Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 35 MINIMINGAR SKAFTI BENEDIKTSSON + Skafti Benediktsson fædd- ist á Bjarnarnesi í Nesjum 17. október 1911. Hann Iést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Hðfn í Hornafirði hinn 9. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stafafellskirkju 17. september. Nú fer ég nýjan veg norðan yfir heiðar, suðri mót . möl og grjót marka sporin reiðar, fela sjón fram í Lón fjöll og auðnir breiðar, hérna fóru fornmenn sinnar leiðar. (Sr. Jón Jónsson, Stafafelli.) Við fréttina af andláti Skafta í Hraunkoti leitaði hugur aftur til ánægjuríkra samverustunda, í ná- býlinu austur í Lóni. Samgangur var mikill milli bæja og snerist oft- ar en ekki um ýmislegt tengt bú- skap. Komið var saman af bæjun- um við réttir, steypuvinnu og fleira. Fyrir ungum dreng var Skafti í sérstöku uppáhaldi. Fáir gáfu sér tíma til að yrða á litla karla, sem ekki gátu ekið hjólbörum eða voru það lágir í loftinu að þeir voru ein- ungis notaðir í fyrirstöðu í smala- mennsku. Öðru máli gegndi með Skafta, sem var ætíð sposkur und- ir yfirskegginu, tilbúinn að tala við og hlusta á smáfólkið. Hann hafði mikla unun af að skemmta fólki með líflegum frá- sögnum og var góður leikari. Var af þeirri kynslóð sem setti upp leik- rit og skemmtanir í gamla Fundar- húsinu, á fyrri hluta aldarinnar. Broti af þeim félagsanda kynntist ég á jólaskemmtunum í Lóninu þ.s. Skafti var oftast jólasveinninn. Ljósamótorinn drunaði úti í myrkr- inu, gengið var í kringum fagur- skreytt tréð, skyndilega kom þessi gráskeggjaði maður í salinn með mikla og glaðhlakkalega rödd sem hæfði hlutverkinu. Hann sagði sög- ur og stjórnaði hringdansi. Þeir eru eftirminnilegir söngdansarnir, sem allir sungu af innlifun og gerðu hljóðfæri algjörlega óþörf þessi vetrarkvöld. Miklar breytingar urðu á bú- skaparháttum í Lóni í tíð Skafta. Framan af sínum búskap rak Skafti fé í Kollumúla og á hann ófá spor- in í Stafafellsfjöllum. Smala- mennska á því svæði var sérstakt þrekvirki. Að fara um vegleysur og jökulvötn af áræði og ósérhlífni var hlutskipti Skafta haust eftir haust. Hann tók þátt í að byggja göngubrú á Jökulsá og flytja allt efni sem til þurfti. Þessi fram- kvæmd öll var honum minnisstæð og gat hann sagt á sinn einstæða hátt frá ýmsum atvikum s.s. þegar dýnamítið valt af hestinum og túp- urnar dreifðust niður Illakamb eða að bensínborinn sem fluttur hafði verið alla þessa leið virkaði ekki þegar á reyndi. Framfarahugur einkenndi ávallt hans lífsferil. Minnisstætt er sumarið 1974, en þá var Skafti mikið á Stafafelli við að byggja nýtt fjárhús. Hann var alltaf mættur snemma morguns á gamla traktornum, verklaginn og vinnusamur, ásamt því að vera hrókur alls fagnaðar. Skömmu síð- ar byggði hann áþekkt hús í Hraun- koti og var sjálfur yfírsmiður. Heimilið í Hraunkoti var ein- stakt. Allir voru svo ríkir af áhuga- málum og vilja til að móta sitt umhverfi. Við fráfall Skafta gerir maður sér grein fyrir hverfulleikan- um. Mannlíf í Lóni hefur breyst og verður aldrei eins og það var. Mað- ur kemur í manns stað segir mál- tækið, þó erfitt verði að fylla í skarðið, gefst okkur tækifæri til að heiðra minningu hans. Orðstír lifír þeim er sér góðan getur. Ég hef sagt syni mínum frá gráu gimbrinni, broddstönginni og öllum þeim góðu minningum sem Skafti og heimilisfólkið í Hraunkoti gáfu mér í uppvexti. Sonurinn svarar með erfiðri spurningu; „En af hverju er Skafti dáinn?" Fátt er um svör sem eru litlum dreng skilj- anleg og jafnvel okkur sem eldri erum. Þegar heilsunni hrakaði hjá honum vildi hann hafa heimsóknir stuttar, það átti ekki við hann að kvarta eða vera bundinn í slíka lík- amlega fjötra. Það er von mín og trú að hann sé nú kominn á stað þ.s. frásagnargleði hans og kraftur fá notið sín í ríkum mæli. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin með söknuði og þakklæti, ásamt því að votta Sigurlaugu og öðrum aðstandendum dýpstu sam- úð. Gunnlaugur Benedikt. + Ástkær faðir okkar, bróðir og mágur, ERLENDUR GEIR ÓLAFSSON, Mávabraut 7, Keflavík, áður til heimilis í Vestmannaeyjum, er látinn. Ólafur Geirsson, Óskar Ólafsson, Gunnlaugur Óskar Geirsson, Jóhanna Agústsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR PÉTURSDÓTTIR, Hraunbæ 102c, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 19. septemberkl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Vilborg E. Lárusdóttir, Guðrún H. Lárusdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar ástkæru SIGRÍÐAR INGIBJARGAR FINNBOGADÓTTUR, Móaflöt 23, Garðabse. __., Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunar- fólki á Reykjalundi og Hrafnistu í Hafn- arfirði. Stefán Vilhelmsson, Elín G. Stefánsdöttir, Júlíus K. Björnsson, Vilborg J. Stefánsdóttir, Reynir Ó. Guðjónsson, Bjarni K. Stefánsson, Sigurjóna Ástvaldsdóttir, Sölvi Stefánsson, Inga Arnadóttir, - Svana H. Stefánsdóttir og barnabörn. ATVl NN U AUGL YSINGAR „Au pair" Frakkland Við búum í úthverfi Parísar. Okkur vantar „au pair" strax, ekki yngri en 18 ára, reyklausa, barngóða og notalega í umgengni. Uppl. eftir kl. 17 í símum 587 0102 eða 00331 6952 1220. Starf í íþróttahúsi Starfsmann (konu) vantar í íbróttahúsið Digranes við þrif og afgreiðslu. 50 - 70% vinna. Kvöldvaktir. Upplýsingar í síma 554 2230 (Ómar) og 564 2347 (Óskar E.) Aðalstjórn HK. Djákni Sóknarnefnd Garðasóknar auglýsir stöðu djákna í hálft starf frá og með 1. október 1996 laust til umsóknar. Umsóknir merktar: „Djákni" sendist skrif- stofu Garðasóknar, Kirkjuhvoli, 210 Garðabæ fyrir 28. september nk. Sóknarnefnd. Framreiðslufólk - þjónar Óskum að ráða til starfa framreiðslufólk og fólk vant bjónustustörfum nú be9ar- Fast starf og tímabundið, mikil vinna. Upplýsingar gefur Páll í síma 477 1321. Hótel Egilsbúð, Neskaupstað. Prentsmiðir Dagsprent hf. óskar eftir að ráða prentsmið. Viðkomandi barf að hafa góða pekkingu á QuarkXPress. Vaktavinna. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og prentsmiðjustjóri í síma 462 4222. Dagsprent hf. £? % Sálarrannsóknarfélag íslands Hlutastarf/ skrifstofustarf Sálarrannsóknarfélag íslands óskar eftir að ráða starfsmann til starfa á skrifstofu félags- ins, Garðastræti 8. Starfstími er frá kl. 14 - 17 alla virka daga. Umsóknir berist skrifstofu SRFÍ eða í póst- hólf 433, 121 Reykjavík, fyrir 23.9. 1996. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld og helg- arvaktir. Starfsfólk vantar til aðhlynningar í 100% starf og einnig á stuttar kvöldvaktir. Möguleiki er á leikskólaplássi. Upplýsingar veita ída Atladótir, hjúkrunarfor- stjóri, og Þórunn A. Sveinbjamar, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í símum 553 5262 og 568 9500. Byggingaverkamenn Vantar byggingaverkamenn til starfa strax. Umsóknareyðublöð á skrifstofu okkar, Funa- höfða 19. Sími 577 3700. Ármannsfell hf. Félagsmálaráðuneytið Fólkíatvinnuleit Félagsmálaráðuneytið vekur athygli á að vinnuafl vantar til fiskvinnslu víða um land. Vinnumiðlanir veita nánari upplýsingar. Félagsmálaráðuneytið, 16.september1996. Sýslumaðurinn íVestmannaeyjum Skrifstofustarf Staða skrifstofumanns við embætti sýslu- mannsins í Vestmannaeyjum er laus til um- sóknar. Um er að ræða bókhalds- og gjald- kerastörf. Viðkomandi barf að hefja störf 1. nóvember nk. Ráðningartími ótímabundinn og um fullt starf er að ræða. Umsækjendur burfa að hafa góða reynslu af bókhalds- og tölvuvinnslu. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar veitir Jón Óskar Þórhalls- son, skrifstofustjóri. Umsóknarfrestur er til 4. október 1996 og skulu umsóknir berast til sýslumannsins íVestmannaeyjum, Heiðar- vegi 15, Vestmannaeyjum. Öllum umsóknum verður svarað. Vestmannaeyjum, 18. september 1996. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, Georg Kr. Lárusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.