Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Jeltsín gengst undir aðgerð vegna kransæðastíflu
Er einföld og örugg
nema annað komi til
London, Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
kom löndum sínum á óvart í fyrradag
þegar hann skýrði frá sjúkleika sínum
og sagði, að hann gengist undir
hjartauppskurð við kransæðastíflu
síðar í mánuðinum. Sögðu breskir
læknar í gær, að Jeltsín hefði valið
þá aðgerðina af tveimur, sem væri
meiri og róttækari. Rússneski pró-
fessorinn Valerí Sadríkov sagði í
gær, að skipt yrði um æðar, sem
flytja blóð til hjartans, en þá eru tekn-
ar æðar í fæti eða annars staðar og
tengt framhjá stífluðu æðunum.
Jevgení Tsjazov, yfírmaður
hjartalækningastofnunarinnar í
Moskvu, kvaðst í gær ekki vita hvar
aðgerðin yrði gerð en Jeltsín gaf þó
í skyn, að það yrði á stofnuninni.
Hann staðfesti hins vegar, að forset-
inn hefði verið þar í rannsóknum.
Tsjazov er heimskunnur sérfræðing-
ur í hjartaskurðlækningum og er
sagður hafa átt mestan þátt í að
halda Leoníd heitnum Brezhnev, for-
seta Sovétríkjanna, á lífi í næstum
áratug og löngu eftir að hann var
kominn af fótum fram. Margir
hjartalæknanna á stofnuninni hafa
fengið þjálfun í Bandaríkjunum.
Aðeins 5.000 aðgerðir
árlega í Rússlandi
John Walwark við hjartadeild
Papworth-sjúkrahússins í Cam-
bridge í Englandi, sagði í gær, að
hjartaaðgerð af þessu tagi væri til-
tölulega einföld og örugg og líkurn-
ar á, að sjúklingur lifði hana ekki
af væru ekki nema 2%. Á Vestur-
Grikkland
Vilja
þvinga
Tyrki
Lissabon. Reuter.
THEODOROS Pangalos,
utanríkisráðherra Grikklands,
segir að Tyrkland verði að
sæta refsiaðgerðum, ef það
heldur áfram að ögra alþjóða-
samfélaginu með hernáms-
stefnu sinni á Kýpur.
„Ég skil ekki hví þeim að-
f;erðum sem beitt er gagnvart
rak ætti ekki alveg eins að
vera beint gegn Tyrklandi, ef
það heldur áfram að ögra al-
þjóðasamfélaginu," sagði
Pangalos á fréttamannafundi
í Lissabon, en hann er nú í
opinberri heimsókn í Portúgal.
„Það gengur ekki að til séu
„vondir“ og „góðir“ lögbtjót-
ar. Við verðum að láta sömu
reglur ganga yfir alla,“ bætti
hann við.
Pangalos sagði það vera
hlutverk alþjóðasamfélagsins
- Evrópusambandsins,
Bandaríkjanna og Sameinuðu
þjóðanna - að koma fram með
tillögur um hvaða skref skuli
stigin til lausnar deilunni. „Ef
síðan einhver málsaðila fer
ekki eftir þessum tillögum, á
að beita hann þvingunum."
sagði hann, og bætti við að
engin lausn á Kýpurdeilunni
kæmi til greina, sem gerði ráð
fyrir einhvers konar skiptingu
eyjarinnar. „Fólkið [á Kýpur]
verður að hafa rétt.til að búa
þar sem það kýs,“ sagði ráð-
herrann.
AÐGERÐIN A JELTSIN
Borís Jeltsín, forseti
Rússlands, 65 ára að
aldri, þjáist af blóð-
þurrð í hjartavöðva,
sem stafar af of
þröngum kransæðuml
Skurðaðgerðin
@ Heilir æðahlutar úr fæti eða brjósti
eru tengdir við kransæð og megin-
slagæö og blóðstreymiö leitt fram hjá
stíflunni.
Í.K. hím
Blóöþurrð stafar alþvi,
að innan á æðaveggina
safnast Jag" sem
þrengir æðamar
(8) Ef æöamar í Jeltsín eru lélegar
W verður hugsanlega að notast viö
gerviæð.
Afleiðingar blóðþurrðar
Heill Heilablóðlall
Hjarta Hjartakveisa, hjartaáfall eða hjartabilun
Nýru Nýmabilun
löndum ganga hundruð þúsunda
manna undir svona aðgerð árlega
en rússneski hjartaskurðlæknirinn
Míkhaíl Alsíbaja segir, að f Rúss-
landi séu þær ekki nema 5.000 ár-
lega og skurðlæknarnir ekki fleiri
en svo, að „þá má telja á fingrum
sér“. Sagði hann, að þeir væru þó
allir mjög færir á þessu sviði.
