Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 17 VIÐSKIPTI ? ? ? Mfce eykur hagnað um 24% Seattle. Reuter. NIKE Inc, mesti framleiðandi íþróttaskófatnaðar i heiminum, hermir að hagnaður fyrirtækisins á þremur mánuðum til ágústloka hafi aukizt um 24% vegna mikillar eftir- spurnar víða í heiminum. Fyrirtækið skýrði jafnframt frá útgáfu nýrra hlutabréfa í annað skipti á tveimur árum. Hlutabréf í Nike snarhækkuðu í verði í Wall Street. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA gn KERFISÞRÓUN HF. ^1 Fákafeni 11 - Sími 568 8055 NISSAN Bandaríska flugfélagið USAir treystir sér ekki til að ganga til markaðssamstarfs við brezka flugfélagið British Airways. USAir utan bandalags AMRog British Airways Washington. Reuter. STEPHEN WOLF, stjórnarformaður bandaríska flugfélagsins USAir Gro- up, segir að USAir komist ekki fyrir í fyrirhuguðu markaðssamstarfi American Airlines flugfélags AMR- fyrirtækisins og brezka flugfélags- ins British Airways. „Við teljum einfaldlega að við getum ekki verið hluti af samstarf- inu, sagði Wolf í samtali við Wash- ington Post Ummæli hans eru enn eitt dæmi um bresti í samstarfi USAir og Brit- ish Air, sem á 24,6% í bandaríska félaginu. American Airlines og British Air báru fram tillögur um víðtækan markaðssamning í júní og ef hann verður samþykktur verður hann til þess að félögin munu ráða lögum og lofum á flugleiðum milli London og Bandaríkjanna. Félögin buðu USAir aðild að nýja bandalaginu, en Wolf sagði: „Við vitum lítið hvað þau eru að reyna að gera." Blaðið hafði eftir Wolf að sam- band USAir og British Air hefði rofnað að mestu eftir að USAir höfð- aði mál í júní í því skyni að leysa upp bandalagið og kallaði samning- inn við American Air svik. Wolf kvaðst ekki telja að banda- rísk stjórnvöld mundu veita USAir nauðsynlega vernd gegn lógum um hringamyndun til að gera félaginu kleift að gerast aðili að samningi American Air og British Airways. Evrópsk bréflækka vegna nýs uggs um hærri vexti London. Reuter. VERÐ komst nálægt hámarki í evrópskum kauphöllum í gær, en lokaverð var lægra vegna nýs uggs um bandaríska vaxtahækkun sem batt enda á methækkun í Wall Street. Vegna jákvæðrar stöðu við opn- un í Wall Street komst verð ná- lægt hámarki í London og Frank- urt, en ástandið breyttist þegar verð hlutabréfa í New York lækk- aði um 0,6% á einum klukkutíma. Staðan í Wall Street versnaði þegar sérfræðingar túlkuðu um- mæli háttsetts starfsmanns bandaríska seðlabankans á þann veg að vextir kynnu að verða hækkaðir. Áður an ástandið breyttist höfðu verð hlutabréfa hækkað verulega í London og Frankfurt vegna met- hækkunar Dow Jones vísitölunnar í New York við lokun á mánudag. Dow Jones hækkaði um 50.68 punkta á mánudag , eða 0,87%, í 5,889.20 eftir að hafa komizt um tíma í yfir 5,900 í fyrsta skipti. í London komst FTSE 100 vísi- talan í 3,986.7 punkta í gær, en lokaverðið var 4.9 punktum lægra. í Frankfurt lækkaði DAX vísi- talan um 1.79 punkta úr 2,629.87 á mánudag, sem var met. Nissan Almera er öruggust -Samkvæmt niðurstöðum úr nýjasta árekstrarprófi ADAC/Autobild FÍB birti myndir í Ökuþór og niðurstöður úr nýjasta árekstrarþrófi ADAC/Autobild, þarsemfjórar algengustu bílategundir Evrópu afárgerð 1996 eru metnar samkvœmt nýjum og marktœkari aðferðum Þar kemur í Ijós að bílar sem hafa verið taldir öryggir tilþessa eru ekkijafn sterkir og eldri aðferðirnar bentu til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.