Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SIGRIÐUR G. BR YNJÓLFSDÓTTIR PETERSEN + Sigríður Guð- laug Brynjólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 23. febr- úar 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 18. ágúst siðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Guðnýjar Magnúsdóttur hús- móður frá Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 1870, d. 1931, og Brynjólfs Þorláks- sonar, organista og söngsljóra, frá Nýjabæ á Seltjarn- arnesi, f. 1867, d. 1950. Sigríður ólst upp í Reykjavík. Systkini Sigríðar voru: Þóra hattasauma- kona, f. 1890, d. 1933, Þorlákur, f. 1892, d. 1893, Kristín Guð- ríður saumakona, f. 1894, d. 1987, Ágúst læknanemi, f. 1897, d. 1921, Þórunn, f. 1901, d. 1903, Jóhanna Lilja verslunarmaður, f. 1902, d. 1975, og Þórunn hús- móðir, f. 1905, d. 1944. Sigríður giftist 1934 Gísla Friðriki Petersen, f. 21. febrúar 1906, d. 18. júlí 1992, röntgen- lækni, síðar prófessor og yfir- lækni á röntgendeild Landspítalans. Gísli var sonur Guðbjarg- ar Jóninu Gísladótt- ur, f. 1880, d. 1969, og Aage Lauritz Pet- ersen, f. 1879, d. 1959, verkfræðings. Þau eignuðust þrjá syni, Má, f. 13. ágúst 1936, látinn nokkru eftir fæðingu, Þóri, f. 8. desember 1937, og Áka, f. 26. mars 1945, d. 13. febrúar 1986. Þórir er tann- læknir í Kópavogi, kvæntur Helgu Sig- utjónsdóttur, kennara og bæj- arfulltrúa, f. 1936. Börn þeirra: Brynjólfur, forritari á Fiskistofu, f. 1958, Herdís leikskólakennari, búsett í Lúxemborg, f. 1963, og Gísli Friðrik læknanemi, f. 1969. Herdís er gift Ingva Kristjáni Guttormssyni, flugmanni hjá Cargolux, f. 1963. Börn þeirra: Guttormur Arnar, f. 1985, og Eva frena, f. 1987. Áki var bóka- safnsfræðingur, ókvæntur og barnlaus. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- þey. Langri og gifturíkri ævi tengda- móður minnar, Sigríðar G. Brynj- ólfsdóttur, er lokið. Sigríður Guðlaug var yngst átta systkina, en sex þeirra náðu fullorð- insaldri. Er hún var þriggja, vildi faðir hennar, sem var organisti og söngstjóri, freista gæfunnar vestan 'hafs. Ætlunin var að koma aftur eftir tvö ár, en raunin varð önnur. Hann kom ekki aftur frá Kanada fyrr en rúmum tuttugu árum síðar. Þá var Guðný, kona hans, látin fyr- ir fáum árum og börnin uppkomin. Má nærri geta, að lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir ein- stæða móður á þessum árum, en Guðný var einstök mannkostakona, greind og vel lesin, kjarkmikil, dug- leg, hlý í viðmóti og einstaklega verklagin. Hún var börnum sínum bæði móðir og faðir og tókst að halda saman heimilinu. Hún var staðráðin í að veita börnum sínum þá menntun, sem hugur þeirra stæði til. Ágúst, eini sonurinn, sem komst á legg, gekk menntaveginn og var langt kominn í læknisnámi, þegar hann varð „hvíta dauðanum" að bráð, 24 ára gamall. Missir sonarins varð móðurinni næstum ofviða, en áður hafði hún misst tvö börn, ann- að hálfs árs, hitt tveggja ára. En Guðný bognaði en brotnaði ekki. Hún lauk uppeldishlutverki sínu með sóma. Dæturnar fjórar urðu farsæiar konur, dugmiklar og list- hneigðar. En Guðný átti góða að, fyrst og fremst Þorkel, bróður Brynjólfs, sem gaukaði ýmsu að heimilinu, þegar í harðbakkann sló. Eldri systkinin lögðu líka sitt af mörkum, en elstu systurnar, Þóra og Kristín, voru komnar yfir tvítugt þegar fað- ir þeirra fór. Einnig átti Guðný hauk í horni, þar sem var Gunnar Benediktsson lögmaður, frændi hennar og drengur góður. Gunnar er látinn fyrir mörgum árum, en t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, SIGURÞÓR KRISTJÁNSSON, matreiðslumaður, Klapparholti 6, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 15. september. