Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ávðxtun ríkisvíxla síðustu mánuði RIKISVIXLAR til þriggja mánaða RIKISVIXLAR til sex mánaða RÍKISVÍXLAR til tólf mánaða C7 ^c ís....."¦ 1 | Vlei —sa '—p---------1 ia: mþ lilb VÖ> rKir >ða f—-i tun ra- Meðalávöiítun I gnrnhi/ltlttra ilboöa 7 12 7 W fVleðalávöxtun —samþrWdra— ilboðai 17. 19. 18. 16. 17. maí jiíní júll átj. sept. 17. 19. 1'B. 16. 17. maí júní j'úll ág, sepl. 17. 19. 16. 16. 17. maí jiiní júlí ág. sepl. Fjórir milljarðar seldir í ríkisvíxlum RIKISSJOÐUR tók tilboðum í tæpa fjóra milljarða króna í útboði á ríkisvíxlum í gær. Mest var selt af ríkisvíxlum til þriggja mánaða, 2.509 milljónir króna, ríkisvíxlar til sex mánaða seldust fyrir 1.120 milljónir króna og ríkisvíxlar til tólf mánaða seld- ust fyrir 300 miJIjónir króna. Seðlabanki íslands keypti ríkis- víxla fyrir 1.235 milljónir á meðal- verði samþykktra tilboða. Ávöxtunarkrafa víxlanna hækkaði aðeins frá síðasta ríkis- víxlaútboði fyrir mánuði. Meðal- ávöxtun þriggja mánaða víxla og sex mánaða víxla hækkaði um 0,06 prósentustig í 6,67% í fyrra tilvikinu og 6,80% í því seinna og meðalávöxtun tólf mánaða víxla hækkaði um 0,24 prósentustig í 7,42%. Þróunarsjóður sjávarútvegs tekur tilboði frá ísfélagi Vestmannaeyja í hlutabréf í Meitlinum og Búlandstindi Líklegt að hluthaf- ar nýti forkaupsrétt STJÓRN Þróunarsjóðs sjávarút- yegsins hefur samþykkt tilboð frá ísfélagi Vestmannaeyja hf. í hluta- bréfaeign sjóðsins í Meitlinum hf. í Þorlákshöfn og Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Ekki hefur þó verið gengið frá kaupunum þar sem hlut- hafar og starfsmenn fyrirtækjanna hafa forkaupsrétt að bréfunum og rennur frestur þeirra til að ganga inn í tilboðið út í næstu viku. Þróunarsjóður sjávarútvegs fékk fyrr í sumar tilboð í hlutabréfaeign sína í Meitlinum, Búlandstindi og Tanga á Vopnafirði frá Útvegs- mannafélagi _ Samvinnumanna, dótturfyrirtæki íslenskra sjávaraf- urða. Því tilboði var hafnað í júní, en viðræður voru í gangi við félag- ið um að gera tilboð í hlutabréfin í Meitlinum og Búlandstindi þegar tilboðið barst frá ísfélaginu, að sögn Hinriks Greipssonar, forstöðu- manns Þróunarsjóðsins. ísfélagið vill kaupa 26% hlut sjóðsins í Meitlinum að nafnvirði 119,3 milljónir á genginu 1,0. Þá vill ísfélagið kaupa 23% hlut sjóðs- ins í Búlandstindi að nafnvirði tæp- ar 70 milljónir á genginu 1,15. Til- boðið í bréfin í fyrirtækjunum hljóð- ar því upp á samtals 200 milljónir og miðast það við staðgreiðslu. Engar beiðnir höfðu borist frá hluthöfum eða starfsmönnum fyrir- tækjanna í gær um að ganga inn í tilboðin. Hins vegar er gengi bréfa í báðum fyrirtækjunum í viðskiptum á Opna tilboðsmarkaðnum orðið mun hærra en tilboðið hljóðar upp á. Er því búist við að aðrir hluthaf- ar nýti sér forkaupsréttinn, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Sigurður Einarsson, forstjóri ís- félags Vestmannaeyja, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hlutabréfín í þessum fyrirtækjum hefðu verið til sölu árum saman, en engin tilboð borist í þau. „Við álítum þetta væn- leg fyrirtæki og sjáum ýmsa mögu- leika á því að geta unnið með þeim báðum, án þess þó að það sé byrjað að móta það." Lífleg viðskipti með hlutabréf í Búlandstindi Nokkur viðskipti hafa átt sér stað með hlutabréf í Búlandstindi að undanförnu. Alls hafa verið seld bréf á Opna tilboðsmarkaðnum fyr- ir um 28 milljónir að nafnverði frá 21. ágúst. Hefur gengi þeirra hækkað úr 1,2 í 2,05 á þessu tíma- bili eða um 70%. Þá urðu viðskipti á mánudag með bréf í Meitlinum miðað við gengið 1,5. Hinrik sagði að þegar ákvörðun hefði yerið tekin um að taka tilboðinu frá ísfélaginu hefðu bréf verið til sölu í Búlands- tindi miðað við gengið 1,2. Kvaðst hann telja hugsanlegt að ákvörðun