Önnur lækningaaðferð við krans-
æðastíflu er að blása út æðarnar,
sem svo er kallað, en yfirleitt þarf
um þriðjungur sjúklinganna að
gangast undir hana aftur eftir tvö ár.
Míkhaíl Semjonovskí, sem er sér-
fræðingur í ígræðslu líffæra, sagði
í viðtali við Mer/ax-fréttastofuna í
gær, að flestir sjúklingar kæmust
aftur til starfa eftir mánuð frá að-
gerðinni og hann kvaðst telja, að svo
gæti verið með Jeltsín „nema annað
komi til“.
Heilablóðfall?
Það er þetta „annað“, sem marg-
ir velta vöngum yfir og kunnur
taugaskurðlæknir, sem vildi þó ekki
láta nafns síns getið, sagði í viðtali
við Reuters-fréttastofuna, að aug-
ljóst máttleysi Jeltsíns í vinstra
helmingi líkamans gæti stafað af
heilablóðfalli. Haft er einnig eftir
konu og sérfræðingi í hjartalækning-
um, að í nokkur skipti þegar Jeltsín
hafi komið fram opinberlega, hafí
hún heyrt hljóð, sem bendi til vatns-
myndunar í lungum. Sagði hún, að
það gæti þýtt, að eitthvað væri að
í vinstra hjartahvolfi og það kallaði
á meiri og hættulegri uppskurð.
Vináttuheimsókn
ANDREA Willi, utanríkisráð-
herra Liechtensteins, er nú í
opinberri heimsókn hér á landi,
og endurgeidur þar með opin-
bera heimsókn Halldórs Ás-
grímssonar utanríkisráðherra
til Liechtenstein í marz. Liecht-
enstein var þriðja EFTA-ríkið,
á eftir íslandi og Noregi, sem
varð fullgildur aðili að Evr-
ópska efnahagssvæðinu og
verða mál EES því einkum á
dagskrá. Utanríkisráðherrarnir
ræddust við í gær.
Reuter
ALEXANDER Lebed, formaður rússneska öryggisráðsins, ræð-
ir við móður hermanns, sem saknað er í Tsjetsjnyu eftir bar-
daga rússneskra hersveita og aðskilnaðarsinna. Myndin var
tekin i rússneskri herstöð í Khankala í fyrradag.
„Þríeyki“
sagt vera við
völd í Kreml
Moskvu. Reuter.
DAGBLÖÐ og fréttaskýrendur í
Moskvu sögðu í gær að „þríeyki"
væri við völd í Rússlandi þótt forset-
inn væri enn fær um að taka
ákvarðanir í mikilvægum málum.
Meðan Borís Jeltsín forseti býr
sig undir hjartaaðgerð síðar í mán-
uðinum eru þrír embættismenn við
völd í Kreml, þeir Viktor Tsjerno-
myrdín forsætisráðherra, Anatolí
Tsjúbajs, skrifstofustjóri og æðsti
ráðgjafi forsetans, og Alexander
Lebed, formaður rússneska öiygg-
isráðsins.
Fréttaskýrendur sögðu að enginn
þessara manna gæti tekið við af
Jeltsín upp á sitt eindæmi, en sam-
an ættu þeir að geta komið í veg
fyrir að glundroði og stjórnleysi
skapaðist í Rússlandi.
„Ég tel ekki að einhver einoki
völdin," sagði einn fréttaskýrand-
anna, Viktor Kremenjúk. „Nokkur
mál falla undir Tsjúbajs, önnur
undir Tsjernomyrdín og enn önnur
undir Lebed.“
Aðeins Tsjernomyrdín með
lögbundin völd
Heilsubrestur Jeltsíns hefur þó
vakið spurningar um lagalega stöðu
ráðamannanna í Kreml. Samkvæmt
stjórnarskránni fer forsetinn með
æðstu völd og aðeins er kveðið á
um að forsætisráðherrann taki við
af honum tímabundið ef hann getur
ekki gegnt embættinu.
Verði forsetinn ófær um að sinna
skyldustörfum sínum í langan tíma
þarf að boða til kosninga ekki síðar
en þremur mánuðum eftir að hann
hættir að gegna þeim.
Kremenjúk sagði það hættulegt
að ekki skyldi vera kveðið á um
varaforseta í stjórnarskránni.
