Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 35

Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 35 fjallinu og um alla Hvalfjarðar- strönd upp að Þyrli. Þar er drukk- ið afmæliskaffi Jóns Setberg (varð 42 ára) og honum „óskað alls hins besta, sem gefst í heimi þessum“. Að því loknu stigu þeir á bak og komu að Neðra-Hálsi kl. 21.30. Var þeim þar vel tekið og sváfu þar um nóttina. X. Þann 14. júlí, hinn tíunda og síðasta dag ferðarinnar, héldu þeir svo enn þá áfram áleiðis til Reykja- víkur, niður í Kjós, út á Kjalar- nes, niður Mosfellssveit og heim. Komu þeir til bæjarins kl. 18.30 og þannig endaði hin góða og skemmtilega ferð þremenning- anna til Þingvalla, norður Kaldad- al, um allan Borgarfjörð og til Reykjavíkur aftur. EFTIRMÁLI Þar sem 84 ár eru liðin frá því að þremenningarnir riðu Húsa- fellshringinn, þykir mér rétt að telja upp ábúendurna á þeim bæj- um sem þeir höfðu viðstöðu á og gera þeim nokkur skil: 1. Húsafell: Ekkjufrú Ástríður Þorsteinsdóttir, systir Kristleifs á Stóra-Kroppi. Hún fædd 6.6. 1847, dáin 27. júní 1921. Sonur hennar er Þorsteinn Þorsteinsson, f. 6. júlí 1889, sá er fylgdi þre- menningunum í Surtshelli. Síðar bóndi og hreppstjóri á Húsafelli. 2. Kalmanstunga: Ólafur Stef- ánsson er bóndi þar, f. 1864, d. 1930. 3. Haukagil: Jón Sigurðsson hreppstjóri, f. 1871, d. 1935, fyrr- um alþingismaður Mýramanna, árin 1908-1911. 4. Norðtunga: Bóndi þar Run- ólfur Runólfsson, f. 25.9. 1861, d. 13.4. 1935. Faðir Sigurðar, er var einn af stofnendum Sjóklæða- gerðarinnar hf. og afi Sverris Sig- urðssonar listhöfðingja. Runólfur var fyrsti maður er hóf að stunda bændagistingu sem aukabúgrein. 5. Steinar í Stafholtstungum. Kristján Franklin Björnsson, f. 1884, og Rannveig Oddsdóttir gengu í hjónaband árið 1911. Hún fædd 1890. 6. Svignaskarð: Bóndi þar Guð- mundur Daníelsson, f. 1873, d. 1939. 7. Haugar: Bóndi þar Sigurður Jónsson, ca. 71 árs 1912, en kona hans er Guðrún Sigurðardóttir, ca. 46 ára. „Heimasæturnar“ eru upp- eldisdætur þeirra hjóna: Jóhanna Bogadóttir, ca. 24 ára og Kristín Ólafsdóttir, f. 1. okt. 1888, d. 25. mars 1970. 8. Eskiholt: Oddur Jónsson er bóndi þar. 9. Hvanneyri: Þar er skóla- stjóri Halldór Vilhjálmsson, f. 1875, d. 1936. Hann var skóla- stjóri á Hvanneyri 1907 til ævi- loka 1936. 10. Höfn í Melasveit: Þórunn Richardsdóttir Sívertsen, f. 1862, d. 1958, ekkja eftir Torfa Síverts- en (1865-1908), bróður Sigríðar prestmaddömu á Gilsbakka í Hvít- ársíðu og Sigurðar guðfræðipró- fessors. Þórunn var heimiliskenn- ari á Gilsbakka 1896-98 hjá sr. Magnúsi Andréssyni og fjölskyldu hans. Þórunn var menntuð í Skot- landi og árið 1927 fékk hún verð- laun í samkeppni skosks tímarits: „Some interesting objects in the place where I live“. 11. Þyrill: Helgi Jónsson er bóndi á Þyrli, f. 1876, d. 1933. Faðir sr. Valgeirs Helgasonar, er lengst var prestur í Ásum í Skapt- ártungu.. 12. Neðri-Háls í Kjós: Bóndi þar Þórður Guðmundsson hrepp- stjóri og héraðshöfðingi, f. 1844, d. 1921. Sonur hans Þorbjörn Þórðarson lengst læknir í Bíldudal (1875-1961). 