sjóðsins um sölu bréfanna hefði orðið til þess að ýta undir hækkan- ir á gengi bréfanna. Aðrir stærstu hluthafar Meitils- ins eru Útvegsfélag Samvinnu- manna, dótturfyrirtæki íslenskra sjávarafurða, Olíufélagið, Ölf- ushreppur og Vátryggingafélag ís- lands hf. Stærstu hluthafar Bú- landstinds eru auk sjóðsins Gunn- arstindur, Útvegsmannafélag sam- vinnumanna og Olíufélagið, en hlut- hafar eru 41 talsins. Eftir að sölu hlutabréfa Þróunar- sjóðs í Búlandstindi og Meitlinum lýkur er einungis eftir að selja litla hluti í tveimur sjávarútvegsfyrir- tækjum. Um er að ræða 7 milljóna hlut í Fáfni hf. á Þingeyri, sem ekki þykir mikil söluvara, og 13 milljóna hlut í Fiskiðjunni Skagfirð- ingi hf. Bygging dælustöðva Tilboð 38,5% yfir áætlun BORGARRÁÐ samþykkti í gær að taka tilboði ístaks hf. í bygg- ingu dælustöðva fyrir skolp við Ánanaust, á móts við Boðagranda og Seilugranda. Einungis þrjú til- boð bárust í verkið og var tilboð ístaks lægst, nam tæpum 137 milljónum og var 38,5% yfir kostn- aðaráætlun. Tilboð Ármannsfells hf. var hins vegar 154% yfir kostn- aðaráætlun og Húsaness hf. 82,5% yfir áætlun. Stöðin, sem er á móts við Boðagranda, er í eigu Reykjavíkurborgar í heild sinni en hin, sem stendur á móts við Seilu- granda, verður að tveimur þriðju hlutum í eigu Seitirninga en einum þriðja í eigu Reykvíkinga. Heildar- kostnaður Reykjavíkurborgar við verkið nemur alls tæpum 113 millj- ónum króna. Einn milljarður króna boð- inn út íhúsnæðisbréfum TILBOÐ í fjórða og síðasta hluta útboðs húsnæðisbréfa á þessu ári verða opnuð í dag og verður geng- ið frá sölunni í næstu viku, sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Geirssonar, forstöðumanns verð- bréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Um er að ræða einn millj- arð króna. Samanlögð lánsfjáröfl- un Húsnæðisstofnunar með sölu húsnæðisbréfa á þessu ári nemur um 5,1 milljarði króna, en með bréfunum er Byggingarsjóður verkamanna fjármagnaður. Til við- bótar tekur stofnunin um tvo millj- arða króna að láni hjá ríkissjóði, sem ganga til að endurfjármagna Byggingarsjóð ríkisins, þannig að heildarlánsfjáröflun Húsnæðis- stofnunar ríksins á yfirstandandi ári er um 7,1 milljarður króna. Það fyrirkomulag á sölu hús- næðisbréfa að leita tilboða verð- bréfamarkaða í sölu bréfanna var tekið upp á þessu ári eftir endur- skoðun á sölufyrirkomulagi bréf- Húsnæðisstofnun tekur7,l milljarð króna að láni í ár anna í kjölfar þess að mikillar sölu- tregðu gætti í útboðum á bréfunum vegna sviptinga í vaxtamálum. Hættu bréfin að seljast með öllu og sá ríkissjóður Húsnæðisstofnun fyrir lánsfé í framhaldinu. Sölufyrirkomulagði gefist mjög vel Að sögn Sigurðar Geirssonar hefur hið nýja sölufyrirkomulag á húsnæðisbréfum gefist mjög vel og aldrei komið til þess að reynt hafi á sölutryggingarákvæði tilboðanna. Húsnæðisbréfin hafí selst upp á þrem vikum í fyrsta útboðinu í jan- úar, þremur dögum á öðru útboðinu í apríl og einnig á þremur vikum á þriðja útboðinu í júlí, þrátt fyrir að ákvörðun Seðlabanka íslands um að stöðva sölu á verðbréfum tíma- bundið hafi sett strik í reikninginn. Sölufyrirkomulagið er með þeim hætti að verðbréfamarkaðir gera tilboð í sölu á ákveðinni upphæð í húsnæðisbréfum og skuldbinda sig til sölu á henni við tiltekinni ávöxt- unarkröfu. Tilboði Verðbréfamark- aðar íslandsbanka var tekið í tvö fyrstu skiptin en tilboði Kaupþings í síðasta útboðinu í júlí. Húsnæðisbréf eru annars vegar boðin til 24 ára og hins vegar til 42 ára og er framboð á bréfum til styttri tíma mun meira en á bréfum til lengri tíma. Um er að ræða jafn- greiðslubréf og hefst endurgreiðsla þeirra á árinu 1999. Ávöxtunar- krafa á styttri bréfunum hefur ver- ið svipuð eða sú sama og á húsbréf- um, en ávöxtunbarkrafa á lengri