Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 33

Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 33 AÐSENDAR GREINAR • • Oldungaráð UNDANFARIÐ hafa margir ungir og aldrað- ir ritað í Qölmiðla um málefni sem þá varða. Gleymið því samt ekki, að til eru margir, bæði eldri en þið og yngri, íj'öldi sérfræðinga, að við tölum ekki um þing- menn og bæjarstjórnar- fulltrúa, sem vita nán- ast allt um ykkur og málefni ykkar! Óhætt að segja „nánast allt“ því að þeir þurfa sjald- an að leita tii ykkar með mál sem varða börn og unglinga eða aldraða. Við sem erum á miðjum aldri rifjum að vísu sjaldan upp hvernig við hugsuðum, töluðum, hegðuðum okkur og lékum þegar við vorum börn og unglingar - og við pælum reyndar ekki í því hvern- ig það er að eldast eða verða og vera gamall - nógur er tíminn. En við vitum samt ótrúlega mikið! Og fyrir alla muni látið ykkur helst ekki detta í hug að þið eigið sameig- inleg áhugamál og getið bæði unnið saman og átt sameiginlegar góðar og gleðilegar stundir. Eða hvað? Er kominn tími til að staldra aðeins við og fá til liðs við sig öldungaráð og unglingaráð? Þegar við sláumst i för með þekk- ingu, visku og reynslu erum við á ferð með þremur frábærum systrum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í vel- ferðarmálum aldraðra síðan frumhetjar í Reykjavík, þær Geir- þrúður Hildur Bernhöft ellimálafulltrúi og Hel- ena Halldórsdóttir, forstöðumaður í félags- og tómstundastarfi hófu störf fyrir tæplega þremur áratug- um. Á fáum árum fengu þær til liðs við sig um 100 sjálfboðaliða úr röð- um kvenfélaga og félagasamtaka og unnu mikilvægt starf, ruddu braut- ina eins og ýmsir hafa gert víða um land. Á síðasta áratug hafa verið stofn- uð félög eldri borgara í fjölda sveit- arfélaga sem leggja mikilvægu mál- efni lið á mörgum sviðum, auk þess Þórir S. Guðbergsson Kanarí- aö seljast upp í vetur ... 39.932 Vikuíegar f erð« í vetur Kanaríferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og nú eru margar ferðir okkar uppseldar eða að seljast upp. Bókaðu strax og tryggðu þér þá ferð sem hentar þér best í vetur. Glæsilegt úrval gististaða í boði, beint flug með glæsilegum Boeing 757-200 og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í fríinu. Lenamar Verð frá kr. Vikuferð til Kanarí 19. nóv., hjón með 2 börn, Australia. Verð frá kr. Ferð í 2 vikur, 4. mars, m.v. hjón mcð 2 börn, Australia. 39.932 19. nóv., hjón með 2 börn, Aus 54.132 ars, m.v. hjón mcð 2 börn, Aust 58.760 Hvenær er laust? 20. okt. - 11 sæti laus 19. nóv. - iaus sæti 26. nóv. - laus sæti 17. des. - uppselt 24. des. - 21 sæti laust 31. des - laus sæti 07.jan. - 12 sæti laus 14. jan. - laus sæti 04. feb. - 18 sæti laus VtSA Verð frá kr. M.v. 2 í íbúð, Sonnenland, 26. nóv, 3 vikur. lnnifalið í verði, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 Unglingaráð sem fjöldi aldraðra stundar áhuga- mál sín annars staðar „meðal allra aldursflokka" - þar sem kynslóðirnar tengjast áfram traustum böndum. A hátíðarstundum er gjarna minnst á „elstu kynslóðina" - „frum- heijana", - „þá sem hafa lagt svo mikið af mörkum að þeim verður aldrei þakkað sem skyldi." í raun má orða það eins með unglingana. Á stundum er sagt: „Unglingarnir eru framtíð þjóðarinnar - hlúum eins vel að þeim og við frekast getum“ - og það er rétt. Fyrir fáeinum árum voru stofnuð samtök í Danmörku sem nefnast Ældre sagen. Einu skilyrðin fyrir þátttöku í samtökunum voru að fé- lagar hefðu áhuga á málefnum aldr- aðra. Á tæplega tveimur árum var fjöldi félaga orðinn um 200.000. Markmið samtakanna var að hvetja fóik til að hugsa fram í tímann, spá um framtíðina, hugsa um samfélagsþró- un á öllum sviðum þjóðlífsins - til heilla fyrir aldraða og þar með þjóð- arheildina. Fulltrúar