Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 27

Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 27 Þ >EGAR GEORGE |Lucas hafði hagn- ast ríkulega á kvik- myndastússi sínu sneri hann sér að tölvuleikjum, en tölvurnar urðu honum einmitt ærin auðsupp- spretta í kvikmyndagerð- inni. Fyrirtæki hans heitir LucasArts og fyrstu leik- imir þóttu merkilegir, ekki síst fyrir að fara nýjar leið- ir í útliti og viðmóti leiks- ins, og iðulega vora þeir meinfyndnir og spennandi um leið. Doom-vinum, sem kunnu best við sig í rangöl- um helvítis, þykir lítið til leikja LucasArts koma, ekki nóg blóð, en kannski þeir felli sig við nýjasta LucasArts leikinn, Af- terlife, þar sem sá sem leikur hefur vald yfir himnaríki og helvíti. Velflestir tölvuleikjaáhugamenn kannast við SimCity sem var á allra vörum fyrir nokkram árum. Þeir sem þekkja þann leik eiga eftir að kunna prýðilega við sig í Afterlife, því útliti leikjanna svipar nokkuð saman. Það er þó fleira sem greinir þá að, ekki síst það að í Afterlife þarf leikandinn að hafa stjórn á tveimur heimum samtímis. Fjölmörg vanda- mál skjóta líka upp kollinum sem ekki eru á hverju strái, eins og þegar drepsótt eða stríð hrjáir mannheima og skyndilega fyllist allt af sálum í himnaríki eða helvíti. Það er ekki nóg að hleypa þeim inn um gullna A. eilífðar- vaktínni Það er ekki á hverjum degi sem mönnum býðst að leysa af Lykla Pétur eða ljóta karlinn sjálf- an. Arni Matthíasson brá sér í hvor tveggja hlutverkin og komst að því að guðdómurinn er enginn dans á rósum. hliðið því það þarf að fínna fyrir þær húsaskjól og afla viðurværis. Ef himnasmiðurinn stendur sig vel fær hann umbun frá enn æðra yfirvaldi, en standi hann sig illa íýrnar í sjóð- um himnaríkis sem kallar á frekari vandamál síðar meir. Helvíti þarf að glíma við álíka vandamál, en til gam- ans má geta að helvíti skiptist í sjö hverfí sem heita eftir dauðasyndun- um sjö og era litamerkt til samræm- is við það. Þannig má henda upp einu rauðu lostahverfí til að taka við óvæntu innstreymi. Eftir því sem fjölgar í himnaríki og hverfi stækka eykst kostnaður við sálgæsluna. Þá má grípa til þess ráðs meðal annars að leggja fé í byggingu veglegra limbóhúsa sem tekið geta við glötuðum sálum en þar fer vel um þær á meðan nóg er til af bjór. Allt viðhald hækkar í réttu hlutfalli við fjölgun bygginga, en það eina sem setja má út á leik- inn er að hann er full auðveldur, þ.e. ef rétt er farið af stað, með karma- hlið, eilífðarrásir og svo framvegis, þá er varla hægt að fara á hausinn. Sitthvað getur þó farið úrskeiðis, eins og þegar helvíti frýs, diskóæði gengur yfir, fljúgandi nef fellir hús, paradísarfuglar fljúga yfir og skilja eftir sig minnisvarða sem gera allt ólíft í 75 ár og svo mætti lengi telja, en þegar komið er nálægt milljarði sálna eða svo er nánast engin leið að sigla í strand. Þrátt fyrir það kunna flestir eflaust vel að meta aðstoðar- andana, Jasper og Ariu, sem lið- sinna á ögurstundu, njósna um sálir, frelsaðar og fordæmdar, og gefa hollráð. Peningar kama sér ve / Peningar koma sér vel á himnum ekki síður en í mannheimum, því allt kostar. Hver bygging kostar sitt og einnig ýmislegt smálegt eins og himinshlið, karmastöðvar, þjálfun- arbúðir, hvort sem er fyrir engla eða djöfla og ekki síst vegir því sál- irnar allar þurfa að komast leiðar sinnar. Hver sál sem kemur til himna eða heljar borgar við kom- una nokkur penní, mis mikið efir gangverðinu. Afterlife er leikur sem á sér ekki endi sem slíkan; það má enda- laust halda áfram að bæta við byggingum og sanka að sér sálum og keppast við að nýta op- inbert fé æ betur, halda kostnaði í lágmarki og sköttum í hámarki. Einu takmörk leiksins byggjast í raun á reikni- getu tölvunnar sem leik- ið er í. Sálimar era sálir Embóa, íbúa plánetu langt í burtu og staða þeirra í himnaríki/helvíti ræðst af því hverju þær trúa. Þannig fara þeir sem ekki trúa á líf eftir dauðann hvorki eitt né neitt; þeir liggja í sín- um gröfum og þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af þeim. Til viðbót- ar era níu kenningarkerfi, álíka skynsamleg og þau sem tíðkast í mannheimum, og spanna allt frá trú á ódauðlega sál í endurholdgun. 011 myndvinnsla er framúrskar- andi vel heppnuð, en þegar himna- ríki/helviti eru orðin vel mönnuð er eins gott að vera með öfluga tölvu við hendina, því smáatriðin eru svo mörg og byggingarnar svo mikil- fenglegar að það getur tekið heila eilífð að stýra himnaríki/helvíti. MIKIL BURÐARGETA , ÁREIÐANLEIKI, ENDING, LÍTIÐ VIÐHALD OG LÁGUR REKSTRARKOSTNAÐUR SKAPAR EIGANDA RENAULT PREMIUM FORSKOT í HARÐRI SAMKEPPNI. ÖKUMENN KUNNA EINNIG AÐ META AÐ BÍLARNIR ERU ÓVENJULEGA ÖRUGGIR, HLJÓÐLÁTIR OG ÞÆGILEGIR. RENAULT Strax við fyrstu kynni kemur í Ijós að Renault Premium vörubílarnir eru fyrir margra hluta sakir einstakir. Við hönnun þeirra var fyllsta tillit tekið til kröfuhörðustu ökumanna um þægindi í umgengni og akstri. Þegar atvinnutæki er vegið og metið skiptir sérhvert atriði máli fyrir ökumann og eiganda. Burðargeta, olíueyðsla, viðhaldskostnaður, áreiðanleiki. Listinn er langur en þú getur treyst því að hönnuðir Renault Premium sættu sig aðeins við bestu lausnina. Premium - ný lína vörubíla frá Renault ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SfMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.