Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 33
JÓHANN PÉTUR
KOCH VIGFÚSSON
+ Jóhann Pétur
Koch Vigfússon
var fæddur á
Reykjanesvita
Hafnarhreppi 19.
janúar 1924. Hann
lést í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í Foss-
vogi 7. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Vigfús Sigurðsson,
Græniandsfari,
húsasmiður í
Reykjavík og vita-
vörður á Reykjanesi
um skeið, f. 16. júlí
1875 á Gilsbakka í
Öxarfjarðarhr. í N-Þing., d. 26.
maí 1950 í Reykjavík, og kona
hans, Guðbjörg Árnadóttir, f.
9. júní 1884 í Simbakoti á Eyrar-
bakka, d. 26. desember 1966 í
Reykjavík. Jóhann var yngstur
átta systkina. Látin eru Tómas,
Gunnþóra, Sigurður og Auður,
en á lífi eru Ólafur, Anna og
Svanhildur.
Hinn 7. febrúar 1953 kvænt-
ist Jóhann Margréti Sigutjóns-
dóttur, sem fædd er á Norðfirði
20. október 1927, dóttur Sigur-
jóns Jónssonar, múrarameist-
ara á Norðfirði, síðar í Hafnar-
firði, d. 29. mars 1984, og konu
hans, Vilborgar Pálsdóttur.
Börn Jóhanns og Margrétar eru
fjögur: Viiborg, f. 25. maí 1953,
sérkennari, býr í Hafnarfirði,
gift Randall Fleck-
enstein, kennslu-
fræðingi, þau eiga
fjögur börn; dr.
Vigfús, f. 3. septem-
ber 1955, líffræð-
ingur, býr í Hafnar-
firði, kvæntur Þór-
dísi H. Sveinsdótt-
ur, kennara, þau
eiga fjögur börn;
Pétur, f. 13. júní
1958, múrari, býr í
Svíþjóð, kvæntur
Eva Marie Sand-
gren, hjúkrunar-
fræðingi, þau eiga
eina dóttur; og Haf-
dís, f. 10. janúar 1960, hjúkrun-
arfræðingur, býr í Reykjavík,
gift Jóni Valdimarssyni, vél-
fræðingi, þau eiga tvö börn.
Fyrir átti Jóhann einn son, Sig-
þór ívar Koch, f. 7. febrúar
1941, endurskoðandi, býr í
Reykjavík, á hann einn son.
Jóhann lauk sveinsprófi í
Reykjavík 1945 og var félagi í
Múrarafélagi Reykjavíkur frá
1945-1959, síðan félagi í
Múrarameistarafélagi Reykja-
víkur. Meistari hjá Byggingafé-
lagi verkamanna 1959-1971 og
við hús íslenskra aðalverktaka
við Höfðabakka 9 í Reykjavík.
Jóhann starfaði siðustu árin hjá
Húsasmiðjunni hf. í Reykjavík.
Útför Jóhanns fór fram í
kyrrþey.
Kær föðurbróðir, Jóhann P. Koch
Vigfússon, er látinn eftir þunga sjúk-
dómslegu á 73. aldursári. Að hans
eigin ósk var kveðjuathöfnin í sama
anda og það líf sem hann hafði sjálf-
ur æt.íð lifað - með hægð og í kyrr-
þey og aðeins í návist nánustu ætt-
ingja og vina. Okkur sem næst hon-
um stóðum kom andlát hans reyndar
ekki á óvart, svo mjög var af honum
dregið síðustu vikurnar. En vissulega
höfðum við öll ætlað honum lengri
lífdaga. Allt til síðustu áramóta gekk
hann heill til skógar, fullur starfs-
orku og þreks enda þótt löngum
starfsferli hans væri lokið, og það
var þung raun að sjá hvernig illvígur
sjúkdómur lagði þennan sterka og
þrékmikla karlmann að velli á aðeins
réttu hálfu ári. Og nú við ótímabært
andlát hans er söknuðurinn vissulega
sár en mér er ekki síður í huga þakk-
læti fyrir að hafa átt þennan góða
frænda að og fyrir það að hafa not-
ið frændrækni hans og umhyggju
eins lengi og ég man eftir mér.
