Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 43 1 4 4 i « I 4 i í IDAG Arnað heílla Afmælistilkynn- ingar þurfa að berast blaðinu með að minnsta kosti tveggja daga fyrirvara °S þriggJa da£a fyrirvara í sunnudagsblað. Að gefnu tilefni þarf samþykki afmælisbarns að fylgja með og eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. BRIDS Um.sjón Guömundur Páll Arnarson EFTIR mjög upplýsandi sagnir andstæðinganna, verður suður sagnhafí í þremur spöðum, dobluð- um. Byrjunin er sagnhafa hagstæð - vestur tekur ÁK í laufi og spilar gosan- um í þriðja slag. Nú er spilið óhnekkjandi, hvað sem vörnin gerir. Austur gefur; allir á hættu. Norður 4 104 V D102 ? ÁG74 ? D852 Vestur ? ¦ V 864 ? K9865 ? ÁKG104 Aiistur ? KG97 V KG975 ? D3 ? 93 Suður ? ÁD86532 f Á3 ? 102 + 76 Vestur Suður Norður Austar 2 tíglar' Pass 2 grönd' Pass 3 lauf' Pass 3 hjörtu Pass Pass 3 spaðar Dobl Pass Pass Pass 'Hálitir, 6-10 punktar. 2Spurning. 'Fjórlítur í spaða og fimm- litur í hjarta. Hvernig á að spila til að tryggja níu slagi? Til að byrja með er nauðsynlegt að stinga upp laufdrottningu blinds. Austur á nú nokkra vonda kosti: (a) Ef hann kastar hjarta, þá hendir sagnhafi tígli heima, svínar spaða- drottningu, spilar tígli á ás og trompar tígul. Spil- ar svo spaðaás og meiri spaða. Vestur þarf þá að spila frá hjartakóng. (b) Ef austur trompar með sjöu, yfirtrompar suður með áttu og spilar tígultíu! Leggi vestur á tíuna, drepur sagnhafi með ás og svínar spaða- drottningu. Spilar svo spaðaás og spaða (eða tígli) og austur er aftur endaspilaður. Vestur er engu bættari með því að láta lítinn tígul á tíuna, því þá fær austur að eiga slaginn á drottningu, en síðan má svína gosanum og losna þannig við tap- slaginn í hjarta. (c) Ef austur trompar laufdrottninguna með níu, yfirtrompar suður með drottningu og spilar smáum spaða á tíu blinds. Framhaldið rekur sig á svipaðan máta og í b-lið. Magnað spil. i nnARA afmæii- j XVfV/ dag, miðviku- daginn 18. september, er tíræður Þórður Kristján Runólfsson, Haga í Skorradal. Eiginkona hans var Halldóra Guð- laug Guðjónsdóttir, en hún andaðist 1982. Þórður mun vera elsti starfandi bóndi á íslandi. OZ\ARA afmæli. I dag, Ov/ miðvikudaginn 18. september, er áttræður Símon Kristjánsson, Neðri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd. Eigin- kona hans var Margrét Jóhannsdóttir, en hún lést árið 1985. Símon tekur á móti ættingjum og vinum laugardaginn 21. septem- ber nk. frá kl. 18 í Glað- heimum, Vogum. pT/\ARA afmæli. í dag, tJxf miðvikudaginn 18. september, er fimmtugur Ágúst Úlfar Sigurðsson, tölvunarfræðingur, Lága- bergi 3, Reykjavík. Vinum og velunnurum er boðið á afmælistónleika í Hall- grímskirkju klukkan 9 í kvöld, Orgelleikari er Hörð- ur Áskelsson. Ljósm. Norðurmynd Ásgrímur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Minja- safnskirkjunni á Akureyri af sr. Birgi Snæbjörnssyni Guðrún Karítas Bjarna- dóttir og Halldór Sveinn Kristinsson. Heimili þeirra er í Hrísalundi 16e, Akur- eyri. Ljósm. Norðurmynd Ásgrímur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí í Akureyrar- kirkju af sr. Birgi Snæ- björnssyni Bryndís Viðars- dóttir og Aðalsteinn Helgason. Heimili þeirra er á Kjalarsíðu 14b, Akur- eyri. Ljósm. Norðurmynd Ásgrímur BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst