Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKU DAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4- STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FISKVINNSLAN OG TAPIÐ IHEILD er sjávarútvegurinn nú rekinn með 0,5% tapi, en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 4,5%. Fiskverð er frjálst, en mjög hátt, og hráefniskostnaður er um eða yfir 60% af kostn- aði fiskvinnslunnar. Samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar er botn- fiskvinnslan nú rekin með 8,5% tapi. Verst er staðan í frystingu þar sem tapið er 12,5% af tekjum. Samkvæmt mati Samtaka fiskvinnslustöðva svarar það til þess, að fiskvinnslan í landinu sé að tapa rúmum þremur milljörð- um króna á ári. Hjá þeim fyrirtækjum, sem vinna mikið af síld og loðnu, er hallinn líklega eitthvað minni en hjá hinum, sem eru með hreina botnfiskvinnslu. Þar er hallinn enn meiri eða 14 til 15%, að mati Samtaka fiskvinnslunnar. Þetta er alvarlegt ástand en útgerðin í landinu er nú rekin rétt yfir núllinu. Hins vegar eru útgerð og fiskvinnsla á sömu hendi í 61% fyrirtækja og samið er um hráefnisverð þar sem svo háttar til. Ef það tekst ekki kemur til kasta úrskurðarnefndar. Algengt er, þegar útgerð er rekin sér, að hún selji á fiskmark- aði en það er líka töluvert mikið um það að hún semji við fisk- vinnslustöðvar. Þá hefur það einnig færzt í vöxt þegar útgerð og fiskvinnsla eru á sömu hendi að fiskur frá þeim fari um markað. Sérstaklega háttar svo til, ef upp hefur komið ágreining- ur. Allar eru þessar tölur meðaltalstölur og ljóst er að fjöldi fisk- vinnslufyrirtækja er rekinn með góðum og jafnvel miklum hagn- aði. Ársreikningar og milliuppgjör sjávarútvegsfyrirtækja eru til marks um það. Hins vegar eru það fiskvinnslustöðvarnar, sem reknar eru með tapi, sem lækka meðaltalið til muna. Sjötta hvert sjávarútvegsfyrirtæki rekur saman útgerð og fiskvinnslu. Talsmenn fiskvinnslunnar benda fyrst og fremst á hátt hráefn- isverð, sem skýringu á tapinu, og vilja fá það lækkað. Spyrja má hvers vegna fiskvinnslufyrirtækin kaupa hráefnið á svo háu verði, að fyrirsjáanlegt er að vinnsla þess leiðir af sér taprekst- ur. Á meðan fyrirtækin sjá sér af einhverjum ástæðum hag í því hlýtur sá taprekstur að vera þeirra vandamál. Benda má á, að félagsmenn í Samtökum fiskvinnslunnar eru handhafar um 70 til 80% fiskveiðikvóta landsmanna. EVRÓPSK HÉRAÐSHYGGJA YFIRLÝSINGAR Umbertos Bossi, leiðtoga Norðursambands- ins á ítalíu, um stofnun sjálfstæðs ríkis, „Padaníu" í norður- hluta landsins, kunna að þykja hjákátlegar og sigling hans niður Pó í og með spaugileg. Þótt öfgakenndur máiflutningur Bossis njóti ekki stuðnings meirihluta ítala, ekki einu sinni í norðurhér- uðunum, er óánægja norðanmanna þó alvarlegt mál, sem ekki verður horft framhjá. Hún er raunar aðeins angi af hreyfingu, sem hefur vaxið ás- megin víða í Vestur-Evrópu á undanfórnum árum. Einstakir landshlutar og héruð í hinum grónu ríkjum álfunnar — sem sum hver urðu til við samruna smærri ríkja á síðustu öld eða fyrr — hafa í vaxandi mæli látið í ljós óánægju með miðstjórnina og krafizt aukins sjálfstæðis og sjálfstjórnar. Þessar kröfur og hugmyndir, sem kalla mætti héraðs- eða svæðishyggju, eiga sér margvíslegar rætur. Þær tengjast í fyrsta lagi viðtækari lýðræðisvitund og kröfum borgaranna um þátt- töku í umræðum um mál, sem snerta daglegt líf þeirra og að ákvarðanir séu teknar á vettvangi eins nærri þeim sjálfum og unnt sé. I öðru lagi telja margir héraðshyggjuna tengjast nýjum gildum á borð við aukna umhverfisvitund og ábyjgð einstaklings- iris