Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Verkamannasambandið Jeppaliðið hótar átökum } jörn Grétar Sveinsson for- . maður Verkamannasam- 'bands fslands. sogir að þegar faríð er aö hóta verka- fólki átökum vegna tcröfunnar um hækkun launa. .....'..........."Ml'íllillf FRÁ, frá, annars keyrir Tóti á . . . Rannsóknir á augnheilsu sykursjúkra Utrýma á blindu vegna sykursýki SYKURSYKI er ein algengasta orsök blindu á Vesturlöndum. Meðferð sem Iækkar mjög blindu- tíðni meðal sykursjúkra hefur ver- ið þróuð undanfarna áratugi. Hún felst einkum í því að meðhöndla sjónhimnuna með leysigeislum en til að ná sem beztum árangri þarf að fylgjast reglulega með augum sykursjúkra. Eftirlit með augnheilsu sykursjúkra síðan 1995 Hér á landi hafa læknar stund- að eftirlit með augnheilsu sykur- sjúkra frá árinu 1975, og eins og sagt er frá í nýútkomnu hefti Sæmundar á Selnum, tímarits Háskóla íslands, er það stefna þeirra að útrýma blindu vegna sykursýki á íslandi. Jóhannes Kári Kristinsson, deildarlæknir við augndeild Landakotsspítala, hefur undanfar- in ár starfað ásamt Einari Stef- ánssyni, prófessor í augnlæknis- fræði við læknadeild H.Í., og fleir- um að rannsóknum á augnhag sykursjúkra á íslandi. Rannsókn- irnar byggjast á gögnum, sem fengizt hafa við reglubundna augnskimun sykursjúkra á Landa- kotsspítala, sem hófst þar fyrir 16 árum. Niðurstöðumar þykja sýna, að slíkt eftirlit og rétt með- höndlun geti dregið mjög úr sjón- skerðingu og blindu meðal sykur- sjúkra. Hlutfall blindu af völdum sykursýki hér á landi hefur lækk- að undanfarin 15 ár úr 2,4 af hundraði árið 1980 í 0,5% árið 1994. Að sögn Jóhannesar Kára er takmarkið að útrýma blindu vegna sykursýki hér á landi. „Með sam- stilltu átaki augnlækna má út- rýma blindu vegna sykursýki. Það takmark er skammt undan og Ljósm./Kristján Maack/Sæmundur á selnum JÓHANNES Kári Kristinsson, deildarlæknir við augndeild Landakotsspítala, en hann vinnur nú að doktorsverkefni við læknadeild HÍ sem byggist á rannsóknum á augnheilsu sykursjúkra. ætti að nást, enda höfum við tækni, þekkingu og aðstöðu til þess," segir Jóhannes Kári í við- tali í Sæmundi á selnum. Fólk bjart- sýnna nú en í fyrra FÓLK er mun bjartsýnna á batnandi horfur í efnahags- málum en það var á síðasta ári ef marka má skoðanakönn- un Gallups sem gerð var um síðustu mánaðamót. Fram kemur að fólk er sér- lega bjartsýnt með efnahags- ástand þjóðarinnar á næstu 12 mánuðum en einnig telur fólk efnahag heimilanna eiga eftir að batna. Þá telur almenningur að atvinnuleysi eigi eftir að minnka næsta árið og er það talsverð breyting frá síðasta ári. Hlíf og Framtíðin í Hafnarfirði Viðræður um sameiningu VIÐRÆÐUR standa nú yfír milli Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkakvennafé- lagsins Framtíðarinnar um sam- einingu félaganna. Er það í kjölfar viljayfírlýsingar um sameiningu, sem stjórnir félaganna samþykktu í maí. í þeirri yfírlýsingu kom fram að nú í haust yrðu haldnir fundir þar sem málið yrði kynnt félagsmönn- um og að því loknu yrði leitað álits félagsmanna í allsherjaratkvæða- greiðslu um sameiningu félaganna tveggja. Verði meirihluti samþykk- ur skuli stefnt að sameiningunni síðla árs 1997. Hlíf var stofnað árið 1907 en Framtíðin árið 1925. Fram kemur í dreifibréfi, sem sent hefur verið til félagsmanna Hlífar, að það hafi verið til umræðu í langan tíma innan félagsins að sameina beri þessi tvö félög enda fari hagsmun- ir þeirra saman og þau yrðu sterk- ari sameinuð. Siávarútvegssýningin Umfang endur- speglar stöðu greinarinnar FOSTER segir að aðstæður á fyrstu sýningunni 1984 hafi verið frumstæðar og ýmis framkvæmdaatriði staðið í mönnum. „Ég man að John gróf skurði hérna bak við höl- lina til að reyna að leiða rigningarvatnið burt! Okkur hefur öllum farið fram og sýningarsvæðið hefur tekið stakkaskipt- um. Ég hef unnið við sýn- ingar í meira en tuttugu ár, frá 1983, einkum í sambandi við sjávarút- veg. Við skipulögðum fyrstu sýninguna hérna og þess vegna hefur