Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 27
4- MORGUNBLADIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 27 ttion á Grundartanga IJU M Lóðamörk 1 steypuskáli Borgarnes, ¦:;:> ' - - Hvalfjarðar- Usirar-og strandar- Melahr. Akranes hreppur N^jStækkað I ^lsvæði Inrtri- I Skilamanna- Akraneshreppur : hreppur mngur fyrir tóber þá sem komi til með að starfa í því. Þetta verði að taka með í reikn- inginn í samningum um byggingu álversins. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að í ljósi reynslunn- ar muni aukin umsvif á Grundart- anga óhjákvæmilega hafa veruleg áhrif á ýmsa þætti bæjarlífsins á Akranesi. Hann segir að fyrirhugað- ur sé fundur bæjaryfirvalda með þingmönnum Vesturlandskjördæm- is á næstu dögum um hvort móta megi stefnu til framtíðar um skipan mála, en að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Marinó Tryggvason sagði að ekk- ert hefði verið rætt í sín eyru um áhuga bæjarstjórnarmanna á Akra- nesi á því að fá til sín eitthvað af þeim gjöldum sem álverið kæmi til með að greiða. „Þeir hafa löngum viljað fá okkur en ég hef ekkert heyrt sérstaklega í sambandi við þetta," segir Marinó. Hann segist ekki telja að sameining sveitarfélaganna komi til greina á þessu stigi málsins, en hins vegar sé ómögulegt að segja til um hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra og 1. þingmaður Vesturlands, segir að væntanlegur sé fundur þingmanna kjördæmisins með bæjaryfirvöldum á Akranesi um fjárlög, og þótt slíkt hafi ekki verið sérstaklega boðað þá geti þessi mál komið þar til umræðu. „Þeir hafa ekki beðið um fund um það endilega bæjarstjórnin, enda er nú ekki komið svo langt með þetta álver. Það er ekkert klárt nema bara með rammann um orku- verðið, og hitt er svona á umræðu- grundvelli," segir Ingibjörg. Hún segir þó ljóst að ef af bygg- ingu álversins verði þá muni ýmis þjónusta í tengslum við það, t.d. hvað varðar heilsugæslu og skóla- mál, verða á Akranesi, og viðkom- andi sveitarstjórnir væntanlega koma sér saman um þau mál þegar málið væri komið á frekari grunn. „Þegar hún kemst á einhvern alvörugrundvöll þessi umræða þá setjast menn niður og finna flöt á málinu. Þetta er eitthvað sem menn verða að leysa sín á milli," segir Ingibjörg. k- n- á ur ti- ð- ir. ru n- im 51- ef ga ir- an •a- m- rs- im *a- fni og ¦a- :ss na til ;á- kl- •a- •u- °g Sótti um innflutningsleyfi fyrir strútaegg fyrir ári Segir yfirdýralækni sýna seinagang TORFI Áskelsson, bóndi í Syðra-Seli, sótti um leyfi til innflutnings á strúts- eggjum fyrir rúmu ári. Engin skýr svör hafa borist frá yfirdýralækni vegna þessa þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Guð- mundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að yfirdýralæknir hafí athugað málið, en vel þurfi að gæta að heilbrigðis- eftirliti og meðferð á dýrunum þeg- ar verið sé að flytja inn nýja dýra- tegund. Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið í umboði fyrir ónefnda bændur og aðra einstaklinga að athugun á strútainnflutningi. Þeir gera ráð fyrir að flytja inn 10-20 strúta í upphafi. Hver þeirra kostar um 750 þúsund krónur, en heildar- fjárfestingin 30-40 milljónir. Strút- arnir yrðu keyptir í Svíþjóð fyrir milligöngu Strútaræktunarsam- bandsins þar í landi. Fleiri hafa spurst fyrir um innflutning á strút- um hjá landbúnaðarráðuneytinu, meðal annars einstaklingar af Norðurlandi og Vestfjörðum. Engin alvarleg heilbrigðisvandamál Búnaðarsamband Suðurlands er í samstarfí við Atvinnuþróunarsjóð- inn að kanna hvaða kröfur heil- brigðisyfirvöld geri vegna innflutn- ingsins og hversu vel strútarnir henti íslenskum aðstæðum. Þor- steinn Ólafsson dýralæknir segir að frumathuganir bendi til þess að engin alvarleg heil- > brigðisvanda- ~~,*,:t mál fylgi strútunum. Þeir þola vel kulda en í roki og rigningu sé vandamál að koma þeim í skjól. Olíkt dýr- um af norðlægum slóðum hópast þeir ekki saman og veita hver öðrum skjól. Það þarf að sækja hvert ein- stakt dýr og færa það inn í hús ef veður verður vont því ekki er hægt að smala þeim. Þorsteinn segir að kanna þurfi hvaða tegund strúta henti íslend- ingum best, til dæmis mæli Norð- menn og Danir með svonefndum emúum, en það er tegund af ætt strúta en nokkru minni og harðgerðari. Náttúruverndarráð hefur þegar skilað áliti um innflutn- ing á strútum og telur þá ekki til skaða fyrir íslenskt lífríki því ólíklegt sé að strútar þrífist villtir á landinu. Þó þurfí að kanna að- stæður hérna nákvæmlega vegna þess hversu frábrugðnar þær séu náttúrulegum heimkynnum strúta í sunnanverðri Afríku. Betra að flylja inn egg en fugla Torfí Áskelsson hefur líkt og Atvinnuþróunarsjóðurinn verið í sambandi við Strútaræktunarsam- bandið f Svíþjóð. Hann telur þó hyggilegra að flytja inn egg' en fugla, því fullorðnir fuglar muni eiga erfitt með að venjast veðurfar- inu hér á landi. Torfi segir að Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir hafi $$ Pf Strútarækt er ört vaxandi búgrein í flestum löndum heims. Nú hefur áhuginn einnig bor- ist hingað til lands. Lengst eru áformin kom- in á Suðurlandi, þar sem hópur einstaklinga vill flytja inn strúta frá Svíþjóð í tilrauna- skyni. Helgi Þorsteinsson spurðist fyrir um framtíð strútaræktar á íslandi. Ýmsar staðreyndir um strúta • Strútar eru stærstir núlifandi fugla í heimi • Þeir eru 215 til 240 sm á hæð og vega 112 til 160 kg • Strútar verða 70 tii 80 ára gamlir í náttúrulegu umhverfi • Kvendýrin verða fullþroska 20 mánaða gömul en karlamir 30 mánaða • Kvendýrin geta verpt í allt að 30 ár • Að jafnaði verpa þau 30 til 50 eggjum á ári en jafnvel allt að 100egg]um • Varptími er breytilegur eftir aðstæðum en á norðlægum slóðum er hann yfirleitt frá mars fram í september • Eggin eru 1 Vz til 3 kg að þyngd • Nýfæddir strútsungar eru um 25 sm á hæð og 1 kg að þyngd. • Ungamir vaxa um 25 til 30 sm á mánuði fyrstu 6 mánuðina • Helstu afurðir sem strútar gefa af sér eru kjöt, leður og fjaðrir. Leðrið er um 40% af verðmætinu • Strútum er yfirleitt slátrað við 10 til 14 mánaða aldur Samanburður á búskap með nautgripi og strúta Framleiðsla á kvendýr á ári Nautgripir Strútar Meðganga/útungunartími 280 dagar 42 dagar Afkvæmi á ári 1-2 20-50 Fóðumýting 5:1 2:1 Dagar frá fæðingu tii slátrunar 645 407 Kíló af kjöti 250 1.000 Fermetrar af leðri 2,8 26,0 Strútar ná allt að 240 sentímetra hæð og eru