Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Uthafsveiðifrumvarp endurflutt Hg| Morgunblaðið/Kristinn Haust í Þingholtunum ÞÓTT haustlaufin séu farin að falla er ennþá sumarsvipur á ungu kynslóðinni. Þessi mynd var tekin í Þingholtunum í Reykjavík af þeim Bryndísi Helgadóttur og Þóru Einars- dóttur láta vel að kisunni Emili- önu Torrini. Hægt að stjórna veiðum þrátt fyrir mótmæli RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra, að frumvarp til laga um úthafsveiðar, sem ekki var afgreitt á síðasta Alþingi, yrði end- urflutt á komandi þingi. Bætt verður við frumvarpið ákvæði, sem gefur sjávarútvegsráðuneytinu heimild til að takmarka og stjórna veiðum ís- lenzkra skipa á úthafsmiðum við þær aðstæður er Island hefur mótmælt ákvörðunum alþjóðlegra stofnana um fiskveiðistjórnun. Þetta lagaákvæði er talið nauðsyn- legt til þess að stjórnvöld geti ákveð- ið kvóta á rækjuveiðar íslenzkra skipa á Flæmingjagrunni á næsta árí, eins og stefnt er að. ísland hyggst mót- mæla ákvörðun Norðvestur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar, NAFO, um að kerfi sóknartakmarkana skuli áfram vera í gildi á Flæmingja- grunni. íslenzk skip hafa í ár veitt rækju þar án takmarkana, en fyrir liggur að stjórnvöld muni minnka afla þeirra verulega á næsta ári. Þor- steinn segir að ákvörðun um stærð og skiptingu kvótans liggi ekki fyrir. Brýnt að lög komi fram sem fyrst Snorri Snorrason, formaður Fé- lags úthafsútgerða, sagði í Morgun- blaðinu á laugardag að hann byggist ekki við að Alþingi yrði fljótt að af- greiða ný úthafsveiðilög. Þorsteinn Pálsson segist vona að ekki verði dráttur á samþykkt frumvarpsins á þinginu. „Ég held að allir hljóti að gera sér ljóst hversu brýnt er að koma fram löggjöf um þessi efni. Úthafsveiðarnar eru okkur mikil- vægar og hinir þjóðhagslegu hags- munir miklir. Þess vegna er brýnt að löggjöfin komi fram .sem allra fyrst,“ segir Þorsteinn. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Kostnaður rúmlega 4,8 millj. KOSTNAÐUR vegna undirbún- ings og stofnunar Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur vegna yfir- töku grunnskólans er 4.856.928 krónur. Þetta kemur fram í svari skrifstofustjóra borgarstjóra við fyrirspurn frá borgarráðs- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Óskað var eftir að upplýst yrði um kostnað vegna vekefnis- stjóra, nýs fræðslustjóra, verk- efnisstjórnar, lausráðinna starfsmanna og annarra atriða eftir atvikum. Kostnaður vegna verkefnis- stjóra er rúmar 3,8 milljónir, kostnaður vegna fræðslustjóra er 810 þús. og kostnaður vegna verkefnisstjórnar, lausráðinna starfsmanna og fl. er um 215 þús. Norrænir hjúkrunarfræðingar þinga í Reykjavík Aðferðir í kjarabaráttu og launajafnrétti í brennidepli Morgunblaðið/Árni.Sæberg FORYSTUSVEIT norrænna hjúkrunarfræðinga á Scandic Hótel Loftleiðum. F.v.: Thula Öhlman, Finnlandi, Laila Dávoy, Noregi, en hún er formaður SSN, Marit Helgerud, Noregi, Lilja Stefánsdótt- ir, Kent Nauclér, Svíþjóð, Sigríður Guðmundsdóttir og Marianne Falck, Finnlandi. RÁÐSTEFNA um laun og vinnuað- stæður hjúkrunarfræðinga á Norð- urlöndum hófst í gær á Scandic Hótel Loftleiðum og verður fram haldið í dag. Um 80 manns sitja ráðstefnuna, þar af eru 66 fulltrúar frá stéttarfélögum hjúkrunarfræð- inga í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Samtök hjúkrunar- fræðinga á Norðurlöndum, SNN, halda slíkar ráðstefnur á fimm ára fresti. Markmið ráðstefnunnar er að bera saman stöðu kjara- og réttindamála hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og leggja mat á mismunandi aðferðir í baráttu fyrir bættum kjörum, eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenzkra hjúkrunarfræðinga, sem er gestgjafi ráðstefnunnar. Nýjar hugmyndir, m.a. varðandi notkun starfsmats og jafnrétti kynj- anna í launamálum, eru í brenni- depli umræðunnar á ráðstefnunni. Ráðstefnugestir vænta þess að sam- anburðurinn á reynslu hjúkrun- arfræðinga frá öllum Norðurlönd- unum varpi ljósi á það, hvaða áhrif verkfallsaðgerðir undanfarinna ára hafi haft á kjör þeirra, en á síðast- liðnum árum hafa hjúkrunarfræð- ingar á öllum Norðurlöndunum efnt til verkfalla. Kynhlutlaust starfsmat Sérstakur gestur ráðstefnunnar er kanadískur sérfræðingur í aðferð- um til að tryggja kynhlutleysi í notk- un starfsmats við ákvörðun launa, Pat Armstrong að nafni. Fyrir nokkrum árum höfðaði félag hjúkr- unarfræðinga