Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 07.09.1996, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR ÍDAG Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Dómkórinn syngur. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Prestur sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa fellur niður vegna framkvæmda er tengj- ast nýju kirkjunni. Sóknarnefnd. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárussson. Orgel- tónleikar kl. 20.30. Jonathan Brown orgelleikari frá Gambridge á Eng- landi. Claire Collage, Chapel Choir frá Cambridge syngur fjölbreytta kirkjutónlist undir stjórn Timothy Brown. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Ólöf Ólafsdóttir. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur II) syngur. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Félagar úr Kór Laugar- neskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Lifandi tónlist frá kl. 20. Ólaf- ur Jóhannsson. NESKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Halldór Reynisson. Á eftir verður farið í gróðursetningarferð í Heiðmörk. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Violeta Smid. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Sigrún Stein- grímsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prédikunarefni: Gleym- ist okkur að þakka? Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Sólveig Sig- ríður Einarsdóttir. Sóknarprestur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Guðsþjón- usta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15.30. Vígt verður nýtt orgel sem er minningargjöf til heimilisins. Vig- fús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Oddný J. Þor- steinsdóttir. Kristján Einar Þorvarð- arson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður vegna breytinga á kirkj- unni. Sóknarnefndin. Óslcalisti brúðhjónanna Gjafaþjómista fyrir brúökaupið SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Org- anisti Hörður Áskelsson. Sóknar- prestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardag: Messa kl. 8. Biskupsmessa og prestsvígsla Atla G. Jónssonar kl. 14. Sunnudagur: Hámessa kl. 10.30. Fyrsta messa séra Atla G. Jónssonar. Messa kl. 14. Aftan- söngur með séra Atla G. Jónssyni í Karmelklaustri kl. 18. Messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstu- daga: messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Hafl- iði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20 í umsjá Miriam Óskars- dóttur. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta kl. 11. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Umsjónarmenn séra Þórhallur, Bára og Ingunn. Kl. 14 guðsþjón- usta við upphaf fermingastarfs. All- ir prestar kirkjunnar þjóna. Organ- isti Natalía Chow. Vænst er þátt- töku fermingabarna og foreldra þeirra. Kirkjukaffi eftir guðsþjón- ustu. Tónlistarguðsþjónusta kl. 18. Tónlistarflutning annast Natalía Chow, organisti, Martin Frewer, fiðluleikari, María Wess, fiðluleikari. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Aðal- safnaðarfundur verður í safnaðar- heimilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Sunnudagur: Aftansöngur kl. 18 með sr. Atla G. Jónssyni. Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomn- ir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. Ræðuefni: Hverjir eru hinir líkþráu í dag? Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Organisti og söngstjóri: Steinar Guðmundsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISPREST AKALL: Guðsþjónusta sunnudag á Heilsu- stofnun NLFÍ kl. 11. Séra Svavar Stefánsson í Þorlákshöfn messar. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Skálholtskirkju sunnudag kl. 14. Síra Axel Árnason, prestur í Stóra-Núpsprestakalli, messar. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sóknarprestur. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Boðið er til þakkargjörðar í kirkjunni kl. 21 á sunnudag. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Almenn guðsþjónusta kl. 11. Barnasamvera meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Messu- kaffi. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming. Fermdur verður Haraldur Garðarsson, Einigrund 19. Altaris- ganga. Björn Jónsson. Farsi SKÁK Umsjón Margcir Póturssoii • b c d • t g HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á „Foxt- rot“ mótinu í London í ág- úst. Þar mættust reyndir stórmeistarar og bestu skákkonur heims. Vlastimil Hort (2.545) var með hvítt og átti leik, en Soffía Polg- ar (2.480) hafði svart. 