ís- land alltaf verið mér hug- leiknara en aðrir sýning- arstaðir, átt sinn eigin sess hjá mér. Nexus Media er stórfyrirtæki í útgáfumálum og hlutur þess í alþjóðlegum sýningamálum vex nú hratt. íslenska sýningin er ein af þeim mikilvægustu sem það stendur fyrir utan Bretlands. Aðstæður hér eru einstakar að mörgu leyti, sjávarútvegur er hérna helsti atvinnuvegurinn og sýningin litin öðrum augum hér en gengur og gerist, hún er svo mikilvæg. í öðrum löndum eru sjávarútvegssýningar aðeins aukageta, aðrar atvinnugreinar skipta miklu meira máli. Umfang svona sýninga endur- speglar ávallt stöðu atvinnu- greinarinnar. Þetta á við sjávar- útveg eins og aðrar greinar, því meiri gangur sem er í greininni þeim mun öflugri verður sýning- in. Árið 1993 voru mjög erfiðir tímar hér á landi, uppsveiflan var ekki hafin og sýningin þá var vægast sagt ekki auðveld viðureignar. Það var erfitt að fá fyrirtækin til þátttöku. Ef ég á að vera hreinskilin var ég hrædd núna, ég vissi ekki að þið hefðuð náð ykkur svona hratt aftur á strik. Allt hefur hins vegar geng- ið frábærlega núna, allt svæðið uppselt og ljóst að vel gengur hjá mörgum íslenskum fyrir- tækjum." Foster segir innlenda aðila sjá um að afla þátttakenda hérlend- is. „Við sendum fyrirtækjum og stofnunum um allan heim upp- lýsingar um sýning- ------------ una. Það vekUr at- hygli að þessu sinni að samkvæmt upplýs- ingum sem við höfum fengið hjá stjórnar- ráðinu og Útflutningsráði koma að þessu sinni opinberar sendi- nefndir frá Kína, Japan, Chile, Spáni og Lettlandi auk grann- landanna Færeyja og Græn- lands. Svo margar opinberar nefndir og gestir hafa ekki til- kynnt um komu sína fyrr og haft samband við ráðamenn hér vegna sýningarinnar. I þessum efnum eru nú vatnaskil. Það tekur nokkurn tíma fyrir sérhverja sýningu sem kynnt er á alþjóðavettvangi að hasla sér völl, reyndar gerðist þetta mjög hratt hér hvað snerti þátttakend- ur, innlenda sem erlenda. Ég held að íslenskum innflytj- Patricia Foster ? íslenska sjávarútvegssýn- ingin er nú haldin í fimmta sinn, sýningarsvæði er mun stærra og þátttakendur um 20% fleiri en árið 1993 eða um 700 fyrirtæki, þar af tæplega 500 erlend frá alls 27 löndum. Síðast voru gestir alls um 12.000. Patricia Foster hefur ásamt eiginmanni sínum, John Legate, stjórnað ölliim sýning- uniim en sú fyrsta var haldin 1984. Þau hjón starfa á vegum breska fyrirtækisins Nexus Media Ltd. er annast útgáf u auk skipulagningiir sýninga og kynninga af ýmsu tagi. Þau búa í Richmond í Englandi og eignaðist Foster þrjár dætur með fyrri eiginmanni sínum sem er látinn. Hún segist ætla að setjast í helgan stein að lok- inni þessari sýningu en viður- kennir að slíkar ákvarðanir hafi hún áður tekið án þess að standa við þær. „Held að búið sé að tryggja framhaldið" endum hafi að þessirisinni geng- ið miklu betur en fyrr að fá fyrir- tæki sín til að kosta sýningarbás- ana. Við erum að öðlast viður- kenningu og traust og ég held að búið sé að tryggja framhald- ið. Hér er hægt að halda ágæta sýningu á þriggja ára fresti því að það eru margir sem vilja eiga við ykkur viðskipti á þessu sviði." -Hvernig á lítið, íslenskt fyrirtæki sem vill koma fullunn- um afurðum á alþjóðamarkað að byrja að þreifa fyrir sér? ----------- „Vandinn er sá að erlend fyrirtæki vilja oftast fá meira af vör- unni en lítið fyrirtæki _______ hér ræður við að fram- leiða. Best held ég að sé að það kynni sig í Evrópu í samfloti með öðrum á stórum alþjóðlegum sýningum þar sem fiskafurðir eru á dagskránni, t.d. í Brussel og Bremerhaven. Einn- ig geta þau reynt fyrir sér á sjáv- arafurðadeildum stærri sýninga. Varðandi smæðina sé ég að- eins þá lausn að þau myndi með sér sölusamtök. Það er svo erfitt að komast inn á markaðina, fyrst þarf að koma fyrirtækinu á traustan grundvöll hér á landi og gera síðan útrás. Það er að sjáifsögðu miklu meira upp úr því að hafa að selja fullunnar afurðir en þá þarf að ná sér í afar góðan sölumann!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.