Jóhann P. Koch Vigfússon var
yngstur átta systkina. Afi og amma,
Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari og
Guðbjörg Árnadóttir kona hans,
gegndu þar stöðu vitavarðar og
bjuggu þar með börnum sínum í tíu
ár. Aður hafði afi ráðist sem aðstoð-
armaður í Grænlandsleiðangur Jo-
hanns Péturs Kochs, dansks jökla-
fræðings, sem fór sína fyrstu vísinda-
ferð á Grænlandsjökul á árunum
1912-13. Með þeim afa og J. P.
Koch tókst gagnkvæm vinátta og
virðing og það sýnir hug hans til
þessa hollvinar að yngsti sonur þeirra
ömmu og afa var heitinn í höfuðið á
honum. Arið 1925 flytur fjölskyldan
síðan til Reykjavíkur og þar ólst Jó-
hann upp og starfaði alla tíð eftir
það. Hann stundaði byggingastörf
nær allan sinn starfsferil, lærði ung-
ur múraraiðn hér í Reykjavík, fór
þá til framhaldsnáms í þeirri grein
til Svíþjóðar og átti síðan nána og
farsæla samvinnu við föður minn og
Ólaf bróður sinn á sviði bygginga-
mála hér í borginni um margra ára
skeið. Hann vann mikið og gott starf
i þágu Byggingarfélags verkamanna,
og síðar hjá íslenskum aðalverktök-
um og þegar hann síðan hætti sjálf-
stæðum rekstri réðst hann til starfa
hjá Húsasmiðjunni hér í Reykjavík
og átti þar tíu ára starf að baki þeg-
ar hann hætti störfum vegna aldurs.
Koch frændi, en þannig var hann
jafnan nefndur í hópi okkar frænd-
fólksins, var skapmikill að eðlisfari.
Hann átti ríka og mikla lund en var
jafnan hæglátur og yfirvegaður í
fasi og alltaf einstaklega hlýr og ein-
lægur í viðmóti. Á yngri árum stund-
aði Koch íþróttir og útivist, en hin
síðari ár var bóklestur besta afþrey-
ingin eftir erilsaman vinnudag. Og
nú þegar hann hafði látið af störfum
vegna aldurs áttu börnin og fjöl-
skyldur þeirra hug hans allan. Að
vera samvistum við Margréti og
börnin var hans líf og yndi í bestu
merkingu þeirra orða og þar varð
hann mikillar hamingju aðnjótandi.
Margrét reyndist honum sannur lífs-
förunautur - í einu og öllu virtust
Margrét og Koch sem einn maður
og allt þeirra samband bar vott um
einlæga vináttu og væntumþykju.
Þau eignuðust fjögur mannvænleg
börn og það er sannarlega sterkur
og samheldinn hópur sem nú kveður
kæran föður og afa.
Sár ástvinamissir verður aldrei
bættur, þar getur enginn komið í
annars stað. En að föður mínum látn-
um átti Koch frændi stærstan þátt
í að bæta okkur söknuðinn. Vissulega
voru þeir um margt ólíkir bræðurnir,
faðir minn og Koch, en báðir höfðu
þeir mikla ábyrgðarkennd gagnvart
sínum nánustu og sýndu þeim ein-
staka umhyggju og ræktarsemi.
Þessi þáttur var reyndar svo ríkur í
fari þeirra beggja að hann mótaði
alla þeirra lífssýn og lífsviðhorf öðru
fremur. Og þessarar frændrækni af
hálfu Koehs nutum við Guðbjartur
og börnin okkar í ríkum mæli. Á
hveiju vori var það litlum drengjum
að jafnaði tilhlökkunarefni að fá að
sækja sumarskemmtun Kiwanisfé-
laga með Koch frænda, - en í þeirri
hreyfíngu starfaði hann um árabil.
Síðar, þegar útvega þurfti tápmiklum
strákum sumarvinnu, var líka gott
að eiga hann að og alla tíð sýndi
hann velferð systkinabarnanna ekki
síður áhuga en sinna eigin. Allt þetta
viljum við nú þakka að leiðarlokum.