í Kanada mál vegna starfsmats sem vinnuveitendur hugðust nota þar í landi en hægt var að sýna fram á að ekki væri kynhlutlaust. Armstrong aðstoðaði við rekstur þessa máls og fjallaði m.a. um það í erindi sem hún héit í gær. í erindi sínu skýrði hún frá þeirri reynslu, sem fengizt hefði í Kanada, af kerfi sem metur hefðbundin „kvennastörf" af hlutleysi með tilliti til kynferðis, þ.e.a.s. gagnast til að vinna gegn launamismunun vegna kynferðis á vinnumarkaðnum. Að sögn Ástu Möller hjúkrunar- fræðings fór ráðstefnan vel af stað. Erindi Armstrong var innlegg í umræðu um hvernig hægt væri að bæta úr launámismunun milli kynj- anna á Norðurlöndum. Staða hjúkr- unarfræðinga sem kvennastéttar var skoðuð, einkum með tilliti til jafn- réttislaga, og hvernig hægt væri að nýta þær framfarir sem náðst hefðu I jafnréttismálum í þágu hjúkrunar- kvenna. Fáir karlar I undirbúningsgögnum ráðstefn- unnar kemur m.a. fram, að á tímabil- inu 1980-1995 fjölgaði stöðugildum í heilbrigðisþjónustu á íslandi um 59 af hundraði, sem er hærra hlut- fall en á nokkru hinna Norðurland- anna. Þar kemur enn fremur fram að hlutfall karla í hjúkrunarþjónustu er lægst á ísjandi, einungis um 1,6 af hundraði. í Svíþjóð er þetta hlut- fall hæst, um 7,6 af hundraði. Held- ur hefur þó hlutfall karla farið vax- andi á tímabilinu ef litið er á Norður- löndin í heild. Hvað varðar launaþróun í stétt- inni á þessu tímabili, má almennt segja að töluverðar sveiflur hafa verið á raunlaunum hjúkrunarfræð- inga á Norðurlöndum, og að launa- stig stéttarinnar er nú lægra en laun viðmiðunarhópa, þrátt fyrir áður- nefndar verkfallsaðgerðir. í þessum hlutfallssamanburði er þó staða ís- lenzkra hjúkrunarfræðinga tiltölu- lega góð en raunlaun þeirra á árinu 1995 voru 15% hærri en árið 1985. Þennan árangur mun vera hægt að rekja til kjarasamninganna frá 1994. Menningarnótt í miðborginni 600 þús. króna auka- fjárveiting BORGARRÁÐ hefur samþykkt 600 þúsund króna aukafjárveit- ingu til menningarnætur sem haldin var í miðborg Reykjavík- ur 18. ágúst síðastliðinn á 210 ára afmæli borgarinnar. í greinargerð með erindinu til borgarráðs kemur fram að undirbúningstími hafi verið lítill og að ekki hafí verið gert ráð fyrir verkefninu á íjárhagsáætl- un þessa árs. Áhersla hafi því verið lögð á að halda kostnaði í lágmarki. Stofnanir borgarinn- ar hafi staðið straum af kostn- aði við undirbúning og fram- kvæmd menningarnæturinnar en Landsbanki íslands var sér- stakur stuðningsaðili. Gert hafi verið ráð fyrir 500 þús. króna aukafjárveitingu frá borgarráði en óskað er eftir hærri upphæð eða 600 þús. krónum. Jafnframt er lagt til að ákveðið verði að efna til menn- ingarnætur eða menningar- kvölds í miðbænum að ári á afmæli borgarinnar. Ibúar á átta stöðum vilja útibú ÁTVR ÍBÚAR á átta stöðum á landinu hafa samþykkt áfengisverslanir á sínum slóðum og var miðað við að ÁTVR opnaði útibú í Kópavogi á þessu ári að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Áfengisútsölum hefur fjölgað um tæpan helming á síðustu tíu árum og eru þær nú 24 í stað 13 að sögn Höskuldar. Auk Kópavogs hafa íbúar í Garðabæ, Mosfellsbæ, Grinda- vík, Hveragerði, Dalvík, Eski- firði og Vesturbyggð samþykkt útibú á sínum slóðum en engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið, segir Höskuldur. Nýjasta áfengisútsalan er í Stykkishólmi og Akureyri er eini staðurinn utan höfuðborg- arsvæðisins þar sem opið er á laugardögum. ÁTVR tók til starfa árið 1922 og verður því 75 ára á næsta ári en Höskuld- ur segir ekki búið að ákveða hvernig tímamótanna verður minnst. 30-40% sam- dráttur í rækjuvinnslu PÉTUR Bjarnason, formaður félags rækju- og hörpudisks- framleiðenda, telur að rækju- framleiðsla hafi dregist saman um 30-40 prósent upp á síð- kastið. Nokkrar rækjuvinnslur hafa lokað tímabundið eða dregið úr afköstum og aðrar stefna að því að loka á næst- unni í samræmi við ráðleggingu félagsfundar um að draga úr afköstum. Rækjuverð til verksmiðja hefur farið lækkandi víðast hvar á landinu og dregið hefur verið úr framleiðslu. Pétur seg- ir að ljóst sé að verðið þurfi að lækka til samræmis við afurða- verðslækkanir á mörkuðum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær eru deilur á Siglu- firði milli Þormóðs ramma hf. og áhafna rækjuskipa. Pétur segir að sér virðist sem annars staðar hafi verið samið í sátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.