á umhverfi sínu og tengslum hans við það. í þriðja lagi hafa verið færð rök fyrir því að hið gamla, miðstýrða ríkisskipulag henti illa nýrri þróun í atvinnumálum, sem byggist meðal annars á hugviti, frumkvæði og sérhæfingu og á sér kannski fremur stað í litlum og meðalstórum fyrirtækjum en hinum þunglamalegu fjöldaframleiðslurisum þungaiðnaðaríns. Héraðsstjórnir standa nær athafnamönnum á sérhverju svæði, þekkja betur til boðleiða og upplýsingaflæðis og eru betur í stakk búnar til að styrkja t.d. svæðisbundin fyrirtækjanet, efla þekkingu og auka sérhæf- ingu. Síðast en ekki sízt á héraðshyggjan sér oft rætur í mismun- andi ríkidæmi héraða eða landshluta innan sama ríkis. Þannig háttar til að mynda til bæði á ítalíu og í Belgíu; í báðum ríkjum segjast norðanmenn niðurgreiða velferðarkerfi suðurhlutans og gagnrýna miðstjórnina fyrir spillingu og óráðsíu. Þar sem efna- legur munur fer saman við þjóðernismun, líkt og í Belgíu, getur orðið úr sprengifim blanda. Sum Evrópuríki, til dæmis Spánn og Þýzkaland, hafa veitt einstökum héruðum æ meira vald yfir eigin málum og önnur íhuga að fylgja í kjölfarið. Segja má að ráðizt sé að þjóðríkinu í Evrópu bæði „neðan frá" með því að sjálfstjórn héraða er auk- in, og „ofan frá" eftir því sem fleiri hefðbundin verkefni ríkis- stjórna færast á yfirþjóðlegan vettvang Evrópusambandsins og annarra alþjóðastofnana. Athyglisvert verður að fylgjast með þróun þessara mála í Evrópu á næstu árum. Viðræður um byggingu álvers Columbia Ventures Corporatioi Verði af byggingu álvers Columbia Ventures Corporation á Grundart- anga verður það bæði í Skilmannahreppi og Hvalfj arðarstrandar- hreppi. I samantekt Halls Þorsteinssonar kemur fram að Akranes- bær hefur hug á að fá hluta af opinberum gjöldum vegna álversins og ætla bæjaryfírvöld að eiga viðræður við þing- menn Vesturlandskjör- dæmis um málið. REIKNAÐ er með að endan- legir samningar um bygg- ingu álvers Columbia Ventures Corporation á Grundartanga geti verið frágengnir fyrir næstu áramót, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður það væntanlega staðfest opinber- lega í byrjun október að drög að raforkusamningi vegna álversins liggi fyrir. Náist endanlegir samn- ingar eins o'g allt útlit er fyrir á þessari stundu ættu jarðvegsfram- kvæmdir að geta hafist fljótlega eftir áramót ef tíðarfar leyfir, og aðrar byggingaframkvæmdir síðan í kjölfarið á útboðum vegna verk- þátta. Helga Jónsdóttir, stjórnar- formaður Landsvirkjunar, segist ekki eiga von á því að mjög langur dráttur verði á því að endanleg nið- urstaða liggi fyrir. „Svo lengi sem ekki slitnar upp úr þá erum við allt- af að vinna okkur nær niðurstöðu. Og það er líka ljóst að Columbia leggur mikla áherslu á það að ná hlutum hratt," segir Helga. Að sögn Halldórs J. Kristjánsson- ar, ráðuneytisstjóra í iðnaðarráðu- neytinu, er hönnun bygginga álvers- ins langt á veg komin, en á þessari stundu er ekki ljóst hvenær útboð vegna byggingaframkvæmda gætu farið fram. Álverið sem Columbia Ventures Corporation hefur fest kaup á er frá Töging í Suður-Þýska- landi, og er þar eingöngu um að ræða ker og.kerbúnað, ytrí og innri rafbúnað og hreinsivirki. Áætluð stækkun í 180 þúsund tonn Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, MIL, sótti um starfsleyfi fyrir 60 þúsund tonna álver Columbia Aluminium Corporation á skipulögðu iðnaðar- svæði í Skilmannahreppi og Hval- fjarðarstrandarhreppi á Grundar- tanga í Iok síðasta árs, en eftir að ágreiningur sem upp kom um eignarhald á fyrirtækinu hafði verið leystur fyrr á þessu ári breyttist nafn þess