Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 49
BRÉF TIL BLAÐSIIVIS
Eftirlit lögreglu í byijun skóla
Frá Ómarí Smára Ármannssyni:
ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON,
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
NÚ ÞEGAR grunnskólarnir hafa
byijað störf að nýju loknu sumar-
fríi, hefur lögreglan víðsvegar um
land beint athygli sinni sérstaklega
að umferð í nágrenni þeirra. Mark-
miðið með aðgerðunum er að draga
úr hraða ökuhraða, fá foreldra til
að fylgja yngstu bömunum fyrstu
dagana og benda þeim á öruggustu
leiðina að og frá skóla og vekja
athygli hlutaðeigandi á nauðsyn
þess að fara varlega og reyna þann-
ig að draga úr líkum á slysum á
yngstu vegfarendunum.
Þó lögreglan reyni eftir föngum
að huga að eftirliti við skóla á öðrum
tímum er sérstök ástæða til að
leggja aukna áherslu á þann þátt
eftirlitsins í byijun skólans. Af því
tilefni er sérstök ástæða til að vekja
athygli
• barnanna á nauðsyn þess að fara
gætilega, nota merktar gangbrautir
þar sem þær eru, fylgja fyrirmælum
gangbrautavarða, þar sem þeir eru
til staðar, líta vel í kringum sig
áður en farið er yfir götu og bera
jafnan endurskinsmerki,
• foreldranna á þeirri nauðsyn að
fylgja byijendum fyrstu dagana í
skólann, hjálpa þeitn að velja örugg-
ustu leiðina á milli skóla og heimilis
og fræða þau um þær hættur sem
kunna að vera til staðar á leiðinni,
°g
• ökumannanna á þeirri nauðsyn
að aka varlega í nágrenni skóla eða
þar sem vænta má umferðar skóla-
barna. Þar skiptir miklu máli að aka
með varúð, nota athyglisgáfuna til
hins ýtrasta og sýna tillitssemi. Þá
ber ökumönnum að taka sérstakt
tillit til og virða störf gangbrauta-
varða þar sem þeir eru við störf.
Það er von lögreglumanna að
hver og einn leggi henni lið og geri
sitt til að draga megi úr líkum á
slysum á skólabörnum í umferðinni.
Klæðum við okkur rétt
miðað við starf eða tilefni?
Tek að mér útlitsráðgjöf í fyrirlestrarformi fyrir hópa;
s.s. fyrirtæki, félagasamtök, saumaklúbba o.fl.
fatastíll
fatasamsetning
litgreining og förðun
símar 587 2270 og 892 8778
í
l
;
Í
Geturðu gert betri bílakaup?
iBALENO
1.265.000,- kr.
Gerðu samanburð...
og taktu síðan dkvörðun.
86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingar •
rafdrifnar rúðuvindur • rafstýrðir útispeglar • útvarp/segulband
með 4 hátölurum • upjphituð framsæti • öryggisloftpúðar fyrir
ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitar í hurðum • samlitir
stuðarar.
Allt þetta og margt fleira í rúmgóðum og
vönduðum 4ra dyra fólksbíl fyrir aðeins:
SUZUKI
• Afl og öryggi •
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
m
AjA<i!r