíjáðust í að hand- sama, og höfðu tvær milljónir doll- ara, um 130 milljónir króna, verið settar til höfuðs honum. Kviðdómurinn, sem dæmdi Yousef á fimmtudag, komst einnig að þeirri niðurstöðu að tveir aðrir, sem var stefnt ásamt honum, væru sekir. Þeir heita Abdul Hakim Muraad og Reuter RAMZI Ahmed Yousef, sem dæmdur var á fimmtudag fyrir að leggja á ráðin um að sprengja upp bandarískar farþegavélar, sést hér á tveimur ódagsettum myndum frá bandarísku alríkis- lögreglunni. Hann og tveir aðrir, sem einnig voru sekir fundn- ir, eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Wali Khan Amin Shah og var gefið að sök að hafa ætlað að sprengja bandarískar farþegavélar og myrða Bandaríkjamenn erlendis. James Kallstrom, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) í New York, sagði að réttarhöldunum loknum að „litlu [hefði] munað“ að flölda farþegavéla hefði verið grand- að. Hann lýsti stefndu sem „rögum úrhrökum" fyrir að ætla að ráðast á saklaust fólk. Kevin Thomas Duffy dómari sagði að þeir hefðu fengið sann- gjarna meðferð í alla staði. Lögfræðingar þeirra voru ekki sammála um það og sögðu að menn- irnir þrír, sem eru múslimar frá Miðausturlöndum, mundu áfrýja dómunum. Einn þeirra greip til þess hugtaks úr bandarísku réttarkerfi að stefndi verði að fá að njóta vaf- ans: „Hvað merkja rökstuddar efa- semdir í tilfelli múslima, sem er sakaður um hryðjuverk í þessu and- rúmslofti?“ spurði David Greenfield, lögmaður Shahs, og átti þar við ótta við hryðjuverk eftir að vél flug- félagsins TWA fórst viðNewYork í júlí. Málaferlin stóðu í 14 vikur. Ef árásirnar hefðu verið gerðar hefðu 12 farþegavélar verið sprengdar í loft upp yfir'Kyrrahafinu og þúsund- ir manna látið lífið. Gengegn krabba- meini London. Reuter. GEN, sem bætir úr þeim skaða, sem sólin, reykingar og aðrir krabba- meinsvaldar vinna á frumum líkam- ans, gæti orðið undirstaða krabba- meinslækninga í framtíðinni, að því er segir í tímaritinu Cell í gær. Genið, sem kallað er XPF, stjórn- ar eggjahvítuefnum, sem eyða burt og bæta úr skemmdum á DNA, hornsteinum erfðaefnisins, og án þessa stöðuga viðhalds yrði um að ræða stökkbreytingar og æxlisvöxt og aðrar tegundir krabbameins. Tomas Lindahl, formaður konung- lega krabbameinsrannsóknasjóðs- ins í Bretlandi, segir að með því að einangra genið og eggjahvítu- efnið sem það stjórnar hafi verið stigið stórt skref. Aður hafa fundist um 30 gen, sem vinna að því að bæta úr frumu- skaða en Rick Wood, sem stjórnaði rannsókninni nú, segir að XPF sé síðasti hlekkurinn í keðjunni. Mamma HEFST EFTIR 10 DAGA HEIMSVIÐBURÐUR íLAUGARDALSHÖLL Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.