í Columbia Ventures Corporation. í samræmi við frumskýrslu um umhverfismat, sem unnið var í fyrra að beiðni Columbia Aluminium Corporation, Grundartangahöfn og Landsvirkjun, féllst Skipulagsstjóri ríkisins á byggingu fyrsta áfanga álversins með 60 þúsund tonna árs- framleiðslu og síðan stækkun í allt að 180 þúsund tonna ársfram- leiðslu, ásamt hafnarmannvirkjum og háspennulínum. Andrés Svan- björnsson, verkfræðingur hjá MIL, segir að þau gögn sem lágu til grundvallar umhverfismatinu hafi þegar tekið breytingum nú á meðan á forhönnun verksmiðjunnar stend- ur. „Þetta er allt saman á vinnslu- stigi og enginn áfangi í því ennþá," segir Andrés. Hann segir að reiknað Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Grundartanga stækkun ISLENSKA JÁRNBLENDIFÉUGIÐ stækkun LOÐ FYRIR FYRIRHUGAÐA ALVERKSMIÐJU kerskáli tengivirki skaut; geymsla súrálsgeymir o áætiuðfylling") Hafnarsvæði .N PV y Raforkusamn gæti legið f; íbyrjunoktc GERT er ráð fyrir að væntanlegt álver Columbia Ventures rísi við hlið Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. sé með að 150 manns muni starfa við álverið verði af byggingu þess. Áætlað hafi verið að kostnaður við að setja álverið upp verði 150-175 milljónir dollara, en á þessari stundu sé ekki vitað hver endanlegur kostnaður verði. Verulegar tekjur af fasteignagjöldum Gert er ráð fyrir álveri Columbia Venture Corporation á skipulögðu iðnaðarsvæði í Skilmahnahreppi og Hvalfjarðarstrandarhreppi á Grundartanga, austan við verk- smiðju íslenska járnblendifélagsins hf. Byggingarnar yrðu að mestu leyti innan Skilmannahrepps, en hluti þeirra innan Hvalfjarðar- strandarhrepps. Enn er ekkert farið að ræða skattamál vegna álversins, og að sögn Marinós Tryggvasonar, oddvita Skilmannahrepps, er óútklj- áð hvernig skatttekjur myndu skipt- ast milli hreppanna. Skilmannahreppur hefur haft verulegar tekjur af járnblendiverk- smiðjunni í gegnum tíðina, eftir að aðstöðugjöld voru lögð niður er ein- göngu um fasteignagjöld að ræða. Heildarfasteignagjöld í Skilmanna- hreppi á síðasta ári voru rúmlega 15,4 milljónir króna, og að sögn Marinós námu fasteignagjöldin frá járnblendiverksmiðjunni 13-14 milljónum króna. íbúar í hreppnum voru 128 talsins 1. desember síðast- liðinn, og námu tekjurnar af verk- smiðjunni því 101-109 þúsund krón- um á hvern íbúa. Verði af byggingu álvers á Grundartanga er ljóst að tekjur hreppsins muni enn aukast veru- lega, og sömuleiðis mun Hvalfjarð- arstrandarhreppur fá auknar tekjur. Þar voru 160 íbúar 1. desember og heildarfasteignagjöld í fyrra voru 9,3 milljónir króna. Gremja á Akranesi Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er nokkur gremja í hugum ýmissa bæjarstjórnarmanna og fjöl- margra annarra íbúa á Akranesi ef álver verður reist á Grundartanga við óbreytta skipan sveitarstjórnar- mála í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar, en bæjarráð Akra- ness lýsti sig á sínum tíma sam- þykkt tillögu sem fram kom í árs- byrjun 1994 um að kosið verði um sameiningu Akraness, Innri-Akra- neshrepps og Skilmannahrepps. Samstarf er um fjölmörg málefni milli þessara sveitarfélaga og byggir það ekki síst á stærð Akra- ness og þjónustustigi þar. Auk þess starfa fjölmargir íbúar hreppanna á Akranesi. Horfa menn þar til þess að verið sé að færa mjög fá- mennu sveitarfélagi óeðlilega mikl- ar tekjur á sama tíma og á Akra- nesi þurfi að byggja upp að veru- legu leyti þjónustu fyrir álverið og 01 á) ni þ' m ei í ! H si Þ< s< fl b V S( n u Vi n u ei S V' g ii þ. h n a k n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.