„Þetta skapar óstöðugleika og
mikla óvissu, en hjá þessu verður
ekki komist.
Kremenjúk sagði að af embættis-
mönnunum þremur væri aðeins
Tsjernomyrdín með stjórnarskrár-
bundin völd. „Hvorki Tsjúbajs né
Lebed hafa slík völd samkvæmt
stjórnarskránni, en samt bera þeir
ábyrgð á mikilvægum valdastofn-
unum sem ekki er hægt að vera
án til að stjórna landinu."
Lebed líklegur eftirmaður
Dagblaðið Sevodnja sagði að
Jeltsín myndi að öllum líkindum
ekki snúa aftur til Kremlar í bráð
en ekkert benti til þess að hætta
væri á glundroða í stjórnkerfinu.
„Alexander Lebed og Anatolí
Tsjúbajs hafa sýnt, með athöfnum
sínum og yfirlýsingum, að þeir ætla
ekki að láta valdatómarúm viðgang-
ast.“ Blaðið bætti við að svo virtist
sem Jeltsín teldi að Tsjernomyrdín,
Tsjúbajs og Lebed væru færir um
að stjórna landinu tímabundið í fjar-
veru hans.
Fréttaskýrendurnir voru sammála
um að Jeltsín væri enn fær um að
taka ákvarðanir í mikilvægum mál-
um. Kremenjúk sagði að ef forsetinn
næði sér ekki eftir aðgerðina væri
Lebed líklegur til að komast til valda.
„Lebed er vinsæll stjórnmála-
maður og hefur mikla möguleika á
að ná kjöri,“ sagði Kremenjúk og
bætti við að Tsjernomyrdín höfðaði
miklu síður til kjósenda og Tsjúbajs
nyti sín betur sem stjórnandi á bak
við tjöldin en þjóðarleiðtogi.
Fellibylurinn Fran rénar eftir hamfarir í Suður- og Norður-Karólínu
Raleigh. Reuter.
FELLIBYLURINN Fran olli mikilli
eyðileggingu í Suður- og Norður-
Karólínu í Bandaríkjunum í fyrri-
nótt og að minnsta kosti 12 manns
týndu lífi af hans völdum. í gærdag
hafði verulega dregið úr vindstyrkn-
um og bylurinn orðinn að djúpri
lægð.
Starfsmenn fellibyljastofnunar-
innar í Miami sögðu, að í gærmorg-
un hefði vindhraðinn verið um 100
km á klukkustund og dró stöðugt
úr honum eftir því sem bylurinn
gekk lengra inn yfir land. Vindhrað-
inn var hins vegar 193 km þegar
Fran kom upp að ströndinni þar sem
hann eða öllu heldur hún olli miklu
tjóni, reif upp tré með rótum og
sleit í sundur raflínur. I kjölfarið
fylgir gífurlegt úrfelli og er óttast,
Mikið tjón og
12 dauðsföll
að ár og fljót muni flæða yfir bakka
sína.
Fallin tré
Að minnsta kosti 12 manns týndu
lífi með einum eða öðrum hætti af
völdum veðursins, tíu í N-Karólínu
og tveir í S-Karólínu. Létust meðal
annars tveir þegar þeir óku á tré,
sem stormurinn hafði fellt, og 18
ára gömul stúlka beið bana þegar
tré féll á hjólhýsi hennar. Þrír létust
þegar tré féll á húsið þeirra og
slökkviliðsmaður í útkalli lét lífið í
veðurhamnum.
Jim Hunt, ríkisstjóri N-Karólínu,
sagði, að Fran hefði valdið mikilli
eyðileggingu í ríkinu. Væru vegir
við ströndina undir vatni, allt að
þriggja metra djúpu, og miklar
skemmdir hefðu orðið á íbúðarhús-
næði og öðrum byggingum.
I S- og N-Karólínu var kjarnorku-
verum lokað meðan stormurinn gekk
yfír og segja má, að mestöll atvinnu-
starfsemi hafí legið niðri. Um
200.000 manns höfðu þá flúið heim-
ili sín til öruggari staða.
Minni tekjur af ferðamönnum
Auk eignatjónsins, sem ekki hefur
verið metið enn, er óttast, að ferða-
iðnaðurinn á þessum slóðum hafi
orðið fyrir miklu áfalli og yfirvöld í
S-Karólínu telja, að veðrið og afleið-
ingar þess hafí í för með sér, að rík-
ið verði af 520 millj. kr. tekjum
daglega.