Ældre sagen fylgjast með gangi málefna aldraðra í bæj- arstjórnum og á danska þinginu - og í tímariti samtakanna eru síðan birtar fréttir af ákvörðun bæjar- stjórna og þingmanna, ferli um- ræðna, athugasemda og tillagna fulltrúa félagasamtaka aldraðra. Allir félagar fá að fylgjast með. Víða hafa fyrirtæki er- lendis, segir Þórir S. Guðbergsson, komið á fót ráðgjafanefndum fyrrverandi starfs- manna sem vilja veg gömlu fyrirtækjanna sem mestan og bestan. Fyrir fáeinum árum var samþykkt 4-norska þinginu að komið skyldi á fót „ráðgjafarnefndum eftirlauna- þega“ eins konar öldungaráðum, í öllum sveitarfélögum landsins, þar sem megintilgangur var sá að nýta og njóta ráðgjafar aðila sem höfðu þekkingu, reynslu og vit á mála- flokki sem skipti alla þegna landsins miklu máli - málefnum aldraðra! Við getum því spurt: Er heilla- vænlegt að koma á fót öldungaráð- um og unglingaráðum í bæjarfélög- um og félagasamtökum? í þessu máli sem öðrum skiptir það miklu hveijir veljast til verksins, hveijir eru hæfastir til að hafa heild- arsýn yfir þarfir sveitarfélagsins og vita, að fjárhagur sveitarfélagsins setur okkur mörk - hvernig getum við best nýtt hann, sniðið okkur stakk eftir vexti og bætt fjárhaginn til heilla fyrir þegnana um ókomna framtíð á sviði menntunar, menning- ar, lista, trúar, vísinda, tækni og efnahags? Við vitum að ekki eru allir jafn hæfir og fúsir til starfsins. Við þekkjum aldraða jafnt sem unga sem eru „eilífir nöldurseggir" og hafa ætíð allt á hornum sér. En við þekkj- um sem betur fer enn fleiri sem eru jákvæðir, víðsýnir, réttsýnir og hafa bæði reynslu, visku og þekkingu í farteskinu. í raun má hugsa sér hvers kyns útgáfu af ráðgjafarnefndum. Fátt er endanlegt og sveigjanleiki er nauðsynlegur.Við getum t.d. hugsað okkur „öldunga/unglingaráð" eða „unglinga/öldungaráð" þar sem „æska og elli“ vinna saman - en allt kostar tíma, vinnu, peninga og ný viðhorf - og „allt hefur sinn tíma“. „Framtíðarstofnun" er gott mál. Mörg fyrirtæki og stofnanir halda námskeið fyrir starfsmenn sína, bæði endurmenntunarnámskeið og starfslokanámskeið. Víða hafa fyrir- tæki erlendis komið á fót ráðgjafar- nefndum fyrrverandi starfsmanna sem vilja veg gömlu fyrirtækjanna sem mestan og bestan, með ferskar og góðar hugmyndir. Því betur sem við treystum stoðir í málefnum aldraðra (það hriktir talsvert enn í nokkrum stoðum) - þeim mun betur undirbúum við jarð- veginn fyrir ungu kynslóðina: fram- tíð þjóðarinnar. Höfundur er fræðslufulltrúi öldrunarþjónustu Reykjavíkurborgar. ISLENSKT MAL TORFI Jónsson, vísnavinur og hreintungumaður, skrifar mér mikið bréf. Verður tekið úr því hið helsta í þessum pistli og næsta, e.t.v. með einhveijum inn- skotum frá umsjónarmanni. Fyrst gagnrýnir T.J. sérhæft mál langskólagenginna manna sumra hverra og segir: „Tilefni þessa bréfs er málfar fólks, bæði í rituðu og mæltu máli, sem mér er á stundum lítt skiljanlegt. í fyrrasumar var ég á ferð í bílnum minum og þurfti að nema staðar við gatnamót, þar sem rautt ljós blasti við mér á götuvitunum. Ég kveikti á út- varpinu og um leið heyrði ég fréttamann segja við viðmælanda sinn: „Ætlastu til að fólk skilji þetta?“ Svarið var eitthvað á þessa leið: „Ja, ég er nú að tala til ákveðins hóps.