Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 48

Morgunblaðið - 07.09.1996, Page 48
48 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk FI5H1N6 15 A CRUEl^/ulELL.THATS 5PORT, 5IR..I COULD / VOUR NEVER BE A PRIVILEGE, FI5MER PERSONU^MARCIE.// TH0U6HTY0u/l PID..N WENTT0 6ET/ I 60T 05 50ME ( 0NE 0F MY LUNCH .._J(FAV0RITE5 / jf i ii 7, m Fiskveiðar eru grimmileg íþrótt, herra Ég hélt að þú .. . ég gæti aldrei orðið fiskimaður hefðir farið ... Nú, þú átt rétt á því, Magga ... og náð í nest- ið ... Ég gerði það ... ég er með uppáhalds- matinn minn. Fisk og franskar! BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hvað gerðum við af okkur? Frá Þóru Kristínu Þórsdóttur: VIÐKOMUSTAÐ og traust okkar, Útideild fyrir unglinga, sem búsett hefur verið í 20 ár í Tryggvagötu 12, mun verða lokað 1. febrúar næstkomandi vegna tillitsleysis stjórnvalda. Ég ætlaði ekki að trúa því þeg- ar ég frétti að loka ætti Útideild- inni. Ég hef með vinum mínum sótt staðinn í mörg ár og líkað mjög vel. Útideildin hefur þá sér- stöðu að vera bæði athvarf og félagsmiðstöð og er með félags- ráðgjafa í starfsliði. Þangað hafa unglingar leitað með vandamál sín (svo sem fíkniefnavanda og með- virkni), sótt í félagsskap og átt góðar stundir saman. Þar hefur mikið og gott forvarnarstarf verið unnið og allt verið gert ungu fólki til hjálpar. Útideildin er skipuð mjög hæfu og góðu starfsfólki og mikil tengsl hafa skapast á milli þeirra og okkar unglinganna sem þangað koma. Starfræktir eru stelpuhópar sem eru eins konar meðferðar- og samskiptakennsla og strákahópar sem eru í raun ævintýrahópar. Myndbandakvöld eru skemmtileg venja á fimmtu- dögum en einnig er opið hús á milli klukkan fjögur og sex á mánudögum og þriðjudögum. Á hveiju sumri er porthátíð á vegum Útideildarinnar og þar gefst fólki færi á að troða upp og þiggja veit- ingar. Einnig er fastur liður að skreyta vegginn í porti Útideildar á ári hveiju, en þá fá unglingar tækifæri til að tjá sig án fyrir- mæla. Eitt af verkefnum Útideild- ar er að keyra um hverfi Reykja- víkur á föstudagsnóttum og fylgj- ast þannig með því sem unglingar aðhafast á þeim tíma. Þannig eru þeir til taks ef eitthvað fer úrskeið- is. í samvinnu við ÍTR og lögregl- una er Útideildin svo með athvarf á föstudagsnóttum til þess að stuðla að því að unglingar undir aldri stoppi stutt í Miðbæ Reykja- víkur. Útideildin hefur því miður lítið verið kynnt og þess vegna vita fæstir að hún er til. Nú ætla yfir- völd að loka þessum yndislega, óformlega og ómissandi stað frek- ar en að kynna hann og auka starf- semina! Fyrst Tindar og svo Úti- deildin! Hvers eigum við að gjalda? Eiga yfirvöld virkilega alltaf að fá að traðka á minnihlutahópunum og skera niður hjá þeim sem minnst mega sín? Eru þetta skila- boðin til þeirra sem erfa landið? Eru þeir sem ekki hafa kosninga- rétt þá einskis virði? Unglingar eru verst umtalaði hópur þjóðfélagsins. Sálfræðibæk- ur og ævisögur segja oft þessi ár þau erfiðustu á ævinni. Það er að mínu mati ekki síst að þakka við- horfi hins „fullorðna“ fólks til okk- ar. í verslunum þykir allt í lagi að fara fram fyrir okkur. Okkar vímuefnaneysla er umtöluð (og ýkt) í fjölmiðlum. Ég hef heyrt að sú hugmynd sé að mótast hjá yfirvöldum að eftir lokun Útideildarinnar muni starfsemin vera færð út í hverfin. Einnig á þetta að vera meira fyrir fjölskylduna og formlegt. Ég sé fyrir mér að skipulagið verði þann- ig að starfsfólk verði í búningi (s.s. grænum drögtum), með nafn- spjöld og þú og þín fjölskylda eig- ið pantaðan tíma. Þú færð kannski hálftíma til að skyrpa út þínum vandamálum, færð svona greyið- þú-augnatillit og annan tíma seinna. Hvaða heilbrigði unglingur færi á stofnun til að ræða vanda- málin? Enginn sem ég þekki. Sárt er til þess að hugsa að yfirvöldum skuli detta svona breyting í hug og halda að þeir séu að þjóna okkur! Frekar vildi ég að hlustað yrði á okkar skoðanir og Útideild- in væri ennþá starfrækt. Þetta er athvarf fyrir unglinga sem er búið að hjálpa mörgum í tuttugu ár og allir ánægðir. Það er beinlínis sið- ferðislega rangt að loka Útideild- inni. Hvar eigum við að vera? ÞÓRA KRISTÍN ÞÓRSDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 52. Hvað skal segja? 6 Væri rétt að segja: Þeir fóru í föt hvors annars? Rétt væri: Þeir fóru hvor í annars föt. Tveir menn fóru hvor í annars föt. Þrír menn fóru hver í annars föt. Tvær konur fóru hvor í annarrar föt. Þrjár konur fóru hver í annarrar föt. Tvö börn fóru hvort í annars föt. Þijú börn fóru hvert í annars föt. Margt fólk fór hvað í annars föt. Allir fóru hver í annars föt. Næst verða fleiri dæmi um notkun þessara sömu fornafna. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.