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 20. september kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Guðrún Bríet Gunnarsdóttir, Gunnar Rúnar, Brynjar og Hlin Sigurþórsbörn, Sigrún Sigurðardóttir, Kristján Þórðarson, Rósa Kristjánsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Fjóla Kristjánsdóttir, Jón Trausti Harðarson, Kristján Kristjánsson, Borghildur Kjartansdóttir, Reynir Kristjánsson, Soffia Helgadóttir, Gunnar Kristjánsson, Ingigerður Sigurgeirsdóttir og aðrir vandamenn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÁSMUNDSSON trésmíðameistari, Langagerði 78, sem lést 12. september, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. september kl. 13.30. Auður Magnúsdóttir, Ásmundur Ólafsson, Hilmar Ólafsson, Aðalheiður Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNIIMGAR Jórunn ísleifsdóttir, ekkja hans er á lífi á níræðisaldri. Eins og áður segir var Sigríður Guðlaug langyngst í stórum systkina- hópi. Hún var yndi og eftirlæti eldri systkinanna og hlaut að erfðum bestu eiginleika foreidra sinna. Fríðleika, greind, dugnað, snyrtimennsku, skipulagshæfileika og geðprýði frá móður sinni, en listfengi, m.a. ríkar tónlistargáfur frá föður sínum. Sig- ríður Guðlaug var því vel nestuð að heiman, enda brást henni ekki boga- listin. Hún stóð sig með prýði í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Á unglingsárunum var hún fremst í flokki skátastúlkna og lét sér ekki fyrir bijósti brenna að skokka frá Hveragerði til Reykjavíkur. Hún var einnig góður skíðamaður og fór oft á skíði í Skíðaskálann gamla. Einnig var hún mikið fyrir ferðalög og vílaði ekki fyrir sér að búa í tjaldi dögum og jafnvel vikum saman. Hún stund- aði nám í píanóleik í Tónlistarskólan- um og hefði náð langt í list sinni, hefði hún ekki lagt píanóleikinn á hilluna, þegar umsvifin á heimilinu jukust. Eftir að skólagöngu lauk, stundaði Sigríður afgreiðslustörf, lengst í Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadótt- ur í Bankastræti og þar hitti hún í fyrsta skipti mannsefnið sitt, ungan læknakandídat, Gísla Friðrik Peters- en frá Vestmannaeyjum. Hann spurði um plötu, sem fékkst ekki í búðinni, en afgreiðslustúlkan kvaðst skyldu reyna að útvega honum hana síðar í vikunni. En daginn eftir var hann mættur, en platan ekki komin. „En, jú, hún var að reyna að finna fyrir hann þessa plötu, kannski væri hún komin á morgun." Og auðvitað var ástfanginn, ungur maður kominn að búðar-dyrunum um leið og opnað var morguninn eftir. Er ekki að orð- lengja það, Eros hafði skotið örvum sínum í hjörtun ungu og þá varð ekki aftur snúið. Langt og farsælt samband þeirra tveggja var staðfest í heilögu hjónabandi tveimur árum síðar, 3. nóvember 1934. Árið áður voru þau í Svíþjóð, hann í framhalds- námi, en hún sem aðstoðarsúlka á hefðarheimili, líklega nokkurs konar „au-pair“-stúlka þess tíma. Aðalstörf Sigríðar eftir giftingu urðu heimilisstörf og barnauppeldi, enda ekki efast um í þá daga, að það væri fullt starf fyrir konur. Heimili þeirra Gísla var fyrstu árin á Eiríks- götu 35, en árið 1943 keyptu þau rúmgóða og sérlega fallega íbúð á Hringbraut 43, þar sem þau bjuggu í ellefu ár. Þá byggðu þau glæsilegt hús á Oddagötu 16, þar sem þau bjuggu til dauðadags eða hátt í fjöru- tíu ár. Ég kom í íjölskylduna, þegar hún var nýflutt á Oddagötuna. Þá var Sigríður í essinu sínu. Hún var allt í senn húsfreyjan, sem töfraði fram veislumat úr litlu og með engum fyr- irvara, skipuleggjandinn, sem stjórn- aði verklegum framkvæmdum, mál- arinn sem málaði íbúðina, hönnuðu- inn, sem hannaði innréttingar og garðyrkjumaðurinn, sem kom upp skrúðgarði, þar sem var að finna sjaldgæfar og fagrar jurtir. En hún var líka glæsileg heims-dama, víðför- ul umfram flestar konur og eftirsótt í veislum sem borðdama stóru nafn- anna í læknaheiminum, vel lesin og vel máli farin. Þegar við Þórir kveðjum nú góða móður og tengdamóður, kveðjum við um leið heim sem var, en er horf- inn. Með Sigríði er brostinn síðasti