“ „Viltu endur- taka setninguna?" sagði þá fréttamaðurinn og það gerði við- mælandi hans. Þótt ég legði eyr- un vel við tókst mér ekki að botna neitt í því sem maðurinn sagði. Þegar svo kom í ljós að þarna var kennari við Háskóla íslands á ferðinni, leizt mér hreint ekki á blikuna. Mér flaug þá í hug tilvitnun sem Halldór Laxness hefur eftir enskum hagfræðingi og prófessor í líffræði, Lancelot Hogben að nafni: „the expensiv- ely uneducated classes“= stéttir, ómenntaðar fyrir of fjár (þýðing Halldórs - Vettvangur dagsins, bls. 279). íslendingur, þótt lærður há- skólakennari sé, sem getur ekki túikað mál sitt svo að skiljist, getur vart talizt menntaður. Og slíkir menn, sem eiga að vera nemendum sínum fyrirmyndir, eru óvinir íslenzkrar tungu, því ið greiðasta skeið til að skrílmenna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna. (Stephan G. Stephansson: Kolbeinslag.) En gömul vísa eftir Gunnar Pálsson skólameistara á Hólum (1753-1785) kemur upp í hug- Umsjónarmaður Gisli Jonsson 865. þáttur ann, að gefnu þessu tilefni: íslenzkan er eitt það mál sem allir lærðir hæla, og aldrei mun þín auma sál annað fegra mæla. Ef ég ætti að tíunda allt það sem ergir mig í máli manna, þá yrði þetta langt bréf, svo ég læt nægja að tilgreina það sem ég á verst með að sætta mig við: Fólk er víst hætt að gera sér grein fyrir hlutunum, það er meðvitað um þá. Það eru afleit skipti. Voninni hefur að mestu verið úthýst, fólk bindur ekki lengur vonir við neitt, það gerír sér væntingar. Það gerir rann- sóknir í stað þess að rannsaka málin. Reynsla heitir nú upplifun. Mikill léttir væri það ef fólk hætti að klifa á orðunum: Mín skoðun er sú - skoðun mín er sú, miklu einfaldara er að segja: ég tel, ég álít, jafnvel: mér finnst. Kannske finnst því skoðun sín svo þung á metunum, að bráð- nauðsynlegt sé að koma henni á framfæri á þennan hátt, en ég leyfi mér þó að efast um að hún geti verið það.“ ★ Umsjónarmaður hefur lengi ætlað sér að skrifa um leiðinlega notkun orðsins áhersla. Nú hefur Magnús Oskarsson tekið af hon- um ómakið, og birtist með þökk- um bréf hans um þetta efni: „Ég felli mig ekki við nýja, margbreytilega og óskilgreinda merkingu orðsins áherzla, oftast í fleirtölu, sem nú ríður húsum. Dæmin eru mýmörg og til að nefna eitthvað vísa ég til stór- auglýsinga um nýja blaðið sem á að rísa á rústum Tímans og Dags. Á borgarafundum um land allt kveðst ritstjóri þess munu „kynna helstu áherslur blaðs- ins...“ og fólk er hvatt til að koma til að „heyra hverjar áherslur verða í hinu nýja blaði“. Einhvern tímann hefði verið tal- að um efni blaðsins. Ég vona að þetta sé ekki vísbending um máltilfinningu ritstjórans. Þokuhugsun og óskýrleiki í máli er af hinu vonda. Verra er þó þegar menn haga orðum sín- um þannig viljandi, að hið sanna sjáist illa eða ekki. Dæmi um það er þegar menn halda að þeir geti breitt yfir harkalegan ágreining með því að kalla hann mismun- andi áherzlur, eins og ég hef oft heyrt. Ávinningur væri að því að fá álit þitt á þessu.“ ★ í merkri bók um mannanöfn á eynni Mön hefur Leslie Quilliam dregið saman ósmáan fróðleik, en meðal Manarbúa (Manks) eru nöfn af margvíslegum uppruna, t.d. gelískum, norrænum og róm- önskum. Nafnið Leslie er ættað frá Skotlandi og var upphaflega staðarnafn og kynni að hafa merkt „garður með kristþyrn- um“. Hjá skáldinu Robert Burns var nafnið kvenheiti, en nú oftast karlheiti, sbr. hinn frábæra leik- ara Leslie Howard. QuiIIiam á Mön er náttúrlega okkar Vil- hjálmur, en það nafn er nor- mannskt. Einhveijir muna sjálf- sagt eftir Dan Quayle. Síðara nafn þessa Bandaríkjamanns reyndist vera Manar-útgáfa af okkar Páli (lat. paulus). En nú er ég víst kominn harla langt frá íslensku máli. ★ Hlymrekur handan kvað: Það sagði Vilhjálmur West (sem er vitað og berlega sést á því hve illa honum ferst): „Þeim var ég víslega verst- ur sem mér unnu mest.“ „Annmarka hefir sérhver sinn.“ (Hjálmar Jónsson sem sig nefndi Eyfirðing, en oft er kennd- ur við Bólu.) Auk þess ber að þakka auglýs- ingar til fulltingis íslensku tölvu- máli. Og Margrét Erlendsdóttir fréttamaður (útvarpið 31. ágúst) fær prik fyrir að slá Fróðársel: „Spurn eftir húsnæðrí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.