16. Rcb5!! -axb5 17.Rxb5 - Rf3+ (Örvænting, en eft- ir 27. - Bxb5 18. Dxb5+ - Rfd7 19. Hd2! á svartur ekki viðunandi vörn við tvö- földun hvítu hrókanna á d línunni) 18. Dxf3 - Bxf4 19. Dxf4 - e5 20. Rc7+ - Kd8 21. Dd2 - Hc8 22. Rd5 - Rxd5 23. Dxd5 og svartur gaf þessa vonlausu stöðu. Öldungarnir sigruðu 27 ‘A-22 'A. Einstakl- ingsárangur þeirra var: Portisch og Smyslov 6 ‘A v. af 10, Hor tog Spas- sky 5 ‘A v. og Taimanov 3'A v. Árangur kvennanna: Arakhamia 6'A v. Pia Cramling 5 'A v., Xie Jun 4 ’/z v., Joseliani 4 v. og Soffía Polgar 2 v. Konurnar sigruðu í þess- ari keppni í fyrra, en nú munaði miklu um að Júdit Poigar var fjarri góðu gamni. Undanrásir atskákmóts Islands hefjast í dag kl. 13 í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12 í Reykjavík og kl. 14 á Akureyri í félagsheimili SA. Pennavinir TUTTUGU og tveggja ára þýsk stúlka, vinnur á far- þegaskipi, nemur finsku, sænsku, þýsku og landa- fræði við Kílarháskóla. Hefur áhuga á dansi, sundi, hjólreiðum o.fl.: Maud-Karen Melson, Lutherstrasse 4, 24114 Kiel, Germany. SEXTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á ljós- myndun: Megumi Nozaki, 2-131 Aza-Sibayama, Rokunohemachi, Kamikitagun, Aomori 039-23, Japan. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Ullarhyrna tapaðist SKÆRGRÆN ullar- hyrna með kögri frá Benetton tapaðist á göngustígnum í Skeija- firði sl. þriðjudag. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í síma 551-8897. Myndavél tapaðist OLYMPUS myndavél tapaðist á Laugavegin- um fimmtudaginn 29. ágúst sl. í henni var átekin svart/hvít Ilford- filma, og er hennar sárt saknað. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 462-7896 eða senda a.m.k. filmuna í Eikarlund 22, 600 Ak- ureyri. Lyklakippa fannst BRÚNT lyklaveski með fjórum lyklum og bíllykli fannst við strætisvagna- skýli á móts við Land- spítalann sl. fimmtu- dagsmorgun. Upplýs- ingar í síma 551-6591. Gæludýr BLÁR lítill páfagaukur flaug á höfuðið á ungri telpu í Fossvogsdal sl. mánudag. Upplýsingar í síma 588-2075. Með morgunkaffinu að koma henni á óvart. TM Reg. U.S. P»t Off — all rtghts resorvod (c) 1996 Los Angolos Timos Syndicate ÞVÍLÍKT vanþakklæti. Hann fær að leysa mann af og heimtar svo Iaunahækkun! tímann hugsað um það, kæra tengdamamma, að ef þú værir furutré með þetta ummál, vær- irðu 43 metrar á hæð? Víkveiji skrifar... KONA á sjötugsaldri hafði sam- band við Morgunblaðið vegna fréttar á baksíðu blaðsins á mið- vikudag. í fréttinni sagði að „öldruð kona“ hefði verið rænd á Bústaða- vegi og kom fram síðar í fréttinni að um væri að ræða konu á sjötugs- aldri. Konan, sem samband hafði við blaðið, sagði að sér hefði sárnað þessi frétt, þar sem að hún liti síð- ur en svo á að hún væri sjálf öldr- uð. Það væri því óskemmtileg reynsla að sjá öðru haldið fram í frétt í Morgunblaðinu. Þá væri eig- inmaður hennar ails ekki á því að hann væri giftur „aldraðri" konu. xxx etta er réttmæt og jafnframt áhugaverð athugasemd. Auð- vitað er ávallt matsatriði hvenær nota eigi hugtök á borð við „ung- ur“ eða „aldraður". Það getur verið einstaklingsbundið hvað á betur en jafnframt hefur þjóðfélagsþróun síðastliðinna áratuga gert það að verkum að líklega er ekki óeðlilegt að taka notkun slíkra hugtaka til endurskoðunar að einhveiju leyti. Velmegunin sem við íslendingar höfum notið síðustu hálfa öld hefur leitt til að Islendingar lifa lengur og jafnframt betur. Fólk heldur fullri heilsu mun lengur en áður var raunin og ekki er óalgengt að fólk er lætur af störfum um sjötugt sé hið hressasta og eigi mörg, mörg góð ár eftir. Það kann því að vera verulega hæpið að fullyrða að rúm- lega sextugt fólk sé orðið „aldrað“. Varla er við hæfi að nota slík orð fyrr en fólk sé komið á áttræðisald- ur. Ekki vegna þess að það sé nei- kvætt að vera aldraður, síður en svo, heldur vegna þess að fólk lifir mun lengur en áður. xxx ÍÐASTLIÐINN þriðjudag birt- ist lesendabréf frá Árna Bene- diktssyni þar sem hann gagnrýnir að í fréttum skuli því vera haldið fram að Bill Clinton verði fyrsti forseti Bandaríkjanna úr röðum demókrata í um hálfa öld sem nær endurkjöri, sigri hann í forsetakosn- ingunum í nóvember. Telur Árni að þeir Harry Truman og Lyndon B. Johnson hafi verið endurkjörnir þar sem að þeir hafi áður verið kjörnir til að gegna embætti vara- forseta og þar með forseta ef sitj- andi forseti fellur frá. Auðvitað má ávallt þræta um atriði af þessu tagi. Það er hins vegar vart hægt að leggja að jöfnu kjör forseta og varaforseta. Truman var kjörinn í fyrra skiptið sem vara- forsetaefni Roosevelts og Johnson sem varaforsetaefni Kennedys. Staðreyndin er áfram sú að enginn demókrati hefur verið kjörinn for- seti og síðan náð endurkjöri frá Franklin D. Roosevelt. Þetta er ekki einungis túlkun Morgunblaðsins og Rcuters-hviVa- stofunnar heldur viðtekin túlkun áustans hafs sem vestan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.