Í hugskotinu eigum við ótal ljúfar
minningar um Koch frænda. Móðir
mín saknar elskulegs mágs og við
hin frænda og vinar. Fyrir hönd okk-
ar allra flyt ég Margréti, bömum og
systkinum Kochs einlægar samúðar-
kveðjur. Friður fylgi honum.
Guðbjörg Tómasdóttir.
Tengdafaðir minn, Jóhann Vigfús-
son, er látinn eftir stutta og hetju-
Iega baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Ég kynntist Jóhanni fyrir tuttugu
árum þegar ég kom fyrst til íslands
frá Bandaríkjunum til að giftast dótt-
ur hans, Vilborgu, sem hafði verið
þar við nám. Frá þessum árum á ég
margar skemmtilegar minningar af
MINNINGAR
samveru minni og minnar fjölskyldu
með Jóhanni og Margréti, konu hans.
Ég var strax tekinn inn í íjölskyld-
una og boðinn velkominn frá fyrsta
degi. Það er aldrei létt að vera útlend-
ingur fjarri eigin fjölskyldu en Jó-
hann tengdafaðir minn lagði sig allan
fram við að láta mig finna að hér
ætti ég fjölskyldu og fyrir það verð
ég jionum ávallt þakklátur.
Á stund sem þessari koma orð
eins og kærleiki og heiðarleiki upp
í hugann. Jóhann var einst.aklega
kær sinni fjölskyldu. Hann lagði sig
allan fram við að aðstoða og styðja
hana eins og honum var einum lag-
ið. Hann var ávallt reiðubúinn að
aðstoða við útrétt.ingar vegna heim-
ilis og barna, svo ekki sé talað um
þegar kom að því að rétta hjálpar-
hönd vegna alls þess sem sneri að
lagfæringum og nýsmíði íbúðarhús-
næðis. Áratuga reynsla hans sem
múrarameistara nýttist svo sannar-
lega fjölskyldu hans. Sérstaklega er
mér þó minnisstætt þegar kom að
því að þakka Jóhanni fyrir alla hjál-
pina var svarið ávallt hið sama: „Þú
launar mér best með því að gera hið
sama fyrir barnabörnin mín.“
Jóhann hafði mikinn metnað fyrir
hönd barna sinna og bamabarna og
að þau hefðu tækifæri til að mennta
sig. Hann hafði mikið yndi af barna-
börnunum og það var mikið tilhlökk-
unarefni hjá mínum bömum að fara
í heimsókn til afa og ömmu á Tómas-
arhaga og eins þegar „afabíll" lagði
fyrir framan húsið okkar. Fjölskyld-
an var Jóhanni sérstaklega mikilvæg
og lagði hann mikla rækt við að hlúa
vel að henni og að hans börn gerðu
hið sama. Þetta kom berlega í ljós á
síðustu vikum hans þegar hann lá í
Sjúkrahúsi Reykjavíkur að velferð
eiginkonu, barna og þeirra fjöl-
skyldna var efst í hans huga.
Jóhann var sérlega fær í samskipt-
um við aðra enda reyndi oft á þá
eiginleika hans í starfi en Jóhann
gegndi stjórnunarstörfum lengst af
sínum starfsferli. Hjá Jóhanni fengu
allir sömu meðhöndlun sem ein-
kenndist af heiðarleika, sanngirni og
síðast en ekki síst virðingu. Eg vann
undir hans stjórn í byggingarvinnu
í tvö sumar eins og svo margir í fjöl-
skyldunni, börn sem frændfólk. Ég
hef alltaf dáðst að því hvernig Jó-
hann gat með fáum og vel völdum
orðum komið skoðunum sínum á
framfæri. Ég fann að samstarfs-
menn, ekki sist unga fólkið, var sama
sinnis. Jóhann átti sérstaklega auð-
velt með að setja sig í spor ungu
kynslóðarinnar.
Þegar ég hugsa til baka eru efst
í huga mér minningar frá sumarbú-
stað Jóhanns og Margrétar í Hestvík
við Þingvallavatn. Þann bústað hann-
aði og byggði Jóhann frá grunni og
átti hann þar margar góðar stundir
ásamt fjölskyldu sinni. Ekkert gladdi
hann meira en að fjölskyldan væri
þar saman komin og sérstaklega naut
hann sín vel umkringdur barnaböm-
unum. Jóhanni féll aldrei verk úr
hendi í sumarbústaðnum og var hann
sífellt að hugleiða hvaða verkefni
skyldi vinna næst þannig að njóta
mætti sem best aðstæðna á staðnum.