í Akur- eyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Fríða Oddsdóttir og Indriði Þröstur Gunnlaugsson. Heimili þeirra er í Ásgarði 18, Reykjavík. HOGNIHREKKVÍSI STJÖRNUSPA eftir Franccs Drakc t, A/g/u ndgrannckrrtir erugrxnmeiisgáur.'' MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú kemur miklu í verk og temur þér vönduð vinnu- brögð. Hrútur (21.mars-19. apríl) %m$ Láttu það ekki á þig fá þótt hugmyndir þínar fái dræmar undirtektir hjá sumum. Þú átt hóp dyggra stuðnings- manna, sem standa með þér. Naut (20. apríl - 20. maí) l?W\ Erfiðlega gengur að inn- heimta gamla skuld, en það kemur varla að sök, því fjár- hagurinn fer batnandi með nýjum tækifærum. Tvíburar (21.maí-20.júní) Í& Þú þarft að taka meira tillit til annarra og gæta þess að vanrækja ekki náinn ætt- ingja. Sinntu fjölskyldumál- unum í kvöld. Krabbi (21.júní-22.júlí) *$& Vertu ekki með óþarfa hlé- drægni. Nýttu þér þau tæki- færi sem bjóðast til að bladna geði við aðra og skemmta þér í vinahópi. Ljón (23.júlí-22.ágúst) "ef Ekki vanmeta góð ráð, sem þér eru gefin í dag. Þau geta vísað þér veginn til vel- gengni og aukins frama í vinnunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) <&¦* Þú hefur mikið að gera í dag, en vinir rétta fram hjálparhönd og gefa þér góð ráð. Njóttu kvöldsins heima með fjölskyldunni. (23. sept. - 22. október) Tg% Reyndu að koma í veg fyrir óþarfa deilur innan fj'ölskyld- unnar. Það er hlustað á orð þín og þú getur tryggt heim- ilisfriðinn. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Cfr* Láttu það ekki leiða til óþarfa eyðslu þótt fjárhagur- inn sé á batavegi. Með hag- sýni getur þú tryggt þér ör- ugga framtíð. Bogmaður (22. nóv. -21. desember) &3 Þú ert að leysa spennandi verkefni og vinnudagurinn getur orðið langur. Alger einhugur ríkir innan fjöl- skyldunnar í kvöld. Steingeit (22. des. - 19.janúar) ^^ Þú vinnur vel með öðrum og kemur miklu í verk fyrri hluta dags. Svo er óhætt að slaka örlítið á og njóta sam- vista við vini. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) fi^K Reyndu að hafa hemil á eyðslunni þótt horfur í pen- ingamálum fari batnandi. Þú átt mikilli velgengni að fagna í vinnunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ^ar Þú hefur verk að vinna heima í dag og átt ánægju- legar stundir með yngstu kynslóðinni. Ástvinir fara út saman í kvöld. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STJÖRNUR HAUSTSINS Gréta Boöa, föröunarmeistari, kynnir nýju haust- og oetrar- litina í dag, á morgun og fóstudag.. Glæsilegir litir. Frábær tilboö. Hægt er aö panta tíma í föröun. SNYRTI OG GJAFAVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 80 SÍMI 561 1330 f irifrTBir v[ Vaknaðu brosandi! Amerísku dýnurnar frá KINGSDOWN tryggja þér hvíld og vellíðan í svefni. Þær eru framleiddar á grunni gammalla hefða með þvi að setja gorm á gorm, það þýðir að maður sefur rauriverulega á 2 dýnum og fær þannig hámarks stuðning. alla daga Mjög gott úrval af tré og járnrúmum lí SUÐURLANDSBRAUT 22 S.: 553 6011 »553 7100 Segja sfförituitterkii! gardeur á nýiu kortatimabili? "i-/r.- ---'•--'•: - ---.-.•:";-V>V.»'3 ¦'.''í* '*""'* T** gardeur wnii ískuverzluii v/Nesveg " iarnarncsi sími 561 168i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.