Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 23 LISTIR HAGFRÆÐINGURINN John Maynard Keynes og kona hans Lydia Lopokova, eftir William Roberts, áritað 1932. Verðlaunamálverkið 1996. Sjálfsmynd eftir James Hague. sónu", en síður „þetta líkist honum til fullnustu". Ásjónurnar eiga þann- ig að vera af holdi og blóði, en síður frosnar eftirlíkingar, sem vaxmyndir á safni frú Taussaud. Þótt þetta safn væri eitt hið síð- asta sem rýnirinn skoðaði í London, og það væri ekki sérstaklega á dagskrá, vill hann hefja greinar- flokk sinn með því að vísa til henn- ar með hliðsjón af framkvæmdinni kringum aldarminningu Jóns Kal- dals í Nýlistarsafninu. Honum varð nefnilega sterklega hugsað til Kal- dals er hann skoðaði ljósmyndirnar á neðstu hæð og raunar einnig 01- afs K. Magnússonar hins snjalla ljósmyndara blaðsins á árum áður og jafnvel Hjálmars R. Bárðarson- ar, sem þó er mun þekktari fyrir annars konar ljósmyndir. Sennilega án þess að gera sér það með öllu ljóst, var Kaldal að rækta merkilegt Málverk Davids Hockney af Peter Langan. hlutverk, sem hann hélt þó lítið fram enda tilætlunarsemi lítið áber- andi í skapgerð hans og framkomu út á við. Hann var eins konar skrá- setjari samtíðar sinnar, þótt hann gerði það ekki á mjög skipulagðan hátt og svo var hann eftirsóttur jafnt af listamönnum og öðrum, sem vildu fá af ásjónum sínum sannverðugar og ófegraðar skap- gerðarmyndir, svo hann fékk mynd- efnin oftar en ekki sjálfkrafa upp í hendurnar. Frá unga aldri kom skrifara aldrei til hugar að fara annað en til Kaldals hvort heldur hann var á höttunum eftir myndum í passann eða í tilefni listsýninga, enda mikill aðdáandi mannsins bæði sem ljósmyndara og íþrótta- manns, og að auki bar nafnið í sér aðdráttarafl, var fallegt og skar sig úr. Sennilega færi best á því að innleiða alþjóðlega nafnið „port- rett" í íslenzku, í öllu falli þangað til annað og heppilegra nafn fínnst og væri eðlilegast að málstofnunin athugaði hér sinn gang, og svo má einnig treysta á Gísla Jónsson frá Akureyri til góðra verká. Málið er að „portrett" er svo sem margur veit sérheiti á vissri tegund manna- mynda og þó ásjónan sé mikilvæg er ósjaldan öll samanlögð ytri byrð- in virkjuð í leikinn til að ná fram sérkennum viðkomandi, jafnvel hans nánasta umhverfi. Þannig ber svipmikill líkami ósjaldan uppi svip- lítið andlit, svo að einkenni viðkom- andi verður að sækja annað en í sjálfa ásjónuna, stundum einungis í sértæka útgeislunina. Kannski má reyna að festa orðabókarþýð- inguna „útlitsmynd" við þessa grein, en einhvern veginn finnst manni það ekki ná merkingunni alveg, vera of almennt. Það er alveg borðleggjandi, að það sem við blasir á safninu séu sannverðugar útlitsmyndir af enska aðlinum og jafnframt afreksmönn- um á mörgum sviðum um nær fimm alda skeið. Svo má nefna, að til að lyfta undir þennan sérgeira í mynd- list fer fram sérstök samkeppni ár- lega og var stór sýning á innsendum verkum og verðlaunamyndum ársins í innsta sal neðstu hæðar. Frekar má telja það frjálslyndi en íhaldssemi, að á sýninguna á neðstu hæð hafa ratað hvers konar afbrigði mynda og hefði mátt vera til eftirbreytni sýningarnefndum haustsýninganna hér áður fyrr. Frálslyndi vill iðulega snúast upp í íhaldssemi fyrr en varir, þarnæst forsjárhyggju og miðstýringu. Þessi opna tegund frjálslyndis gerir það að verkum, að Englendingar eiga mjög fjölþætt safn útlitsmynda af nafnkenndu fólki og þá einkum frá nýrri tímum. Innan um myndir sem vekja tak- markaðan áhuga eru stórsnjallar og hugmyndaríkar útfærslur á ásjónum fólks og þá einkum listamönnum. Er ósjaldan um að ræða sjálfsmynd- ir, þar sem síður era þræddar hefð- bundnar leiðir. Auk fjölbreytninnar var áberandi hvað sjálf hin tækni- lega hlið útfærslunnar var þróuð sem ber vott um góða grunnskólun, drjúga og skilvirka þjálfun. Hér kemur hin íhaldssama og akade- míska enska erfðavenja fram, og þótt margoft sé henni gefið langt nef njóta gerendur reynslu sinnar og handverkslegrar menntunar. Nokkrar mjög snjallar teikningar settu og sterkan svip á heildina að ógleymdum fjölda höggmynda. Hvað eldri deildirnar snerti var óborganlegt að reika um þær og líta í fyrsta skipti ásjónur margra stór- menna sögunnar í listum og vísind- um. m.a. voru þarna nokkrar líf- grímur úr gif si og er mér sú af skáld- inu John Keats minnisstæðust fyrir ofurfínlega skáldlega andlitsdrætti. Það telst góð viðbót við Þjóðlista- safnið að skoða einnig þetta safn, og er það vissa mín að margur fari þaðan ánægður og mun fróðari um enska sögu. KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA tonawfaiC Styrkir til evrópskra tækniyfirfærsluverkefna Fundur á Hótel Sögu, fundarsal A, föstudaginn 20. september, kl. 09:00. Kynning á Nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins: Jean-Noéí Durvy, yfirmaður þess sviðs innan Nýsköpunaráætlunar- innar sem fer með tækniyfirfærslumál. Kynning á verkefhum sem Nýsköpunaráædunin styrkir á íslandi: Emil B. Karlsson og Karl G FriÍriksson, Iðntæknistofnun. Styrkir til evrópskra tækniyfirfærsluverkefna: Jean-Noél Durvy. Dærni um tækniyfirfærsluverkefni sem lslendingar hafa tekið þátt í: Lotar Lissner, verkefnisstjóri (Þýskalandi). Guðmundur Örn Ingóljsson, framkvæmdastjóri Máka hf. Fundarstjóri: Hallgrtmur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 587 7000, eða á tölvupóstfangi: Emil.B.Karlsson@iti.is Hvernig bíl mundir þú fá þér eftir að hafa unnid rúmlega 40 milljomr i Víkingalottóinu? IT' Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrir kl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.