Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 34

Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 34
34 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd: Þorsteinn Ásgeirsson. BAULA og Litla-Baula í Norðurárdal. Myndin birtist í bókinni SIÐA úr ferðabók Sveins M. Sveinssonar af „Landiðþitt", A-G, bls. 70. ferðalaginu frá 1912. Húsafellshringiirinn riðinn í júlí 1912 Ferðasaga eftir Leif Sveinsson byggð á dagbók Sveins M. Sveinssonar i. ÞANN 5. júlí 1912 leggja þrír menn af stað ríðandi áleiðis til Þingvalla, þeir: Jón Hjartarson, Suðurgötu 8B, kaupmaður, f. 15. ág. 1888. Jón J. Setberg, Laufás- vegi 2, trésmiður, f. 13. júlí 1870 og Sveinn M. Sveinsson, versl.maður í Khöfn. f. 17. okt. 1891, en hann varð síðar forstjóri Völundar hf. Frásögn þessi er byggð á dagbók Sveins á þessu tíu daga ferðalagi. Fyrsti áfangi var Geitháls, stoppað þar í 10 mínútur og drukk- in mjólk. Næsti áfangi sæluhúsið á Mosfellsheiði, þar snæddur mið- degisverður. Komið til Þingvalla kl. 17.15 og gist í Konungshúsinu. Kaffi og kókó fyrst, en síðar góður kvöldmatur. II. 6. júlí lagt af stað frá Þingvöll- um kl. 8.15 sem leið liggur með Ármannsfelli, áð við Hofmannaflöt og snæddur þar morgunverður undir Meyjarsæti. Kl. 13 er áð í Brunnum og tekið upp nesti. Kl. 14.20 eru þeir staddir við Beina- kerlingu og leggja þá á dalinn. Langihryggur er illur yfirferðar og snjóþungur. Eftir að hafa lagt Skúiaskeiðið að baki koma þeir til Húsafells kl. 20.30. „Það fyrsta, sem við urðum varir við á Húsa- felli var hið góða og vinalega við- • , mót húsmóðurinnar." Bar hún þeim félögum skyr með ijóma, sem þeim þótti nýnæmi í að fá. Hér mun átt við ekkjufrú Ástríði Þor- steinsdóttur, en maður hennar Þorsteinn Magnússon andaðist árið 1906. Gistingu fengu þeir á Húsafelli, tveir voru „lagsbræður" (tveir saman í rúmi), en einn svaf á hurðarbaki. SVEINN M. Sveinsson (fyrir miðju) ásamt hestafólki við Lögberg árið 1917. KONUNGSHÚSIÐ á Þingvöllum. Myndin birtist upphaflega í bók um Islandsferð Friðriks VIII sumarið 1907. Ljósmynd: Sigríður Zoéga. SVEINN M. Sveinsson um tví- tugt árið 1912. III. 7. júlí er síðan lagt af stað kl. 11.30 áleiðis að Surtshelli í fylgd Þorsteins Þorsteinssonar bónda- sonar á Húsafelli. Komið að Surts- helli kl. 13.30. Eftir að hafa skoð- að Beinahelli, „settum við okkur niður í afhelli einum, kveiktum þar 4 ljós og settum á hellu eina, sem við svo nefndum altari og borðuð- um þar góðan og ljúffengan mið- degisverð“. Síðan komu þeir við í Kalmanstungu hjá Ólafi Stefáns- syni bónda (1864-1930) og þágu þar kaffibolla fyrir eggjan heima- sætunnar. IV. 8. júlí kl. 12.00 er lagt af stað frá Húsafelli niður Hvítársíðu. Skammt frá brúnni hjá Barnafossi sjá þeir roliu í sjálfheldu á stalli einum. Seig Sveinn niður á stallinn á svipuskapti og tókst þeim síðan í sameiningu að frelsa rolluna úr prísundinni. Næst heimsækja þeir Jón Sigurðsson hreppstjóra á Haukagili (1871-1935), fyrrum þingmann Mýramanna (1908-11). Jón bauð þeim kaffi og þótti þeim hann bæði fróður og skemmtilegur. Enn halda þeir félagar áfram ferðinni og næsti áfangastaður er Norðtunga. Bóndi þar Runólfur Runólfsson. Reyna þeir þegar að ná símasambandi við Reykjavík: „til að láta vita, að menn væru heilir komnir úr Kaldadal og lifandi úr Surtinum“. Biðu þeir eftir samtali í tvo og hálfan tíma. „Þótti mönnum biðin löng án þess ekkert að starfa. Þar eð Guðmundur Magnússon pró- fessor ásamt fleiru góðu fólki var þar á staðnum í ágætu skapi, tóku menn sig til, fengu sér ljá og orf í hönd og slógu af mesta kappi, þar til losaðurI> var bærinn. Var svo drukkið kaffi og þá er því var lokið, var samband gefið. Nýgift kona var líka stödd hér og hafði beðið í nær fimm tíma eftir sam- bandi, en þá er það var fengið, náði hún tali af Jóni Hjartarsyni og bauð honum ásamt förunautum hans að gista hjá sér um nóttina á bæ sínum, Steinum. Þáðum við það auðvitað og áttum þar góða nótt.“ V. 9. júlí er haldið af stað áleiðis að Baulu og gekk ferðin þangað mjög vel. Fljótastur var Sveinn upp á Baulutind á 41 mínútu, en Jónarnir voru 80 mínútur að klífa fjallið. Uppi á vörðu þeirri, er reist er uppi á tindinum, var svo hrópað 9-falt húrra fyrir ferðalaginu. Þeir komu að Svignaskarði um mið- nætti og vöktu þar upp. Sofnuðu um tvöleytið örþreyttir. VI. 10. júlí leggja þeir upp frá Svignaskarði í átt að Haugum, en nýja brúin yfir Norðurá hafði ver- ið vígð árið áður, 24. júní 1911. Eftir að hafa skoðað brúna héldu þeir á vit heimasætanna á Haug- um, þeirra Jóhönnu og Kristínar. Þær gáfu kaffi og pönnukökur að góðum íslenskum sveitasið. Síðan reyna þeir félagar fyrir sér við laxveiðar, en hafa ekki erindi sem erfiði. Þannig er ritað í dagbókina: „Seinna um daginn héldu drengir á laxveiðar, fékk einn þeirra bröndu eina, var það mjög lítill urriði og veiddi hann Sveinn, sem upp frá því var kallaður „Hornsíla- Sveinn“. VII. 11. júlí eru þeir félagar enn að reyna við laxinn en afraksturinn aðeins tveir urriðar. Áin er líkleg- ast Norðurá. Um kvöldið stytta þeir sér stundir við spil og söng og virðast þeir vera enn á Haugum. VIII. Föstudaginn 12. júlí kl. 11.20 halda þeir félagar af stað suður á bóginn og koma við hjá Oddi bónda Jónssyni að Eskiholti. Þar innbyrt súkkulaði og kaffi að venju. Þaðan að Feijukoti, á bát yfir Hvítá, fram hjá Hvítárvöllum og að Hvanneyri. Skóiahúsið skoðað og veitingar þegnar. Þaðan héldu þeir svo áfram meðfram Hafnarfjalli að Höfn í Melasveit til húsfreyju Þórunnar Richardsdóttur Sívertsen. Gista þar um nóttina við besta atlæti. IX. Laugardaginn 13. júlí kl. 11.20 halda þeir svo áfram suður með

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.