bréfunum 0,07-0,08 prósentustig- um undir ávöxtunarkröfu húsbréfa. Söluandviðri húsnæðisbréfanna í ár er eins og fyrr sagði um 5,1 millj- arður króna. Sendinefnd frá Kína KÍNVERSK sendinefnd háttsettra embættismanna frá ráðuneytum ut- anríkisviðskipta, landbúnaðarmála og sjávarútvegsmála er nú stödd hér á landi vegna fyrsta fundar íslensk- kínverska viðskiptaviðræðunefndar- innar. íslensk-kínverska viðskiptavið- ræðunefndin var stofnuð á grund- velli samstarfssamnings milli ríkj- anna, sem Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra undirritaði í Kína í ágúst 1995. Á fundi viðskiptavið- ræðunefndarinnar verða einkum til umræðu leiðir til að efla viðskipti ríkjanna, m.a. um hugsanlegt sam- starf á sviði sjávarútvegs, jarðvarma og fjárfestingar Kínverja í áliðnaði á Íslandi. Einnig verður íslenskt við- skiptaumvherfi kynnt og fisk- vinnsluhús og Sjávarútvegssýningin í Laugardalshöll heimsótt. Formenn nefndarinnar eru Hu Chushent, yfirmaður Evrópuskrif- stofu kínverska utanríkisviðskipta- ráðuneytisins og Kristinn F. Árna- son, skrifstofustjóri viðskiptaskrif- stofu utantríkiðviðskiptaráðuneytis- Vöruflutningar Reykja- vík-Húsavík í 40 ár Húsavík. Morgunblaðið. FYRIRTÆKIÐ Aðalgeir Sigurgeirs- son hf. minnist þess um þessar mund- ir að 40 ár eru liðin síðan stofnandi og aðaleigandi þess Aðalgeir Sigur- geirsson hóf vöruflutninga milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Aðalgeir hóf akstur vörubíls 1948 hjá Bifreiðastöð Þingeyinga, en að- eins tveimur árum síðar eignaðist hann sína fyrstu bifreið af Ford gerð en 1954 keypti hann sína fyrstu Mercedes-Benz bifreið og síðan hefur sú bifreiðategund verið uppistaðan í hans bílaflota. Á þessum árum var mjög mikið af vörubílum á Húsavík og góð at- vinna fyrir þá yfir sumarið en lítil að vetri til og því erfitt að standa undir fjárfestingu nýrri og betri bíla ásamt framfærslu stórrar fjölskyldu. Ákvað Aðalgeir því að breyta til og hefja reglubundna vöruflutninga- starfsemi milli Húsavíkur og Reykja- víkur árið 1956. Burðargeta fyrsta bílsins var aðeins 4,5 tonn, sem þætti lítið í dag. Fyrstu árin vann eingöngu fjöl- skylda Aðalgeirs við fyrirtækið. En 1966 var bílunum fjölgað og vinnu- kraftur keyptur að. Með árunum hafa flutningarnir aukist jafnt og þétt og nú eru í reglubundnum ferð- um milli Húsavíkur og Reykjavíkur 4 bifreiðar auk tengivagna. í dag eru starfsmenn fyrirtækisins 12 og einn þeirra, Bjarni Sveinsson, á að baki Morgunblaðið/Silli MIKLAR breytingar hafa orðið á vörubílaflota fyrirtækisins. hjá fyrirtækinu 20 ára starfsaldur og hefur ekið um 1.550 ferðir milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Allir eru bílarnir búnir einangruðum flutn- ingakössum og kælivélum, sem geta hitað, kælt og fryst eftir því hver þörfín er. Farnar eru 5 ferðir í viku hverri milli Húsavíkur og Reykjavík- ur, auk reglubundinna ferða til Akur- eyrar, Kópaskers og Raufarhafnar. Aðalgeir stofnaði, ásamt nokkrum öðrum flutningsaðilum Vöruflutning- amiðstöðina hf. í Reykjavík árið 1960, þar sem fyrirtækið hefur verið með sína vöruafgreiðslu síðan. Árið 1974 tók Sigurgeir við fram- kvæmdastjórn af föður sínum og hefur gegnt því starfi síðan, en faðir hans vinnur enn við fyrirtækið. í tilefni þessara tímamóta hefur fyrirtækið gefið Framhaldsskólanum á Húsavík flutninga fyrir 100 þúsund krónur og Björgunarsveitinni Garð- ari fyrir 70 þúsund. „Það er stefna okkar í þessu fyrir- tæki að nýta tækifæri framtíðarinnar meðvitað um hið liðna. Þjónusta, vel okkar stóra og trygga viðskiptahóp og halda þannig á málum að fyrir- tækið haldi áfram að dafna," sagði Bjarni Aðalgeirsson, stjórnarformað- ur fyrirtækisins, þegar hann ávarp- aði gesti í tilefni afmælisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.