1) losa bæinn = slá kringum bæinn. (íslensk orðabók, litgáfa Menningarsjóðs Höfundur er lögfræðingur og fyrrvernndi frnmkvæmdastjóri Völundnr hf. í tilefni sál- fræðingaskorts FRÉTTAFLUTN- INGUR hefur verið nokkur að undanförnu af flutningi grunnskól- anna frá ríki til sveitar- félaga. Er það vel og sjálfsagt ekki vanþörf á að skýra þýðingu þessara miklu breyt- inga sem best. Upp á síðkastið hafa fréttir af sálfræðingaskorti til þjónustu í skólakerfinu verið nokkrar og tilefni leiðaraskrifa í a.m.k. einu dagblaðanna. Sumar af þessum frétt- um eru tilefni þessara skrifa. Biðlaun Sumir forsvarsmenn í skólamál- um hafa látið hafa þá ályktun eftir sér í fjölmiðlum að biðlaunum sé um að kenna að erfitt sé að fá sál- fræðinga til starfa í skólakerfinu. Áður en ég skoða þetta sérstaklega er rétt að líta aðeins á biðlaun og hlutverk þeirra. Skv. lögum áttu þeir, sem fast- ráðnir voru að Fræðsluskrifstofun- um sálugu, rétt á biðlaunum í 6 eða 12 mánuði (ræðst af starfsaldri), þegar stöður þeirra voru lagðar nið- ur 1. ág. sl. Á mínum gamla vinnu- stað, Fræðsluskrifstofu Norður- lands eystra, munu allir rétthafar hafa nýtt þennan rétt sinn. Hlutverk biðlauna er fjölþætt. Þessi eru helst: - Vinnuveitandinn (ríkið) vill að fullri starfsemi, sem leggja skal nið- ur, sé haldið fram á síðasta dag. Með biðlaunarétti starfsfólks er reynt að hindra að það tínist í burtu eitt af öðru í ótíma, og skortur á starfsöryggi og virk atvinnuleit komi niður á nauðsynlegum afköst- um. - Biðlaun gefa starfsfólki það svig- rúm að geta leitað að nýju starfi með menntun sína og hæfni í fyrir- rúmi, ekki fjárhagslega afkomu. Það getur leyft sér að bíða svolítið ef nauðsyn krefur, flust búferlum á heppilegum tíma, o.fl. í þessum dúr, er tengist breytingu á atvinnu- högum. - Finni starfsfólk ekki hliðstætt starf og það hefur áður gegnt gefa biðlaun möguleika á umskólun án þess að fjárhagslegri afkomu sé stefnt í voða. Sama kost á sá eða sú sem beinlínis kýs að nota þetta tækifæri til end- ur- eða viðbótarmennt- unar í sínu fagi. - Loks má nefna það (dulda) póli- tíska hlutverk, sem biðlaun hafa í krafti þess fyrirkomulags, sem stjórnmálamenn hafa gefið þeim. Núverandi fyrirkomulag var sam- þykkt á Alþingi sl. starfsár og er í því fólgið að öll laun, er biðlauna- þegi hlýtur í þjónustu annarra, lækka biðlaun tilsvarandi. Það ger- ist hins vegar ekki ef biðlaunaþeg- inn starfar hjá sjálfum sér. Þarna er beinlínis hvatt til sjálfstæðrar atvinnustarfsemi og þar með á viss- an hátt til einkavæðingar á áður opinberri starfsemi. Sálfræðingar í verktöku Fram hefur komið í fréttum af þessum málum að nokkrir sálfræð- ingar, þ. á m. undirritaður, hafi stofnað með sér félag og hyggi á sjálfstæða verktakastarfsemi. Þeir hafi síðan m.a. boðið Skólaþjónustu Eyþings á Akureyri þjónustu sína. Engin svör hafa borist við þeim til- boðum nema þau er lesa hefur mátt í blöðum sem vitna þá til orða for- stöðumanns Skólaþjónustunnar. Síðast mátti lesa í Morgunblaðinu þ. 21. ág. sl. þá niðurstöðu forstöðu- mannsins að þjónustusamningur við sjálfstætt starfandi sálfræðinga mundi hafa fjórfaldan kostnað í för með sér fyrir Skólaþjónustuna mið- Það er ekki að undra, segir Már V. Magnús- son, að sálfræðingar skoði vel sinn gang á þessum tímamótum. að við að hafa þá starfandi inni á stofnuninni. Án þess að ég telji það mitt hlutverk að segja forstöðu- manninum til í rekstrarmálum er ég ósköp hræddur um að hér sé mikill misskilningur á ferðinni. Mis- skilningur sem óleiðréttur gefur í skyn að þjónusta sjálfstætt starf- andi sálfræðinga sé svo óskaplega dýr að opinberar stofnanir geti ekki nýtt sér hana, hvað þá einstaklingar sem kynnu að hafa þörf á því. Tilboð okkar miðaðist við að við héldum þeim launum, sem okkur voru greidd, er Fræðsluskrifstofan var lögð niður og við mundum sjálf- ir standa straum af þeim réttindum og skyldum sem fastráðningu hjá Ríkinu fylgir. Hér er um að ræða launatengt álag en í