Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORG UNBLAÐIÐ LANDIÐ Sólheimar í Grímsnesi sjálfbær byggðakjarni, byggður á vistræmim lifnaðarháttum Til lausnar vanda neyzlu- samfélagsins Morgunblaðið/Kári Jónsson A MYNDINNI eru f.v.: Pétur Sveinbjarnarson, Hólmfríður Sigmundsdóttir (dóttir Sesselju, stofn- anda Sólheima), Hildur Jackson og Oðinn Helgi Jónsson, framkvæmdasljóri Sólheima. SJÁLFBÆR byggð, sem byggist á vistrænum lifnaðarháttum, er hug- mynd sem hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Fyrir sex árum hóf Gaia-sjóðurinn í Danmörku að helga sig því verk- efni, að finna leiðir til að styrkja hreyfinguna í átt að sjálfbærri þró- um í síðustu viku kom einn af frum- kvöðlum þessarar hreyfingar, Hild- ur Jackson, hingað til lands og heimsótti m.a. Sólheima í Gríms- nesi, sem hefur verið boðið að taka þátt í alheimsneti vistrænna byggðakjama, Global Eco-village Network, GEN, sem styrkt er af Gaia-sjóðnum. Slíkum byggða- kjörnum er, samkvæmt hugmynd- um aðstandenda hreyfíngarinnar, ætlað að þjóna sem fyrirmyndir að sjálfbærum lifnaðarháttum í heim- inum, en þróun byggðar og neyzlu- mynsturs mannkynsins er að þeirra mati í farvegi, sem stefnir í algjört óefni, ef ekki verði gripið til ráð- stafana af þessu tagi. í heimsókn sinni að Sólheimum kynnti Jackson sér það starf sem þar hefur verið unnið, en Sólheim- um hefur, eins og áður segir, verið boðið að vera aðili að heimsneti vistrænna byggðakjarna, GEN. Jackson sótti ennfremur ráðstefnu um sjálfbæra þróun á 21. öld, sem haldin var í lok vikunnar, þar sem hún kynnti hugmyndir sínar um sjálfbæra, vistræna byggð. Á ráðstefnu þessari hitti blaða- maður Morgunblaðsins Jackson og fékk hana til að skýra frá hug- myndum sínum um sjálfbær samfé- lög. Jackson bendir á, að Vestur- landabúar, einn fjórði hluti íbúa jarðarinnar, noti þrjá fjórðu hluta þeirra auðlinda, sem neytt sé í heiminum. „Við verðum að minnka þessa neyzlu," segir hún, og bætir við, „við verðum að hugsa hnatt- rænt og af félagslegri og umhverf- islegri samábyrgð, ef það á að tak- ast að minnka þessa neyzlu. Við verðum að breyta okkar lífshátt- um.“ Byggðakjarnar í stað ofurneyzlusamfélags Sú leið, sem henni þykir raun- hæfust til að nálgast þetta mark- mið, er að láta smáa byggða- kjarna, sem eru sjálfum sér nógir og lifa í sátt við umhverfið og nátt- úruna, koma í stað ofurneyzlusam- félags stórborganna. Fyrstu skrefin eru að sögn Jack- sons þessir vistrænu byggðakjarn- ar, sem stofnað hefur verið til víða um heiminn. „Tilgangur heimsnets- ins, GEN, er að þessir byggðakjam- ar geti aflað sér reynslu hver á sinn hátt, skipzt á þeirri reynslu og dregið gagnkvæman lærdóm af henni.“ Til þess að byggðakjarni fái titil- inn vistrænn þarf hann að uppfylla mörg skilyrði. Enn sem komið er finnst enginn, sem uppfyllir þau öll fullkomlega. En í heimsnetinu eru nú 15 byggðakjarnar. „Sól- heimum hefur nú verið boðið að vera einn þeirra, en þeir eru eitt bezta dæmið um vistrænan byggðakjarna sem ég hef séð,“ segir Jackson. Mikill alþjóðlegur áhugi „Stefnan er að stækka netið, þannig að innan þess starfi alla vega 30-40 byggðakjarnar, dreifðir um allan heim,“ segir hún. Nokkrum tímamótum í sögu hreyfingarinnar olli að sögn Jack- son ráðstefna um „vistræna byggðakjarna og sjálfbær samfé- lög“, sem haldin var í Skotlandi í október í fyrra. Ráðstefnu þessa sóttu fleiri en 400 manns frá 40 þjóðlöndum, og komust mun færri að en vildu. Jackson og samheijar hennar kynntu hugmyndir sínar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um vandamál þéttbýlis, Habitat II, sem fram fór í Istanbúl fyrr á þessu ári. Sá mikii áhugi, sem verkefninu var sýndur á þessum ráðstefnum af fólki hvaðanæva að úr heimin- um, hefur hleypt efldum krafti í hreyfinguna. Fyrir þá sem vilja kynna sér hana nánar, skal bent á alnets-slóð- ina http://www.gaia.org. Höggmynd eftir „Torso“ afhjúpuð HILDUR Jackson afhjúpaði ný- verið höggmynd eftir Martein