hlekkurinn, sem tengdi okkur við eldri kynslóðina og fortíðina. Fyrir mér var heimur Sigríðar Oddagata 16, þar sem ég kynntist henni fyrst fyrir réttum 40 árum. Það var þak- araverkfall þetta sumar, þegar ég var kynnt fyrir væntanlegum tengdaforeldrum og mági, og engin brauð að fá. En Sigríður lét það ekki á sig fá. Hún kunni „brauð að baka“ eins og annað, sem laut að matargerð og heimilishaldi. Heima- bakað brauð varð því það fyrsta, sem ég lét inn fyrir mínar varir í þessu húsi, sem varð mér æ kærara eftir því sem árin liðu. Árin á Oddagötunni urðu blóma- skeiðið í lífi þeirra Gísla. í um þeð bil aldarfjórðung áttu þau þai góða daga. Þetta var svolítið sérstakur heimur, a.m.k. fyrir mig, ungu stúlk- una úr Kópavoginum. Þarna var margt stórmennið, doktor Gylfi og Gurra, kona hans, létt á fæti eins og ung stúlka og bauð inn litla stráknum okkar og gaf honum fána og fleira annað fínirí frá útlöndum. Þarna var dr. Gunnar Thoroddsen á ráðherrabílnum og fallega konan hans, hún Vala, og litla stelpan þeirra, sem langaði a_ð passa Binna litla. Þarna var líka Olafur Jóhann- esson og Dóra, kona hans. Olafur svolítið virðulegur, en Dóra létt og kát og alltaf til í að spjalla. Ekki má gleyma Dóru yngri, sem var barnapían okkar í nokkur ár, sú eina sem prinsessan á heimilinu vildi þýð- ast. En þær voru fleiri telpurnar, sem vildu passa litlu barnabörnin, sem bjuggu um tíma með foreldrum sín- um í kjöllurunum á Oddagötu og Aragötu; hún Sigrún hans Stein- gríms, Helga hans Þorkels, Kristín hans Gunnars og Dóra hans Ólafs. Atorkusamar telpur, skýrar vel og skynsamar. Starf Gísla krafðist töluverðra ferðalaga, og eftir að drengirnir stálpuðust fór Sigríður oftast með honum. Minnisstæðust varð þeim báðum mánaðarferð til Mexíkó sum- arið 1956, á heimsþing röntg- enlækna. Þar komu þau inn í annan og nýjan heim, hreinan ævintýra- heim, sem gleymdist aldrei. Gísli fór líka í námsferðir, bæði til Danmerk- ur og Þýskalands. Sumarið 1936 voru þau bæði í Þýskalandi og hlýddu á Hitler flytja eina af frægum æsingarræðum sínum. Löngu síðar minntust þau þess, að þrátt fyrir hitann úti, fór um þau kaldur hroll- ur, er þau horfðu á manninn og hlýddu á orð hans. Það stafaði frá honum kulda og illsku, sem smaug inn í hugann og settist þar að. Barnabörnin þijú voru augasteinar afa og ömmu og allajafna á Oddagöt- unni, þegar foreldrarnir brugðu sér af bæ. Ekki þurfti að efast um aðbún- aðinn, prinsessan og prinsarnir tveir voru öll höfð í hávegum og dekrað við þau svo mjög, að stundum var ekki sóst eftir að komá heim í hvers- dagsleikann hjá mömmu og pabba. En sorgin gleymir engum. Fyrir tíu árum misstu þau yngri son sinn, Áka, en hann lést úr hvítblæði fer- tugur að aldri. Um það leyti var heilsu Gísla Friðriks tekið að hraka, en hann lést eftir erfið veikindi fyrir fjórum árum. Það er sagt, að tíminn lækni öll sár, ég held samt, að tíminn hafi ekki náð að sefa harm tengda- móður minnar, svo mjög tregaði hún Áka, yndi sitt og eftirlæti. En henni fór eins og móður sinni forðum. Hún bognaði en brotnaði ekki. Ettir lát Gísla bjó Sigríður áfram í húsinu á Oddagötu, en hún var þar ekki ein. Ung stúlka, Kristín Helga Markúsdóttir laganemi, bjó í litlu kjallaraíbúðinni. Þær uðru góðar vin- konur og mátu hvor aðra mikils. Fyrir tæpum þremur árum veiktist Sigríður Guðlaug alvarlega og var sjúklingur síðan. Sl. eitt og hálft ár dvaldist hún á Hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem hún fékk góða aðhlynn- ingu til hinstu stundar. Við Þórir, börn okkar og barna- börn kveðjum nú konuna, sem var stóra nafnið í lífi okkar um árabil, og þökkum henni samfylgdina. Að leiðarlokum langar okkur að þakka góðum vinkonum hennar tryggð þeirra og elskusemi, einkum æsku- vinkonunni Jórunni ísleifsdóttur, nágrannakonunni Bergljótu Sigur- jónsson og vinkonunni