Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 45 : < ( ( ( ( ( ( ( < < ( A TVINNUAUGL YSINGAR REYKJ4LUNDUR Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast sem fyrst á Heilsugæslustöð Mosfellslæknisumdæmis að Reykjalundi. Um er að ræða hlutastarf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 566-6100. Hársnyrtar Hársnyrtar, svein eða meistara vantar í hluta- starf á hársnyrtistofu frá kl. 13-18. Upplýsingar í síma 587 3606. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Vegna forfalla vantar þýskukennara strax í rúmlega hálft starf. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, hjá deildarstjóra eða aðstoðarskólameistara í síma 562 8077. Skólameistari. Frá Fósturskóla íslands Kennara vantar þegar í stað í kennslu í fé- lagsfræði á þriðja námsári vegna forfalla um óákveðinn tíma. Fullt starf. Umsóknarfrestur er til 10. september. Upplýsingar veittar á skrifstofu skólans. ÝMISLEGT Garðatorg Garðabæ Listamenn og handverksfólk. Verið velkomin á Garðatorg með ykkar verk til sýnis og sölu. Allar nánari upplýsingar veita Ida í G.H. Ijós, s. 565 6560, og Helga, H-búðin, s. 565 6550. Næsta sýning verður 14. og 15. sept. Þeir sem ekki hafa staðfest þátttöku, hafi samband. Störf á sviði fjármála og verðbréfa Verðbréfafyrirtæki óskar eftir að ráða starfs- menn í eftirtalin störf: Forstöðumaður upplýsingasviðs Forstöðumaðurinn hefur umsjón með bók- og reikningshaldi fyrirtækisins ásamt upp- byggingu og rekstri tölvukerfis. Kröfur um hæfni: Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi viðskipta- fræðimenntun og æskileg er löggilding á sviði endurskoðunar. Reynsla í sambærileg- um störfum er mikilvæg. Verðbréfamiðlun/ráðgjöf Starfsmaður mun sjá um kaup og sölu verð- bréfa, mat á verðbréfum ásamt fjármálaráð- gjöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Kröfur um hæfni: Starfsmaður þarf að hafa viðskipta- eða lög- fræðimenntun. Reynsla innan fjármálafyrir- tækis er æskileg. Bókhald Starfsmaður mun sjá um og bera ábyrgð á merkingum og skráningu bókhaldsgagna, færslum í bókhaldi, afstemmingum og stöðu. reikninga. Kröfur um hæfni: Starfsmaður þarf að hafa viðeigandi mennt- un. Reynsla á sviði bókhalds í fjármálafyrir- tæki eða lánastofnun er æskileg. Ofangreind störf eru öll krefjandi og er áhersla lögð á skipuleg vinnubrögð, árang- ur í starfi og að starfsmenn séu tilbúnir til samstarfs og liðsvinnu þegar aðstæður krefjast. Fyrir rétta aðila eru góð laun íboði. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir er boðið að senda inn um- sókn til KPMG Sinnu ehf., fyrir 14. sept- ember 1996. inna ehf. Rekstrar-og stjórnunarráðgjöf Vegmúli 3 Sími 588-3375 108 Reykjavlk Fax 533-5550 KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjómunar- og starfsmannamála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting. Umhverfismálaráð Reykjavfkur Hefur þú gengið strandstíginn við Korpúlfsstaðafjöru? Umhverfismálaráð Reykjavíkur býður til fjöl- skyldugönguferðar sunnudaginn 8. septem- ber um útivistarsvæðið við Korpúlfsstaði. Sagt verður frá skipulagi svæðisins, forn- minjum og náttúru. Ferðin hefst við Korpúlfsstaði kl. 13.40 og gert er ráð fyrir að ferðin taki um 2 klst. Strætisvagn nr. 8 fer frá Mjódd kl. 13.03 og frá skiptistöðinni Ártúni kl. 13.16. Umhverfismálaráð Reykjavíkur Söngskólinn í Reykjavík Skólasetning Söngskólinn í Reykjavík veröur settur sunnudaginn 8. sept. kl. 16 í Tónleikasal skólans aö Hverfisgötu 44. Kennsla hefst mánudaginn 9. sept. Dagskólinn er fullsetinn en innritun á 12 vikna kvöldnámskeiö hefst mánudaginn 9. sept. Allar upplýsingar um kvöldnámskeidin eru gefnar á skrifstofu skólans í síma 552-73G6, frá kl. 15-17. Skúlastjóri Aðalfundur Sjálfstæðis- félags Mýrasýslu verður haldinn fimmtudaginn 12. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. Stjórnin Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar auglýsir hér með eftir umsóknum um: a. Félagslegar eignaríbúðir og félagslegar kaupleiguíbúðir. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirtal- in skilyrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan eigna- og tekjumarka Hús- næðisstofnunar ríkisins, sem eru: Einstaklingar kr. 1.500.000 Hjón kr. 1.875.000 Viðbót v/barns kr. 250.000 Eignamörk kr. 1.900.000 3. Sýna fram á greiðslugetu. Við það skal miðað að greiðslubyrði lána fari ekki yfir 28% af tekjum. b. Almennar kaupleiguíbúðir. Ekki er skilyrði um eigna- og tekjumörk, en sýna þarf fram á greiðslugetu. Lánahlutfall tekur mið af eignamörkum. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. og liggja umsóknareyðublöð frammi á skrifstofu húsnæðisnefndar á Strandgötu 11,3. hæð, en þar eru einnig veittar nánari upplýsingar og í síma 565 1300. Sérstök athygli er vakin á því að eldri um- sóknir falla úr gildi verði þær ekki endurnýj- aðar. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Skíðadeild Ármanns Haustæfingar hefjast mánudaginn 9. septem- ber nk. í íþróttahúsi Ármanns við Sigtún. Æf- ingatafla verður afhent í fyrsta æfingatíman- um. Æfingar hefjast á eftirfarandi tímum: 8áraogyngri kl. 18.00-18.50 9-12 ára kl. 17.10-18.00 13-15 ára kl. 16.20-17.10 Þjálfun skíðagöngufólks hefst á sama tíma. Nýir félagar eru velkomnir bæði í skíðagöngu og alpagreinar. Nánari upplýsingar eru í síma 562 0005. ÓSKAST KEYPT Loðnudælur og kraftblakkir Einn af viðskiptavinum okkar hefur beðið mig að leita fyrir sig að notuðum loðnudælum og Triplex kraftblökkum. Upplýsingar í síma 426 8658. Barnakórar Seljakirkju Nú er vetrarstarfið að hefjast. Innritun fer fram í kirkjunni þriðjudaginn 10. sept. kl. 16.00 - 18.00. Nánari upplýsingar hjá kórstjóra (Hanna Björk) í síma 565 2145.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.