Guðmundsson „Torso“ í högg- myndagarði Sólheima í Grímsnesi. Þetta er sjötta höggmyndin sem sett er upp í garðinum sem áætlað er að muni geyma tíu verk eftir jafnmarga listamenn. Högg- myndagarðurinn mun verða eins konar yfirlitssýning á íslenskri höggmyndalist frá 1900-1950. Áætlað er að framkvæmdum við garðinn verði lokið á 70 ára af- mæli Sólheima árið 2000. Garðyrkju- skóli ríkis- ins settur Sundnámskeið í nýrri sundlaug GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykj- um, Ölfusi, var settur þriðjudaginn 10. september. AIls eru 47 nemendur skráðir í skólann næsta skólavetur. Brautirnar fímm sem nemendumir skiptast í eru skrúðgarðyrkjubraut, sem er löggilt iðngrein, garðplöntu- braut, umhverfísbraut, ylræktar- braut og blómaskreytingabraut, en nemendur á þeirri braut hefja bók- legt nám eftir áramót. Fram kemur í fréttatilkynningu að heimavistir skólans séu fullsetnar í vetur. Garðyrkjunámið er 3 ár á öllum námsbrautum nema á blómaskreyt- ingabraut, en þar er það 2 ára nám. Námið við skólann eru bæði bóklegt og verklegt auk þess sem nemendur vinna að ýmsum verkefnum eins og við plöntusafn og aðalverkefni. Vaðbrekku, Jökuldal - Ný sund- laug var tekin i notkun á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal um miðjan júní í sumar. Skólahald nú í haust hófst síðan með því að halda fyrsta sundnámskeiðið í sund- lauginni, meðfram annarri kennslu í skólunum á svæðinu. Það eru nemendur úr Skjöld- ólfsstaðaskóla og Brúarásskóla er njóta sundkennslu í hinni nýju laug, alls fimmtíu og sex krakk- ar. Krökkunum er skipt í tvo hópa í kennslunni, yngri krakk- arnir eru tuttugu og átta saman, en þeir eldri tuttugu og sex. Daglegur akstur er fyrir krakk- ana og er þeim ekið heim í eftir- miðdag þegar sundkennslunni er lokið. Að sögn Gunnars Gutt- ormssonar sundkennara er að- staða í nýju sundlauginni á Skjöldólfsstöðum öll hin glæsi- legasta, laugin mátulega heit fyrir krakkana og mjög góð að- staða fyrir þau í búningsklefum. Gunnar sagði að sundkennslan gengi vel og nemendum fari vel fram í sundinu þrátt fyrir að einstaka krakki hafi verið vatns- hræddur til að byrja með, en það rjáltast af þeim eftir því sem þau fari oftar í sund og læri betur sundtökin. Árangur sundkennslunnar byggist mikið á því að krakkarn- ir nái að slaka vel á í vatninu, sagði Gunnar að lokum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalstoinason GUNN AR Guttormsson sundkennari segir krökkunum til af laugarbarminum. Morgunblaðið/Kári Jónsson Hildur Jackson, stofnandi Eco-Village, flytur erindi á Sólheimum um uppbyggingu vistrænna byggðakjarna og sjálfbæra þróun. Hátíð haldin á Sólheimum 1 Grímsnesi 50 ár frá setmngu bráðabirg’ðalaga FIMMTIU ár eru um þessr mundir liðin frá setningu bráðabirgðalaga um leigunám Sólheima og var þess minnst á Sólheimum í Grímsnesi fímmtudaginn 12. september sl. Af þessu tilefni afhjúpaði Hildur Jackson höggmynd eftir Martein Guðmundsson, „Torso“, í högg- myndagarði Sólheima þar sem margt fólk var saman komið. Um er að ræða einstæð og sögu- leg bráðabirgðalög frá 12. septem- ber 1946 um heimild fyrir ríkis- stjórnina að taka Sólheima leigu- námi. Höfuðástæða þessarar framkvæmdar var ágreiningur stjórnvalda og stofnanda Sól- heima, Sesselju Hreindísar Sig- mundsdóttur, um tvö atriði. Ann- ars vegar ósætti stjórnvalda yfir því að á Sólheimum lifðu saman fatlaðir og ófatlaðir í leik og starfi í einu samfélagi. Slíkt var talið hafa skaðleg áhrif fyrir þá síðar- nefndu. Hins vegar voru stjórnvöld ósátt við áherslu á grænmeti í fæðuvali heimilisfólks, þrátt fyrir læknisfræðilega úttekt sem sýndi fram á mjög gott heilsufar skjól- stæðinga Sesselju. Bráðabirgðalög þessi voru síðan lögð fyrir Alþingi 23. september 1946 en hlutu ekki staðfestingu þar sem forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 10. október það sama ár vegna ágreinings um flugvallarsamning- inn við Bandaríkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.