Morgunblaðið - 07.09.1996, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 45
:
<
(
(
(
(
(
(
(
<
<
(
A TVINNUAUGL YSINGAR
REYKJ4LUNDUR
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur óskast sem fyrst á
Heilsugæslustöð Mosfellslæknisumdæmis
að Reykjalundi.
Um er að ræða hlutastarf.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
566-6100.
Hársnyrtar
Hársnyrtar, svein eða meistara vantar í hluta-
starf á hársnyrtistofu frá kl. 13-18.
Upplýsingar í síma 587 3606.
Frá Kvennaskólanum
í Reykjavík
Vegna forfalla vantar þýskukennara strax í
rúmlega hálft starf.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans,
hjá deildarstjóra eða aðstoðarskólameistara
í síma 562 8077.
Skólameistari.
Frá Fósturskóla
íslands
Kennara vantar þegar í stað í kennslu í fé-
lagsfræði á þriðja námsári vegna forfalla um
óákveðinn tíma. Fullt starf. Umsóknarfrestur
er til 10. september. Upplýsingar veittar á
skrifstofu skólans.
ÝMISLEGT
Garðatorg Garðabæ
Listamenn og handverksfólk. Verið velkomin á
Garðatorg með ykkar verk til sýnis og sölu.
Allar nánari upplýsingar veita Ida í G.H. Ijós,
s. 565 6560, og Helga, H-búðin, s. 565 6550.
Næsta sýning verður 14. og 15. sept. Þeir sem
ekki hafa staðfest þátttöku, hafi samband.
Störf á sviði
fjármála og
verðbréfa
Verðbréfafyrirtæki óskar eftir að ráða starfs-
menn í eftirtalin störf:
Forstöðumaður upplýsingasviðs
Forstöðumaðurinn hefur umsjón með bók-
og reikningshaldi fyrirtækisins ásamt upp-
byggingu og rekstri tölvukerfis.
Kröfur um hæfni:
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi viðskipta-
fræðimenntun og æskileg er löggilding á
sviði endurskoðunar. Reynsla í sambærileg-
um störfum er mikilvæg.
Verðbréfamiðlun/ráðgjöf
Starfsmaður mun sjá um kaup og sölu verð-
bréfa, mat á verðbréfum ásamt fjármálaráð-
gjöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.
Kröfur um hæfni:
Starfsmaður þarf að hafa viðskipta- eða lög-
fræðimenntun. Reynsla innan fjármálafyrir-
tækis er æskileg.
Bókhald
Starfsmaður mun sjá um og bera ábyrgð á
merkingum og skráningu bókhaldsgagna,
færslum í bókhaldi, afstemmingum og stöðu.
reikninga.
Kröfur um hæfni:
Starfsmaður þarf að hafa viðeigandi mennt-
un. Reynsla á sviði bókhalds í fjármálafyrir-
tæki eða lánastofnun er æskileg.
Ofangreind störf eru öll krefjandi og er
áhersla lögð á skipuleg vinnubrögð, árang-
ur í starfi og að starfsmenn séu tilbúnir til
samstarfs og liðsvinnu þegar aðstæður
krefjast. Fyrir rétta aðila eru góð laun íboði.
í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar
upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið
verður með allar upplýsingar sem trúnaðar-
mál og öllum umsóknum verður svarað.
Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem
að ofan greinir er boðið að senda inn um-
sókn til KPMG Sinnu ehf., fyrir 14. sept-
ember 1996.
inna ehf.
Rekstrar-og stjórnunarráðgjöf
Vegmúli 3 Sími 588-3375
108 Reykjavlk Fax 533-5550
KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjómunar- og
starfsmannamála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu.
KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management
Consulting.
Umhverfismálaráð
Reykjavfkur
Hefur þú gengið
strandstíginn við
Korpúlfsstaðafjöru?
Umhverfismálaráð Reykjavíkur býður til fjöl-
skyldugönguferðar sunnudaginn 8. septem-
ber um útivistarsvæðið við Korpúlfsstaði.
Sagt verður frá skipulagi svæðisins, forn-
minjum og náttúru.
Ferðin hefst við Korpúlfsstaði kl. 13.40 og
gert er ráð fyrir að ferðin taki um 2 klst.
Strætisvagn nr. 8 fer frá Mjódd kl. 13.03 og
frá skiptistöðinni Ártúni kl. 13.16.
Umhverfismálaráð Reykjavíkur
Söngskólinn í Reykjavík
Skólasetning
Söngskólinn í Reykjavík veröur settur
sunnudaginn 8. sept. kl. 16
í Tónleikasal skólans aö Hverfisgötu 44.
Kennsla hefst mánudaginn 9. sept.
Dagskólinn er fullsetinn
en innritun á 12 vikna kvöldnámskeiö
hefst mánudaginn 9. sept.
Allar upplýsingar um kvöldnámskeidin
eru gefnar á skrifstofu skólans í
síma 552-73G6, frá kl. 15-17.
Skúlastjóri
Aðalfundur Sjálfstæðis-
félags Mýrasýslu
verður haldinn fimmtudaginn 12. september
kl. 20.30. Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á landsfund.
Stjórnin
Húsnæðisnefnd
Hafnarfjarðar
Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar auglýsir hér
með eftir umsóknum um:
a. Félagslegar eignaríbúðir og félagslegar
kaupleiguíbúðir.
Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirtal-
in skilyrði:
1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign.
2. Eru innan eigna- og tekjumarka Hús-
næðisstofnunar ríkisins, sem eru:
Einstaklingar kr. 1.500.000
Hjón kr. 1.875.000
Viðbót v/barns kr. 250.000
Eignamörk kr. 1.900.000
3. Sýna fram á greiðslugetu. Við það skal
miðað að greiðslubyrði lána fari ekki yfir
28% af tekjum.
b. Almennar kaupleiguíbúðir.
Ekki er skilyrði um eigna- og tekjumörk, en
sýna þarf fram á greiðslugetu. Lánahlutfall
tekur mið af eignamörkum.
Umsóknarfrestur er til 15. september nk. og
liggja umsóknareyðublöð frammi á skrifstofu
húsnæðisnefndar á Strandgötu 11,3. hæð,
en þar eru einnig veittar nánari upplýsingar
og í síma 565 1300.
Sérstök athygli er vakin á því að eldri um-
sóknir falla úr gildi verði þær ekki endurnýj-
aðar.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Skíðadeild
Ármanns
Haustæfingar hefjast mánudaginn 9. septem-
ber nk. í íþróttahúsi Ármanns við Sigtún. Æf-
ingatafla verður afhent í fyrsta æfingatíman-
um.
Æfingar hefjast á eftirfarandi tímum:
8áraogyngri kl. 18.00-18.50
9-12 ára kl. 17.10-18.00
13-15 ára kl. 16.20-17.10
Þjálfun skíðagöngufólks hefst á sama tíma.
Nýir félagar eru velkomnir bæði í skíðagöngu
og alpagreinar.
Nánari upplýsingar eru í síma 562 0005.
ÓSKAST KEYPT
Loðnudælur
og kraftblakkir
Einn af viðskiptavinum okkar hefur beðið
mig að leita fyrir sig að notuðum loðnudælum
og Triplex kraftblökkum.
Upplýsingar í síma 426 8658.
Barnakórar Seljakirkju
Nú er vetrarstarfið að hefjast. Innritun fer
fram í kirkjunni þriðjudaginn 10. sept.
kl. 16.00 - 18.00.
Nánari upplýsingar hjá kórstjóra (Hanna
Björk) í síma 565 2145.