stærstu fuglar í heimi. iliIÉM^ •ÍS^aii'óSi ffli»&i bryddað upp á þeirri hugmynd í samtölum við sig að embættið tæki að sér að sjá um útungun strút- seggjanna í útungunarstöð sem til er á Hvanneyri, til þess að yfirvöld geti fylgst vel með eldinu allt frá upphafi. Torfi segist sjálfur geta komið upp útungarstöð og hafa lof- orð um stuðning til þess frá fjár- sterkum bændum. Hófst sem grín Matthías Eggertsson, ritstjóri búnaðarblaðsins Freys, segir að hugmyndir um strútaeldi á Islandi hafi upphaflega komið upp sem grín innan Bændasamtakanna. Hann telur litla von til að strúta- rækt muni reynast vel. „Ef menn eru að fara úr nautakjötsfram- leiðslu í þetta held ég að það sé leiðin úr öskunni í eldinn. Mér finnst ólíklegt að slagveðrið hér á landi henti þessum dýrum." Matthías bendir á að áður hafi komið upp hugmyndir um innflutn- ing á nýjum dýrategundum, til dæmis ákveðinni bifurtegund og-. andartegund. „Kannski er ég orðinn of gamall og úrtölusamur, en þetta hefur gerst svo oft áður. Það næg- ir að nefna kollsteypur í loðdýra- rækt og erfíðleika í laxeldi." Ort vaxandi grein um allan heim Strútaeldi er ört vaxandi grein í landbúnaði um mestallan heim og hefur á síðustu árum meðal annars borist til Norðurlanda. Strútar eru stærstu núlifandt fuglar heims en þeir verða vel yfir tveir metrar á hæð og vega 112-160 kíló. Upprunaleg heimkynni þeirra eru í Afríku og þar hafa þeir verið aldir í um 150 ár. í Egyptalandi í fornöld voru strútsfjaðrir tákn rétt- lætis og sannleika en á 13. öld var farið að nota þær til skrauts á hjálmum evrópskra riddara. Á síð- ari öldum voru strútsfjaðrir notaðar í tískuföt og til að dusta ryk. Fjaðra- markaðurinn hrundi við upphaf heimsstyrjaldarinnar fyrri. Sumir segja reyndar að tilkoma bíla hafi verið banabiti fjaðranna,- vegna þess hversu óhentugt var að vera með þær á ferð. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar tók markaðurinn við sér að nýju en þá var auk fjaðranna sóst eftir strútsleðri og kjöti. Fram á síðustu öld voru fjaðrir aðeins fengnar af villtum strútum sem voru veiddir en fyrir um 150 árum voru þeir teknir til ræktunar af bændum í Suður-Afríku. Fram undir 1980 hafði Suður-Afríka ^vp nær einokunaraðstöðu á mark- aðnum, en glataði henni þegar við- skiptabann var sett á landið. Nú er strútarækt ört vaxandi grein víða um heim. í Bandaríkjunum er 1.500 strútum slátrað á mánuði en fram- leiðslan eykst hratt. Sænska strúta- ræktunarsambandið var stofnað árið 1994 og voru þá meðlimir fjórt- án en eru nú tvö hundruð. Gott leður og hollt fejöt Strútaræktin beinist enn sem komið er víðast að lífstrútum til eldis. Strútakjöt er dýrt, kostar til dæmis í heildsölu í Bandaríkjunum sem nemur 2.300-3.300 krónum. Líklegt má telja að verðið muni fara hratt lækkandi eftir því sem framleiðslan eykst því strútar eru á margan hátt ódýrir í ræktun. Fóðurnýting er góð, þeir þurfa ekki mikið rými og fjölga sér hratt. Kjötið þykir líkjast í bragði nauta- kjöti, en fitumagn og kólesteról- innihald er svipað og í öðru fugla- kjöti. Strútsleðrið þykir einnig gott og er meðal annars notað í tísku- vörur. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.