Annellu Stef- ánsdóttur. Allar þessar konur studdu Sigríði Guðlaugu í blíðu og stríðu og tóku þátt í veikindum hennar síð- ustu árin. Slík vinátta og umhyggja fyrir öðrum er fágæt. Helga Sigurjónsdóttir. HERDIS JONSDOTTIR BIERING + Herdís Jónsdóttir Biering fæddist á ísafirði 6. október 1919. Hún lést 2. september síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 9. sept- ember. Enn einu sinni hefur hinn lúmski óvinur, krabbinn, lagt að velli fríða og föngulega læknisfrú. Hedda, ísfir- skrar ættar, hefur nú lotið í duft fyrir hinum illræmda óvini, sem hún hefur barist við á öðru hnénu í nær tvö ár. Æðrulaust gekk hún inn í síðasta skeiðið, sama Heddan og áður, uns yfir lauk. Þegar óvinurinn nær sér í ham, verður ekki við neitt ráðið og hann kemst upp með að naga allt innanfrá hægt og bítandi. í þetta skiptið fannst mér það veru- lega sárt. Þegar ég kynntist Heddu, fyrir nær 40 árum, náði ég mér í vin til lífstíðar. Þessi móðursystir konu minnar, þá nýkomin frá Bandaríkj- unum með Gunnari manni sínum, sem lærði þar til sérfræðings í lækn- isfræði, tók mér strax opnum og afskaplega hlýjum örmum. Ilún bærði með mér ljúfar kenndir, sem þokuðu mér úr meðfæddum feimn- ishjúpi til þokkalegrar öryggiskennd- ar. Þegar ilmurinn úr eldhúsinu barst fram í stofuna, bráðnaði síðasti klak- inn og hún frelsaði mig til frambúð- ar. Ekki spillti samstilling hennar og Gunnars þessari tilfinningu. Þau tóku manni eins og konungi. Alla tíð síðan kom hún fram við mig eins og fyrsta kvöldið og svo færðist alúð hennar og þessi sterka hlýja einnig yfir á börn mín og barnabörn, því Hedda var mjög hænd að börnum. Hedda og Gunnar voru mjög sam- hent og líklega var hans þáttur í heimahlýjunni svipaður, enda dreng- ur góður. Þau unnu saman eins og ein heild. Þegar annað var nefnt, fylgdi hitt með. Hedda var glæsileg kona, fríð, hávaxin og fasmikil. Hún hafði bjartan svip og glaðlegan og bros hennar og smitandi hlátur lagði áhyggjur manna fyrir róða. Hún lagði sig fram við hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var hamhleypa til vinnu og tók stundum á sig um of, fannst mér, án þess að það hnik- aði ljúfri lund. Hún fylgdi í fótspor móðursystur sinnar, Bjarneyjar Samúelsdóttur, við hjúkrunarstörf og yfirfærði það á konu mína, sem mun nú reyna að halda uppi merki þeirra í greininni. Gengin er merk kona, sem átti mikið en gaf enn meira. Alla hlýju Heddu við mig vil ég þakka með þess- um fátæklegu orðum og að leiðarlok- um bið ég þann, sem öllu ræður, að færa Heddu fram til sömu reisnar og hún hafði í hérvistinni. Eiríkur Páll Sveinsson. Elsku Hedda frænka. Helgargistingar hjá þér og Gunn- ari í Hvassaleitinu eru ævintýra- heimsóknir sem seint líða okkur úr minni. Engin nema þú gast látið okkur líða eins og litlum prinsessum á háu barstólunum með nýkreistan ávaxtasafa í morgunmat. Engin nema þú gast átt svona stórt hús, fyllt af ævintýrahlutum sem allir máttu lenda í höndunum á stóreygð- um litlum stelpum sem þreyttust ekki á að fá að skoða. Litlar „dömur“ í silki og shiffon með fínu plastkollurnar í „konuleik" í ævintýrahúsinu. Engin gat átt svona fína froðukjóla svo ekki sé nú talað um skóna sem voru í stíl. Ailt kom þetta upp úr bláu „töfrakist- unni“ í kjallaranum. Þegar árin fóru að líða og „kon- urnar með kollurnar" eltust tóku önnur áhugamál við og viti menn . . . það þurfti bara að færa sig um herbergi. Baðherbergið var næsti viðkomustaður þar sem hægt var að finna allt milli himins og jarð- ar í snyrtivörum, ilmefnum og öðru því sem vekur áhuga unglings- stúlkna. Allt var að finna hjá þér, elsku Hedda frænka, en það sem við eigum eftir að sakna mest er stóri faðmur- inn þinn með góðu lyktinni. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Sigríður Stephensen, Ingunii Ásgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.