því felast atriði eins og orlofsgreiðslur, tryggingar, lífeyrissjóðsgjöld og endurmenntun svo helstu atriðin séu nefnd. Hér er um sambærilega kostnað að ræða við hvort fyrirkomulagið sem er. Auk þessa gerðum við í tilboði okk- ar ráð fyrir því að við mundum bera ákveðinn verktakakakostnað vegna húsaleigu, ritara- og símaþjónustu, handleiðslu og almennan rekstrar- kostnað. Þetta allt mundi Skólaþjón- ustan trúlega ekki spara sér strax við að hafa sálfræðinga ekki í vinnu hjá sér. Engu að síður er vandséð hvernig forstöðumaðurinn fær til- boð, sem byggist á þessum forsend- um, til að fjórfalda kostnað við þjón- ustusamning miðað við fastráðn- ingu. I áðurnefndri frétt Morgunblaðs- ins er haft eftir forstöðumanninum, að með þjónustusamningi við sál- fræðinga, væri hann „að tryggja Már Magnússon að sálfræðingar kæmu ekki til starfa inn á skrifstofuna í framtíð- inni.“ Rétt er að staldra aðeins við þessa fullyrðingu. Með henni er for- stöðumaðurinn að gefa sér að sveit- arfélögin, sem að Skólaþjónustunni standa, muni í framtíðinni (um ókomna tíð?) telja þeirri sálfræði- þjónustu, sem lögin skylda þau til að veita, best fyrir komið hjá Skóla- þjónustunni. Það tel ég hins vegar engan veginn sjálfgefið. Sveitarfé- lögum ber að veita sálfræðiþjónustu, uppeldisráðgjöf og -leiðsögn og sinna forvörnum af ýmsu tagi víða í þjónustukerfi sínu við borgarana. Sum sveitarfélög kynnu að sjá sér hag í því að sameina þessa þjónustu undir einum hatti og láta hana þar með standa öllum aldurshópum borgaranna til boða. Þau kynnu með þessum hætti telja sig sinna íbúun- um öllum betur en með núverandi fyrirkomulagi. Annað, sem forstöðumaðurinn gefur sér með ofangreindri fullyrð- ingu er að sálfræðingar vilji/óski að starfa „inni á skrifstofunni í framtíðinni." Kannski er það svo en samt ekki sjálfgefið, heldur ekki fyrir þá sem áður störfuðu á Fræðsluskrifstofunum fyrir 1. ág- úst. Það er nú þannig að hér er alls ekki um sömu störfin að ræða og hliðstæðar stöður fyrir sálfpæð- inga og áður voru á Fræðsluskrif- stofunum ekki fyrir hendi. Starf- semin hefur verið endurskiplögð, áherslum breytt o.s.frv. í viðtali var á Gerði Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, að skilja að ekki væri við því að búast að sálfræðiþjónust- an þar fengi mikinn stuðning næstu árin. Sú þjónusta hefur verið í nið- urskurði síðustu árin innan Fræðslu- skrifstofunnar í Reykjavík og svo virðist sem áfram skuli haldið á þeirri braut. Nýir vinnustaðir innan skólakerfisins fyrir sálfræðinga virðast því ekki fjarska aðlaðandi þegar litið er til möguleika á fag- legri þróun og stuðningi við hana. Það er því ekki að undra að sálfræð- ingar skoði vel sinn gang á þessum tímamótum, líti í kringum sig eftir nýjum störfum eða geri tilraun til að skapa sinn eigin starfsvettvang. Biðlaunin, sem sálfræðingar og ann- að starfsfólk á Fræðsluskrifstofun- um hefur í raun þegar greitt fyrir með lágum launum í gegnum tíðina, eru því ekki að halda fólki frá vinnu. Þyngra vega bág kjör og framtíðar- lítil störf í nýstofnuðu kerfi. Hörfundur er sálfræðingur á Akreyri. Kattrýni Undan skilningstrjenu ÉG ER kattavinur, sem kemur best fram i því að ég á ekki kött. Enn fremur skil ég kattamál, og er það í stórum dráttum eina mál sem ég skil. Kettir Grjótaþorpsins eiga sér áhyggjur og raunir eins og hveijir aðrir, gleðistundir í sólskini, eða í góðærinu í ágúst árið 1984, þegar allt fylltist af músum. Nú finnst þeim að sér þrengt. Tveir þeirra komu að máli báðir hvor við