Jóhann hafði oft orð á því við mig
að aðalatriðið væri að hafa næg við-
fangsefni á svona stað en ekki það
að maður kláraði nokkum tímann
verkið. Það er sérstaklega erfitt að
hugsa til þess að Jóhann verði ekki
með okkur aftur í sumarbústaðnum
við Þingvallavatn. Hann gat farið eina
ferð í sumarbústaðinn sinn í sumar
og þá vissi hann hvert stefndi enda
hafði heilsu hans hrakað mikið. Ég
mun seint gleyma honum þar sem
hann sat á pallinum fyrir framan
húsið og horfði yfir lóðina sína og
fjöllin í kring. Það var greinilegt að
þetta var honum mikilvæg stund.
Það er með miklum söknuði að ég
kveð tengdaföður minn, Jóhann, og
þakka ég honum fyrir allar góðu og
dýrmætu minningarnar. Hann var
mikil kjölfesta í lífí okkar allra. Megi
góður Guð styrkja tengdamóður
mína sem hefur staðið sterk við hans
hlið í gegnum hans erfiðu veikindi,
svo og börn, tengdabörn og barna-
börn. Við sem urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast Jóhanni mun-
um hjálpa yngstu barnabörnunum
að varðveita minningu hans enda
voru þau honum svo kærkomin.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Randver C. Fleckenstein.
+
Hjartkær faðir okkar, sonur, bróðir,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR UNNSTEINSSON,
iþróttakennari,
Safamýri 52,
Reykjavik,
sem lést á heimili sínu 9. september
síðastliðinn, verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju föstudaginn 20. septem-
ber og hefst athöfnin kl. 13.30.
Unnsteinn Ólafsson, Gunnlaugur Ólafsson,
Berglind Hilmarsdóttir, Elna Ólafsson,
Arna Björk Unnsteinsdóttir, Hanna Unnsteinsdóttir,
Grétar J. Unnsteinsson, Bjarki A. Unnsteinsson,
Reynir Unnsteinsson.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓNAS BJÖRGVIN JÓNSSON,
Fífuhvammi 41,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju
fimmtudaginn 19. septemberkl. 13.30.
Hervör Jónasdóttir, Helgi Ágústsson,
Hallgrimur Jónasson, Ágústa Friöriksdóttir,
Jónas Ragnar Helgason, Jóna Bára Jónsdóttir,
Guðmundur Björgvin Helgason, Helga Jóna Benediktsdóttir,
Helgi Gunnar Helgason, Frfða Pálsdóttir,
Oddfríður Steinunn Helgadóttir, David Costin,
Björgvin Pétur Hallgrímsson,
Sigrfður Hallgrímsdóttir,
íris Björk Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Andri Einarsson,
Pála Hallgrfmsdóttir
og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi
JÓN JÓNSSON
fyrrum bóndi,
Varmadal, Kjalarnesi,
sem lést 11. september sl. verður jarð-
sunginn frá Foasvogskirkju föstudaginn
20. september kl. 15.
Hjördi's Jónsdóttir, Hreinn Magnússon,
Valdemar Jónsson, Þórdís S. Kjartansdóttir,
Jón Sverrir Jónsson, Hanna Sigurjónsdóttir,
Haraldur Jónsson, Sigri'ður Sigurjónsdóttir,
Guðný Björg Þorgeirsdóttir, Þór Sigþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA MAGNÚSDÓTTIR,
Hagamel 53,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 20. september kl. 13.30.
Magnús Leopoldsson, Björk Valsdóttir,
Hallur Leopoldsson, Guðrún Gísladóttir,
Elvar Steinn Þorkelsson, Guðný Ósk Diðriksdóttir,
Þórhallur Björnsson,
Unnar Þór Gunnarsson,
María Sif Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
lilaðbon), tallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
ísíma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
níim iiin'minii
GARÐS
APÓTEK
Sogavegi 108
REYKJAVÍKUR
APÓTEK
Austurstræti 16
eru opin til kl. 22
"tó”
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Garðs Apótek