annan, eins og væri sagt á fréttastofum. Annar er kattþrifinn, kynborinn með stýri eins og reykjarlopi liðist til himins, hefðarköttur af sóma- heimili. Hinn er ótýndur flækingur með eyrun tætt og lufsulegt skott. Hann laut lægra er þeir hittust eitt sinn fyrir löngu á förnum kattvegi, hafði reyndar áður orðið að láta unnustu sína, Katttrýnu, af fæti við hinn. Hveijum væri ekki hvíld í því eins og mér, að heyra á mál slíkra kumpána? Það snýst altént um ann- að en forsetakosningar: Æðri köttur: „Þar ferð þú um líkt og lopahespa í kuðli, áhyggjulaus um hag annarra sem og sjálfs þín, þótt einmitt þú sjálfur værir þitt rétta áhyggjuefni. Væri ekki nær að leiða að því huga á þessum al- vörutímum fyrir ketti og aðrar skepnur, hvað mætti betur fara hér í þorpinu hvað viðvíkur oss.“ Óæðri köttur: „Ó þér uppi á stein- vegg en ég í ryki götu. Þér sem eruð svo fullkomnari mér sem sól kattaguðsins er svartholunum. Ég lít upp til yðar, ekki einungis bók- staflega skilið, heldur einnig í and- legum skilningi, ef ég mætti svo taka til orða um rnína forsmán. Seg mér hvað mætti til betri vegar horfa oss köttum." Æðri köttur: „Nú er ei annað fýrir en vér hefjum kröfugerð á hendur borgaryfirvöldum manna, vér kettir allra kattstétta, með kröfuspjöld á stýri.“ Óæðri köttur: „Ó, æðri köttur! Hvað á svo sem að standa á þeim spjöldum? Ekki ræður Imbutetur Yfírmanneskja fyrir fjölda músa í veiðilendum okkar.“ Æðri köttur: „Óæðri köttur! Finn- ur þú ei til hins sama og ég, þótt lítilmótlegur sért, að þótt gnægð músa sé oss útmæld af forsjóninni, gefst oss annað verr, sem er að fínna stað fýrir frálagið er af þeim kem- ur. Nú hafa borgaryfírvöld með hjálp undirdánugra tekið af oss þann hefð- bundna rétt að mega ganga öma vorra í sandkössum vor eigin. Nú hafa verið hér um þorpsslóðir sem og um Vesturbæ vítt verið strengd nælonnet þvert um sandkassa, svo að engin vegur er að þeir gegni sínu rétta hlutverki, heldur eru þeir opn- aðir af mönnum með höppum og glöppum, net tekið frá og börn manna sett að leik, í vorum sandi. En ei er oss gefið annað að hægja oss á en nælonnetið eitt, sem ei fest- ir á kló, og mikil kattraun að klifra út á það og láta gossa. Það er aldeil- is dæmt til að renna út í sandinn." Óæðri köttur: „Ó, æðri köttur! Á þá að standa á spjöldunum á stýri oss: „Netin af sandkössunum?““ Æðri köttur: „Þú ert skýrleiks- heili af óæðri ketti að vera og þótt þú hafir ei fengið til þess uppeldið.“ Óæðri köttur: „Mætti ég af mín- um lítilmótlegheitum koma með mótbáru: Er ei hér í Gijótaþorpi utanverðu svæði þakið sandi og möl, rétt vítt til allra átta og nægt til þess að þijú þúsund kettir leggi frá sér ómelta parta þijú þúsund músa?“ Æðri köttur: „Ónei, óæðri kött- ur: Er þér ei kunnugt um að Imba hefur ásamt kirkjuyfírvöldum þegar einnig því ráðstafað því svæði mönnum eða réttara sagt konum til handa, og fóta, og alls líkamans? Þar hefur verið skipulagður kvenna- kirkjugarður borgarinnar til fram- tíðarinnar, og eftir þá framkvæmd er hann alls ótækur til slíks verkn- aðar, þar sem leiði eru ei vel fallin til þess háttar yfirklórs sem vér kettir ástundum.“ Óæðri köttur: „Æ, sælir verið þér, æðri köttur. Skilið kveðju til Katttrýnu unnustu minnar fyrrver- andi. Segið henni að ég skilji vel að hún hafi ekki viljað mig. Hennar hefði ekkert beðið nema ógæfan, leggjandi lag sitt við óketti á við mína forsmán." Egill Egilsson Vöggusœngur, vöggusett. SköUvOrBuAlg 21 Sixni 5S1 405« Rcyktavik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.